Morgunblaðið - 22.06.1989, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1989
25
JltaingiiiiMjifeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Dauðadómar
í Peking
Igærmorgun bárust fréttir
um, að þrír ungir menn
hefðu verið teknir af lífi í
Kína vegna þátttöku þeirra
í uppreisn stúdenta og
verkamanna á dögunum.
Eftir að hæstiréttur Kína
hafði staðfest dauðadóminn
yfir þessum mönnum voru
þeir umsvifalaust líflátnir
með skoti í hnakka. Sjö aðr-
ir karlmenn og ein kona bíða
þess nú, að hæstiréttur
landsins fjalli um áfrýjun
þeirra en þetta fólk hefur
einnig verið dæmt til dauða.
Um allt landið fer nú fram
leit að leiðtogum stúdenta-
uppreisnarinnar.
Þessir dauðadómar eru
framkvæmdir í nafni sósíal-
ismans og réttlættir með
því, að þessir ungu menn
og konur hafi verið „gagn-
byltingarsinnar“, sem hafi
smitast af spilltum vestræn-
um hugmyndum um lýð-
ræði. Nú stendur yfir í fjöl-
mennasta ríki veraldar of-
sóknarherferð á hendur
blóma æskunnar í landinu.
Ógnarstjórn hefur verið tek-
in upp og bersýnilega stefnt
að því að halda óánægju
fólks í skefjum með því að
skapa ótta og hræðslu meðal
landsmanna.
Nokkrum dögum áður en
ungu mennimir voru líflátn-
ir í Kína fór fram annars
konar athöfn_ í öðru sósí-
alísku ríki. í Búdapest í
Ungveijaland fór fram með
viðhöfn útför Imre Nagys
og félaga hans. Þeir voru
líflátnir fyrir rúmum þremur
áratugum. Asakanir á hend-
um þeim voru svipaðar. Þeir
höfðu gerzt gagnbyltingar-
sinnar og voru líflátnir í
nafni sósíalismans. Nú hafa
lík þeirra verið grafin upp
og jarðsett með viðhöfn.
Fulltrúar Kommúnista-
flokks Ungverjalands fengu
ekki að vera viðstaddir.
Sú stund mun renna upp,
að nöfn ungu mannanna
þriggja og annarra, sem
væntanlega verða líflátnir á
næstu dögum, verða skráð
á spjöld kínverskrar sögu
með þeirri sæmd, sem hæfir
minningu þeirra, alveg eins
og nú hefur verið gert í
Ungveijalandi. Það munu
ekki mörg ár líða þar til Jan
Palach, stúdentinn, sem
brenndi sig til bana í miðri
Prag fyrir 21 ári, hlýtur
svipaða sæmd í Tékkóslóv-
akíu.
Kína er stjórnað af óþokk:
um og grimmdarseggjum. I
mörg ár hafa Vestur-
landabúar trúað því, að
umbótasinnar væru komnir
til valda í Kína, sem vildu
opna landið og stuðla þar
að heilbrigðri þjóðfélags-
þróun. Nú er komið í ljós,
að þessi trú hefur verið á
misskilningi byggð. Vald-
hafarnir í Kína byggja völd
sín í dag á því að geta beitt
alþýðuhernum sjálfum gegn
alþýðunni. Þeir svífast
einskis.
Lýsingarnar á atburðun-
um í Kína eru hryllilegar.
Þessir atburðir eiga eftir að
hafa jafnmikil áhrif á jafn-
aldra stúdentanna í Kína
meðal Vesturlandaþjóða,
eins og atburðir í Búdapest
og Prag höfðu á ungt fólk
á þeim tíma.
Sósíalisminn er gjaldþrota
þjóðfélagskerfi. Flestir ráða-
menn í Austur-Evrópu,
þ. á m. í Sovétríkjunum, eru
búnir að viðurkenna það og
vinna nú að því að umsnúa
því þjóðfélagskerfi, sem þar
hefur verið þyggt upp en
dugar ekki. í Kína eru við
völd menn, sem halda, að
hægt sé að halda sósíalísku
þjóðfélagskerfi við lýði með
hernaðarlegu ofbeldi. Það
er á misskilningi byggt.
Reynslan frá A-Evrópu sýn-
ir það.
Heimsbyggðin á að for-
dæma grimmdarstjórnina í
Kína. Hún á að fordæma
dauðadóma yfir saklausum
ungum körlum og konum.
Hún á að fylgja þeirri for-
dæmingu eftir í verki. Það
dugar ekki að láta eftir
nokkra mánuði eins og ekk-
ert hafi gerzt.
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ 40 ÁRA
eftirArnór
Sigmjónsson
I erindi mínu um „vamir íslands"
mun ég fyrst fjalla um núverandi
stöðu hermála í Evrópu og hvaða
áhrif sú þróun er þar á sér stað
kann að hafa á ísland. Þá mun ég
fjalla um landfræðilega legu og
hemaðarlegt mikilvægi íslands,
sovésku hemaðamppbygginguna á
Kólaskaga og umsvif sovéska Norð-
urflotans á N-Atlantshafi. Að lokum
mun ég í ljósi þessara efnisatriða
leggja persónulegt mat á öryggis-
og vamarhagsmuni íslendinga fram
til ársins 2000.
Ef við víkjum fyrst að þróun her-
mála í Evrópu þá ber hæst þá ein-
hliða fækkun í herliði Varsjárbanda-
lagsins frá Atlantshafi til Uralfjalla,
sem Gorbatsjov hefur haft frum-
kvæði að og koma á til framkvæmda
á næstu 2 árum frá 7. desember
1988. Helstu ástæður fyrir þessari
einhliða fækkun á nokkmm tegund-
um hefðbundinna vopna er talin vera
þörf Gorbatsjovs á því að draga úr
þrúgandi útgjöldum til hermála sem
nema allt að 15-22 prósentum af
brúttó þjóðarframleiðslu Sovétríkj-
anna. Til samanburðar nota Banda-
ríkjamenn 6,5 prósent af brúttó þjóð-
arframleiðslu til hermála og önnur
NATO-lönd 2 til 5 prósent. Verður
að skoða ákvarðanir Sovétríkjanna
og Varsjárbandalagslandanna í ljósi
þessara staðreynda. Fjöldi vopna í
eigu Sovétríkjanna og annarra aðild-
arríkja Varsjárbandalagsins í sam-
anburði við NATO er á þennan veg:
Fjöldi stærri skriðdreka er 51.500 —
16.424 eða 3:1 Varsjárbandalaginu
í hag, 43.400 - 14.458 eða 3:1 fyr-
ir stórskotalið, 8.250 — 3.977 eða
2,1:1 fyrir ormstuflugvélar og 3,09
m — 2,21 m eða 1,4:1 fyrir her-
menn. Með öðmm orðum hefur Var-
sjárbandalagið gífurlega yfirburði í
hefðbundnum vopnabúnaði í Evrópu
umfram það sem NATO hefur yfir
að ráða. Þessa staðreynd hafa Sov-
étríkin sjálf viðurkennt. Sé tekið mið
af ræðu Gorbatsjovs er fyrirhuguð
fækkun stærri skriðdreka og hlut-
fallsbreyting miðað við NATO sem
á sér stað þannig að hlutfall þessar-
ar tegundar vopna verður 2,4:1 Var-
sjárbandalaginu í hag. Það sama
má segja um stórskotalið 2,4:1, orr-
ustuflugvélar 1,8:1 og hermenn
1,3:1. Ein þumalfingursregla í land-
hemaði segir, að árásaraðili þurfí
helst hlutföllin 3:1 til þess að geta
sótt tl sigurs. Sjá má að yfirburðir
Varsjárbandalagsins í hefðbundnum
vopnum gagnvart NATO í Evrópu
em eftir sem áður áhyggjuefni ef
áðumefnd þumalfingursregla er
höfð í huga. Helsta afleiðing þessar-
ar fækkunar í vopnabúnaði Varsjár-
bandalagsins fyrir Island og Atlants-
hafsbandalagið er sú að eftir á mun
geta Varsjárbandalagsins til skyndi-
sóknar gegn NATO á meginlandi
Evrópu minnka. Það getur einnig
haft þá pólitísku þýðingu að auka
trú manna á yfirlýstri stefnu Gor-
batsjovs um að ganga til samninga
við Vesturveldin í Vín um fækkun
hefðbundinna vopna.
Afvopnunarviðræður
Er þá komið að þeim þætti í þró-
un hermála í Evrópu sem lýtur að
nýhöfnum afvopnunarviðræðum í
Vín um fækkun hefðbundinna
vopna. Eins og fram hefur komið í
fjölmiðlum snúast þessar viðræður
um fækkun á þeim tegundum vopna
sem hafa mikinn skotkraft, hreyfan-
leika og veita einhveija brynvarða
vemd. Þetta eru vopn eins og skrið-
drekar, brynvarðir liðsflutninga-
vagnar og stórskotalið. Það er sam-
merkt með þessum vopnategundum
að þær eru taldar heppilegar til
sóknar í landhemaði og til þess að
ná yfirráðum yfir landsvæðum. Af
þessum sökum og vegna yfirburða
Varsjárbandalagsins í þessum teg-
undum vopna sem eru nálægt landa-
mærum aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins hafa NATO-löndin lagt
afar mikla áherslu á það, að þessum
vopnum verði fækkað í þeim mæli,
að Varsjárbandalagsríkin geti ekki
sótt til sigurs með hemaði í Evrópu.
Samningaviðræður við Varsjár-
bandalagslöndin um fækkun þessara
tegunda hefðbundinna vopna hófust
í Vín 6. mars sl. Er það mat manna,
að viðræður þar muni geta tekið
langan tíma eða jafnvel allt að 6 til
10 ár, sökum þess hversu flóknar
þær eru og að óráðið er hvemig
eftirliti með væntanlegum afvopnun-
arsamningi skuli hagað. Mat manna
á pólitískri framtíð Gorbatsjovs og
þeim breytingum sem eiga sér nú
stað innan Varsjárbandalagsríkj-
anna kann vafalaust einnig að hafa
áhrif á framvindu þessara samn-
ingaviðræðna.
Hvað okkur íslendinga varðar þá
hljótum við að fagna þessu mikil-
væga skrefi sem nú hefur verið stig-
ið í upphafi samningaviðræðna um
fækkun ákveðinna tegunda hefð-
bundinna vopna. Og vissulega tökum
við þátt í þessum viðræðum ásamt
öðrum aðildarríkjum Atlantshafs-
bandalagsins. Hitt ber þó að undir-
strika, að þar sem ísland hefur ekki
á að skipa skriðdrekum, stórskotaliði
né brynvörðum liðsflutningavögn-
um, né heldur er hér á landi umtals-
verður fjöldi hermanna, munu þessar
samningaviðræður ekki hafa bein
hemaðarleg áhrif á öryggi íslands.
Hitt skiptir mun meira máli fyrst
um sinn að minnsta kosti, að Atl-
antshafsbandalagið hefur ákveðið
að einbeita sér að fækkun þeirra
ákveðnu vopnategunda í landher
sem ég taldi upp hér áðan, áður en
hugsanlegar umræður um flugheri
og sjóheri koma til álita. Þar sem
bæði flugherir og sjóherir eru ná-
tengdir öryggis- og vamarhagsmun-
um íslendinga ætla ég að flalla að-
eins nánar um þessa tvo þætti í ljósi
núverandi samningaviðræðna í Vín.
Aðildarríki Varsjárbandalagsins
hafa óskað eftir því að ákveðnar
herflugvélar verði teknar með í nú-
verandi samningaviðræður um
fækkun hefðbundinna vopna, vegna
þess að þær eru taldar ákjósanlegar
til árása. Atlantshafsbandalagslönd-
in hafa lagst gegn slíkum tillögum
vegna þess að þau vilja fyrst og
fremst draga úr getu Varsjárbanda-
lagslanda til þess að ná yfirráðum
yfir ákveðnum landsvæðum. Flug-
vélar geta ekki hemumið landsvæði
og því eiga þær ekki heima í þessum
hluta samningaviðræðnanna að mati
Vesturlanda. Að auki em herflugvél-
ar svo hreyfanlegar að allt eftirlit
með framkvæmd samninga er ná til
fækkunar á þeim eða takmarkana á
flugi er vandasamt.
• íslendingar eiga mikilla öryggis-
hagsmuna að gæta í sambandi við
allar hugsanlegar framtíðarviðræður
um §ölda og hreyfanleika herflug-
véla vegna landfræðilegrar legu
landsins og hemaðarlegs mikilvæg-
is. Það er því afar mikilvægt, að
stefna íslendinga í þessum mikil-
væga málaflokki taki mið af hinni
hemaðarlegu þróun á N-Atlantshafi
og þeirri nauðsyn að halda uppi eftir-
liti með ferðum sovéskra herflugvéla
á hafsvæðum umhverfis ísland og
bægja þeim frá loftvamarsvæði
landsins ef þörf þykir.
• Um sjóheri má segja það sama
og flugheri. Þeir em ekki til þess
fallnir að hemema landsvæði. Þeirra
hlutverk er fyrst og fremst að gæta
hagsmuna þjóða á hafi og af marg-
víslegum tæknilegum ástæðum er
allt eftirlit með ferðum og athöfnum
sjóheija á úthafi annmörkum háð.
• Fyrir Vesturlöndin skiptir höfuð-
máli að þau geti vemdað sjóflutn-
ingaleiðir_ frá Bandaríkjunum til
Evrópu. Án þess er öryggi Atlants-
hafsbandalagsríkjanna ekki tryggt.
Mikið skortir á, að þannig sé um
hnúta búið ef átök og ófriður bijót-
ast út nú á tímum og liðsaukaflutn-
ingar til Evrópu yrðu nauðsynlegir.
Yfirmaður Átlantshafsherstjómar
NATO (SACLANT) hefur látið í ljós
þá skoðun að verði hömlur lagðar á
fjölda eða ferðafrelsi þeirra skipa
sem hann þarf til að framfylgja vam-
arstefnu Atlantshafsbandalagsins,
sé hægt að líkja því við það, að
Varsjárbandalagslöndin rífí upp
bæði brýr og eyðileggi helstu vegi
sem liggja til vesturs. Ef haft er í
huga að fjarlægðin frá austurströnd
Bandaríkjanna til Evrópu er u.þ.b.
6.000 km á meðan Varsjárbanda-
lagslöndin eiga landamæri að Atl-
antshafsbandalagsríkjum eru þessar
áhyggjur yfírmanns Atlantshafs-
herstjómarinnar skiljanlegar. Hann
óttast að þessi landfræðilegi mis-
munur innan aðildarríkja NATO
auðveldi Varsjárbandalaginu að
koma herliði fyrr á vettvang á meg-
inlandi Evrópu en Atlantshafsbanda-
lagið megnar í hugsanlegum fram-
tíðarátökum og því beri að forðast
allt það sem leggur hömlur á at-
hafnafrelsi SACLANT á hættu- og
spennutímum. Sé það ekki gert
stefnum við liðsauka- og birgða-
flutningum yfir Atlantshafið í hættu
I og um leið vamarstefnu NATO sem
við íslendingar höfum ítrekað lýst
stuðningi við.
• Samkvæmt opnum heimildum
eru að jafnaði um, 3.000 skip á ferð
um Atlantshafíð. Til þess að tryggja
vamargetu sína í hefðbundinni styij-
öld gegn Varsjárbandalaginu þurfa
NATO-löndin m.a. að senda 1,5
milljónir hermanna til Evrópu, 12
milljónir tonna af birgðum og 100
milljónir tonna af olíu. Gert er ráð
fyrir því, að flogið yrði með her-
mennina yfir Atlantshafið. Hins veg-
ar mundu birgðaflutningar og
þungaflutningar fara fram með skip-
um. í upphafí þarf því um það bil
2.500 skip til flutninga og síðar um
1.000 skip á mánuði.
íslendingar eru algjörlega háðir
birgða- og þungaflutningum með
skipum líkt og aðrar NATO-þjóðir,
bæði á friðar- og hættutímum. Af
því leiðir, að á hættu- og stríðstímum
er ekki hægt að halda uppi virkum
vömum á eða umhverfís lsland án
skipaflutninga. Þetta verða íslend-
ingar að hafa hugfast í allri alþjóð-
legri umræðu um takmarkanir á
flotaumsvifum á N-Atlantshafi. Hitt
er svo annað mál að náist góður
árangur í samningaviðræðunum í
Vín um fækkun hefðbundinna vopna
má ætla að samningaviðræður um
flugheri og sjóheri fylgi. Utanríkis-
ráðherra hefur lýst vilja sínum til
að hafa fmmkvæði innan NATO um
undirbúning slíkra viðræðna sem
„Ég tel líklegt að stefiia
Islands í öryggis- og
varnarmálum til alda-
móta muni áft-am hvíia
á þessum tveimur horn-
steinum: virkri aðild að
Atlantshafsbandalag-
inu og varnarsamn-
ingnum við Bandaríkin
frá 1951.“
•næsta skref eftir að árangur næst
í núverandi viðræðum. Það er jafn-
vel hugsanlegt að ákveðnar tegundir
flugvéla verði hluti af núverandi
samningaviðræðum í Vín. Það á hins
vegar eftir að koma í ljós hvemig
aðildarríki Atlantshafsbandalagsins
kjósa að standa að slíkum framtíð-
arviðræðum og hversu umfangs-
miklar þær geta orðið.
Mikilvægi íslands
Vil ég nú víkja málimínu að hem-
aðarlegu mikilvægi íslands. Inn í
N-Atlantshafið em 3 siglingaleiðir
úr austri. Frá Barentshafi, Eystra-
salti og Miðjarðarhafi. Frá Barents-
hafi geta kjamorkuknúnir kafbátar
einnig siglt neðansjávar í íshafínu.
Hafsvæði þetta er djúpt og þar
mætast heitir og saltir straumar sem
gerir kafbátaleit erfiða viðfangs. ís-
land er staðsett á upphækkun sem
myndar skil milli N-Átlantshafsins
og Atlantshafsins — svonefnt GIN-
hliðið (Grænland — ísland — Noreg-
ur). Frá einu íslausu höfnunum sem
sovéski flotinn hefur yfir að ráða
þurfa öll þau skip sem vilja sigla inn
í Atlantshafið að sigla frá Barents-
hafi fram hjá íslandi. Þá liggur
stysta loftlína milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna yfir N-Atlantshafið
og ísland.
Það er tiltölulega auðvelt verk að
loka siglingaleiðinni frá Eystrasalti
til N-Atlantshafsins með lagningu
tundurdufla. Á sama hátt má loka
siglingaleiðinni frá Miðjarðarhafi til
Atlantshafsins í Gíbraltarsundi.
Öðm máli gegnir um siglingaleiðina
frá Barentshafi til N-Atlantshafsins.
Hernaðarlegt mikilvægi íslands
byggist á þessari landfræðilegu
staðsetningu landsins í Atlantshaf-
inu. í þessum „þrengslum" sem
GIN-hliðið myndar má fylgjast með
ferðum skipa, flugvéla og kafbáta á
leið frá N-Atlantshafi til Atlants-
hafsins og öfugt. Frá íslandi er einn-
ig hægt að hindra ferðir þessara
farartækja umhverfis landið eða
stöðva þær alveg með því að granda
þeim. Það er þessi staðreynd sem
gerir landið hemaðarlega mikilvægt.
Vamarliðið eða vamarviðbúnaður í
landinu eykur hvorki né dregur úr
hemaðarlegu mikilvægi íslands, þö
að sumir vilji halda öðm fram. Hins
vegar er vamarliðið og sú eftirlits-
starfssemi sem fram fer á vegum
þess afgerandi fyrir vamir og öryggi
landsins.
Herbúnaður á Kólaskaga
Skilningur á þessu hemaðarlega
gmndvallaratriði er forsenda þess,
að geta áttað sig á eðli þeirrar þróun-
ar sem átt hefur sér stað á N- Atl-
antshafi síðustu 20 árin. Sovétmenn
hafa lagt á það mikla áherslu að
verða stórveldi á heimshöfum eins
og þeir em á landi. Á þessum ámm
hafa Sovétríkin byggt upp 4 flota
sem samanlagt em u.þ.b. tvisvar
sinnum stærri en floti Banda-
ríkjanna. Flotar þessir heita Norður-
flotinn, Eystrasaltsflotinn, Svarta-
hafsflotinn og Kyrrahafsflotinn. Af
þessum er Norðurflotinn stærstur
og em helstu hafnir á Kólaskaga í
Severomorsk, Motoskiflóanum,
Polyamy, Severodvinsk og Arkang-
elsk.
Áætluð samsetning Norðurflotans
er: — stærri herskip 78
— önnur herskip 71
— flugmóðurskip 2
— kafbátar 190
— flugvélar 425
Áætlaður fjöldi sovéskra flugvéla
sem em sérstaklega ætlaðar til árása
er um 95.
Miðað við núverandi framleiðslu
má gera ráð fyrir fjölgun beitiskipa
af gerðunum Kirov og Slava og
stærri flugmóðurskipa til 1992.
Einnig er gert ráð fyrir fjölgun lang-
drægra Backfire-sprengjuflugvéla.
Þá vom fjórir kjamorkuknúnir kaf-
bátar sjósettir á árinu 1988 (Akula,
Victor III, Oscar II, Delta IV) og 4
díselkafbátar eða samtals 8 kaf-
bátar. Unnið er að því að breyta
Yankee-kafbátum til þess að geta
skotið úr þeim eldflaugum af gerð-
inni SS-NX-24 sem draga 4.000 km
og hafa eins megatonns kjamorku-
hleðslu. Hefur kafbátur af þessari
gerð sést á siglingu í Noregshafi.
Ekkert hefur þvi enn komið fram
sem bendir til samdráttar í sovéskri
hergagnaframleiðslu á landi eða sjó.
Hvað Norðurflotann varðar ræður
hann nú í fyrsta skipti yfir fastri
sveit langdrægra Backfire-sprengju-
flugvéla sem ná auðveldlega til ís-
lands. í Norðurflotanum má einnig
finna u.þ.b. 70% af eldflaugakaf-
bátum Sovétríkjanna. Norðurflotinn
er í dag öflugur úthafsfloti sem er
þess megnugur að athafna sig á
N-Atlantshafi og suður fyrir ísland
allt árið í kring.
Ef við lítum t.d. til fjölda sovéskra
flugvéla sem vísað hefur verið frá
íslenska loftvamarsvæðinu var fjöldi
þeirra árið 1987 samtals 150. Til
samanburðar var aðeins 19
sovéskum_ herflugvélum vísað frá
lofthelgi íslands árið 1965.
Sovéskar flotaæfingar á borð við
SUMMEREX 85 hafa éinnig undir-
strikað getu Norðurflotans til þess
að athafna sig með flugvélum, skip-
um og kafbátum suður fyrir GIN-
hliðið og ísland. Meginhlutverk
Norðurflotans á stríðstímum er talið
vera:
— að tryggja yfirráð sín yfir Kóla-
skaga og Barentshafi.
— að vemda skotsvæði eigin eld-
flaugakafbáta.
— að tryggja yfírráð „þrengslum"
í GIN-hliði til þess að auðvelda
árásarkafbátum útgöngu í Atl-
antshafið.
— að hindra liðs- og birgðaflutn-
inga frá Bandaríkjunum til Evr-
ópu.
— að styðja hemaðaraðgerðir í
-landi.
ísland og umsvif
Sovétmanna
ísland tengist þessum hemaðar:
umsvifum með þrennum hætti. í
fyrsta lagi er staðsetning íslands í
N-Atlatnshafi þess eðlis, að fylgjast
má með allri umferð skipa og kaf-
báta um GIN-hliðið. Það er því einn-.
ig hægt að hindra eða stöðva þessa
umferð með hemaðaraðgerðum. í
öðm lagi er ísland óhjákvæmilega
tengt þeim miklu liðs- og birgða-
flutningum sem fyrirhugaðir em frá
Bandaríkjunum og Kanada til Evr-
ópu ef til styrjalda kæmi. Um það
bil 130 sovéskir árásarkafbátar geta
ekki hindrað þessa liðs- og birgða-
flutninga ne_ma með því að sigla
suður fyrir ísland i gegnum GIN-
hliðið. I þriðja lagi em skotsvæði
eldflaugakafbáta Norðurflotans
norður af íslandi. Að sjálfsögðu má
segja að skotsvæði eldflaugakafbáta
séu fyrst og fremst hluti af ógnar-
jafnvægi stórveldanna og snerti ekki
sérstaklega ísland. Hins vegar emm
við m.a. af þessum ástæðum mikil-
vægur hlekkur í hemaðarlegu jafn-
vægi á N-Atlantshafi.
Til viðbótar þessu vil ég nefna tvö
mikilvæg atriði í hættumati okkar á
hugsanlegum aðgerðum Norðurflot:
ans á hættu- eða ófriðartímum. í
fyrsta lagi hefur samdráttur í æfing-
um og flugi Norðurflotans frá árinu
1985 engin afgerandi áhrif haft á
hemaðargetu hans enda hafa flota-
æfingar í Barentshafi aukist mjög á
síðastliðnum tveimur ámm. í öðm
lagi hafa sovésku flugmóðurskipin
sem nú em hluti af Norðurflotanum
gert honum kleift að halda uppi virk-
um hemaðaraðgerðum við N-Noreg
og í Noregshafi, kæmi til hefð-
bundinna styijaldarátaka. Á sömu
forsendum mun hertaka flugvalla í
N-Noregi og ffölgun sovéskra flug-
móðurskipa í Norðurflotanum óhjá-
kvæmilega auðvelda hemaðarað-
gerðir Sovétríkjanna við ísland. Ekki
má heldur gleyma því að á Kóla-
skaga hefur verið reist stærsta her-
stöð í heimi til þess að styðja hugsan-
legar framtíðarhemaðaraðgerðir
Norðurflotans á N-Atlanshafi. Þar
em m.a.:
— 7 stórar kafbátaherstöðvar
— 9 stærri herstöðvar fyrir land-
her
— 22 stærri flugherstöðvar með
sprengjuflugskýlum og lendingar-
brautum lengri en 1.600 m.
— þar má einnig finna 18 vara-
flugvelli.
— 2 stærri herstöðvar fyrir kjam-
orkukafbáta.
— 2 herstöðvar fyrir sprengjuflug-
vélar sem borið geta kjamorku-
sprengjur.
— 2 eftirlits- og viðvömnarstöð-
var.
— 1 skotsvæði og stjómunarkerfí
fyrir skammdrægar kjamorkueld-
flaugar.
— ný herstöð fyrir kjamorkukaf-
báta sem tekin var í notkun um
áramótin 1987—88 og er í aðeins
50 km fjarlægð frá norsku landa-
mæmnum.
Varnir Atlants-
hafsbandalagsins
Ég hef nú lýst uppbyggingu
sovéska Norðurflotans á N-Atlants-
hafi og hvaða hlutverki hann kann
að gegna á hættu- eða ófriðartímum.
Fyrir okkur íslendinga hlýtur það
að sjálfsögðu að vera áhyggjuefni
að svo öflugt herlið sem hér hefur
verið lýst er í aðeins 2—3 klst. flug-
fjarlægð frá landinu og u.þ.b. 4 daga
siglingu hvort sem við teljum líklegt
eða ólíklegt að það verði_ nokkum
tímann notað til árása á ísland.
Að sjálfsögðu er Atlantshafs-
bandalagið ekki vamarlaust. Liðsafli
Atlantshafsflotans („Striking Fleet
Atlantic") hefur reyndar allt Atl-
antshafið sem sitt athafnasvæði, en
ekki aðeins N-Atlantshafið. Þetta lið
myndar kjama í þeim vömum sem
Atlantshafsbandalagið hefur á að
skipa og telur eftirfarandi:
— 77 herskip
— 7 flugmóðurskip
— 74 kafbáta
— 250—450 flugvélar
Að auki hefur yfirmaður Atlants-
hafsherstjómar NATO (SACLANT)
eftirfarandi varalið:
Varasveit Atlantshafsflotans
(„Maritime Contingency Force Atl-
antic"):
— 2—3 enskar sérsveitir
— 1 hollenska sérsveit
— um 7 daga viðbragðstími
Landgöngusveit U.S. Marines,
(„Marine Amphibious Brigade"):
— 1 herdeild landgönguliða
— 1 sveit ormstuflugvéla
— 1 birgða- og þjónustufylki
— um 35 daga viðbragðstími
— Varalið NATO („Allied Mobile
Force") er einnig til aðstoðar Atl-
antshafsherstjórninni ef aðstæður
leyfa og þeirra er ekki þörf ann-
ars staðar t.d. í Evrópu
Fastafloti Atiantshafsbandalags-
ins, („Standing Naval Forces Atl-
antic“):
— 5—8 herskip
— um 0—5 daga viðbragðstími
Hlutverk þessa liðsauka á
stríðstímum er eftirfarandi:
— vamir mikilvægra hafsvæða
— vamir liðs- og birgðaflutninga
— að styrkja landvamir
Öryggishagsmunir íslands
Ef það sem á undan er komið er
nú tengt vamar- og öryggishags-
munum íslendinga til áreins 2000
má draga eftirfarandi ályktun:
• Við hugsanleg hefðbundin styij-
aldarátök er það mat mitt að því
aðeins geti sovéski Norðurflotihn
framfylgt hemaðarlegum markmið-
um sínum á N-Atlantshafí að hann
hafí yfírráð yfir GIN-hliðinu eða
hindri slík yfírráð Atlantshafsbanda-
lagsins. Við þessar aðstæður getur
ísland ekki lengur talist jaðarsvæði
Evrópu ef stórfelld átök bijótast út,
ólíkt því sem var í heimsstyijöldun-
um tveimur.
Hvað varðar viðbúnað íslendinga
til þess að mæta slíkri ógnun þá er
hann bundinn því herliði sem til
vamar er á íslandi á hveijum tíma,
auk þess þeim liðsauka sem koma
mun til_ landsins að beiðni stjóm-
valda. í því sambandi er rétt að
undirstrika eftirfarandi:
• Á hættu- eða ófriðartímum er
gert ráð fyrir fjölgun orrustuflug-
véla á Keflavíkurflugvelli til að veija
loftvamarevæði landsins. Núverandi
endumýjun ratsjárkerfisins hérlend-
is er foreenda virkra loftvama. Þrátt
fyrir bættan flugvélakost og aukið
ratsjáreftirlit e erfitt að koma alveg
í veg fyrir ógnun úr lofti.
• Hvað varðar landvamir, þá er
séretakur bandarískur liðsauki nú
ætlaður til vama hér á landi. Er hér
um 6.000 manna herlið að ræða.
Hluti af liðsauka þessum hefur kom-
ið til æfínga innan vamarsvæðisins
á undanfömum ámm og verður að
telja æfingamar forsendu þess, að
liðsaukinn geti sinnt störfum sínum
við þau margvíslegu veðurskilyrði
sem ríkja hér á landi.
• Ef veija á fiskimið, siglingaleiðir
og hafnir umhverfis landið gegn
tundurduflum sem leggja má með
flugvélum eða kafbátum verður að
huga að tundurduflavömum. Fram-
kvæmd tundurduflavama innan
NATO er fyrst og fremst á ábyrgð
einstakra bandalagsríkja. Fnim-
kvæðið í þessum mikilvæga mála-
flokki ætti að vera í höndum Land-
helgisgæslu ríkisins sem samkvæmt
íslenskum lögum ber að fjarlægja
tundurdufl. Það er brýnt að Land-
helgisgæslan ráði yfir þekkingu og
tækjum og hafi á hendi þá stjómun
sem nauðsynlega má telja til að
sinna þessu þýðingarmikla verkefni.
Þess þijú atriði í íslenskum vöm-
um: loftvamir, landvamir og tundur-
duflavamir má telja eðlilegan lág-
marksvamarviðbúnað íslendinga
miðað við hina hemaðarlegu þróun
á N-Atlantshafi. Á þessu yfírliti má
sjá hvemig skipulagning íslenskra
landvama skiptist í einstaka þætti.
Svokallaðar stuðningsáætlanir em
nauðsynlegar til þess að samræma
m.a. flutningsþörf, löggæslu, heil-
brigðismál og húsnæðisþörf væntan-
legs liðsauka svo nokkuð sé nefnt.
Innra öryggi þarf einnig að sinna.
Almannavamir ríkisins tengjast að
sjálfsögðu skipulagningu og áætl-
anagerð landvama á Islandi vegna
þess lykilshlutverks sem Almanna-
vamir hafa á íslandi á ófriðar- og
hættutímum.
• Niðuretaða mín er eftirfarandi:
Ég tel líklegt að stefna íslands í
öryggis- og vamarmálum til alda-
móta muni áfram hvíla á þessum
tveimur homsteinum: virkri aðild að
Atlantshafsbandalaginu og vamar-
samningnum við Bandaríkin frá
1951. Hin hemaðarlega þróun á
N-Atlantshafi síðustu tuttugu árin
og til dagsins í dag er þess eðlis að
hemaðarlegt mikilvægi íslands er
nú meira en áður. Hemaðarleg geta
sovéska Norðurflotans hefur stór-
aukist frá 1975 og er nýleg ákvörð-
un um að hafa ávallt langdrægar
Backfire-sprengjuflugvélar til taks á
Kólaskaga gott dæmi um það. Þá
halda sovéskar herflugvélar áfram
að fljúga að eða yfír íslenskt loft-
vamarevæði án flugheimildar
íslenskra flugstjómaraðila rúmlega
annan hvem dag. Ferðum sovéskra
kafbáta í grennd við ísland hefur
fækkað nokkuð en er þó enn umtals-
verð. Uppbygging sovéska Norður-
flotans heldur áfram þrátt fyrir yfír-
lýsingar Sovétmanna um hið gagn-
stæða. Allt þetta kallar áfram á
virka þátttöku íslendinga í því eftir-
litsstarfi sem nú fer fram umhverfis
landið. Ábyrgð á íslenskum öryggis-
og vamarmálum er í höndum
íslenskra stjómvalda og það er
þeirra að meta á hveijum tíma hem-
aðarlegt mikilvægi landsins og hem-
aðarlega þróun á N-Atlantshafi.
Slíkt mat á að byggjast á tvíhliða
samningum íslands og Banda-
ríkjanna í vamarmálum og aðild
landsins að Atlantshafsbandalaginu.
• Gerð íslenskrar landvamaráætl-
unar styður ofangreint markmið.
Viðunandi loftvamir, landvamir og
tundurduflavamir má telja lágmarks
varnarviðbúnað hér á landi miðað
við hemaðarlega þróun á N-Atlants-
hafi.
• Þá eru æfingar bandarísks liðs-
auka sem koma á til íslands á ófrið-
ar- og hættutímum forsenda þess,
að þessi liðsauki geti sinnt hlutverki
sínu. íslensk stjómvöld verða að
vera undir það búin að óska eftir
komu liðsaukans snemma á ófriðar-
og hættutímum.
Hófleg birgðasöfnun vamarliðsins
á vamarsvæðum myndi minnka
þörfina fyrir birgðaflutninga til og
frá landinu og létta á flutningakerfí
landsins ef til ófriðar kæmi. Þetta
er séretaklega mikilvægt ef tundur-
duflavarnir við innsiglingar helstu
hafna hér á landi em óvirkar.
Að lokum á íslensk vamaretefna
að ná eftirfarandi þremur megin-
markmiðum:
— I fyreta lagi að sjálfstæði og
fullveldi íslenska lýðveldisins á
landi og sjó sé tryggt.
— í öðru lagi að vamir landsins
gegn hugsanlegum árásum eða
ógnunum séu tryggðar, á þann
veg að enginn freistist til að beita
valdi gegn landi og þjóð.
— í þriöja lagi að stjómkerfi og
stofnanir verði hluti af þessum
vömum er geri þeim kleift að
standa af sér ófrið og hættu-
ástand, án þess að riðlast og lam-
ast.
Höfundur er vnrnarmálafulltrúi í
vamamiálaskrifstofu utanrikis-
ráðuneytisins oghefur undanfar-
in &r starfað ialþjóðlegu starfsiiði
hcrmálanehida^Atlantshafs-
bandalagsins í Brussel. Greinin er
að meginstofhi erindi sem höfund-
urButti á ráðstefhu Samtaka um
vestræna samvinnu og Varðbergs
10. aprilsl.