Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 C 25 Ofbeldi í plati — og alvöru ■ Ofbeldi í íslensku sjónyarpi hefur margfaldast á síðustu tveimur árum ■Líklegt að ofbeldi í sjónvarpi hafi minni áhrif hér á landi en víða erlendis FATT í tengslum við Qölmiðlarannsóknir hefur kynt meira undir rökræðum og deilum en það hvort og hvernig áhrif ofbeldi í sjónvarpi hafi á fólk, einkum og sér í lagi uppvaxandi kynslóðir. Hundruð félags- og sálfræðinga út um víðan heim hafa reynt að leita svara við spurningum eins og hvort ofbeldi í sjónvarpi hvetji til ofbeldisfullrar hegðunar og stuðli að glæpaverkum. Einnig hefiir mörgum orðið hugleikið hvort glæpaverk á skjánum slævi siðgæðisvitund áhorfenda og stuðli frekar að því en ella að glæpir verði viðtekinn og jafnvel eðlilegur þáttur í nútíma samfélagi. Sömuleiðis hafa ýmsir haft af því áhyggjur að þetta sjónvarpsefni auki á ótta fólks við glæpi, geri það hrætt við að vera eitt og auki öryggisleysi þess. Hér á landi hafa _ _ __ __ engar marktækar BAKSVIÐ rannsóknir farið--------------------------- fram a þessu sviði. eftirÁsgeirFridgeirsson Eins og annars Ijósvakamiðla sem var stofnað m.a. fyrir hennar tilstilli hefur látið frá sér fara viðmiðunarreglur þar sem hvatt er til þess að dreg- ið verði úr ofbeldi í sjónvarpi fyr- ir kl. 21 dag hvern. Bann er lagt við að sýnt raunverulegt andlát og varað er við ofbeldissenum þar sem hnífi er beitt því í myndmiðli er hægt að sýna slíkt á viður- styggilegan hátt. Ofbeldi hefur stóraukist í íslensku sjónvarpi á síðustu árum. Hinrik Bjarnason, deildarstjóri hjá Sjónvarpinu, sagði í viðtali að nú hugsaði Sjónvarpið sig ekki tvisv- ar um varðandi kaup á mynda- flokkum sem hefðu alls ekki kom- ið til greina fyrir fjórum árum. Hann nefndi sem dæmi Bjarg- vættinn sem Stöð 2 sýnir. Þessu veldur að mestu breytt afstaða almennings, sem á hinn bóginn hefur mótast í gegnum fjölmiðla. Nútíma íslendingar þekkja ekki annað ofbeldi en það sem þeir sjá í kvik- myndahúsum og sjónvarpi. Þegar þeir heyra að ein- hver hafi verið bar- staðar eru margir áhyggjuftillir en aðrir láta sér fátt um finnast. Margur landinn hefur spurt hvort ekki mætti nota sömu lógikk og álykta á þá leið að þjóðin sé samsafn rudda og bardagamanna eftir að hafa fengið gefiiar á jötu frásagnir íslendingasagna. Hvað sem vangaveltum um íslendingseðlið líður er líklegt að ofbeldi í sjónvarpi hafi minni áhrif hér á landi en hjá fjöl- mennari þjóðum. Því veldur sú staðreynd sem flestar rannsóknir benda til, að áhrifin, hver sem þau eru, aukast í réttu hlutfalli við glæpi og ofbeldi í umhverfi áhorf- enda. M.ö.o. er líklegra að sá unglingur sem býr í Harlem- hverfi New York-borgar æsist eftir einn skammt af Rambo og stúti næsta ljósaskilti en sá sem býr á Brekkunni á Akureyri. Ann- að sem einnig hefur mikil áhrif eru ýmsir persónuþættir fólks og nærtækustu dæmin af þeim toga eru geðsjúklingar sem taka sér skjáhetjur til fyrirmyndar og næg- ir þar að minna á berserksgang í bænum Hungerford í Englandi fyrir rúmum tveimur árum sem varð sextán manns að fjörtjóni. Það er m.a. vegna þess sorgarat- burðar að Thatcher sjálf hefur látið sig málið varða. Siðgæðisráð inn eða skotinn til bana þá hafa þeir fyrir hugskotssjónum fjöl- miðlaðar svipmyndir úr útlöndum. Hvort þessi orsakahringur leiði til enn aukins ofbeldis á öldum ljós- vakans er erfitt að segja til um. Dagskrárstjórar íslensku stöðv- anna telja ekki þörf á reglum á borð við þær bresku þar sem þær yrðu fljótlega að innantómum bókstöfum. Abyrgðin væri sjón- varpsstöðvanna og því ætti valdið að vera þeirra sömuleiðis. Þeir eins og margir aðrir hafa áhyggj- ur af því hverju gervitunglin muni láta rigna yfir okkur, en einu lög in sem gætu haft einhver áhrif. þar á bönnuðu kapaldreifingu efni frá stöðvum sem væru vísar að ósóma. í þessum efnum óttast margir annað en ofbeldið sjálft, en það er þegar ofbeldisseggir og illþýði er hafið upp til skýja í einhveijum skilningi. Nú á tímum þegar efnis leg gildi virðast öllu skipta má spyrja hvort rugli frekar mat unglingsins á réttu og röngu að einhver njóti auðs og virðingar kjölfar glæps sem e.t.v. er aldrei sýndur eða að glæpurinn sé svið- settur, jafnvel á hroðalegan hátt. Hver svo sem svör við spum- ingum af þessu tagi kunna að vera er altént víst að hetjur íslend ingasagnanna voru alls engin ill menni. Þær voru e.t.v. eilítið villt- ar en börðust samt fyrir siðrænum gildum, eða hvað? FÓLK / fjölmiðlum ■ NÝR þáttur hefiir hafið göngu sína á Rás 2 og neftiist Góðir íslendingar. Hann verður á dag- skrá eftir hádegi á laugardögum og verður sam- bland af tónlist og talmáli. Meðal annars verða létt viðtöl við íslendinga erlendis. Um- - sjónarmenn þáttarins verða IngólfurMar- INGÓLFUR geirsson ritstjóri Alþýðublaðsins og Berglind Björk Jónasdóttir. ■FRÉTTASTOFU Sjónvarps bætast nýir liðsmenn í júlí. Þegar hafa verið ráðin Jón Ólafsson, sem starfaði á fréttastofunni í fyrrasumar, Asa Richardsdóttir fréttaritari Sjónvarps i Bretlandi og Kristín Kvaran, fyrrum al- þingismaður og ritstjóri Næstá dagskrá. Þá kemur Ami Snæv- arr til liðs við fréttastofuna á nýjan leik en hann lagði stund á fjölmiðlanám í París síðastliðinn vetur. Rás 2 og sumarió! Rás 2 verður með sumarútvarp um allt land. Stóraukin dagskrárgerð: Spaug - þjónusta - tónlist - þjóðmál. Hvert sem menn fara, hvað sem menn gera, er Rás 2 tengiliðurfólksins ílandinu við atburði líðandi stundar. Rás 2 er atburðarásin. Bílakaup h/f Borgartúni 1 s: 686010-686030 Fyrir heimilið og vinnusíaðinn KX-T2135 BE — Takkasími með sjálfvirku vali — 28 minni — Inn- byggður hátalari og hljóðnemi — Handfrjáis notkun — Skjár sem sýnir klukku, valið númer, tímalengd símtals — Elti—hringing (ef símanúmer er á tali hringir sfminn sjálfkrafa í næsta valið númer) — Hægt að geyma við- mælanda — Endurvalstakki fyrir síðasta númer — Styrkstillir fyrir hljóð — Púlsval, tónval — Veggfesting KX-T 2342 E — Takkasími með sjálfvirku vali og innbyggðum hátalara og hljóðnema — Handfrjájs nolkun — 20 minni — 6 minni fyrir beint útval — Endurvalstakki í'yrir sfðasta númer — Hægt að geyma viðmælanda — Tónval, púlsval — Veggfesting KX-T 2386 BE — Takkasími með símsvara — Sjálfvirkt val — Innhyggður hljóðnemi og hátalari — 12 minni — 3 minni fyrir heint útval — Hvert móttekið skilaboð í allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði — Tónval, púlsval — Veggfesting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.