Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 15
C 15 forna menningarsamfélagi verið svipuð þeim í Súðavík og á Suður- eyri. . Þótt hér sé fært í stílinn, virðist um margt mega taka undir þessa svartsýni um launajöfnun. Mesópót- amíulögmál þeirra Bjössa og Vilia hefur staðist nýlokna samninga. Afstaða Alþýðusambands íslands til samninga á þessu vori einkennd- ist af þeim snöggu breytingum sem orðið hafa á atvinnuástandi. Vax- andi atvinnuleysi hefur verið ráða- mönnum við Grensásveg jafnvel ofar í huga en það kaupmáttar- hrap, sem launþegar landsins hafa mátt þola uppá síðkastið. Ef ævi- ráðnir ríkisstarfsmenn hefðu ekki fyrstir riðið á samningsvaðið, er líklegt að ASÍ hefði samið um lægri krónutöluhækkun en BSRB. ASÍ hefði hins vegar aldrei sætt sig við lægri samninga en bræður þeirra í BSRB. Ríkisstarfsmenn hafa tvímælalaust dregist aftur úr í laun- um miðað við almennan markað. Árið 1986 voru dagvinnulaun BSRB félaga um 13% lægri en laun skrif- stofufólks innan ASÍ, á síðasta ári voru laun þeirra hins vegar um 22% lægri. „Fram þjáðir menn“ með hundrað þúsund Meðaldagvinnulaun í Félagi há- skólakennara voru í desember sl. um 92.000 kr. samkvæmt Frétta- riti Kjararannsóknarnefndar opin- berra starfsmanna, eða um 37 þús- und krónum hærri ení BSRB, sem mælist 67%. Samningar tókust við þetta félag þann 27. apríl sl. í þess- um samningi bar minna á um- hyggju fyrir kjörum kvenna og ann- arra láglaunahópa en í BSRB samn- ingum. Samningamir byggðu á pró- sentuhækkunum í stað krónutölu- hækkana, upphafshækkunin var 2,65% sem svarar til um 2.500 króna hækkunar dagvinnulauna háskólakennara. Meginnýmælið í þessum samningi er hins vegar aukin framlög til rannsóknarstarf- semi Háskólans. Gert er ráð fyrir 16 milljónum í sjóð á þessu ári og 30 milljónum á því næsta. Sé þessu fé skipt jafnt á þau 315 stöðugildi sem talin eru í þessu félagi koma um 50 þúsund í hlut hvers þeirra, eða sem svarar 6.350 krónum á hvern mánuð samningstímans. Reglugerð um úthlutun úr þessum rannsóknarsjóði liggur ekki fyrir, MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 en ljóst er af ummælum forsvars- manna háskólakennara að hér er um launauppbætur að ræða. Með þessum samningi var flóð- gátt opnuð og samningar BHMR voru á þeim nótum, en enn, að mati fjármálaráðherra, innan launaramma ríkisstjómarinnar. Meðaldagvinnulaun háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna innan BHMR vom í desember sl. kr. 75.000 og heildarlaun þeirra um 115.000. Um helmingur aðildarfé- laga BHMR vom í verkfalli í réttar 6 vikur. Tekjutap þeirra í verkfall- inu var því á að giska 160 þúsund kr. per meðalmann. Hætt er við að nokkurn tíma taki BHMR-ara að bæta sér upp þetta tekjutap. Upp- hafshækkun samkvæmt þessum samningi er 3,35% og 5,35% fyrir HÍK. Þessar prósentur svara til rúmlega 2.500 króna á meðallaun, en tæplega 4.000 á hæstu laun. Þá er kveðið á í samningnum um 1,5% launahækkun 1. september 1989, 1. nóvember 1989, 1. janúar 1990 og 1. maí s.á. í ofanálag fá verkfallsmenn greiddar um 20.000 króna „stríðsskaðabætur", sem er einsdæmi. Krafa BHMR-ara var að fá sömu laun og greidd em fyrir sambærilega menntun á einka- markaði, sk. markaðslaun. Komið er til móts við þessa kröfu með því, að nefnd skal endurskoða launakerfið til þess að háskóla- menntaðir ríkisstarfsmenn njóti sambærilegra kjara og menn, með svipaða menntun og gegna svipuð- um störfum. Hér er um gríðarlega umfangsmikla endurskoðun að ræða og í stað loforða misminnugra stjórnmálamanna, sem BHMR hef- ur gjarnan samið upp á, er beitt dagsektum, þannig að dragist nefndarálitið „skal greitt upp í væntanlega hækkun“ með ákveðn- um hætti. í samningi BHMR felst því að launahlutföllum í þjóðfélaginu skal breytt til frambúðar, háskóla- menntuðum mönnum í hag. Hvern- ig koma á í veg fyrir að „ekki valdi röskun á hinum almenna launakerfi í landinu“ er vandséð. í þessu sam- bandi er hollt að minnast kjaradóms ársins 1963 en þá var ríkisstarfs- mönnum dæmd 45% hækkun, sem var tugum prósenta umfram það sem aðrir sömdu um. Þessi dómur olli svo sannarlega röskum á hinu almenna launakerfi í landinu. ítilefniþjóðhátíðardags Svía 6. júníoghagstæðra samn- inga við ELECTROLUX-samsteyþuna, veitum við sérstakan 5. júní til lO.júní. Gegn framvísun þessa miða veitum við afslátt sem hér segir: 1500 kraf 8.000 kraf 7.500 kr af 8.000 kr af 6.000 kr af 4.000 kraf 5.000 kraf 3.000 kraf ELECTROLUX ryksugum BIV 310-uppþvottavélum eldavélum frystiskápum kœliskápum N-20-hreerivélum NF 3244-örbylgjuofnum RM 212-gaskæliskápum ATH.: AFSLATTURINN GILDIR AÐEINSTIL 10. JÚNÍ NK. Vörumarkaðurinn h(. J Kringlunni - sími 685440 blóðsykur kemur t.d. oft fram hjá þeim sem svolgra í sig kaffí ásamt sætabrauði, svo og þeim sem japla á súkkulaði og þamba kók með. Þessu fylgir mikið slen þegar til lengdar lætur. Mikill sykur + kofTín = eitur. Þá er kaffí mjög skaðvænlegt á fastandi maga — getur stuðlað að ýmsum magakvill- um svo sem ristilbólgu og maga- sári, auk þess sem það beinlínis veldur streitu. Hvað kaffið varðar er það ekki aðeins koffinið sem er skaðlegt heldur brenndu efnin sem myndast við framleiðslu þess. Brennivínið spillir friði en kaffið heilsu Margir hafa orðið til að skrifa um skaðsemi kaffis fýrr og síðar. Einn skoðanabræðra Gérards Lem- arquis var Alexander bóndi Bjama- son sem árið 1860 sendi frá sér nytsamlegt kver um íslenskar drykkjaijurtir. Hann taldi skaðsemi Bakkusar bara barnavípur miðað við eyðileggingarmátt kaffisins, aðalheilsuspilli Islendinga um þær mundir: „Óhóflegri kaffidrykkju er kennt um bæði að eyða efnum manna og spilla heilsunni; og ef það er satt, að það spilli hundruðum þúsundum dala, sem árlega gengur til að borga með kaffi og brennuvín á Islandi, þá væri slíku fje sannarlega betur varið á margan annan hátt, og þó brennuvínið eyði mjög efnum manna og mörgum dýrmætum tímum til ills og óþarfa, spilli friði, ró og virðingu manna og út reki kærleika og siðgæði, eða rjettara sagt ofbrúkun þess, mun varla hin almenna heilsuhnignun landslýðs- ins hafa jafnmikið hlotizt af því og kaffibrúkuninni." Úr sýrublandi yfir í kaffi Lengst af var sýrublanda langal- gengasti drykkurinn meðal íslenskrar alþýðu. Þess er t.a.m. getið í Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar 1752-57 og Lýsingu Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1782-84 eftir Skúla Magnússon. Segir Skúli að oft sé blandað þannig að í 11 potta vatns sé látinn 1 pottur af sýru. Blanda þessi var oft bragð- bætt með blóðbergi og krækibeija- safa og þótti það gera hana ljúf- fenga. Það var ekki fyrr en um miðbik 18. aldar að Islendingar byija að drekka kaffi og te. Um þetta segir Eggert Ólafsson í ferðabók sinni: „Te og sykur eru nú orðnar svo algengar vörur, að næstum því hver góður bóndi á nú teáhöld. Kaffí er nú að komast í notkun, þótt það sé ekki notað af bændum og all- mörgum prestum, en þá eru það aðrir landsmenn sem eyða meira af því.“ Tedrykkja virðist síðan hafa látið í minni pokann fyrir kaffinu, og er ekki langt síðan það fór að verða algengur drykkur hér aftur. Þetta hefur líklega gerst strax' á fyrri hluta 18. aldar. í Brandsstaðaannál segir við árið 1820: „Tebrúkun var nú aflögð, en kaffi breiddist út meðal almenn- ings, einungis til að veita það heldri gestum.“ Þegar Alexander bóndi skar upp herör gegn kaffínu árið 1860 var kaffineysla hérlendis ekki nema ijórðungur af því sem hún er í dag. eða um 3 kg á hvert mannsbam. Nú nemur hún u.þ.b. 12 kg ár hvert og eru íslendingar einhveijir mestu kaffiþambarar í heimi. „Hafið mitt ráð, elskulegu landsbræður!“ Þeim sem vilja minnka kaffi- drykkjuna og taka um leið upp þá hollu tómstundaiðju að safna íslenskum drykkjaijurtum er bent á fyrmefnt kver Alexanders Bjarnasonar og ágæta bók Bjöms L. Jónssonar, lslenskar lækninga- og dryklqarjurtir, (1977). Þær fást t.d. báðar í versiun Náttúm- lækningafélags íslands. Ef til vill eflir svohljóðandi hvatning Alex- anders bónda einhveija til dáða: „Hafið mitt ráð, elskuðu lands- bræður! Snúið yður frá kaffí- og útlendum te-drykkjum ..., en safn- ið yður íslenzkum drykkurtum eptir kringumstæðum, og drekkið te eður seyði af þeim í stað hins... Jeg þori að fullyrða, að ef vjer þekktum þær mörgu og ágætu urtir lands vors, þeirra verkanir, krapt og eig- inleika og hefðum hirðusemi til að' safna þeim, hirða þær og geyma, en oss þætti ekki hver útlendur hje- góminn betri en hið góða, sem guð rjettir oss gefins í gegnum náttúr- una, einmitt þar, sem hún er oss hagfelldust og hollust, þá gætum vjer lifað heilbrigðara, glaðara og sælla lífi en margir nú lifa, með því að nota þær urtir sem á landi vom bæði sjálfkrafa spretta og á því má rækta.“ Styrkir hjarta, höfuð og sinar... Nú eru jurtir loksins að byija að spretta eftir þennan harða vetur. Reyndar er afar mismunandi hve- nær ber að tína lækninga- og drykkjaijurtir. Sumar em taldar kraftmestar nýsprottnar, aðrar þegar blómin em að springa út og enn aðrar fullblómgaðar. Ábending- ar um þetta fýlgja flestum jurtalýs- ingunum í fyrrnefndri bók Björns L. Jónssonar. Til dæmis fylgja eftir- farandi upplýsingar um blóðberg sem er til margra hluta nytsamlegt: „Blómgast í júní. Vex í þurm mó- lendi og holtum. Algeng um allt land. Takist i júní, helst fyrir blómgun. Styrkir hjarta, höfuð og sinar, örvar þvag og tíðir, þynnir vessa, blóðhreinsandi og örvar svita. Gott við hiksta, kvefi, hósta, bijóstveiki, hjartveiki, flogaveiki, svefnleysi, harðlífi, tíðateppu, þvagtregðu; vindeyðandi. Notuð em blóm, blöð og leggir. Seyði af blóðbergi má ekki sjóða nema örstutta stund. Blóðbergsvatn var áður mjög dmkkið hér á landi. Blóðberg er og haft í mat til smekkbætis. Var látið í sláturtunnur til bragð- og geymslubætis. Bríiðir skyldu bergja á blóðbergstei."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.