Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 28
28 m I Í/tH . .'.IL ílAOlJTMi/.I3 sis MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2 UEK! ;j o / 1989 Félagslíf Islendinga í Kaup- mannahöfn með blóma Jónshúsi. SÍÐASTA fréttabréf úr Jónshúsi hefst líkt og hið fyrsta fyrir 6 árum og greinir frá unaðslegu vori. Eftir grænan vetur og hitabylgju síðustu viku er gróður kominn þremur vikum lengra en vant er. Sírenu- og kastaníutrén standa i fúllum skrúða og blómadýrðin í Tivolígarðinum er ólýsanleg. Brátt skal haldið heim i islenzka sveit eftir mikinn anna- og starfstíma í útlandinu. Það eru forréttindi og fáum starfsstéttum mögulegt nú til dags að setjast að í sveit- inni. Skulu nú lesendur kvaddir að sinni. Færeyskur gesta- leikur í Þjóðleikhúsinu Félagslíf hefur staðið með mikl- um blóma í íslendinganýlendunni í ’vetur, þó að fátt eitt sé hér nefnt. Nýmæli hjá Námsmannafélaginu var hæfileikakvöld og uppgötvaðist m.a. prýðilegur hagyrðingur meðal hins skemmtilega og bjartsýna námsfólks. — Bókasafn íslendinga gekkst fyrir bókmenntakvöldi þar sem Sigrún Ragnarsdóttir og Pjet- ur Hafstein Lárusson lásu úr verk- um sínum. — Á kvöldvöku íslend- ingafélagsins skemmtu landar frá Lundi með frábærri þorrablótsrevíu í samantekt Jóns Guðmundssonar og Geirs Björnssonar. Ágætir aðal- leikarar voru Halldór Þórarinsson, Björn Karlsson og Helga Harðar- dóttir. — Á sumardaginn fyrsta var fjölskylduskemmtun, þar sem sunnudagaskólabörnin frá stúd- entagörðunum Kagsaa og Solbakk- en komu fram ásamt börnum úr íslenzkuskólanum í Kaupmanna- höfn. — Ragnhildur Vigfúsdóttir, sagnfræðingur, sem nú lýkur senn dvöl sinni í fræðimannaíbúðinni í Jónshúsi, flutti á konukvöldi erindi um rannsoknir sínar, en hún leitar heimilda um íslenzkar konur, sem fluttu ólofaðar frá íslandi fyrir 1950, og eru hér fjölmargar. A konukvöldi í maí var kveðjuhóf fyr- ir Guðrúnar tvær, Eiríksdóttur eft- ir 40 ára dvöl og margháttuð fé- lagsstörf og Ásgeirsdóttur eftir 6 ára veru og sjálfboðavinnu í Jóns- húsi. Um hvítasunnuna var íslenzk ferming í Rosengaardskirkjunni í Malmö og vegleg veizla í safnaðar- heimilinu á eftir, svo sem vani er hjá Islendingafélaginu í Malmö og nágrenni. Þar voru íslenzku prests- hjónin í Kaupmannahöfn kvödd með ræðum og gjöfum. Síðasta sunnudag í maí var ferming i Skt. Pálskirkjunni hér í grennd og var það um leið kveðjumessa séra Ágústs Sigurðssonar sendiráðs- prests og dagur eldra fólksins með samkomu í félagsheimilinu á eftir. Árni Björnsson, fv. formaður sókn- arnefndar, flutti ávarp við hina geysifjölmennu guðsþjónustu, en Ragnhildur Vigfúsdóttir talaði á samkomunni. Kirkjukór og sóknar- nefnd íslenzka safnaðarins í Höfn hafa starfað af miklum myndar- skap, en ör mannaskipti verða, vegna þess hve Buseta Islendinga hér er mislöng. í kórnum eru að jafnaði 25 félagar, flestir náms- menn, og hefur María Anna Garð- arsdóttir, organisti, stjórnað kórn- um í vetur ásamt Þorleiki Jóhann- essyni, en María er nú á förum heim. Sóknarnefnd skipa: Björn H. Jónasson, formaður, Ragnhildur Ólafsdóttir, ritari, og Margrét Eg- gertsdóttir, gjaldkeri. Mun nefndin fjalla um umsóknir, sem borizt hafa um starf prests íslenzka safn- aðarins, en næsti prestur mun taka við um miðjan júlí. - G.L. Ásg. FÆREYSKUR gestaleikur verður á Qölum Þjóðleikhússins um helg- ina. Hér er á ferðinni leikritið Framá (Áfram) eftir Sig\’ar Olsson og Fred Hjelm í Leikstjórn Sigr- únar Valbergsdóttur. Annar Is- Iendingur, Messíana Tómasóttir, teiknaði leikmynd og búninga. Framá var frumsýnt af Havnar Sjónleikarfélagi í Sjónleikarhúsinu í Þórshöfn í apríl sl. í tilefni 50 ára afmælis íþróttasambands Færeyja. Við undirbúning sýningarinnar átti sér stað óvenjuleg samvinna á milli íþróttahreyfingar og leiklistar í Fær- eyjum. 21 karlleikari tekur þátt í leiknum. Leikurinn gerist í búningsherbergi knattspymuliðs, rétt fyrir leik, í hálf- leik og eftir leik. Þetta er úrslitaleik- ur í annarri deild og baráttan stend- ur um hvort liðið flyst niður í þriðju deild. Leikritið lýsir baráttu leik- . manna Framá, við keppinautinn og innbyrðis. í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að líta megi á leikinn sem dæmisögu sem leiði hug- ann að valdabaráttu í þjóðfélaginu. Gestaleikurinn verður aðeins sýnd- ur tvisvar, á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Frá sýningu Havnar Sjónleikarfélagsins á Framá. 36. helgar- skákmótið á Djúpavogi TÍMARITIÐ Skák gengst fyrir sínu 36. helgarskákmóti á Djúpa- vogi 23.-25. júní nk. í samviiínu við Búlandshrepp og taflfélag staðarins. Mótið fer fram í tilefni 400 ára afmælis staðarins. Teflt verður að hefðbundnum hætti. Fyrst tvær stuttar skákir, síðan fímm umferðir þar sem hver keppandi hefur eina og hálfa klukkustund fyrir fyrstu 30 leikina en síðan er bætt við 30 mínút- um á mann til þess að ljúka skák- inni. Þannig eru 3 umferðir á föstu- dag og hefst mótið kiukkan 18. Á laugardag og sunnudag hefst fyrri umferðin klukkan 10. Mótinu lýkur , svo með samsæti og verðlaunaaf- hendingu. Glæsileg verðlaun eru í boði: 1. verðlaun krónur 50.000. 2. verðlaun krónur 25.000. 3. verðlaun krónur 15.000. 4. verðlaun krónur 10.000. Þá verða unglinga-, kvenna- og öldungaverðlaun auk bókaverðlauna. Að venju verða sérstök verðlaun fyr- ir bestan árangur í hrinunni sem hefst með þessu móti og stendur í fimm mót. Þar er keppt um 60.000 krónur. Til að vinna þá upphæð þarf keppandi að hafa verið með í öllum mótunum 5. (Úr fréttatilkynningu) Nýr sendi- herra á Víet- namfundi NÝSKIPAÐUR sendiherra Víet- nam á Norðurlöndum, Nguhyen Dinh Phuong, er staddur hér á landi. Síðdegis á fimmtudag afhendir hann forseta íslands trúnaðarbréf, þá heimsækir hann Hafrannsókna- stofnun, Þingvelli og fleiri staði. . í kvöld, fimmtudag, gengst Vin- áttufélag íslands og Víetnam fyrir opnum fundi um stöðu mála í Suð- austur-Asíu. Þar mun Phuong sendiherra greina frá þeim breyt- ingum sem nú eiga sér stað í stjórn- málum Víetnam og líkt hefur verið við perestrojka. Fundur er haldinn í Litlu-Brekku, (bakvið Lækjarbrekku) og hefst klukkan 20.30. Andre Bachmann, lengst til hægri, ásamt Carli Möller og Gunnari Bernburg. Vetrarbrautin: Tríó Andra Bachmanns skenimiir ANDRE Bachmann, Gunnar Bernburg og Carl Möller leika fyrir dansi í Vetrarbrautinni í veitingastaðnum Þórscafé 23. og 24. þessa mánaðar og 30. júní og 1. júlí. Þeir félagar munu einnig skemmta á sumarmóti AA-samtak- anna í Galtalækjarskógi 8. júlí nk. Iðnskólinn í Reykjavík: Vísa þarffrá mörgum um- sóknum INGVAR Ásmundsson, skóla- meistari Iðnskólans í Reykjavík, segir að vísa þurfi frá umsóknum nemenda um skólavist í mörgum deilum skólans og það sé því misvísandi sem segir í frétt í Morgunblaðinu í gær að Iðnskól- inn, einn framhaldsskóla í Reykjavík, hafi ekki þurft að vísa frá nemendum. Nú sé verið að senda út bréf til umsækjenda. Ingvar sagði að sex grunndeildir væru í skólanum og vísa þyrfti frá umsóknum um nám í fjórum þeirra í einhveijum mæli. Þannig þyrfti sennilega að vísa frá um 100 um- sækjendum í nám í hársnyrtigrein- um og talsverðum fjölda umsókna um nám í fataiðnaðardeild. Þá þyrfti einnig að vísa frá einhveijum umsóknum um nám í rafiðnaðar- og bókiðnaðardeild. í tveimur deild- um, málmiðnaðar- og tréiðnaðar- deild, væru umsóknir fleiri en áð- ur, en hægt hefði verið að bæta við nemendum. Hins vegar væri aðsókn í fornám lítil og því væri hægt að bæta við nemendum í það og almennt nám. Þá væri einnig trúlega hægt að bæta við nokkrum nemendum á tölvubraut og í tækni- teiknun. Fjölbrautaskólinn Breiðholti: Nýnemar í hverfinu fá skólavist VEGNA fréttar um umsóknir í framhaldsskóla borgarinnar, sem birtist í blaðinu í gær, er rétt að árétta, að allir nýnemar sem búa í Breiðholti og sótt hafa um skólavist í Fjölbrautarskó- lanum í Breiðholti næsta vetur, fá skólavist. Að sögn Kristínar Arnalds skóla- meistara, var ekki hægt að taka inn, vegna þrengsla, þá nemendur búsetta í hverfinu, sem hafa stund- að nám við aðra framhaldsskóla. Atriði úr myndinni „Sveitarfor- inginn“. Regnboginn sýn- ir „Sveitarfor- ingjann“ REGNBOGINN hefúr tekið til sýninga myndina „Sveitarforing- inn“. Með aðalhlutverk fara Mic- hael Dudikoff og Robert F. Ly- ons. Leikstjóri er Aaron Norris. Jeff Knight (Michael Dudikoff) liðsforingi kemur til Víetnam með foringjatign beint frá West Point. Honum er heldur fálega tekið í búðunum, þeir „gamalreyndu" eru ekki sérlega hrifnir af þessum fínu foringjaspjátrungum frá West Point. Atriði úr myndinni „Stjúpa mín geimveran". Stjörnubíó sýnir „Sljúpa mín geimveran“ STJÖRNUBÍÓ hefúr hafið sýn- ingar á myndinni „Stjúpa mín geimveran". Með aðalhlutverk fara Kim Basinger og Dan Ak- royd. Leiksljóri er Richard Benj- amin. Myndin segir frá litríkum vísindamanni sem dreymir um að komast í snertingu við líf á ann- arri plánetu. Honum verður að ósk sinni svo um munar, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, þegar honum tekst að senda merki til alls óþekktrar man- naðrar plánetu. Alslemma í Hraftiagili ÞRIÐJA Alslemmumótið í brids verður haldið i Hrafnagilsskóla í Eyjafirði um næstu helgi. Hefst spilamennska klukkan 13 laug- ardaginn 24. júní. Þátttakendur geta skráð sig í mótsbytjun. Veitt verða verðlaun fyrir þtjú til fimm efstu sætin í mótinu eftir þátttöku og að auki verða veitt silfurstig Bridgesam- bands Islands fyrir efstu sætin. Fyrir þá sem óska verður aðstoð- að við fiutning frá flugvelli á Akur- eyri til Hrafnagils sem og ferðir til Akureyrar. Flugleiðir veita af- slátt af fargjöldum vegna mótsins. Leiðrétting í Morgunblaðinu þann 13. júni síðastliðinn var skýrt frá hófi Skandinavísk-ameríska félags- ins í New York. 1 texta með mynd, sem fylgdi fréttinni, var Fríða Ólafsdóttir sögð vera fatahönnuður. Hið rétta er, að Fríða er innanhússarkitekt. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistök- um. Niðjamót Lækj- arbotnaættar HJÓNIN Katrín Brynjólfsdóttir Ijósmóðir og Sæmundur Guð- brandsson hreppstjóri bjuggu á Lækjarbotnum í Landsveit 1840-1887 eða í 47 ár. Þau eign- uðust 16 börn og af þeim kom- ust 9 til fúllorðinsára. Frá þess- um hjónum er því kominn stór ættbogi eða um 7-800 afkomend- ur. Ættarmót Lækjarbotnaættar verður haldið laugardaginn 24. júní að Brúarlandi í Landsveit og hefst það klukkan 16. Komið verður upp stóru grilli, en hver ijölskylda kem- ur með sinn mat á grillið. Selt verð- ur meðlæti (bakaðar kartöflur, kryddsmjör og fl.) svo og gos og verður ágóðanum varið til þess að kaupa tijáplöntur. Fjölmargir niðjar af Lækjar- botnaætt búa enn í Landsveit en margir búa á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Næg tjaldstæði eru á staðnum. (Úr fréttatilkynningTi) Fjórmenningamir í Mezzoforte, þeir Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmundsson, Gunnlaugur Briem og Friðrik Karlsson. Mezzoforte í Tunglinu Hljómsveitin Mezzoforte kem- ur fram í Tunglinu við Lækjar- götu í kvöld, fimmtudagskvöldið 22. júní. Breski saxófónleikarinn David 0. Higgins, sem leikið hefur með hljómsveitinni á tónleikum hennar, kemur hingað til lands sérstaklega til að spila með fjórmenningunum í Mezzoforte. Hljómsveitin Mezzoforte sendi nýlega frá sér plötuna „Playing for time“. Til að fylgja plötunni eftir var farið í hljómleikaferð um Skandinavíu og einnig spilaði hljómsveitin í Sviss og Vestur- Þýskalandi. Þessa dagana eru fjór- menningarnir hérheima að undir- búa aðra ferð sem haldið verður í næsta haust, segir í fréttatilkynn- ingu frá Steinari. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.