Morgunblaðið - 04.06.1989, Page 44

Morgunblaðið - 04.06.1989, Page 44
FLJÓTT • FLJÓTT - A U C LÝSl N C A S M 11) J A 44 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 BAKÞANKAR FJÖLSKYLDUTILBOÐ Á R S I M S FYRIR 4 MANNA FJÖISKYLDU ÓHÁD ALDRI BARNANNA Sumarleyfi fjölskyldunnar á Mallorka er sannarlega í góðum höndum hjá Ferðaskrifstofunni Atlantik. Gististaðir okkar Royaltur-hótelin, eru í flokki albestu fbúðahótela eyjarinnar, öll staðsett með fegurð umhverfisins, hagkvæmni og þægindi gestanna fyrir augum. Þjónusta þeirra er frábærog í gestamóttöku er 24 tíma vaktþarsem öll fyrirgreiðsla er veitt hvenær sem þörf krefur. Atlantikfrí er öruggt, fyrsta flokks frí fyrir alla aldurshópa, - og nú með 65.000 kr. afslætti. Stgr. verð Alm. verð 1. fjölskyldumeðlimur 68.400,- 71.800,- 2. fjölskyldumeðlimur 54.720,- 57.440,- 3. fjölskyldumeðlimur 41.040,- 43.080,- 4. fjölskyldumeðlimur 0,- 0,- Heildarverð v/fjölskyldu 164.160,- 172.320,- Meðalverð pr. mann 41.040,- 43.080,- Verð pr. mann í stúdíói 47.880,- 50.300,- FiRDAGETRAUN ATLANTIK Nú hetur verið dregið úr réttum, innsendum svörum í ferðagetraun Ferðaskrifstofunnar Atlantik hf. Hinir heppnu eru: 1. vinningur. Ferð iyrir tvo til Mallorka að verðmæti kr. 120.000,- (eitt- hundraðogtuttuguÞúsund 00/100). Vinningshafar: Karl Einarsson og Gréta Frederiksen, Vallargötu 21. 245 Sandgerði. Hátt á þriðja þúsund svör bárust. Atlantik þakkar öllum þátttakendum og óskar vinningshöfum til hamingju með fyrsta flokks Atlantikfri. 2. vinningur. Mallorkaferð fyrir einn að verðmæti kr. 65.000,- (sextíuog- fimmÞúsund 00/100). Vinningshafi: Þórður Björnsson, Engihjalla 1, 200 Kópavogur. 3. vinningur. Atlantikferö aö verðmæti kr. 50.000,- (fimmtíuÞúsund 00/100). Vinninghafi: Þórunn Siguröardóttir, Hllöarvegi 25, 200 Kópavogur. 4. vinningur, Atlantikferö aö verömæti kr. 30.000,- (ÞrjátíuÞúsund 00/100). Vinnlngshafi: Margrét Oddgeirsdóttir, Hrauntungu 7, 200 Kópavogur. 0PIÐ Í DAG KL. 14:00-16:00 FERÐASKRIFSTOFAN dTUMTIK HALLVEIGARSTlG 1 SlMI 28388 OG 28580 í gulum vögn- um ogbleikum Menn fullyrða að veturinn sem leið hafi verið sá snjó- þyngsti í áraraðir. Kannski ára- tugi. Ég hef aðeins veturinn þar áður til samanburðar því ég varð fyrir því óláni á unga aldri að lenda í ferðalög- um. í aldarfjórð- ung bjó ég á eyju sem vetur kon- ungur lét af- skiptalausa. Þeg- ar sumrinu lauk kom vor, svo kom sumarið aftur. Snjórinn, þetta töfrandi fyrir- brigði, sem úr fjarlægð var svo heillandi, gaf tilefni til nýrra átaka í daglega lifinu. Hálkan breytti borginni í vígvöll og ég átti fullt í fangi með að staulast á tunglfarabússunum yfir bílastæð- ið og út á stoppistöð. Strætisvagn- inn, ótrúlega gulur í morgun- myrkrinu, virtist bíða argur og óþolinmóður meðan við, farþe- garnir, klofuðum yfir skafla eða tókum nokkur dansspor á hálku- blettunum áður en stigið var um borð. Á Bermudaeyjum eru strætis- vagnarnir ótrúlega bleikir og fólk- ið innanborðs ótrúlega svart. Hvítir menn ferðast sjaldan með almenningsvögnum nú á dögum. Fyrir seinni heimsstyijöld voru bifreiðir bannaðar. Hvítir menn jafnt sem svartir komust leiðar sinnar með járnbrautarlest. Ey- jarnar, þræddar á teinana eins og perlur á festi, voru byggðar af skipbrotsmönnum á leið til bresku nýlendunnar I Virginiu, Norður-Ameriku, árið 1609. Lengi hafa fræðimenn haldið því fram að Shakespeare hafi byggt verk sitt Ofviðrið á atburð- um sem gerðust á þessari eyðieyju þar sem óútreiknanlegir skyndi- stormar geysa stundum þrátt fyrir óvefengjanlega veðurblíðu allt árið um kring. En Prospero getur varla hafa flotið á sínu leka fleygi, með dótturina Miröndu og bók- safn sitt innanborðs, alla leið yfir Atlantshafið frá Ítalíuströndum. Bermuda er jú aðeins 700 mílur austur af Norður-Karólínu í Bandarikjum Norður-Ameríku. Svona getur maður horfið inn í eigin hugarheim á meðan númer 16 þeysist um vesturbæinn. Full- orðna fólkið á erfitt með að fóta sig á leiðinni til sætis því það virð- ist ekki til siðs í íslenskri almenn- ingsfarartækjamenningu að bíða þangað til allir eru sestir eins og lög gera ráð fyrir annars staðar í heiminum. Við sitjum síðan eins og steingervingar hver með sínar hugsanir. Öðru máli gegnir um börnin og unglfngana. Þau enda- sendast um vagninn og hrópa til hvers annars í öfugmælum, eða oxymorons eins og það heitir á ensku. Ógeðslega gott, rosalega lítið, æðislega rólegt. Ég hef tekið eftir því að fullorðið fólk talar ekki saman í strætisvögnum. Ég ekki heldur, því ég er í endur- hæfingu. Ég er að læra að verða íslendingur aftur. Það var oft erfitt að stíga úr númer 16 út í myrkríð og snjóinn. Eitt sinn var kona að hjálpa barni út um bakdyrnar og ég þurfti að bíða örlitla stund en um leið og ég var að sökkva i skaflinn lokuð- ust dyrnar og vagninn þaut af stað. Þar munaði mjóu, hugsaði ég. Ætti ég að hringja i Velvak- anda? Daginn eftir tók ég vagn- stjórann ta.ll og með mlnni bestu „viðskiptavinurinn hefur ætíð rétt fyrír sér“-rödd sagði ég honum að mér fyndist hann mætti stansa aðeins lengur við stoppistöðvarn- ar til að leyfa fólki að setjast og eins gefa því nægan tíma til að komast úr vagninum. Hann ur- raði á mig. Þú ert nú bara dóna- leg, sagði hann, þú bíður ekki einu sinni góðan daginn og þakk- ar aldrei fyrir þig. Það kom veru- lega á mig. Skyldi hann þá líka hafa ferðast með bleikum vagni. Og ég sem hélt ég væri búin að læra reglurnar sem gilda fyrir full- orðið fólk í strætisvögnum borgar- innar. Þ.e.a.s. að vera ekkert að glenna sig framaní ókunnugt fólk. Eg vona svo sannarlega að ég hafi misskilið þetta svona hrapal- lega. eftir Jónu Margeirsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.