Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 C 29 KVlKMYNDIRÆm unglingahrollvekjur brandarar? TáningahroUur Hrollvekjan er óskilgetið af- kvæmi Hollywood stóð í bresku dagblaði um daginn. Hún er litla, sóðalega leyndarmál draumaverksmiðjunnar. Þeir, sem gera hrollvekjur, eru geymdir í hæfilegri fjar- lægð. Þú sérð þá ekki á Óskars- verðlaunakvöldi að þakka fyrir sig, Alit manna á hrollvekjunni er mismunandi. Hér eru nokkur dæmi: Hrollvekjuaðdáandinn: Al- gjörlega örugg spenna. Þú getur horft á hausa springa í loft upp eða maga á geimverum tætast í sundur og stigið útúr bíóinu og allt er í lagi. Leikstjórinn: Þjóðfélagið lítur á hryllingsmyndir sem lítið annað en klámmyndir. Það er eitthvað óviðfelldið að fást við ofbeldi, sér- staklega þegar það tengist kynlífi. Gagnrýnandinn: Hrollvekjan er ánægja smekkleysingjans, tísku- fyrirbrigði meðalmannsins og rusl hins vandláta. Á undanfömum ámm hefur orðið til alveg ný tegund af hroll- vekjum, þ.e.a.s. unglingahroll- vekjan, enda kunna fáir betur við hrollvekjur en táningar. Þær em fullar af rokki og róli og fjalla um táninga í táningaveröld að táningast og flestar þeirra em hreinustu brandarar. Það koma tímabil í hrollvekjum eins og öðm. Fyrir áratug og þaðan af lengra síðan snémst þær t.d. mikið um særingar og djöfla- trú og Satan með Lindu Blair sendandi ælur hingað og þangað þéttsetin illum öndum eða and- kristur var fæddur og Gregory Peck tapaði fyrir honum á meðan áhorfendur í Nýja bíói nöguðu rándýr sætisbökin. Núna ræður unglingahrollvekj- an og hún er sannkölluð peninga- maskína. Auðvitað snýst allt í hringi eins og hausinn á Lindu litlu forðum þangað til skrýmslið er orðið að hetju. Freddi, Freddi, Freddi, hrópar kók-og-popp-lýð- urinn þegar Freddi Kmger í Mar- tröð á Álmstræti I-IV (númer ijögur er sýnd í Laugarásbíói, númer fimm er í framleiðslu) birt- ist með brauðhníf á hveijum fingri og drepur unglinga í gegnum martraðir þeirra. Allt snýst um glæsilegar tæknibrellur og Freddi sjálfur er brandarakall, óhemju svalur og kaldhæðinn gaur og þú dáist að hugmyndaflugi hans og glottir að morðaðferðunum. Hann er líka hundrað milljóna dollara virði. Eftir bíóið getur þú farið út í leikfangabúð í Bandaríiqunum og keypt Freddahönd eða kveikt á sjónvarpinu og horft á fram- haldsþættina um Fredda í sjón- varpi. Hann á meira sameiginlegt með He-Man en Frankenstein. Það eina sem vantar í þessar eftir Arnald Indriðason Freddi Kruger; brandari. nýju, smörtu gerðir af hryllings- myndum er hryllingur. í grein í The New York Times fýrir svona ári bar gagnrýnandi saman ungl- ingahrollvekjumar við sjón- varpssápumar og fann þar margt sameiginlegt, ekki síst snyrtilega miðstétta-úthverfafjölskyldu- umhverfið. Þú ferð að sjá Hryll- ingsnótt II („Fright Night II“) og hún er eins og nýjasta tónlistar- myndbandið og fólkið í henni er jafn plastkennt og fólkið í hálftíma löngu gamanþáttunum í sjónvarpinu. Ein allraversta Wes Craven-hrollvekjan var um 14 ára háskóladúx sem setti tölvukubb í kollinn á dauðri kærustunni sinni og hún gekk aftur. Þetta er ekki hrollvekja heldur brandari. Til era ágætar táningahroll- vekjur inná milli eins og „Hallowe- en“ (að vísu 11 ára gömul) eftir John Carpenter en það vantar orðið menn sem gera almennileg- ar hrollvelqur sem senda þig heim svo spenntan að þegar þú loksins sofnar áttu að fara í vinnuna. VERTIIIFINU FORMI.... ALLAN ÁRSINS HRING í STÚDÍÓ JONÍNU & ÁGÚSTU Það er opið hjá okkur í allt sumar. Frjáls mæting í 70 tíma á viku - þitt er valið. Engin ákveðin námskeið, þú kemur hvenær sem er og færð þér kort, 4 tíma, 8 tíma, 12 tíma eða ótakmarkað mánaðarkort og mætir í þá tíma sem henta þér hverju sinni. Þú getur svo látið geyma kortið er þú ferð í frí. NÝTT - FRÁBÆR BANDARÍSKUR GESTAKENNARIVERDUR HJÁ OKKUR í SUNIAR. 70 skemmtilegir, líflegir og fjölbreyttir tímar í hverri viku - eitthvað fyrir alla. MAGI, RASS OG LÆRI - styrkjandi og vaxtamótandi tímar. MAGI, RASS OG LÆRI í TÆKJUM - tækjaþjálfun og gólfæfingar, styrkjandi og vaxtamótandi. ERÓBIKK (MJÚKT OG HART) - þolþjálfun, mikil fitubrennsla. ÞREKHRINGUR-tækjaþjálfun og þolþjálfun. PÚLTÍMAR - 90 mín. 45 mín. þolþjálfun - topp fitubrennsla. KARLATÍMAR - forvarnir gegn kransæðasjúkdómum. BARNSH AFANDIKONUR OG KONUR EFTIR BARNSBURÐ. SKOKKKLÚBBUR. Tímatafla MANUD./MIÐVIKUD. ÞRIÐJUD./FIMMTUD. FÖSTUD. LAUGARD. SUNNUD. 09.00-10.00 10.00-10.50 12.07-13.00 12.07-13.00 13.10- 14.00 14.00-15.00 15.00-15.50 16.30-17.20 17.10- 18.10 17.20- 18.20 18.10- 19.10 18.20- 19.50 19.10- 20.00 19.50-20.40 20.00-21.15 20.40-21.40 21.15-22.05 ERÓBIKK MR&L ÞR.HR. F.G.K. MR&LT ÞR.HR. MR&LT MR&L ÞR.HR. ERÓBIKK ÞR.HR. PÚLTÍMI t, MR&LT. MR&L ÞR.HR. ☆ ERÓBIKK MR&LT 16.15-17.05 16.30- 17.30 17.10- 18.10 17.30- 18.20 18.10- 19.10 18.20- 19.20 19.10- 20.25 19.20- 20.2Ö 20.20- 21.10 BARNSH. ERÓBIKK ÞR.HR. MR&L ÞR.HR. ERÓBIKK ÞR.HR. * MR&L * MR&L 09.00-10.00 ERÓBIKK 12.07-13.00 ÞR.HR. 16.30-17.20 MR&L 17.10- 18.10 ÞR.HR. 17.20-18.20 ERÓBIKK 18.10- 19.25 ÞR.HR. * 11.00-12.00 ÞR.HR. 11.30-13.00 PÚLTÍMI* 12.00-12.50 BARNSH. 13.00-14.00 ERÓBIKK 13.00-14.15 ÞR.HR. ☆ 14.00-14.50 MR&L 14.15-15.05 MR&LT 12.30-13.30 ÞR.HR. 13.00-14.00 ERÓBIKK 13.00 SKOKKKLÚBB- URINN Fitumælingar, þolmælingar LÍKAMSRÆKT SEM LÍFSSTÍLL ER LEIÐIN TIL ÁRANGURS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.