Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 27
eecr rut, .ss H’JOAOimrMrí aia^tanuasoM. - - - .....MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 22, JUNÍ 198» Afinælíshefd Sagna SAGNIR, tímarit um söguleg efni, er komið út í tiunda sinn. Þetta afmælisrit er um 300 blaðs- íður og ritstjóri er Theodóra Þ. Kristinsdóttir í tilefni 10 ára afmælis Sagna er birt flokkuð skrá yfir efni blaðs- ins frá upphafi. Annað efni þessa afmælisheftis Sagna er eftirfar- andi:„Mér verður hússins dæmi. Húsafriðun á íslandi — Viðhorf til menningararfsins“ nefnist grein eftir Þóru Kristjánsdóttur. Síðan er listi um hús á fornleifaskrá í umsjá Þjóðminjasafns og skrá yfir friðuð hús. „Mygluskán og hálf- blautur ruddi. Hvernig geymdu menn hey til forna?“ heitir grein eftir Orra Vésteinsson og „Einhver smitvaldur eða pestarbrunnur...“ er grein eftir Sigríði Þorgrímsdóttur um „íslenskt galdrafár á 17. öld. Ábyrgð samfélagsins eða fárra ein- staklinga." „Jón Eiríksson 1728-1787.“ Minnst tvöhundruðustu ártíðar Jóns Eiríkssonar, eins lærðasta upplýs- ingarmanns íslandssögunnar nefn- ist grein eftir Sveinbjörn Rafnsson og greinin „Upplýsing gegn hjá- trú.“ Viðhorf og mat upplýsingar- manna á hjátrú íslendinga er eftir Hilmar Garðarsson. Gunnar Halldórssön skrifar greinina „Lútherskur rétttrúnaður og lögmál haliæranna." Um gagn- virk áhrif rétttrúnaðar og viðhorfa til náttúrunnar í gamla samfélag- inu. og greinin „Um blessaðan lífs- ávöxt á 17. og 18. öld.“ Viðhorf til barnauppeldis og aga er eftir Ing- unni Þóru Magnúsdóttur. „Óttalegur barningur til að byija með.“ er viðtal við Eggert Þór Bern- harðsson um fyrstu ár Sagna eftir Sigrúnu Valgeirsdóttur og greinin „ Konan: „Góð guðsgjöf til síns brúks.“ Andstaða karla gegn jafn- rétti kynjanna 1880-1915“ er eftir Ernu Huldu Halldórsdóttur. „Fábjánar og afburðamenn.“ Rætur mannbótastefnunnar og umræður um hana á íslandi á fyrri hluta 20. aldar er eftir Egil Ólafs- son og Hulda S. Sigtryggsdóttir er höfundur greinar, sem heitir „Gaddavírsgirðingar." Viðhorf og umræður um gaddavír á árunum 1901-1913. „íslensk nýlendustefna." heitir grein Jóns Ólafs ísbergs um vilja Islendinga til að eignast Grænland og úrvinnsla úr fjórum nemendarit- gerðum í fjölskyldusögu eftir Gísla Gunnarsson ber heitið: „Hvað varð um ómagabörnin, sem skýrt var frá í manntalinu 1801?“ „Ungbörn þjáð af þorsta.“ er athugasemd um ungbarnadauða og viðu^væri eftir Helga Skúla Kjart- ansson og ber undirfýrirsögnina: Hvað var svona óhollt við að gefa ungbömum kúamjólk? „Varðveisla heimilda á ríkisútvarpinu." fjallar um varðveislu, skráningu og flokk- un sagnfræðilegra heimilda á Ríkisútvarpinu og er eftir Magnús Hauksson. Halldór Bjarnason er höfundur greinar, sem heitir: „Manntalið 1816 og útgáfa þess. Fjallað um sérstöðu manntalsins 1816 og út- gáfa þess skoðuð með hliðsjón af fólkstalinu úr Reykjavíkursókn.“ I ritinu eru einnig umsögn um 9. árgang Sagna, skrár um myndir, höfunda efnis og lokaritgerðir í sagnfræði 1988—1989 og leiðrétt- ing vegna Sagna 9. „Efnisflokkun Sagna 6-10“ er eftir Magnús H. Skarphéðinsson. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 21. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 53,50 50,00 51,60 32,315 1.667.395 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,040 810 Ýsa 83,00 72,00 74,27 9,600 713.038 Karfi 30,00 23,00 28,82 3,120 89.917 Ufsi 36,00 31,50 33,90 42,024 1.424.785 Steinbítur 50,00 45,00 49,63 0,416 20.648 Langa 37,00 32,00 34,97 0,634 22.173 Lúða 235,00 100,00 208,69 0,064 13.356 Koli 35,00 35,00 35,00 0,003 123 Keila 14,00 14,00 14,00 0,152 2.135 Sólkoli 60,00 60,00 60,00 0,247 14.877 Skötuselur 75,00 75,00 75,00 0,017 1.275 Samtals 44,80 88,636 3.970.532 Selt var Gjafari VE og fleiri bátum. I dag, fimmtudag, verður boðinn upp bátafiskur. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur Þorskur 56,00 30,00 47,83 14,455 691.334 Ýsa 87,00 15,00 71,48 18,197 1.300.764 Blandað 45,00 35,00 42,67 0,219 9.345 Karfi 30,00 28,50 29,30 43,645 1.278.954 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,125 1.875 Steinbítur 41,00 32,00 32,85 0,432 14.193 Blálanga 38,00 25,00 27,66 5,478 151.540 Lúða 200,00 60,00 125,69 0,347 43.615 Grálúða 47,50 46,00 46,82 68,303 3.198.187 Skarkoli 75,00 25,00 47,78 1,025 48.978 Samtals 44,27 152,227 6.738.786 Selt var úr Þorláki ÁR, Ottó N og ýmsum bátum. í dag, fimmtu- dag, verður boðinn upp afli úr Viðey RE, Freyju RE, Þorláki AR og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur Þorskur 56,00 45,00 54,94 7,865 432.087 Ýsa 87,00 25,00 83,48 2,249 187.754 Karfi 31,50 29,50 30,46 2,329 70.936 Ufsi 33,00 29,50 31,71 7,110 225.484 Steinbítur 36,50 15,00 36,22 1,067 38.645 Hnýsa 33,00 33,00 33,00 0,030 990 Langa 33,50 33,50 33,50 1,625 54.438 Lúða 195,00 185,00 191,01 0,173 33.045 Sólkoli 53,00 53,00 53,00 0,068 3.604 Skarkoli 50,00 19,00 31,41 2,800 87.960 Keila 12,00 12,00 12,00 0,075 900 Samtals 44,73 25,391 1.135.843 Selt var m.a. úr Þuríði Halldórsdóttur GK, Hrungri GK og Odd- geiri ÞH. í dag, fimmtudag, verður boðinn upp blandaður afli úr bátum. Rúm fyrír þig jt. Grensásveg 3, sími 681144. Vatnsrúm með fiberd. Svart - hvítt - beyki. Verð með dýnu frá kr. 62.130,- stgr. Toscana Moser 160x200. Efni: Eik. Verð með náttborðum og dýnu frá kr. 193.158,- stgr. Dúett 160x200. Efni: Maghony-eik. Verð með náttborðum og dýnu frá kr. 99.944,- stgr. Tangó 160x200. Efni: Eik - hvítt - svart. Verð með náttborðum og dýnu frá kr. 106.533,- stgr. Karen 160x200. Efni: Beyki - hvítt. Verð með náttborðum og dýnu frá kr. 49.657,- stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.