Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22: JÚNÍ 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson AÖ segja nei Ég gleymi aldrei þætti með Hermanni Gunnarssyni sem var fluttur í útvarpinu fyrir u.þ.b. tveimur árum. Her- mann var að gera at í fólki og í þetta sinn hringdi hann í konu úti í bæ og spurði hvort hann mætti tjalda í garðinum hjá henni um heigina. Það væri skátamót framundan og því þyrfti hann að fá gott tún fyrir tjald sem nokkrir strákar ætluðu að dvelja í. Tjald í garöinn? Það var auðheyrt að konunni leist ekki á að veita leyfið, sem vonlegt var, því hver vili fá ókunnugt fólk í garðinn til sín yfir helgi? Það sem hins vegar var athyglisvert var að hún gat ekki sagt nei. f staðinn sagði hún að því miður væri það varla hægt, því hún yrði ekki í bænum um helgina. Hermann sagði að það væri allt í lagi því ekkert þyrfti þá að ónáða fólkið í húsinu. Þá sagði konan að hún hefði áhyggjur af grasinu. Her- mann gaf sig ekki og hélt áfram að nuða og konan kom með hveija afsökunina á fæt-, ur annarri. Undir lokið var samtalið á milli þeirra farið að verða pínlegt. Greinilegt var að konan kvaldist, að hún vildi ekki gefa leyfi til að ókunnugt fólk tjaldaði í garð- inum hjá henni en jafnfram var greinilegt að hún kunni ekki að segja nei. Blákalt nei Auðvitað hefði konan átt að segja blákalt nei. Ef Hermann hefði spurt af hverju hún segði nei, hefði hún ekki þurft að svara frekar en hún vildi. Hún átti garðinn og réð því hvað væri gert við hann. Erfitt nei Ég geri mér þetta að umtals- efni hér því svo virðist sem mörg okkar eigi erfitt með að segja nei. Ef komið er með uppástungu sem okkur likar kannski ekki, er svarið, kannski, við sjáum til, eða jafnvel já, ég skal gera þetta. Hálar brautir Þegar við svörum já en viljum í raun segja nei, erum við á leið inn á hálar brautir. Ef við segjum nei strax, er málið afgreitt og enginn verður reiður, því það er jú hveijum manni fijálst að ákveða hvað hann gerir. Ef við á hinn bóg- inn segjum kannski en ætlum að segja nei, erum við að draga aðra á asnaeyrum og gefa öðrum kost á að ásaka okkur um svik. Við erum að þvæla mál og koma okkur í klandur sem aldrei hefði þurft að vera ef við hefðum tekið af skarið strax. Á hinn bóginn geta komið upp þær aðstæður að við þurfum að segja kannski eða ég ætla að sjá til o.s.frv., en þá er mikilvægt að það komi skýrt fram að einungis sé um möguleika að ræða. Glaölegt nei í mannlegum samskiptum eru það alltaf a.m.k. tveir aðilar sem eigast við. Hin hliðin er að varast að þrýsta á að fá já, ef við heyrum að viðmæl- andi okkar er tregur. Ef við gerum slíkt erum við að kalla á vonbrigði, því maður sem er þvingaður til að játa gerir það ekki með glöðu geði og notár fyrsta tækifæri sem gefst til að skipta um skoðun. Þegar á heildina er litið, er best að terpja sér hreinskilni og reyna að gefa skýr skila- boð, segja nei strax ef slíkt er mögulegt og segja neiið með sama tón og við segjum já, eða glaðlegt nei. Það á í raun að vera auðvelt, því við höfum rétt á skoðunum. GRETTIR BRENDA STARR BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveitin sem verður fulltrúi Bandaríkjanna á HM í Ástralíu í haust er skipuð reyndum at- vinnumönnum, sem allir hafa unnið heimsmeistarakeppni. Þeir eru: Chip Martel, Lew Stansby, Hugh Ross, Peter Pender, Mike Lawrence og Kit Woolsey. í úrslitaleik um lands- liðsréttinn fann Martel glæsilega vöm í eftirfarandi spili: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ G104 ▼ 843 ♦ 97 ♦ K10652 Vestur ♦ KD985 ¥K6 ♦ ÁD10832 ♦ Suður ♦ Á ▼ ÁD753 ♦ K6 ♦ ÁD973 Austur ♦ 7632 ▼ G109 ♦ G54 ♦ G84 Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 hjarta 2 tíglar 2 työrtu Pass 4 hjörtu 4 spaðar Pass Pass 5 lauf Dobl Pass Pass Pass Útspil: spaðakóngur Martel var í vestur, en félagi hans Stansby í austur. Sagn- hafi, Howard Weinstein, þóttist vita að Martel ætti hjartakóng- inn fyrir, og spilað því hjarta upp á ás eftir að hafa tekið þrisv- ar tromp. Hann var þar á réttri leið, því hann fríar litinn með því að spila litlu næst og vestur getur aðeins tekið einn slag á tígulás. En Martel vissi nákvæmlega hvað var á seyði og lét kónginn einfaldlega detta undir ásinn. Þannig tryggði hann makker sínum innkomu á hjarta, svo tígulslagir varnarinnar urðu tveir. FERDINAND SMAFOLK Hvað heldur að þurfi til að ná yfir gryfjuna og upp á grasið? Þrjú tré, Qögur járn og hrífu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi bráðskemmtilega skák var tefld á alþjóðlegu móti í Búda- pest í vor. Einn kunnasti stór- meistari Ungverja, Joszef Pinter, hefur hvítt, en landi hans, alþjóð- legi meistarinn Tibor Karolyi, hef- ur svart. Hollensk vöm. 1. d4 — f5 2. g3 - Rf6 3. Bg2 - g6 4. c4 - Bg7 5. Rc3 - 0-0 6. Rf3 - d6 7. 0-0 - De8 8. b3 - e5 9. dxe5 - dxe5 10. e4! — Rc6 11. Rd6 - Dd7 12. Ba3 - He8 13. exf5 — e4 14. Rg5 — gxf5 15. Rxf6+ - Bxf6 16. Dh5! (Það er skiptamunar virði að losna við bezta vamarmann svarts) 16. — Bxal 17. Hxal Hd8 18. Bb2 - De7 19. Hel - Rd4 20. Bxe4! — fxe4 21. Hxe4 — Rf3+ 22. Kg2 — Bh3+ og svartur gafst upp um leið, sem er fremur einkennileg tímasetning, því hvítur verður að leika 23. Kxf3 til að eiga sigurinn vísan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.