Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989
33
Eyjólfur M. Guðmundsson
Skotið á fugla á Vogatjörn
SKOTIÐ var á fugla á Vogatjörn sem er innan byggðar í Vog-
um þriðjudaginn 13. júní. Dauð kría fannst á tjörninni og svart-
bakur í sárum. Tilkynnt var um atburðinn til lögreglu um klukk-
an hálf sjö um kvöldið og þegar lögregla kom á staðinn voru
skotmennirnir farnir af staðnum, en þá var búið að aflífa svart-
bakinn. Við tjarnarbakkann fundust tvö skot úr haglabyssu.
Þórir Maronsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna fá kvartan-
ir um skotmenn en þeir næðust sjaldan. Þeir væru stutta stund
að skjóta og oftast famir þegar lögreglan kæmi á staðinn.
- EG
Mývatnssveit:
Þjóðhátíð
í blíðviðri
Björk, Mývatnssveit.
MYVETNINGAR héldu þjóðhá-
tiðarsamkomu i Höfða 17. júní.
Hófst hún klukkan 14 með skrúð-
göngu frá hliðinu á samkomu-
svæðið. Sveitarstjórinn, Jón Pét-
ur Lindal, setti samkomuna.
Aðalsteinn ísfjörð frá Húsavík
lék nokkur lög á harmonikku.
Holmfríður Pétursdóttur flutti hát-
íðarræðu. Viðar Alfreðsson, skóia-
stjóri tónlistarskólans, lék á horn.
Þórunn Ragnarsdóttir fór með
ávarp fjallkonunnar. Kór Reykja-
hlíðarkirkju söng nokkur lög undir
stjóm Jóns Árna Sigfússonar.
Síðan var ýmislegt sér til gamans
gert, farið í' leiki og fleira. Veðrið
var eins og best verður á kosið,
logn, glampandi sólskin og hitinn
um 20 stig. Höfðinn skartaði sínu
fegursta.
Kristján
Frá kvótafundi á ísafirði
ÞANN 3. júní sl. var haldinn á
Isafirði almennur fúndur um hags-
muni Vestfirðinga af veiðum og
vinnslu sjávarafla og þá skerðingu
á aflamöguleikum sem menn búa
við vegna óréttlátra aðgerða
stjórnvalda í kvótasetningu. Á
fúndinn barst svohþ'óðandi skeyti:
Fundur um kvótakerfi á ísafirði.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið
Bylgjan, ísafirði.
c/o Reynir Traustason,
Flateyri.
Skoðið fundargerðir og bókanir í
samstarfsnefnd um fiskveiðistefnu
87 og 88. Kannið hvers vegna Hall-
dór Ásgrímsson, Ámi Kolbeinsson,
sjávarútvegsráðuneytið, Kristján
Ragnarsson LÍÚ og forystumenn sjó-
mannasamtakanna töldu fráleitt þá
að kvóti yrði settur á grálúðuveiðar
eins og ég benti á. Ég tók einmitt
dæmi um mikla skerðingu fyrir Vest-
firði og fleiri. En gleymið ekki að
þetta er orðið að veruleika. Og til
dæmis fyrir Venus hf. Er skerðingin
rúm 1000 tonn af grálúðu í ár plús
10% af þorski. Fyrir heimili þessara
manna skerðast tekjur um 32-34%.
Hvar er grátkórinn nú?
Baráttukveðjur til fundarins um
að koma þessari hafstefnu sjávarút-
vegsráðherra og Kristjáns Ragnars-
sonar í LÍÚ frá.
Ragnheiður Olafsdóttir, Alftanesi.
Við sem vorum fundarstjórar á
fundinum vorum sammála um að
lesa skeytið ekki upp. Efni og fram-
setning á þann veg að gæti orkað
tvímælis og hægt að færa til verri
vegar og því ekki innlegg í fundinn.
Aftur á móti var okkur fullkomlega
ljós sá góði hugur til okkar Vest-
firðinga sem að baki lá hjá Ragn-
heiði og kunnum henni bestu þakkir
fyrir samstöðu og samhug.
Ekki var ætlun okkar fundarstjór-
anna að sniðganga eða banna skoð-
anir eins eða neins, að lesa ekki skey-
tið var einungis ákvörðun okkar mið-
að við aðstæður og skilning á efn-
inu. Ef okkur hefur þama orðið á
einhver mistök eða í öðm sem laut
að stjórn fundarins þá biðjumst við
velvirðingar á því.
Okkur þykir rétt allra aðila vegna
að biðja fjölmiðla að koma þessu á
framfæri.
Fundur þessi var mjög vel sóttur
og þótti takast í alla staði vel. Mál
voru þar rædd af alvöruþunga og
heitið á menn að duga nú í vamar-
stríði vestfirskra byggða, því ef
lífsbjörgin úr hafinu er frá okkur
tekin er brostinn allur möguleiki til
búsetu á Vestfjörðum.
Samþykkt var á fundinum að láta
gera úttekt á áhrifum kvótakerfisins
á veiðiheimildir Vestfirðinga og
gmndvalla áframhaldandi aðgerðir á
þeim niðurstöðum. Vinna þessi er
þegar hafin.
Með bestu kveðjum,
Ulugi Gunnarsson,
Pétur Sigurðsson.
Karlmannaföt
kr. 3.995,- til 9.990,-
Terylenebuxur kr. 1.195,- til 1.995,-
Gallabuxur kr. 1.195,-, 1.230,- og 1.295,-
Flauelsbuxur kr. 1.110,- og 1.900,-
Sumarblússur kr. 2.770,- og 2.390,-
Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt.
Andrés,
Skólavörðustíg 22, sími 18250.
[ELFA I h o< F 1 ÍBHb' áfar úr stáli, kopar 3 í 5 litum
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI
ÚTLITSGALLAÐIR
• OG FRYSTI-
SKAPAR A LÆKKUÐU VERÐI
Þessa dagana gefst tækifæri á að kaupa á góðu verði lítið útlitsgallaðar vörur frá Iberna og Calex.
Um er að ræða kæliskápa, frystiskápa og sambyggða skápa með frysti og kæli. Einnig ísvélar.
• ísskápar frá 19.400 krónum.
• Skápar af ýmsum stærðum, jafnt fyrir heimili, fyrirtæki og sumarbústaði.
HLJOMBÆR
HVERFISGÖTU 103 SlMI 25999