Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 35 Success ■flFfi Fyrir 4 - suóutími 8 mín. Heildsölubirgðin K.ARI. K. KARLSSON&C.C). Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 6"2 32 32 konu, en hún var alltaf á sínum stað, hógvær og hljóðlát og vann sín verk af samviskusemi. Upp úr sl. áramót- um kom hún síðan til að starfa í snyrtivörudeild og þar kynntist ég henni fyrst náið. Hún hafði ekki ver- ið þar lengi þegar ég gerði mér ljóst að þarna var kominn frábær starfs- kraftur. Hún hafði einstaka hæfileika til að hafa allt í röð og reglu þar sem hún gekk um, sama hvort var á lag- er eða í búð, var hún einstaklega fljót að átta sig á hlutunum, ekkert þurfti að segja henni nema einu sinni. Svo hafði hún líka þessa ljúfu framkomu, hlýleg, háttvís og hjálp- fús og allir virtust fara ánægðir frá hennar borði. Slíkir starfskraftar, eru afar fágætir. Fyrir samstarfið allt er mér ljúft og skylt að þakka. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd, að Elín sé ekki lengur á meðal okkar, en undanfarna daga hafa orðin „yfir litlu varstu trúr yfir mikið mun ég setja þig“, komið oft í huga minn. Við verðum að trúa að hún hafi verið kölluð til æðri starfa. Elsku Sigrún, Sverrir og Orri, Guð gefi ykkur styrk til að lifa lífinu áfram, í hennar anda, litlu börnin ykkar þurfa svo mjög á því að halda. Ykkur öllum, svo og bræðrum hennar, tengdaforeldrum og vensla- fólki öllu, votta ég mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Elínar Sverris- dóttur, megi hún hvíla í friði. Kristbjörg Guðbrandsdóttir Sauðárkróki í dag, 24. júní, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju elskuleg frænka mín og vinkona, Elín Sverris- dóttir. Þegar ég sest niður til þess að skrifa þessar línur hrannast minn- ingarnar upp, og þær sem koma efst í huga minn eru allar fallegar og góðar því Ella, eins og hún var alltaf kölluð, var einstaklega glaðleg og ljúf í viðmóti. Elia var mjög barngóð og átti Kidda dóttir mín margar skemmtilegar stundir með henni og fjölskyldu hennar, sem oft eru riijað- ar upp. Tómlegt held ég að verði að koma á Krókinn án þess að hitta Ellu. Ekki hefði mér dottið í hug Elín Sverrisdóttir, Sauðárkróki - Minning fyrir aðeins þremur mánuðum síðan er við hittum hana hressa og káta að það yrði okkar síðasti fundur, en enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ella fæddist 6. ágúst 1963 á Sauð- árkróki og ó?t þar upp hjá foreldrum sínum og bróður, Svavari Halldóri, en hann lést 8. janúar 1978, þá að- eins 16 ára gamall, og var það mik- ið áfall fyrir hana og eins er Ómar hálfbróðir hennar lést skyndilega í janúar 1985, en sagt er að tíminn lækni öll sár. Ung hitti Ella eftirlifandi eigin- mann sinn, Einar Örn, eða Orra eins og hann er kallaður. Þau giftust 30. maí 1982 á fertugsafmæli Sigrúnar móður Ellu. Þau hófu sambúð á Hofsósi og eignuðust 2 börn, Halld- óru Rögnu f. 1980 og Gísla Arnar f. 1983. Fjölskyldan fluttisttil Sauð-, árkróks og bjó þar er Ella lést. 11. júní veiktist Ella skyndilega og var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri þar sem hún lést á þjóðhátíðar- degi íslendinga og brúðkaupsdegi foreldra sinna, þann 17. júní. Við sem eftir lifum eigum erfitt með að sætta okkur við þegar ung kona í blóma lífsins er kölluð burtu frá ungum börnum sínum og eiginmanni, en ein- hver hlýtur tilgangurinn að vera og er það trú mín að Ella hafi verið köliuð til æðri starfa, því sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Kæri Orri, Halldóra og Gísli, Sigr- ún, Sverrir og aðrir aðstandendur, góður Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Svava Hjaltadóttir Fædd 6. ágúst 1963 Dáin 17. júní 1989 í dag er jarðsungin frá Sauðár- krókskirkju Elín Sverrisdóttir. Hún var dóttir hjónanna Sigrúnar Hall- dórsdóttur og Svérris Svavarssonar. Á stund sem þessari leita ótal spurningar fram í hugann — af hveiju, hvers vegna — en það er lítið um svör. Þessi ijúfa og geðþekka stúlka, sem rétt var að byrja lífið, og átti svo mikið eftir. Það er erfítt að hugsa sér litla hópinn án hennar, og eiga ekki eftir að heyra röddina hennar þegar kom- ið er í heimsókn á Kárastíginn: „Er ekki einhver heima?“ Já, „tilvera okkar er undarlegt ferðalag". Eftir langan og erfiðan vetur fengu þau loksins eigin íbúð og ógleymanlegt er hversu glöð og sæl þau voru þá, en vikurnar þar urðu aðeins fjórar. Eiginmaður Eilu, eins og hún var kölluð, er Einar Örn Ein- arsson og áttu þau tvö börn. Elsku Orri, Halldóra og Gísli, einn- ig þið, Sigrún og Sverrir, þið sem svo margt hafið þurft að reyna, en alltaf verið svo sterk, megi Guð blessa ykkur og styrkja. Nú blikar tár á björtura vanga, byrgðum í sorgar skýja hjúp. Ó, ljúfi faðir, láttu ei stranga leiðina verða um þetta djúp. Ó, láttu ekki ljósið dvína, leggðu þau yfir hendi þína. Erna, Einar og Sigurlaug Á björtu vorkvöldi, þegar allur gróður er að vakna eftir kaldan vet- ur, er ung kona, ung móðir, hrifin burtu svo að segja í einu vetfangi. Okkur sem eftir stöndum finnst allt verða dimmt og kalt, þrátt fyrir lita- dýrð vorsins. Við spyijum, eins og svo oft áður hefur verið spurt, af hveiju hún, hún sem var rétt að hefja sína lífsgöngu, hún sem hafði svo mikið að lifa fyrir? Elín Sverrisdóttir var fædd og uppalin á Sauðárkróki, annað barn hjónanna Sigrúnar Halldórsdóttur og Sverris Svavarssonar. Son áttu þau eldri, Halldór, en hann lést aðeins 15 ára gamall. Þijá hálfbræður átti Elín frá fyrra hjónabandi föður síns, Jóhann búsettan í Reykjavík, Ómar sem er látinn og Magnús búsettan á Sauðárkróki. Með þeim Magnúsi og Elínu og fjölskyldum þeirra var afar kært. Kornung kynntist hún Orra, Ein- ari Orra Einarssyni, vélvirkja, indæl- um dreng frá Hofsósi. Elín var að- eins 16 ára þegar þeim fæddist dótt- irin Halldóra Ragna, þremur árum síðar fæddist sonurinn Gísli Amar. Þau hófu búskap á Hofsósi á æskustöðvum Orra og áttu þar ham- ingjurík ár með óskabörnin sín tvö og höfðu, þó ung væru, komið sér upp eigin húsnæði þar. Vegna breyttra atvinnuhátta á Hofsósi ákváðu þau fyrir tveimur árum, að flytja til Sauðárkróks. Ekki þarf að efa að sú ákvörðun muni hafa verið foreldrum hennar til mikillar ánægju, að geta nú haft dagleg samskipti við einkadótturina og fjjölskyldu hennar. Þau þurftu að sætta sig við lítil húsakynni hér í fyrstu, en bjartsýni og nægjusemi var alltaf í fyrirrúmi og þau horfðu björtum augum til framtíðar. Fyrir aðeins einum mánuði, festu þau kaup á góðri íbúð. Ég gleymi ekki þeim degi, þegar Elín kom geisl- andi glöð í vinnuna og sagði okkur frá nýju íbúðinni. Það var gleðidagur. Allan síðasta mánuð hafa þau unnið að því að koma sér sem best fyrir. Allt skyldi komið í lag áður en sumarleyfið hæfist. Sumarleyfið með langþráðu ferðalagi. Sú ferð verður aldrei farin. Það var önnur ferð sem beið konunnar ungu. Á sl. hausti réðst Elín til starfa hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, í mat- vörudeild Skagfirðingabúðar, hjá Gunnar heitnum Haraldssyni. Það fór ekki mikið fyrir þessari ungu Löng hrísgrjón með ristuðu heilhveitiklíði, núðlum og bragðgóðu grænmetí. Ljúf- fengur fjölskylduréttur. LAUGARDAG KL. 11-16, SUNNUDAG KL. 12-16 ALLT I ÚTILEGUNA EYJARSLÓÐ 7 - SÍMI 621780 TJ OLD Roadmaster tjaldvagnar - örfáir kynningarvagnar eftir, stórt fortjald fylgir í kaupbæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.