Morgunblaðið - 04.06.1989, Side 24

Morgunblaðið - 04.06.1989, Side 24
24 C FÓLK í jjölmiðlum ■NOKKRIR þáttagerðarmenn eru að hefja störf á Rás 1 um mánaðamótin. Umsjónarmenn Kviksjár í sumar verða þau Freyr Þormóðsson bókmenntafræðing- ur, sem stund- aði nám í kvik- myndun í vetur og sérhæfði sig í handritagerð á handritagerð, og Ragnheiður Gyða Jónsdótt- ir, fréttaritari Útvarps í París. Hún hefúr einnig unnið einstaka þætti og þáttaraðir fyrir Útvarp- ið. Og Alfhildur Hallgrímsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir koma aftur í þáttinn í dagsins önn. ____ ■NÝ útvarpsstöð er í burðar- liðnum og er ætlunin að útsend- ingar heQist um miðjan júní. Fjöldi reynds útvarpsfólks mun starfa við stöðina, m.a. Hörður Amarson, Anna Þorláks, Þor- steinn Högni Gunnarsson, Steingrímur Ólafsson, Felix Bergsson og Bjami Óíafiir Guð- mundsson, sem öll hafa starfað á Bylgjunni og Snorri Már Skúla- son af Rás 2. Útvarpsstjóri verð- ur Konráð Olavsson handknatt- leiksmaður. Stöðin mun ekki vera með fréttastofu en fylgst verður með atburðum líðandi stundar. Ekki verður upplýst um nafii stöðvarinnar fyrr en hún fer í loftið en hún hefur gengið und- ir vinnuheitinu Á rás. Stöðin mun senda út frá Ármúlaskóla með sendi Útrásar og mjóðbylgjunn- ar og verða útsendingar hennar því álíka öflugar og Bylgjunnar- Stjömunnar.__ ■UMSÓKN Kenýamannsins Ge- orge Opyiu um inngöngu í Blaða- mannafélag íslands, hefúr verið hafnað. Sfjóm Blaðamannafé- lagsins tók þá ákvörðun með til- vísun í lög fé- lagsins að fé- lagar geti ein- ungis orðið þeir sem hafa blaða- mennsku að að- alstarfi eða em fastráðnir starfsmenn rit- OPiYO sfjórna, svo og aðrir þeir sem fastráðnir em við frétta og fjöl- miðlun á launakjöram sem félag- ið hefúr samið fyrir. Opyiu er blaðafiilltrúi sendiráðs Kenýa í Stokkhólmi, sem þjónar jafti- framt hinum Norðurlöndunum. FJÖLMIÐLAR MORGUNBLAÐIÐ , !>• I un/j.íiynisom SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 Stutt spjall við Stefán Jón Hafstein, yfirmann Dægurmála- útvarps Rásar 2, um símatíma Ég hef fengið skammir fyrir að láta fólk standa fyrir máli sínu þegar það kemur með gagnrýni og ásakanir Hlustendur láta ekkisegjasér hvað þeim finnst ÞÁTTASTJÓRNENDUM SÍMATÍMA útvarpsstöðvanna er nokkur vandi á höndum. Þeim er ætlað að sjá til þess að sem flest sjónarmið komi fram og að menn fái að gera grein fyrir máli sínu. Jafiiframt verða þeir að sjá til þess að þeir sem tala í beinni útsendingu, særi ekki siðgæðisvitund manna. Enda em stjómendumir skammaðir töluvert. Einn þeirra, Stefán Jón Hafstein í Þjóðarsálinni á Rás 2, hefur fengið sinn skerf af skömmunum. Hann kippir sér ekki upp við þær enda hefiir hann svör við þeim á reiðum höndum. Isímatímanum Þjóðar- sálinni eru ýmist sér- stök málefni til umræðu og gestir í beinni útsend- ingu til að ræða þau, eða umræðan snýst um hvað- eina sem fólki dettur í hug. Stefán segistvonast til þess að Þjóðarsálin þróist meira út í umræðu um ákveðin málefni. „Þátturinn hefur gengið mjög vel, við fáum sterk viðbrögð frá fólki við því sem er að gerast. Við heyrum mjög vel tóninn í almenningi þegar upp kemur eitthvað sem ráð- herra segir í fréttum, eitt- hvað sem er tekið fyrir í ríkisstjórn, að égtali nú ekki um þegar stórmál eru í gangi eins og verk- fallið. Þó að suma daga séu umræðuefnin ekki ýkja merkileg, þá er aðra daga mikið líf og fjör.“ Vilji hlustendurtaka þátt í Þjóðarsálinni, tala þeir fyrst við starfsmann þáttarins, áður en þeim. er hleypt í útsendingu. Hann segir þeim hvert umræðuefnið er og spyr hvort menn vilji taka þátt. Vilji fólk vera með, kynnir það sig. „Hlust- endur sem hringja í okkur fara aldrei beint í gegn. Það er til að fyrirbyggja að drukkið fólk fari í út- sendingu og til að tryggja það að fólk tali um það sem er til umræðu hveiju sinni.“ Mikill munur er á því hvaða umræðuefni er og Stefán segir fólk ekki hringja eingöngu til að tala í útvarp. Suma daga sé gífurlegur áhugi, „allt springur eins og til dæm- is í verkfallinu. Þá hefur umferðin verið mjög vin- sælt umræðuefni, kjara- mál og landsbyggðarmál, svo eitthvað sé nefnt. Við veljum málefni sem við höldum að fólk hafi gam- an að ræða um. Einu sinni misreiknuðum við okkur, þegar við völdum að tala um bamauppeldi. Áhuginn á því var sáralít- ill. Svo skjóta stundum upp kollinum mál sem við hérna á ijölmiðlunum höfum ekki velt upp en fólk hefur tekið eftir og vill tala um.“ En hversu mikil áhrif hefur símaþáttur á borð við Þjóðarsálina? í Bandaríkjunum eru dæmi þess að þáttastjórnendur hafa hmndið af stað her- ferðum í einstöku málum, til dæmis gegn Exxon- olíufélaginu vegna olíu- mengunar við Alaska og gegn múhameðstruar- mönnum vegna dauða- dómsins yfir Rushd- ie.„Við myndum aldrei fara út í herferð af neinu tagi, enda eru íslendingar ekki þannig að þeir láti mann eins og mig segja sér hvað þeim finnist um hvalamálið eða kennara- verkfallið. Ogþað finnst mér gleðilegt. En þeir sem hringja, geta kveikt í þeim sem eru að hlusta. Sá sem fyrstur hringir getur haft mikil áhrif, oft fylgja fjórir fimm í kjöl- farið og mótmæla eða samþykkja hans orð. Maður getur snúið heilum símaþætti ef við stjórn- endumir emm ekki þeim mun harðari. Ég hef ein- stöku sinnum sagt máli lokið og sé eftir því að hafa ekki gert það oftar. Þettahefégverið skammaður fyrir. Éghef líkafengið skammir fyrir að að láta fólk standa fyrir máli sínu þegar það kemur með gagnrýni og ásakanir. Þetta er þveröfug stefna við það sem viðgekkst á Bylgjunni þar sem öllu var jánkað. Við viljum tefla fram öllum sjónar- miðum, en ekki gefa hveijum sem er frítt spil. Ég tel það höfuðkost Þjóðarsálarinnar að við séum hörð við hlustendur, fólk fær ekki að koma á framfæri misskilningi og rangfærslum. Ég verð enda mjög lítið var við að fólk vilji misnota sér Símatíma." FÓLK i fjölmiðlum ■ÞRÍR fréttamenn hófú störf á fréttastofú Bylgjunnar-Stjörn- unnar um síðustu mánaðamót. Adda Steina Bjömsdóttir, sem áður starfaði á Stöð 2 og þar áður á Bylgjunni, hefiir snúið aftur. Haukur Hólm, fyrrum blaðamaður á Alþýðublaðinu og Pressunni, stígur sín fyrstu skref í útvarpi og sömuleiðis Glúmur Baldvinsson, sem var við nám. Auk þessara mannabreytinga býr fréttastofan sig undir að flytj- ast í Sigtún 7, þar sem var hús- næði Stjörnunnar. Ætlunin er að öll starfsemi Bylgjunnar-Stjöm- unnar flytjist í Sigtúnið, að öllum líkindum um mánaðamótin júní- júlí. Leiðrétting VEGNA greinar um „blátt sjón- varp“ síðastliðinn sunnudag, vill Morgunblaðið leiðrétta misskiln- ing sem komið hefúr upp varð- andi sýningar á „saklausum klámmyndum". Sýningarnar munu hefjast í fyrsta lagi næsta haust og þá verður aðeins sýnd ein mynd í mán- uði til reynslu. Þess má geta að viðbrögð áhorfenda við þessari nýj- ung hafa verið jákvæð, að sögn Stöðvar 2-manna. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLAIMNA (Flókinnar manngerðar- og jafnvel flóknari stílþrifadeild) Enginn rithöfúndur á þessari öld hefiir töfrað samtímamenn sína í sama mæli, og enginn hefiir sett sjálfan sig svo hugumprúður á svið eins og „gamli Hem“, meistari ritvélarinnar, harð- soðni, djarfi, káti, vegna enda- lausra styijalda, boxarinn, nautaatsaðdáandinn, úthafsveiði- maðurinn og stórveiðimaðurinn á grænum hæðum Afríku. Tíminn. Menning eða... ? Islensk mennlng hefur frá því fyrsta verið á dag- skrá útvarps og sjón- varps hér á landi. Töluverð áherslubreyting varð í þess- um efnum þegar upp komu hinar svokölluðu fijálsu stöðvar. Metnaður virðist hjá sumum þeirra óþekkt hugtak - nema ef vera skyldi sá einn að gera ríkisfjölmiðlana tor- tryggilega fyrir það að byggja afkomu sína á aug- lýsingum, sem þeir svoköll- uðu fijálsu þykjast eiga einkarétt á. Þetta minnir hálfpartinn á manninn sem gárungamir kölluðu þjóf af því að það var stolið frá hon- um. Mikið misvægi er í menn- ingarlegu efiii hjá sjónvarps- stöðvunum. Þetta má sjá í dagskrárauglýsingum (ég hef ekki efni á að kaupa aðgang að Stöð 2, slíkt mundi kosta mig hartnær 40.000 krónur fyrsta árið og áskriftargjaldið virðist hafa sömu náttúru og önnur gjöld: að hækka sífellt). Heimildir mínar tjá mér að menningar- efnið á Stöð 2 sé einkum eintal sjónvarpsstjórans, sem er kallað menning þar á bæ, Stiklur Ómars undir nýju nafni og kynning á Háskó- lanum í Reykjavík. Mér finnst jaðra við jafnmikinn dónaskap og þegar íslenskur handknattleikur var seldur hæstbjóðanda á síðastliðnu hausti að kynning á Háskól- anum skuli vera bundin við svæðissjónvarp eins og Stöð 2. Okkur hérna úti á landi þykir Háskólanum bera skylda til að kynna sig fyrir fólki í dreifbýlinu, en þar er víða sambandslaust. við þetta svæðissjónvarp. Auk þess er meginefni þess ruglað (í þetta sinn er átt við að út- sendingin sé trufluð). Það ærir óstöðugan að þurfa að leita að einstökum mynd- hreinum þáttum og þessi sjónvarpsstöð sem kallar sig fijálsa hirðir ekkert um að tilgreina í dagskrá óruglað efni. Forkólfarnir virðast hafa það meginmarkmið að hafa fé af notendum sínum og munar ekki um að lokka þá til að borga með því að heita þeim heilum bíl í verð- laun. Svoleiðis happdrætti hefur líka farið fram hjá Sjónvarpinu, þótt smærra í sniðum sé, en er ekki til eftir- breytni. Sjónvarp allra lands- manna hefur verið mun dug- meira við að búa til íslenskt menningarefni þótt margir séu dagamir daprir þar á bæ. Ríkisútvarpið er fjárvana stofnun sem áróðurinn hefur gert næstum eins óvinsæla og kennara. Trúlega sýgur silkihúfnasafnið í nýja hús- inu líka til sín mikið fé sem betur væri varið til að borga fólki almennilegt kaup fyrir að búa til almennilegt dag- skrárefni. En í miðri fátækt- inni skaut upp um hvítasunn- una prýðilegri íslenskri sjón- varpsmynd sem var að því leyti óvenjuleg að hún var góð og allir virtust skilja hana. Vinnukonusaga Svövu á það sammerkt með Kristni- haldi Guðnýjar að í hvorugri myndinni er verið að rembast við að gera eitthvað sem fólk hvorki kann né getur. Slíkt mætti reyna oftar. Kristján Ólafsson, Ragnar Reykás og þeir félagar hafa vafalaust unnið Sjónvarpinu gott starf. Smáþáttur þeirra í fáeinar vikur var óborgan- legt skemmtiefni og Bræð- urnir Úlfsson kunnu að minnsta kosti í þetta sinn þá miklu list að hætta áður en gamanið varð flatneskju- legt. Annars má heita undra- vert hversu lítið útvarp og sjónvarp bjóða notendum sínum af skemmtiefni. Afþreyingarefni sem búið er til hér á landi er aðallega einhvers konar getraunir og þrautir til þess að auglýsa fyrirtæki sem eru svo góð og vinsamleg að gefa vinn- inga. Stöð 2 hefur haft hvern þáttinn af öðrum af þessu tagi, meðal annars skaf- miðatengdan þátt með ein- hveijum Laddanum, löngu eftir að búið er að vinda ur honum síðasta blóðdropann. Því miður er Sjónvarpið orðið sýkt af þessari veiru, af- bökun getraunaþátta vestan úr ameríska sjónvarpinu. Það sem hér er gert með handvirkum tækjum, spjöld- um á hjörum og pappakort- um er þar að vísu með fullko- minni tölvutækni og ljósa- borðum. Ég er sammála vini mínum nýkomnum að vest- an. Þátturinn þar sem strák- greyið í fínu fötunum veltir númeruðum spjöldunum er einhver hallærislegasti þátt- ur sem fyrir augu ber í sjón- varpi. Getraunarlaus held ég hins vegar að sé þáttur sem ég sá á Stöð 2 þegar ég var fyrir sunnan um daginn, en þar var Ríótríóið að syngja. Að öðru leyti virtist enginn vita hvaða efni ætti að vera í þættinum sém mun eiga að vera reglulega á dagskrá í sumar. Áhorfendur voru þráfaldlega beðnir að skrifa og hringja og láta vita ef þeir væru einhveiju nær um það en stjórnandinn. Ég hef ekki séð þetta aftur, en ósköp væri gott fyrir þá sem á horfa ef tríómennirnir æfðu sig eitthvað og rifjuðu upp lögin sín og textana áður en útsending hefst. Þó að einstöku dæmi finn- ist um þokkalegt menningar- efni og viðunandi afþreyingu hjá íslensku sjónvarpsstöðv- unum er megineinkennið annað. Metnaður virðist lítill sem enginn, hugkvæmni af afar skornum skammti og kunnáttu til stjórnar virðist vanta. Einnig virðist mega vanda betur val á umsjónar- fólki og enn og aftur gleym- ist að gæta þess að þeir séu allir almennilega talandi og búi sig undir þætti sína með vönduðu handriti. Virðingar fyrir íslensku máli verður sjaldnast vart. Sverrir Páll Erlendsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.