Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 28
SJÁ TÍMINN það er fiigl sem flýgur hratt/hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld. Svo orti Omar gamli Khayam og Magnús Ásgeirsson þýddi. Þetta voru uppáhaldsljóðiínur Charlie Parkers og koma í huga minn um leið og sú staðreynd að Guðmundur Ingólfsson, meistarapíanisti, verður fimmtugur á morgun. Líkt og Parker hefiir hann flogið hratt gegnum lífið en vonandi höld- um við honum sem lengst hér á jörðu. Guðmundur verður ekki auðveldlega lagður að velli og einsog hann segir á stundum: Eg gefst ekki upp fyrir neinum nema dauðanum. Guðmundur Ingólfsson er óef- að vinsælasti djassleikari íslenskur frá því að djassvakning hin nýja hófst hérlendis. Hann og nafni hans Steingrímsson áttu ekki hvað minnstan þátt í þeirri vakningu, en þegar Ing- ólfsson kom heim úr annarri Noregsför sinni árið 1977 hófu þeir nafnar að leika djass á þremur stöðum: Djúpinu, Stúd- entakjallaranum og Á næstu grösum og fylltu yfirleitt þrisvar í viku. Ungir djassleikarar hafa lært ómetanlega hluti í þeim djassháskóla Guðmundanna og má þar nefna: Björn Thoroddsen, Tómas R. Einarsson og Þórð Högnason. Guðmundur hóf snemma að fitla við hljómborð og hlustaði þá á frænda sinn, Hjalta dómkirkju- prest, leika Hjaltalag falskt sem reyndist Sentimental Journey. Sex ára gamall var hann kominn í læri hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni og fimmtán ára hélt hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann nam hjá Axeli Arnfjörð. Axel var góður píanisti og kennari og jafn- vígur á hina ýmsu tónlistarstíla, en þarna úti i heimsborginni komst Guðmundur að því að nótnalestur og öguð vinna var ekki það sem átti við hann. Hann var hinn eilífi leitandi sem varð að ferðast frjáls um heim tónanna og leika það sem andinn blés honum í bijóst. Undrabarnið sneri heim sem djasspíanisti og varð að vinna fyrir sér sem dansmúsíkant. Árið 1962 hélt Guðmundur til Noregs og lenti þá m.a. i því ævintýri að verða píanisti Dexters Gordons nokkra daga. Píanisti Dexters hafði drukkið yfir sig og Dexter kom inn á bar þar sem djassmenn sátu og spurði um píanista. Guðmundur, frakkur að vanda, gaf sig fram og var ráð- inn. Guðmundur dvaldi aftur i Noregi 1974 til 1977 og það er ekki fyrr en eftir þá dvöl að Guð- mundur verður sá djassspámaður á íslandi sem raun ber vitni. Sl. sunnudagskvöld var Heiti potturinn í Duushúsi troðfullur og skemmtu gestir sér vel. Þar lék Kuransvíngkvartettinn og var melódían höfð i heiðri og sveiflan einnig. Það hefur Guðmundur alltaf gert — og með betri ár- angri en flestir aðrir íslenskir djassleikarar. Hann er sprottinn úr jarðvegi píanista eins og Er- rolls Garners, Oscars Petersons og John Lewis — og hefur oft tekist á frábæran hátt að sameina expressjóníska sveiflu hinu við- kvæma ljóði. Eins og Jan Johans- son og fjöldi annarra norrænna djasspíanista er Guðmundur þjóð- legur og alþjóðlegur í senn — og það er besta þjóðernisstefnan. Þijár skífur liggja eftir Guð- mund: Jazzvaka, þar sem hann leikur með bandaríska bassav- irtúósnum Bob Magnusson (sem er að sjálfsögðu af íslenskum ættum), Nafnakall þar sem hann er með eigið tríó og kvartett og Þjóðlegur fróðleikur, sem út kom í fyrra og hefur að geyma íslensk lög. Eins og alltaf er Guðmundur bestur á þessum skífum þegar einfaldleikinn ríkir í hægri hend- inni og sú vinstri spennir sveiflu- bogann einsog þeir einir geta gert sem hafa ráð á þeim galdri sem gerir djass að djassi. Þann galdur hefur Guðmundur á valdi sínu þeg- ar hann er með heilli há og gefur sig ekki á vald skraut- sýninganna til að heilla lýð- inn. Vonandi eiga islenskir tónlistar- unnendur eftir að njóta listar Guðmundar lengi enn. — eftir Vernharð Linnet DJASS /ER ekki alltfimmtugum fcertf MORGUNBLAÐIÐ MENNÍN^KSÍmSÚlta^&ÍSSIfiUn'r. jom n» íslenski djass- spámaðurinn • BLAUPUNKT DÆGURTÓNLIST /Hvað er ab gerast í íslensku rokkif Guðmundur Ingólfsson — þegar ein- faldleikinn ríkir í hægri hendinni og sú vinstri spennir sveiflubog- ann . . . Astral stórsvdt ur en stefnum í tólf og jafnvel fleiri. Tónlistarlínan hefur verið rytmísk tónlist; mikið sótt til Suður-Ameríku og Afríku og við byijuðum á því að taka eingöngu lög eftir aðra. Með tímanum hafa bæst við frumsamin lög sem eru nú rúmur helmingur af efnisskránni. Við hófum að leika við opnun myndlistasýninga og við fleiri óaug- lýst tækifæri, s.s. árshátíð ónefnds félagsskapar, en fyrstu auglýstu tónleikarnir voru í Duus fyrir tveim- ur mánuðum. Það voru líka fyrstu tónleikarnir undir nafninu Júpíters, en fram að því höfðum við komið fram undir ýmsum nöfnum sem eng- um er greiði gerður með því að telja upp hér. — Er einhver sérstök hugsun sem kemur ykkur saman? Þetta er astral stormsveit. — Þið segið að sveitin sé að breyt- ast og tónlistin með. Stefnir þið þá hraðbyri frá upphafshugsjóninni? Það er ekki hægt að tala um stefnubreytingu, nema þá að því leyti að við erum orðin þéttari; sveit- in hefur náð að spila sig betur sam- an. Það hefur aldrei verið nein sér- stök stefna í gangi og hver hefur haft sínar hugmyndir. Þeim hug- myndum er svo öllum hrært saman og úr verður tónlistarbastarður. Það er eitt það skemmtilegasta við sveit- ina og gefur henni hvað mestan svip hvað menn hafa ólíkan bakgrunn í tónlist; sumir hámenntaðir og aðrir ómenntaðir með öllu. Við bætum hvert annað upp, eða drögum hvert annað niður og það verða ekki árekstrar, enda er þetta mjög harm- ónísk sveit. Þó mun sveitin eins og hún er í dag ekki verða langiíf, því það eru allir að fara hver í sína átt- ina í haust. Júpíters er eitthvað sem skýtur upp kollinum með vorinu, blómgast yfir sumarið og fellur svo um haustið. Til að skrásetja Júpíters ’89 tökum við upp tónleikaplötu í sumar til að skrásetja sveitina eins og hún var sumarið ’89 og gefa það út á plötu. Júpíters að eilífu. EF LÝSA ætti því sem er að gerast í íslenskri rokktónlist í dag væri fiölbreytni kannski það fyrsta ',em kæmi upp í hugann. Sífellt eru að koma fram á sjónarsviðið rok’csveitir sem eru að gera eitthvað nýtt eða eitthvað gamalt á nýjan hátt, ekki síður en sveitir sem gera út á dansmarkaðinn, og breiddir. er mikil. Sem dæmi um frnmlegar sveit- ir, sem margar byggja á gö nlum grunni, má nefna sveitir eins og Ham, Risaeðluna, Langa S *Ia og Skuggana, Bootlegs, Bless, Dýrið gengur Iaust, Bróðir Darvíns og Júpíters. Þessar sveitir eiga fátt sam- eiginlegt tónlistarlega annað en að eiga snertipunkt í rokkinu. Óvenju- legust og kannski einna forvitnilegust er Júpíters, sem nánar verður vikið að hér. Tveir tenórsaxófónar, altsaxó- fónn, tveir trompetar, bassabás- úna, trommur, kontrabassi, rafgítar, slagverk, Hammondorgel og for- sögulegur ARP-hljóðgerfill. Ovenju- imjimi™ iii, i,, leg hljóðfæraskip- an en ekki síður er óvenjulegur fjöldi sveitarmeðlima, en þeir eru ellefu/tólf þegar þetta er skrifað og stefnir í fleiri. Júpíters hefur vakið allmikla at- síðustu tvo mánuði, eða allt eftir Áma Matthiosson hygli frá því sveitin kom fyrst fram undir nafni á Duus. Hún hefur haldið tón- leika síðan og þá meðal annars á „svitaballi" austan við Hveragerði fyrir skemmstu en þá hituðu Sykur- molarnir upp fyrir sveitina. I haust heldur sveitin svo til Garðaríkis í för með sjö sveitum öðrum og í tilefni af því voru haldnir fjáröflunartón- leikar á Borginni þarsíðasta laugar- dag. Á þeim tónbleikum geislaði sveitin af spilagleði og ferskum hug- myndum og í hveiju lagi var eitt- hvað sem kom á óvart. Ekki er gott að lýsa því sem fram fór, en það átti sér rætur í jass, salsa, highlife, rokki, dægurlagajass, afríkupoppi og fleiru sem ekki er hægt að nafn- greina. Dæmigert lag hófst á me- lódísku samspili saxófónanna, en smám saman komu önnur hljóðfæri inní, millikaflinn með nær kakó- fónísku risi á köflum og svo endað aftur á melódíu. Þetta gat endurtek- ið sig nokkrum sinnum í laginu, með mismikilli áherslu á stefið og með mismunandi einleiksköflum, þó ann- ar tenórsaxófónninn hafi verið fremstur. Eftir að hafa hrifist af sveitinni náði ég tali af tíu sveitarmeðlimum í æfingarhúsnæði sveitarinnar. Sveitin mun vera stofnuð um mánaðamótin febrúar/mars og þá sem léttsveit; hálfgerð lúðrasveit. Hún hefur svo þróast í það sem hún er í dag; við erum ellefu sem stend- Ljósmynd/BS Blásið í astralsaxófón. Af Júpíters geislar spilagleði ferskum hugmyndum og í hveiju lagi er eitt- hvað sem kemur á óvart. LONDON SQM 37 4x11 W, stöðvarminni, sjálfleítarí, digitalborð o.fl. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680 780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.