Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989
„Mér leist ekkert
á þetta framan af ‘
- segir Gísli Árnason, sem bjargaði
sjö ára stúlku frá drukknun
„MÉR LEIST nú ekkert á þetta framan af, ég var búinn að blása
líklega 15 til 20 sinnum í hana þegar ég sá að hún fór að bera sig
til við að anda,“ sagði Gísli Amason, lögreglumaður frá Isafírði.
Hann bjargaði sjö ára stúlku, Lilju Rún Ágústsdóttur, frá dmkknun
í sundlauginni á Akranesi í fyrradag. Lilja Rún var flutt á sjúkra;
húsið á Akranesi og þaðan á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík. I
gærkvöldi var orðið ljóst að hún næði sér til fiills, að sögn móður
hennar.
„Það var þannig að böm í laug-
inni kölluðu að stúlka lægi á botnin-
um. Ég stóð þá strax upp og sá
að þetta reyndist rétt, það já þarna
einhver í miðri lauginni. Ég henti
mér út í og náði baminu upp,“
sagði Gísli.
I sömu svifum og Lilja Rún byij-
aði að anda aftur kom sjúkrabíll á
staðinn. Stúlkan var enn meðvit-
undarlaus þegar hún var flutt á
brott.
Stefanía Emma Agnarsdóttir,
móðir Lilju, segir að fjölskyldan
hafí skroppið í sund úr sumarbú-
stað í nágrenninu, en þau em úr
Reykjavík. „Ég var að synda og
bömin sátu í gmnnu lauginni. Allt
í einu leit ég við og sá að hún var
þar ekki. Um leið sá ég að maður-
inn var kominn með hana upp,
máttlausa.“ Stefanía taldi líklegast
að Lilja Rún hafi verið komin of
langt í átt að dýpri enda laugarinn-
ar og ekki náð til botns, með þess-
um afleiðingum.
Stefanía segir að fyrsta sólar-
hringinn hafi ekki verið ljóst hvort
Lilja Rún hlyti varanlegan skaða
af óhappinu. „Það vissi enginn hve
lengi hún var búin að liggja þama.
Núna er hún öll að koma til og er
eins og hún á að sér að vera,“ sagði
Stefanía Agnarsdóttir í gærkvöldi.
£■' / j •
sp?
Morgunblaðið/Bjami
Lilja Rún með móður sínni, Stefaníu, og systkinum, Onnu Karen
og Davíð Má.
Fasteignamat
allra fasteigna
530 milljarðar
FASTEIGNAMAT allra fast-
eigna á landinu var tæplega 530
milljarðar króna um síðustu ára-
mót. Það hafði hækkað að jafhaði
um 28,4% frá árinu á undan.
Fasteignamat er hlutfallslega mun
hærra á höfuðborgarsvæðinu en á
landsbyggðinni. Alls er rúmmál
mannvirkja um 78,6 milljónir rúm-
metra, samkvæmt fasteignaskrá sem
tók gildi 1. desember. Þar af em um
26 milljónir rúmmetra í Reykjavík,
eða um 33%. Fasteignamat þessara
mannvirkja var um 245 milljarðar
eða rúmlega 46% af heildinni.
Mannvirki á Reykjanesi vom rúm-
lega 15 milljónir rúmmetra að stærð
eða rúmlega 19% af heild. Fasteigna-
matið var 128 milljarðar króna, eða
um 24% af heildinni.
Samanlagt em mannvirki í
Reykjavík og á Reykjanesi 41 milljón
rúmmetra að stærð, eða 52% af heild-
inni. Samanlagt fasteignamat er 372
milljarðar króna eða yfir 70% af
heild.
Matseiningar á öllu landinu em
tæplega 203 þúsund en samanlagður
fyöldi þeirra í Reykjavík og á Reylqa-
nesi er um 90 þúsund eða rúmlega
44%.
Mótmæli á Keflavíkurflugvelli
Keflavík.
Um 60 manns mótmæltu æfingum bandarísks varaliðs utan
vamargirðingar við Keflavikurflugvöll í gærkvöldi. Aðgerðimar
hófust við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en þaðan gekk fólkið að
tollhliði við afgreiðslu Flugleiða með mótmælaborða og íslenska
fánann. Síðan hélt fólkið að „Rockville-stöðinni“ skammt frá Sand-
gerði og skipti sér í tvo hópa. Er kom að girðingunni við stöðina
klifruðu nokkrir mótmælenda yfir girðinguna og kom þá til rysk-
inga við lögreglumenn. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli var með
talsverðan viðbúnað og fékk til liðs við sig tollverði og lögreglu-
menn úr Keflavík. -BB
Verkalýðsfélög á Suðurnesjum:
Söluskattsmál Þýzk-íslenska:
Deilt um greiðslur í
sjúkra- og orlofesjóði
Verkalýðsfélögin í Garði, Grindavík og Sandgerði annars vegar, og
í Keflavík hins vegar, deila nú um skiptingu greiðslna í sjúkra- og
orlofssjóði félaganna. Um er að ræða gjöld sem félögunum em greidd
af vinnu félagsmanna og utanfélagsmanna sem vinna á Keflavíkurflug-
velli, sameiginlegu vinnusvæði allra félaganna. Fyrstnefiidu félögin
telja sig vera hlunnfarin af Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur
og vísa þar til samkomulags frá 1969 um skiptingu greiðslnanna.
Guðmundur Finnsson framkvæmdastjóri Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur segir málið vera á misskilningi byggt og að forsendur sam-
komulagsins séu breyttar, auk þess sem það hafi aldrei verið staðfest
í stjórnum félaganna.
Ágreiningurinn snýst um skipt-
ingu greiðslna, sem nema 1,25% af
brúttólaunum allra þeirra sem vinna
á Keflavíkurflugvelli. Baldur Matt-
híasson formaður Verkalýðsfélags-
ins í Sandgerði segir að svo virðist
sem mistök hafi orðið við skipting-
Alagður skattur greiddur í
fógetarétti og innsigli rofið
una á árunum 1980 til 1985 og
hafi ekki verið leiðrétt síðan. Félögin
í Sandgerði og Garði fái ekki sinn
hlut og félagið í Grindavík að því
er virðist enn minna af sínum hluta.
Jóhannes Gunnarsson formaður
Verkalýðsfélagsins í Garði segir að
samkomulagið frá 1969 gangi út á
það að félögin á svæðinu fái þessi
gjöld fyrir sína félagsmenn og að
auki fyrir alla utanfélagsmenn sem
vinna á Keflavíkurflugvelli í hlut-
falli við fjölda félagsmanna sinna.
Verkalýðs- og sjómannafélagi
Keflavíkur var falið að innheimta
þessi gjöld og undanfarin ár hefur
Sparisjóður Keflavíkur séð um fram-
kvæmd þess. Jóhannes segir að nú
fái félagið í Garði einungis greiðslur
fyrir 7% eigin félagsmanna. „Þetta
er auðvitað nokkuö sem á ekki að
geta gerst,“ segir Jóhannes. Hann
segjr að viðræður við Verkalýðs- og
sjómannafélag Keflavíkur hafi ekki
leitt til neinnar niðurstöðu, þó hafi
framkvæmdastjóri félagsins viður-
kennt að það fengi of mikið í sinn
hlut, en þrátt fyrir það hafi engin
skýr svör borist við fyrirspumum.
Félögin í Garði, Grindavík og
Sandgerði hafa nú fengið lögmann
sinn til að fara með málið. Lögfræð-
ingur ASÍ, Lára V. Júlíusdóttir, vinn-
ur einnig að lausn málsins og hefur
rætt við aðila og boðað til sáttafund-
ar á morgun, föstudag. Hún kvaðst
í gærkvöldi vera bjartsýn á að hægt
verði að leysa það í sátt.
Guðmundur Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, segist ekki
vilja tjá sig um málið fyrr en sátta-
fundur hefur verið haldinn á morg-
un. Þó sagði hann að samkomulagið
frá 1969 væri byggt á forsendum
sem ekki eru lengur fyrir hendi, auk
þess sem það hefði verið gert af
þáverandi formönnum félaganna og
aldrei verið lagt fyrir stjómarfundi
þeirra. Hann kvaðst telja að um
misskilning væri að ræða sem yrði
leiðréttur.
Agreiíiingnr til meðferðar í bæjarþingi
ÞÝZK-íslenzka greiddi tollstjóra í gær um 8,3 milljónir króna í sölu-
skatt og var innsigli sem sett hafði verið á húsakynni fyrirtækisins
vegna álagðs söluskatts rofið. Lögmaður Þýzk-íslenska, Jón Steinar
Gunnlaugsson, innti greiðsluna af hendi í fógetarétti eftir að fógeti,
Valtýr Sigurðsson, hafði hafiiað kröfij hans um að taka til bráða-
birgða, meðan fiallað væri um ágreining fyrirtækisins og tollstjóra
fyrir réttinum, þá ákvörðun að tékki frá banka fyrir heildarskuld fyrir-
tækisins, standi sem trygging fyrir áætlaðri söluskattsskuld og áfóllnum
vöxtum og kostnaði. Fógeti taldi sig ekki haía lagalega heimild til að
verða við kröfii um bráðabirgðaumráð gegn tryggingu þar sem aðeins
sé deilt um lagaskilyrði gerðar en málið sé upplýst.
Rafveitu hótað
rekstrarstöðvun
Lögmaðurinn lagði fram bókun
þar sem segir að greiðslan sé innt
af hendi til að aflétta ólögmætri
þvingun sem fyrirtækið hafi orðið
að sæta við það að húsakynni þess
hafi verið innsigluð af lögreglu. Það
þoli ekki þá gríðarlegu tímabundnu
röskun sem leiði af því að fyrirtækið
sé lokað meðan fengin sé úrlausn
hlutlauss dómara um lögmæti þving-
unaraðgerða tollstjóra. Sé gerður
fyrirvari um endurgreiðslu þegar í
stað auk dráttarvaxta. Þá er tekið
fram að fyrirtækið muni gera ríkis-
sjóð ábyrgan fyrir öllu því tjóni sem
það hafi orðið fyrir og muni verða
fyrir vegna hinnar ólögmætu vald-
beitingar.
í samtali vð Morgunblaðið sagði
Jón Steinar Gunnlaugsson að fulltrúi
tollstjóra hefði mótmælt beiðni sinni
um umráð yfir fasteigninni til bráða-
birgða gegn tryggingu fyrir öllum
kröfum og þar með hindrað að dóms-
úrlausn fengist um lögmæti aðgerð-
anna. Fyrirtækið hefði orðið að
greiða þar sem það hefði ekki þolað
lengri lokun. Því lægi nú fyrir að
höfða bæjarþingsmál til að ná pen-
ingunum til baka.
Ágreiningur um söluskattsskuld
Þýzk-íslenzka á rætur að rekja til
skattrannsóknar sem gerð var á fyr-
irtækinu 1986 og sneri annars vegar
að söluskatti en hins vegar að öðrum
opinberum gjöldum. Fyrirtækið
kærði álagningu gjaldanna til Ríkis-
skattanefndar sem vísaði málinu frá
með úrskurði í aprílmánuði síðast-
liðnum. Aðilar leggja hvor sinn skiln-
ing í þann úrskurð. Jón Steinar seg-
ir að í forsendum hans felist að að
álagningunni hafi ekki verið staðið
með lögmætum hætti en yfírvöld,
tollstjóri vegna söluskattshlutans og
ríkisskattstjóri vegna annarra gjalda,
telja að í úrskurðinum felist að álagn-
ingin standist. Fyrir fógetarétti er
til meðferðar lögtakskrafa gjald-
heimtunnar vegna opinberu gjald-
anna og hefur lögmaðurinn mótmælt
því að lögtakið nái fram að ganga.
Á þriðjudag gerði hann kröfu byggða
á úrskurði Ríkisskattanefndar þar
sem krafist er synjunar lögtaksbeiðn-
ar en einnig gerð sú krafa að borgar-
fógeti, Páll Þorsteinsson, víki sæti
vegna náinna tengsla við gjaldheimt-
una en hann starfi nánast sem einka-
dómari þeirrar stofnunar. Fógetinn
hefur þá kröfu nú til úrskurðar en
gjaldheimtustjóri fékk frest til 4. júlí
til gagnaöflunar vegna efnishluta
málsins.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði hef-
ur veitt Rafveitu Hafnarfjarðar
frest þar til á hádegi í dag til að
greiða vangoldinn söluskatt að
öðrum kosti verði rekstur fyrir-
tækisins stöðvaður. Rafveitan og
Hafnarfiarðarbær viðurkenna
ekki að um skuld sé að ræða en
ágreiningur aðilanna sem nær aft-
ur til áranna 1983, 1984 og 1985
hefijr verið til umfjöllunar hjá
Ríkisskattanefhd um nær tveggja
ára skeið.
Að sögn Guðmundar Áma Stef-
ánssonar bæjarstjóra hefur rafveitan
ekki krafið bæinn um gjald fyrir
rafmagn til götulýsingar en í fjár-
hagsáætlun bæjarins hefur verið
veitt fé til rafveitunnar vegna þessa.
Skattstjóri hefur gert athugasemdir
við þetta verklag og lagt á söluskatt
á grundvelli rannsóknar sinnar. Að
meðtöldum áföllnum vöxtum nemur
krafan nú um 12 milljónum króna.
„Hafnfirðingar vilja gjaman gjalda
keisaranum það sem keisarans er en
við borgum ekki söluskatt af því sem
er ekki selt. Rafveitan, fyrirtæki
bæjarbúa, lætur í té götulýsingu án
endurgjalds," sagði bæjarsfjórinn.
Hann sagði gjaldskrána ákveðna af
sveitarfélaginu og að með kröfu sinni
væri skattstjóri upp á sitt einsdæmi
að véfengja vald bæjarstjómar til að
setja fyrirtækjum sínum gjaldskrá,
sem í tilfelli rafveitunnar, hefðu
ávallt hlotið staðfestingu iðnaðar-
ráðuneytisins.
Guðmundur Ámi Stefánsson sagð-
ist hafa árangurslaust reynt að ná
tali af fjármálaráðherra vegna máls-
ins.