Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 12
12 fttQRQlJNBLAÐip JLAUGARPAQUIj 24.;JÚNÍ 1989 Stofhun Arna Magn- ússonar á Islandi eftirStefán Karlsson Á fimmtíu ára afmæli Háskóla íslands 1961 var ákveðið að koma þar upp stofnun til rannsókna á íslenskum handritum, en tilefni þeirrar ákvörðunar var að lausn handritamálsins var þá i sjónmáli. Þjóðþingið danska samþykkti þetta sama ár að koma til móts við óskir íslendinga og afhenda Háskóla ís- lands drjúgan hluta íslenskra hand- rita sem varðveitt voru í safni Áma Magnússonar við Kaupmannahafn- arháskóla og í Konungsbókhlöðu. Lög um Handritastofnun íslands vom samþykkt á Alþingi 1962. Sama ár var Einar Ól. Sveinsson prófessor skipaður forstöðumaður, og fleiri komu til starfa árið eftir. Handritastofnun fékk inni í húsa- kynnum Landsbókasafns uns Áma- garður var reistur, en þangað flutt- ist stofnunin 1970. Stofiiun Árna Magnússonar á íslandi Árið 1972 var lögum um stofnun- ina breytt, og heitir hún síðan Stofnun Áma Magnússonar á ís- landi, en er oftast nefnd Ámastofn- un. Stofnunin er háskólastofnun með sérstakri stjórn og sjálfstæðum fjárhag. Tilgangur hennar sam- kvæmt lögunum er „að vinna að aukinni þekkingu á máli, bókmennt- um og sögu íslensku þjóðarinnar fyrr og síðar“. Forstöðumaður stofnunarinnar er jafnframt prófessor í heimspeki- deild með takmarkaða kennslu- skyldu. Því starfi hefur Jónas Kristjánsson gegnt frá 1971. Annað starfsfólk er fimm fastráðnir sér- fræðingar, þar af einn sem sinnir þjóðfræðum, fjórir lausráðnir sér- fræðingar (styrkþegar), fulltrúi, bókavörður og ljósmyndari auk næturvarða og ræstingarfólks. Móttaka handrita Lög danska þjóðþingsins frá 1961 komust ekki til framkvæmda fyrr en tíu ámm síðar, en vorið 1971 vom tvö fyrstu handritin af- hent með mikilli viðhöfn og við þjóð- arfögnuð; það vom Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Jafn- framt var sett á laggimar nefnd danskra og íslenskra fræðimanna til þess að meta hvaða handrit ættu samkvæmt handritalögunum að koma til íslands, en textar þeirra handrita skyldu vera fmmsamdir eða þýddir á íslandi og auk þess að mestu eða öllu varða ísland eða íslensk málefni. 1986 var gengið endanlega frá skiptingunni, og er ætlað að hingað komi rúmlega sext- án hundmð handrit og handrita- hlutar úr safni Áma Magnússonar, auk allra íslenskra fornbréfa og fornbréfauppskrifta í safninu, og til viðbótar nær hálft annað hundr- að handrita úr Konungsbókhlöðu. Frá öndverðu var um það samið að afhendingin gæti tekið allt að aldar- fjórðung, enda em öll handrit ljós- mynduð vandlega fyrir afhendingu og gert við mörg þeirra. Meira en þijú af hveijum Jjórum handritum sem von er á em nú komin til ís- lands. Stofnunin hefur í sinni vörslu fleiri handrit en þau sem henni hafa borist frá Danmörku. Kunnast þeirra er Skarðsbók postulasagna sem var keypt til landsins frá Lund- únum 1965. Auk þess hefur stofn- unin jafnan að láni vegna rann- sókna allmörg handrit úr öðmm söfnum, m.a. í Danmörku og Sví- þjóð, en flest úr Landsbókasafni Islands sem á langstærsta safn íslenskra handrita sem til er, eink- um frá síðustu öldum. Ljósmyndasafn Fjöldi íslenskra handrita er varð- veittur í erlendum söfnum. Lang- flest hin elstu þeirra hafa verið í Danmörku og Sviþjóð, og þar em einnig fjölmörg handrit frá síðari öldum. Þau em einnig ófá á Bret- landseyjum og í Noregi og fáein í öðmm löndum. Á fyrstu ámm Handritastofnunar fóm starfsmenn hennar í skráningarleiðangra í all- mörg erlend söfn þar sem skrár um íslensk handrit vom ófullkomnar eða engar. Markmið Árnastofnunar er að eignast filmur og ljósmyndir af öll- um íslenskum handritum sem varð- veitt em erlendis. Nokkm safni hefur verið komið upp á Iiðnum ámm, og í tengslum við lok hand- ritaskiptanna hétu íslensk stjóm- völd stofnuninni sérstökum fjárveit- ingum til þess að koma sér upp á næstu ámm ljósmyndum af þorra íslenskra handrita sem eftir verða í dönskum söfnum. Undirbúningur er hafinn að stóraukinni myndaöfl- un m.a. með bættum tækjabúnaði í ljósmyndastofu stofnunarinnar. Þj ó ð fræ ð as afn Á íslandi er ekki sérstök þjóð- fræðastofnun, en það hefur fallið í hlut Ámastofnunar að sinna þeim Stefán Karlsson „Frá því að fyrstu hand- ritin bárust frá Dan- mörku hefur Ámastofii- un haldið reglulegar handritasýningar í húsakynnum sínum. Þær hafa verið opnar almenningi þijá daga í viku að sumrinu og auk þess verið settar upp að vetrinum fyrir skóla- nemendur á öllum aldri og aðra hópa sem þess hafa óskað. Erlendir gestir koma á stofiiun- ina á öllum árstímum og fá þar fræðslu um íslenskan menningar- arf.“ Um nýskipan íslensku- náms í Háskólanum eftirHöskuld Þráinsson Inngangur Undanfarin misseri hafa kennarar og nemendur í íslensku við Háskóla íslands unnið að tillögum um breyt- ingar á skipan íslenskunámsins við skólann. í fyrstu var þessi umræða bundin við íslenskuna eina en síðan kom í ljós að fyrirhugaðar breytingar myndu ekki rúmast innan gildandi reglugerðar fyrir Háskólann. Þá var ekki leitað eftir samvinnu við kenn- ara og nemendur í öðrum greinum í Heimspekideild, einkum sagnfræði. Einum áfanga í þvi starfí lauk á fundi Heimspekideildar hinn 19. maí sl., en þá samþykkti deildin tillögur um breytingar á reglugerð Háskól- ans. Þær varða einkum íslensku og sagnfræði en í því sem hér fer á eftir mun ég einkum fjalla um það sem snýr að íslenskunni. Hveiju á að breyta? Þær reglugerðarbreytingar sem snerta íslenskuna varða einkum tvennt: í fyrsta lagi er lagt til að komið verði á sérstöku námi fyrir verðandi framhaldsskólakennara í íslensku. Lagt er til að það verði skipulagt sem tveggja ára 60 eininga (e) nám að loknu BA-prófi, þar af 30e í íslensku og 30e í uppeldis- og kennslufræðum. Námi þessu ljúki með sérstöku kenn- araprófi er nefndist M.Ed. Auk þessa kennaranáms verður í boði fræðilegt nám með svipuðu sniði og tíðkast hefur í Heimspekideild. Það verður 60e nám eins og verið hefur og þar gefst kostur á sérhæfmgu í íslenskri málfræði, íslenskum bókmenntum og íslenskum fræðum, auk sagnfræði, ensku og dönsku. Hins vegar er lagt til að það próf sem menn Ijúka eftir þetta nám nefnist ekki lengur cand.mag.-próf heldur MA-próf til samræmis við kerfið að öðru leyti í Heimspekideild, Raunvísindadeild og víðar. í öðru lagi er lagt til að komið verði á formlegu doktorsnámi í íslensku og sagnfræði. Þeir sem vilja skrá sig í slíkt nám verða fyrst að ljúka MA-prófi með fyrstu einkunn. Ætlunin er að námið verði fólgið í sérhæfðum námskeiðum, a.m.k. árs dvöl við viðurkenndan erlendan há- skóla í fullu námi á sérsviðinu og við lok þessa náms veiji kandídatar doktorsritgerð. Til doktorsritgerðar skulu gerðar kröfur um vísindaleg vinnubrögð og frumlegt framlag doktorsefnis og hún skal dæmd og varin samkvæmt þeim reglum sem gilt hafa í Háskólanum um doktors- ritgerðir og doktorsvörn. Hver er ástæðan fyrir breytingunum? í sem stystu máli má segja að markmiðið með þeim breytingum sem hér eru á dagskrá sé tvíþætt: Annars vegar er ætlunin að efla þá kennaramenntun sem Háskólinn ber ábyrgð á með því að efna til sérstaks kennaranáms. Hins vegar er mark- miðið að efla Háskólann sem rann- sóknastofnun. Ég skal nú reyna að skýra af hveiju ég tel þörf á þessu hvorutveggja. Samkvæmt lögum um embættis- gengi kennara öðlast menn nú full réttindi til kennslu í framhaldsskól- um að loknu BA-prófi að viðbættum 30 e í uppeldis- og kennslufræðum. Reynsla móðurmálskennara er sú að BA-próf í íslensku sé ekki nægilegur undirbúningur í greininni fyrir verð- andi framhaldsskólakennara. Hins vegar hafa mjög fáir framhaldsskóla- kennarar séð sér hag í því að Ijúka hinu fræðilega cand. mag. námi (60e) í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði og uppeldis- og kennslufræðum að auki (30e) til þess að búa sig undir kennarastarfið, enda njóta menn þess ekki í launum eins og vert væri. Afleiðingin er sú að meirihluti framhaldsskólakennara í íslensku hefur nú einungis BA-próf auk náms í uppeldis- og kennslufræð- um. Markmiðið með þessari nýju prófgráðu er að bjóða nýja námsleið fyrir þá sem hyggja á störf sem móðurmálskennarar í framhaldsskól- um. Vert er að vekja athygli á því að hér tækju menn kennarapróf í íslensku en ekki annað hvort í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Ástæðan er sú að slík sér- hæfing hentar ekki vel í kennslu á framhaldsskólastigi og meginmark- miðið er að bæta menntun móður- málskennara í framhaldsskólum. Flestir eru víst sammála um nauðsyn þess að kennarar séu vel menntaðir og það á auðvitað ekki síður við um móðurmálskennara en aðra. Að því er doktorsnámið varðar er rétt að rökstyðja þá tillögu að taka það upp og einnig það ákvæði að í því verði að felast a.m.k. eins árs fullt nám með fullgildum árangri við viðurkenndan erlendan háskóla. Helstu rökin eru á þessa leið: Þeir sem hafa viljað ljúka doktors- prófí í einhverri grein „íslenskra fræða“ hafa til þessa átt tveggja kosta völ. Annars vegar hafa þeir getað valið þann kost að vinna að doktorsritgerð sinni með öðrum störfum árum saman á eigin spýtur og senda hana síðan til heimspeki- deildar til mats með ósk um að fá að veija hana. Margar ágætar dokt- orsritgerðir hafa verið unnar á þenn- an hátt, enda hafa dómnefndir stund- um gert strangar kröfur eins og vera ber. Hins vegar hefur þetta fyrir- komulag a.m.k. tvo galla: Háskólinn nýtur ekki þess rannsóknastarfs sem tengist þessu því að það er oftar en ekki unnið alveg utan hans. Auk þess er undir hælinn lagt að þeir sem vinna að slíkum verkefnum „í sínu horni“ séu í tengslum við nýjustu strauma í fræðunum. — Hin leiðin sem menn hafa átt kost á er sú að fara til framhaldsnáms erlendis og velja sér þar íslenskt efni til að fjalla um í doktorsritgerð sinni. Þetta fyrir- komulag hefur þann kost að hlutað- eigandi eru oft í nánum tengslum við nýjungar á sínu fræðasviði á al- þjóðlegum vettvangi. Ókostimir eru hins vegar einkum þeir að Háskóli Islands nýtur ekki heldur þeirra rannsóknastarfa sem þama er um að ræða og auk þess er ekki alltaf fyrsta flokks aðstaða til að vinna að íslenskum efnum á erlendum vett- vangi, t.d. vegna skorts á bókum og kunnáttumönnum á séríslenskum sviðum. Það fyrirkomulag á doktorsnámi sem hér er lagt til ætti að geta sneitt hjá þeim göllum sem nú vom taldir. I fyrsta lagi myndi Háskóli íslands njóta þeirra rannsókna sem tengdust þessum verkefnum þar sem þær fæm fram innan hans og dokt- orsefnin gætu e.t.v. nýtt sér þá að- stöðu og þekkingu varðandi sérís- lensku efni sem hér er að fínna. í þriðja lagi á ákvæðið um a.m.k. árs námsdvöl erlendis að stuðla að því að doktorsefni kynni sér það nýjasta í fræðum sínum eða stuðningsgrein- um þeirra (t.a.m. almennri bók- menntafræði eða almennum málví- sindum ef stefnt er að doktorsprófí í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði) og sjái út fyrir þann þrönga sjóndeildarhring sem stöðugar samvistir við sömu kennar- ana við sama litla háskólann geta skapað. Doktorsefnin myndu flytja ný sjónarmið og nýjar aðferðir með sér heim aftur og um leið myndu námsferðir þeirra e.t.v. stuðla að því að leiðbeinendur þeirra við Háskóla íslands héldu sér betur við í fræðum sínum en ella. Lokaorð Þegar þetta er skrifað hefur há- skólaráð til meðferðar þær tillögur Höskuldur Þráinsson „í sem stystu máli má segja að markmiðið með þeim breytingum sem hér eru á dagskrá sé tvíþætt: Annars veg- ar er ætlunin að efla þá kennaramenntun sem Háskólinn ber ábyrgð á með því að eftia til sérstaks kenn- aranáms. Hins vegar er markmiðið að efla Há- skólann sem rann- sóknastofiiun.“ um reglugerðarbreytingar sem Heimspekideild taldi nauðsynlegt að samþykkja til þess að unnt væri að koma þessum breytingum á. Það er von okkar sem höfum staðið að þess- ari tillögugerð að þetta mál fái skjót- an framgang. Hugmyndunum hefur yfirleitt verið vel tekið þar sem þær hafa verið kynntar. M.a. hefur menntamálaráðherra lýst áhuga sínum á að þær kæmust sem fyrst til framkvæmda, enda ætti að vera augljóst að þær eru í góðu samræmi við það málræktarátak sem nú er á döfinni. Ilöfundur er prófessor við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.