Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989 Strigaskór barna Gulir, grænir og bláir Stærðir: 21-28 Verðkr.390.- asMZU'N ■kemvihi LAUemSHSM: 524591) Dé Longhi Momento Combi er hvort tveggja í senn örbylgjuofn og grillofn Ofninn sameinar kosti beggja aðferSa, örbylgjanna sem varðveita best næringargildi matarins - og grillsteik- ingarinnar, sem gefur hina eftirsóttu stökku skorpu. ven) aðeins 29.400 27.930 stgr. lækka verð á matvælum - segir i stjórnmálaályktun landsþings sjálfstæðiskvenna Hér fer á eftir í heild stjórn- málaályktun sú, sem samþykkt var á þingi Landssambands sjálfstæð- iskvenna fyrir skömmu: Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum um þessar mundir. 60 ára afmæli flokksins og breyttir þjóð- félagshættir gefa tilefni til að endur- meta, horfa um öxl og læra af því sem á undan er gengið, en framar öllu að líta fram á veginn og treysta þau góðu áform, sem hafa verið leið- arljós sjálfstæðismanna frá fyrstu tíð. Hlutverk Sjálfstæðisflokksins hef- ur jafnan verið að standa vörð um rétt einstaklinganna og beijast fyrir auknu sjálfræði þeirra og meiri áhrif- um í atvinnulífinu og raunar þjóðlífi öllu. Það er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að tefla fram skýrri stefnu Sjálfstæðisflokksins um athafna- frelsi og einstaklingsfrelsi gegn þeim stjórnmálaöflum, sem nú stjórna landinu og einkennast af skömmtun og forsjá. Vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar hefur á skömmum tíma þrengt lífskjör almennings með óhóflegum og ranglátum skattaálög- um, sem ekki sér fyrir endann á, og óstjóm í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Atvinnuleysi á íslandi er staðreynd og engin breyting á því í sjónmáli. Sjálfstæðiskonur leggja áherslu á, að mestu varðar nú að draga úr ríkisútgjöldum og efla vitund þjóðar- innar um sparnað til að koma á jafn- vægi í efnahagsmálum og lækka erlendar skuldir. Auka þarf fijáls- ræði í efnahags- og atvinnumálum og bæta samkeppnisstöðu atvinn- ulífsins til að örva framleiðsluna. Mikilvægt er, að gengi krónunnar sé þannig skráð að jafnvægi komist á í viðskiptum við útlönd og atvinnu- öryggi sé tryggt. Bæta þarf rekstrar- skilyrði fyrirtækja þannig að sam- bærileg verði við samkeppnislöndin. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að frelsi í viðskiptum sé forsenda blóm- legs atvinnulífs og heilbrigðrar byggðastefnu. Stefna sjálfstæðismanna í byggða- málum mótast af þörfum allra lands- manna. Hún tekur mið af því að halda jafnvægi í byggð landsins svo að gæði þess og auður til sjávar og sveita nýtist íslenskri þjóð til hag- sældar og sjálfstæðis. Nágrannaþjóðir okkar auka nú fijálsræði í viðskiptum til þess að búa sig undir sameiginlegan innri markað Evrópubandalagsins árið 1992. Leggja ber áherslu á, að ís- lendingar undirbúi sig sem best til að mæta þeim nýju aðstæðum sem innri markaðurinn mun hafa í för með sér, með tilliti til þess að um 60% af útflutningi okkar fer til landa Evrópubandalagsins. Þing Landssambands sjálfstæðis- kvenna telur brýnt: — að lækka verð á matvælum, sem sífellt verður stærri hluti af útgjöld- um heimilanna í landinu. — að efla kaupmátt með hækkun skattleysismarka. — að kaupmáttur elli- og örorkulíf- eyris rýrni ekki meira en annarra launa. — að skattlagning mismuni ekki ein- staklingum eftir störfum, kyni, hjú- skaparstöðu eða búsetu. Persónuaf- sláttur geti að fullu færst milli hjóna og ónýttur persónuafsláttur unglinga á skólaaldri nýtist foreldrum eða forráðamönnum. — að skattbyrði verði léttari með því að minnka umsvif hins opinbera eins og aðstæður leyfa. — aðstandavörðumþástefnuSjálf- stæðisflokksins, að sem flestar flöl- skyldur og einstaklingar í þjóðfélag- inu geti eignast þak yfir höfuðið og notið þess öryggis og sjálfstæðis, sem fylgir því að búa í eigin hús- næði. Koma verður í veg fyrir að ijölskyldur og einstaklingar hrekist úr eigin húsnæði vegna of hárra eignaskatta. — að nýsett lög um húsbréf verði endurskoðuð og færð í það form sem meirihluti húsbréfanefndar lagði til. — að endurskoða kvótakerfi í sjávar- útvegi og landbúnaði. — að fyrirtækjum sé ekki mismunað eftir atvinnugreinum eða landshiut- um. Sjálfstæðiskonur telja nauðsynlegt að styrkja fjölskylduna svo hún verði áfram kjölfesta velferðar og ham- ingju einstaklingsins. Góð samvinna heimila, skóla og atvinnulífs er nauð- syn í síbreytilegu samfélagi. Við leggum áherslu á, að daglegur skólatími bama verði samfelldur og lengdur og sérkennslumálum á landsbyggðinni komið í viðunandi horf. Stefna skal að því, að árlegur starfstími skóla verði sá sami um allt land. Leggja ber áherslu á val- frelsi nemenda og skóla. Hraða þarf uppbyggingu og skipulagsbreyting- um í dagvistarmálum. Einnig þarf að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma til að stuðla að auknum samvistum foreldra og barna. Um allan heim er nú lögð höfuð- áhersla á bætta menntun og skýtur því skökku við að hér á landi er áformað að skera niður í skólakerfinu meðal annars með því að skerða kennslutíma. Það er ljóst að sá niður- skurður mun koma mjög ójafnt niður eftir skólum og jafnvel landshlutum. Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd. Uppræta þarf þann launamun milli kynja sem viðgengst hér á landi og kemur ljóslega fram í opinberum skýrslum. Oþolandi er ítrekað órétt- læti gagnvart konum við opinberar stöðuveitingar, þar sem menntun þeirra og reynsla er sniðgengin. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fá fleiri konur til ábyrgðastarfa og efl- ast af því til nýrra átaka. Það er kominn tími til að saman fari orð og athafnir í þessum efnum. Auka verður hlut kvenna á Alþingi og í sveitarstjórnum og ber að stefna að því í næstu kosningum að konur verði a.m.k. þriðjungur Iq'örinna full- trúa flokksins á Alþingi og í sveitar- stjórnum. * Þjóðin byggir afkomu sína að mestu á nýtingu gjöfulla fiskimiða. Náttúruauðlindir og umhverfi þarf að vernda fyrir rányrkju og eyðilegg- ingu. Varnir gegn mengun sjávar og aukningu gróðurlendis eiga að sitja í fyrirrúmi. Landsþing LS fagnar gróðursetningarátaki sjálfstæðis- manna um allt land. Þar er á ferð- inni þarft verk sem mun bera góðan ávöxt í framtíðinni. Landsþing LS hvetur til stuðnings við starf til verndar mannréttindum hvar sem er í heiminum. Þingið telur öryggi lands og þjóðar enn sem fyrr best borgið í varnarsamstarfi vest- rænna lýðræðisþjóða. Lífskjör hér á landi hafa farið hríðversnandi frá því að stjórn Steingríms Hermannssonar tók við. Öll starfsemi stjórnarinnar einkenn- ist af vanhugsuðum geðþóttaákvörð- unum án allrar samstöðu sem sýnir algert getuleysi til þess að leiða þjóð- ina inn í betri tíma. Frá stofnun lýð- veldisins hefur engin ríkisstjórn notið jafn lítils stuðnings og núverandi ríkisstjórn. Það er krafa þjóðarinnar að hún víki nú þegar og efnt verði til kosninga. Með öflugum stuðningi við grund- vallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og samstarf stétta og byggða getur þjóðin tryggt festu í stjórnarfari og farsæld á komandi tímum. I I í DeLonghi Dé Longhi erfallegur fy rirferdarlítill ogfljótur iFOnix HÁTÚNI 6ASÍMI (91)24420 0DEXION MAXI-plastskúffur varðveita smáhluti Margar stœrðir og litir fyrirliggjandi. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgótu 13 Sími (91)20680 Kópavogur: Boðið upp á breytilegan dval- artíma á dagvistarstofiiunum MIKLAR breytingar á dagvistarkerfi taka gildi í Kópavogi í haust, og er þar um nýmæli að ræða, sem ekki hafa verið reynd hér á landi áður. Helstu breytingarnar eru þær að börn verða ekki lengur flokkuð eftir hjúskaparstétt eða stöðu for- eldra, og hægt verður að sækja um dvöl á dagvistarstofhunum fyrir öll börn á því ári sem þau verða eins árs gömul. Þá munu foreldrar eiga völ á breytilegum dvalartíma fyrir börn sín, en boðið verður upp á þrjú mismunandi dvalartímabil. Að sögn Huldu Finnbogadóttur, formanns félagsmálaráðs Kópavogs, taka breytingarnar gildi á þremur dagvistarstofiiun- um til reynslu í haust, en gert er ráð fyrir að eftir tvö ár verði allar dagvistarstoftianir í Kópavogi farnar að starfa eftir þessu nýja fyrirkomulagi. Fyrirhugaðar breytingar á dagvistarkerfinu voru nýlega samþykktar í bæjarstjóm Kópa- vogs að fengnum tillögum frá félagsmálaráði. Að sögn Huldu Finnbogadóttur nær aðdragand- inn að þessum breytingum aftur til ársins 1986, en í mars á síðast- liðnu ári hefði verið stofnaður starfshópur fóstra til að kanna möguleika á breyttum rekstri dagvistarstofnana í Kópavogi. í framhaldi af því hefði verið kann- að hvaða þjónustu á þessu sviði bæjarbúar teldu sig þurfa, en tekið hefði verið 350 manna úr- tak úr hópi rúmlega 1800 for- eldra eða annarra forráðamanna bama á aldrinum 0-9 ára. Þegar niðurstöður úr könnuninni hefðu legið fyrir hefði verið stofnaðaur starfshópur fulltrúa allra þeirra hópa, sem gæta hagsmuna barna á dagvistarstofnunum. Hefði hann unnið úr öllum fyrirliggj- andi upplýsingum um úrbætur eða breytingar á rekstri dagvist- arstofnana í Kópavogi, en niður- stöður starfshópsins lágu fyrir í apríl síðastliðnum, og vom tillög- ur félagsmálaráðs byggðar á þeim. „Aðalástæðan fyrir þessum breytingum er sú meðal annars að kanna hvort möguleiki væri á að nýta heimilin betur með sveigjanlegum vistunartíma, og með breyttum rekstri væri hugs- anlega hægt að nýta þau betur og þann dýrmæta starfskraft og þekkingu sem við búum yfir og leyfa þannig fleirum að njóta þessara kosta. Helstu breyting- arnar em fólgnar í því að sam- kvæmt þessu verða börnin ekki lengur flokkuð eftir hjúskapar- stétt eða stöðu foreldra, en hing- að til hafa einstæðir foreldrar og námsmenn verið í forgangshóp. Nú verður hins vegar hægt að sækja um pláss fyrir öll börn á því ári sem þau verða eins árs gömul, en hingað til hafa ein- göngu forgangshópamir getað það, og aðrir ekki fyrr en við tveggja ára aldur barnanna," sagði Hulda. Þeir foreldrar sem ekki hafa Morgunblaðið/Þorkell Hulda Finnbogadóttir, formað- ur félagsmálaráðs Kópavogs. verið í forgangshópum hafa að sögn Huldu ekki átt möguleika á því að hafa börn sín lengur í vistun en 4 tíma á dag, en því yrði nú breytt og foreldmm gef- inn kostur á breytilegum vistun- artíma. Þannig verði hægt að velja 4, 5-6 eða 8-9 tíma vistun, og væri það alveg óháð því hvort foreldrarnir væm í forgangshóp þegar umsóknir bæmst frá þeim. „Við höfum látið kanna hvað þessar breytingar koma til með að kosta, en miðað var við ákveðnar forsendur um verð á raunvemlegan vistunartíma. I ljós hefur komið að bæjarfélagið þarf ekki að borga meira með dagvistunum, en aftur á móti kom strax í ljós að við getum nýtt heimilin miklu betur, og þá jafnvel upp í það að þetta sé á við að að opna nýtt heimili. Það er miðað við hámarksnýtingu, en þó verður að gæta þess að nýt- ingin verði aldrei svo mikil að það komi niður á gæðum starfs- ins innan heimilanna," sagði Hulda. Strax að loknum sumarleyfum í haust munu þijú dagvistar- heimili í Kópavogi byija að starfa í samræmi við þessar breytingar, en eftir áramótin er gert ráð fyr- ir að fleiri bætist við, og eftir tvö ár vérði öll dagvistarheimilin far- in að starfa eftir þessu nýja fyrir- komulagi. Þá verður væntanlega tekið í notkun nýtt dagvistar- heimili í Suðurhlíðum á næsta ári, en það er sérstaklega hannað með þetta rekstrarfyrirkomulag í huga. Allar dagvistir heita nú leikskóli „Við höfum einnig ákveðið að breyta nafngiftinni á dagvistun- um, en mikill ruglingur hefur verið á þeim, og ekki allir áttað sig á hvað er dagheimili og hvað er leikskóli. Dagheimili eru þar sem böm eru 8 tíma á dag í vist- un, og eru það eingöngu börn úr forgangshópum. A leikskólum eru börnin annað hvort fyrir eða eftir hádegi í 4-5 tíma vistun, og eru þau ekki í forgangshópum. Við munum hér eftir kalla allar okkar dagvistir leikskóla. Nafnið lýsir mjög vel starfsemi dagvist- ana. Það er í gegnum leikinn sem barnið lærir og þroskast, kynnist sjálfu sér og umhverfi sínu. Þá er þetta einnig gert til að eyða þeim misskilningi sem ríkt hefur, og ekki síst til þess að undir- strika að ekki sé um neina bása eða niðurstokkun að ræða, heldur séu öll börnin saman í einum hóp,“ sagði Hulda Finnbogadótt- ir. ! I 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.