Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989
DINÓ hjól. Falleg,örugg og á góöu verði.
Dinó — þaö sem foreldrar velja fyrir
bömin sín. — SENDUM í PÓSTKRÖFU
Bretland:
Almenningssaingöngur
lamaðar um allt land
Lundúnum. Reuter.
SAMGONGUR voru með versta móti á Bretlandi í gær, en þá stöðvuð-
ust lestarsamgöngur um land allt og almenningsfarartæki í Lundún-
um hreyfðust ekki úr stað. Starfsmenn breska járnbrautarkerfisins
— British Rail — fóru í sólarhringslang verkfall til þess að knýja á
um launahækkanir. Ástandið batnaði ekki þegar starfsmenn almenn-
ingssamgangna í Lundúnum — London Transport Authority — fóru
í samúðarverkfall. Það er sjöunda skyndiverkfall þeirra á misserinu.
Starfsmenn jámbrautanna fóm
í verkfall sitt til þess að mótmæla
tilboði British Rail um 7% launa-
hækkun, en þeir krefjast helmingi
meiri hækkunar til þess að kaup-
hækkunin vegi upp á móti verð-
bólgu, sem á undanfömum mánuð-
um hefur aukist og nemur nú 8,3%
ári.
Samgöngur í öllum helstu borg-
um fóm úr skorðum og á öllum
þjóðvegum mynduðust gífurlegir
„Hún, [byltingin], hefur tortímt
flestum sem henni vom fylgjandi,
hún hefur tortímt verkalýðsfélögum
og kvennasamtökum. Hún tortímdi
sósíalistum og þeir einu sem lifa
hana af em forgöngumenn henn-
ar,“ sagði Rushdie í samtali við
breska dagblaðið The Mail. Rush-
die hefur notið lögregluvemdar frá
því að Khomeini, fyrrnm leiðtogi
Irans, sem lést fyrir tveimur vikum,
lýsti því yfir að bók hans væri
móðgun við múhameðstrúarmenn
og skipaði fylgjendum sínum að
myrða höfundinn.
Rushdie gaf í skyn þegar blaða-
maður The Mail ræddi við hann að
að of mikið hefði verið gert úr
líflátshótunum í hans garð. Blaða-
manninum sagðist hins vegar svo
umferðarhnútar.
Lundúnir fóm verst út úr verk-
föllunum, en þar lömuðust bæði
strætisvagnasamgöngur og neðan-
jarðarlestakerfið. Þetta er í fyrsta
sinn frá allsheijarverkfallinu árið
1926, sem allar almenningssam-
göngur í Lundúnum stöðvast.
Margir reyndu að komast inn til
Lundúna á eigin bifreiðum og lögðu
snemma í hann. Allt kom þó fyrir
ekki og einu merkjanlegu áhrifin
frá að Rushdie hefði „lamast af
ótta“ þegar bflslys varð skammt frá
fundarstað þeirra í miðborg Lon-
don.
Múhameðstrúarmenn fögnuðu á
mánudag fyrir utan húsakynni
hæstaréttar í London þegar þeir
unnu áfangasigur í baráttu þeirra
fyrir því að leiða Rushdie og for-
svarsmenn útgáfufélagsins Viking
Press, sem gaf út bók hans, Söngva
Satans, fyrir breska dómstóla. Eftir
tveggja tíma vitnaleiðslur veitti
hæstarréttardómari Abdal Choud-
hary, leiðtoga samtaka múhameðs-
trúarmanna í Bretlandi heimild, til
að áfrýja ákvörðun bresks dómara
að breska meiðyrðalöggjöfin nái
aðeins til kristinna manna.
voru þau, að asatímin hófst tveimur
tímum fyrr en venjulega. Um sjö-
leytið um morguninn voru allar
hraðbrautir að höfuðborginni
stíflaðar.
í miðborginni voru reiðhjól og
hjólaskautar algengari sjón en
harðir hattar og regnhlífar.
Að sögn talsmanna British Rail
virtist sem þátttaka í verkfallinu
væri alger. British Rail mistókst á
þriðjudag að fá verkfallsboðunina
ógilta fyrir rétti á þeim forsendum
að ekki hefði öllum starfsmönnum
gefist kostur á að kjósa um hana.
Eftir að hafa hlýtt á málarekstur
vísaði dómarinn málinu frá og sagði
að stefnendur hefðu gjarnan mátt
koma með eins og eina skothelda
sönnun fyrir máli sínu.
Talið er að vekfallsins muni gæta
nokkuð í dag enda liggja lestir víðs
vegar um járnbrautakerfið þar sem
þær voru skildar eftir á miðnætti í
fyrrinótt og nokkum tíma mun taka
að koma þeim á sína staði og hefja
hefðbundna áætlun á ný. Síðast
þegar til fréttist hafði Landsam-
band jámbrautaverkamanna ekki
tekið afstöðu til þess hvort verk-
fallinu yrði haldið áfram einn sólar-
hring til viðbótar, en heimildarmenn
innan sambandsins töldu það ekki
ólíklegt.
George Bush
Bandaríkin:
Bylting Khomeinis
leiðir illt eitt af sér
- segir rithöfundurinn Salman Rushdie
London. Reuter.
SALMAN Rushdie, höfúndur Söngva Satans, sagði í sínu fyrsta við-
tali frá því að hann neyddist til að fara huldu höfðu í kjölfar lífiáts-
hótana múhameðstrúarmanna, að bylting Khomeinis erkiklerks væru
runnin undan rótum hins illa.
FLJÓTANDI ARIEL
HREINT
STÓRKOSTLEG
NÝJUNG!
ARIEL þvottalögur er fyrir allan þvott.
Einstakir eiginleikar hans njóta sín sér-
staklega vel viö lágt hitastig 40°C eöa
minna, þar sem þvottaduft leysist iila upp
við lágan hita.
Þvottalögurinn samlagast vatninu strax
og þvottatíminn nýtist aö fullu.
Tauiö kemur tandurhreint úr
vélinni. Þú sleppir forþvotti... Hellir ARIEL
þvottaleginum í plastkúlu, sem fylgir 750
ml. brúsanum, og leggur kúluna ofan á
þvottinn í vélinni.
Ekkert fer til spillis, kúlan skaöar hvorki
vélina né þvottinn. í mjög föst óhreinindi
er gott að hella ARIEL beint á.
TANDURHREINN ÞVOTTUR MEÐ
FLJÓTANDIARIEL. Jafnvel viö mjög lágt
hitastig. Fáanlegur í þrem stæröum.
0,75 Itr, 2 og 3 Itr.
A
er hellt í plastkúlu sem er stillt ofan á þvottinn. Fljótandi ARIÉL
samlagast vatninu fljótt og vel. ...
MJm ú
BiB * ú 6 *
ÍBlexJL/llll
George Bush
nýtur mikilla
vinsælda
Washington. Reuter.
73% Bandaríkjamanna eru á-
nægð með frammistöðu George
Bush í embætti Bandaríkjafor-
seta, ef marka má nýja skoðana-
könnun ABC-sjónvarpsins og
dagblaðsins Washington Post.
Ronald Reagan, fyrrum forseti,
kom aðeins einu sinni jafii vel út
í skoðanakönnunum á forseta-
ferli sínum, en það var skömmu
eftir að hann varð fyrir skotárás
í mars árið 1981.
Samkvæmt könnuninni er meiri-
hluti allra helstu samfélagshópa í
Bandaríkjunum ánægður með störf
Bush. Til að mynda eru 51% blökku-
manna sátt við þau. Að meðaltali
hafa um 72% Bandaríkjamanna
verið ánægð með Bush í könnunum
frá því hann tók við embættinu 20.
janúar á þessu ári. Til samanburðar
voru að meðaltali um 66% Banda-
ríkjamanna sátt við störf Reagans
á jafn löngum tíma.
54% þeirra, sem þátt tóku í nýju
skoðanakönnuninni, álitu að við-
brögð Bush við atburðunum í Kína
að undanförnu hefðu verið nægi-
lega hörð. 30% töldu að viðbrögðin
hefðu verið of veik, en aðeins 3%
álitu að hann hefði brugðist of hart
við.