Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 Minning: Erna Sigurlásdótt- ir Vestmannaeyjum Fædd 23. september 1947 Dáin 19. júní 1989 Kallið er komið, komin er nú stundin, viðskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir iiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) í dag 24. júní verður kvödd í Landakirkju svilkona mín Ema Sig- urlásdóttir, sem lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 19. júní eftir harða en hetjulega baráttu við hinn illvíga sjúkdóm, krabbamein. Það er sárt að sjá á eftir ungri konu og það er erfitt að trúa að hún sé ekki lengur hér með okkur. Það var alltaf svo mikið líf í kringum Emu og því eig- um við eftir að sakna hennar sárt. En systumar gleði og sorg haldast oftast í hendur, þar sem önnur fer liggur hin í leyni, þannig er lífíð. Ema var fædd í Vestmannaeyjum, dóttir hjónanna Sigurláss og Þuríðar á Reynistað og alin þar upp í stómm systkinahópi. Árið 1967 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Ævari Kar- lessyni frá Akureyri, og hófu þau búskap þar. Þau eignuðust þijár dætur, elst er Kolbrún Lilja fædd 26. maí 1968, Linda Hrönn fædd 6. maí 1969 og yngst er Þuríður Sif fædd 22. nóvember 1974. Ema var mjög mikill Vestmannaeyingur í sér og Eyjamar seiddu hana ávallt til sín og þar fannst hennni besti staður á jarðríki. Þau tóku sig því upp og fluttu til Eyja um 1970, en komu aftur til Akureyrar eftir gos og þar bjuggu þau í 10 ár eða til 1983 að aftur var tekin stefna á Eyjar. Þar komu þau sér upp mjög fallegu og notalegu heimili og þar vom Norð- lendingar sem aðrir ávallt velkomnir. Ema var með afbrigðum gestrisin og höfðingi heim að sækja og naut sín best með margt fólk í kringum sig. Þó var hún fyrst og fremst hús- móðir og móðir sem vildi allt gera fyrir fjölskyldu sína. Ema vann utan heimilis hin ýmsu störf, í Eyjum starfaði hún við físk- vinnslu en á Akureyri vann hún hjá Brauðgerð KEA og var mjög vinsæl og vel látin af samstarfsfólki og eign- aðist þar marga góða vini. Á þessari stundu hlaðast minning- amar upp, margar em frá því er við vomm að bera saman bækur okkar um uppeldi dætra okkar sem era á svipuðum aldri, afmælin, fjölskyldu- boðin og alltaf var Ema hrókur alls fagnaðar, snör í snúningum og hlát- urmild. í veikindum sínum og bar- áttu undanfama mánuði var hún dyggilega studd af fjölskyldu sinni og eiginmanni sem nú syrgja sárt. Með þessum fátæklegu orðum, nú er leiðir skilja, vil ég þakka Emu samfylgdina og votta Ævari, dætmm þeirra, aldraðri móður og öðram ást- vinum hennar mína dýpstu samúð. En eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt (Vilhjálmur Vilhjálmsson) „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.) Elsa Hún Ema frænka er dáin. Það er svo erfítt að trúa því, þótt við vissum hvert stefndi. Ema háði erfíða bar- áttu við veikindi sín og var aðdáunar- vert hve sterk hún var og jákvæð þegar við heimsóttum hana. Það vakna ótal minningar þegar við hugsum til baka, minningamar um Emu frænku em bjartar og skemmtilegar eins og Ema var sjálf, alltaf svo hress og hlý, og lét sér annt um allt og alla. Frændrækni hennar var mikil. Hún hvatti okkur sífellt til að koma til Eyja, í heim- sókn eða á þjóðhátíð og á ættarmót- um var hún hrókur alls fagnaðar. Erna hafði ríka kímnigáfu og kom okkur einatt til að hlæja og alltaf gat hún séð spaugilegu hliðamar á málunum. Henni þótti afskaplega vænt um alla frænduma og frænk- urnar og er hennar sárt saknað í þeim hópi. Það er erfítt að fínna huggunarorð á stundu sem þessari en minningin um Emu mun lifa og ylja okkur um hjartarætur um ókomin ár. Elsku Ævar, Kolla, Linda, Þurý og amma, megi góður guð veita ykk- ur styrk í sorginni. Hjödda og Rúna Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (M. Joch.) Þegar ég sest niður og hugsa til þess að æskuvinkona mín, Erna Sig- urlásdóttir, er öll, eftir sjúkdóm sem læknavísindin ráða ekki við, aðeins 41 árs að aldri, frá eiginmanni og 3 dætram, þá heyri ég óm frá útvarp- inu. Eg legg við hlustir, Sverrir Stormsker syngur, 0 hve sárt ég sakna þín, ég sit við legstein þinn og hugsa um horfna tíð kæri vinur minn. Það vom komin leiðarlok hjá Ernu Lása, eins og hún var oftast kölluð. Eg hverf í lautina þar sem við ól- umst upp við ærsl og fjör. Gott var að koma á Reynistað þar sem Ema átti heima hjá foreldmm sínum, Þuríði Sigurðardóttur og Sigurlási Þorleifssyni. Þar var alltaf nóg að snúast í stómm bamahóp. Systkinin vom 17, þar af em 4Játin. Ema var 4. yngsta bam þeirra. Sigurlás lést árið 1980. Þuríður lifir dóttur sína, báöldmð, 82 ára. Það var oft fjör í lautinni, meðan hún var og hét. Þar var farið í leiki og mörg prakkara- strik unnin. Ema var alveg ómiss- andi. Hún stóð fyrir öllu og allir vildu hafa hana með. Hún var aldrei ráða- laus og fann alltaf upp leiki og glens. Það var líka ýnmislegt brallað í kof- anum, sem stóð á lóðinni á Reyni- stað, þar var farið í búðarleik. Svo fengum við oft afganginn af lq'öt- farsinu úr Kaupfélaginu og steiktum kjötfarsbollur á pönnunni hennar Þum á kofagólfinu. Okkur fannst þetta bestu bollur ’i heimi. Það var tómlegt þegar Ema fór til Reykjavík- ur í Austurbæjarskóla vetuma 1961-1963. Það fannst öllum gott þegar hún kom aftur í lautina. Það em ógleymanlegir dagar sem við áttum í ísfélaginu á okkar yngri áram, þá var oft unnið fram eftir nóttu og þá var kominn glens í fólk- ið, þar var Ema hrókur alls fagnað- ar, eins og ætíð, hvar sem hún var. Ema kynntist eftirlifandi manni sínum, Ævari Karlessyni, frá Akur- eyri, á vertíð í Eyjum. Þau gengu í hjónaband árið 1967 og eiga þijár dætur: Kolbrún Lilja, fædd 1968, Linda Hrönn, fædd 1969 unnusti Anton Gylfason, og Þuríður Líf, fædd 1974. Kolbrún og Þuríður em enn í foreldrahúsum. Þetta em myndard- ætur og augasteinar móður þeirra. Ema og Ævar byijuðu sinn búskap á Akureyri. Hugurinn var alltaf heima eins og Ema sagði. Þau fluttu út í Eyjar árið 1970. I janúar 1973 flytjast þau til Reykjavikur í nokkra mánuði. Þá bjó Ema með systur sinni og mágkonu og bömum, meðan menn þeirra unnu úti í Eyjum. Þaðan flytjast þau aftur til Akureyrar og búa þar til ársins 1983, þá flytjast þau aftur út í Eyjar, og reistu sér myndarheimili að Bröttugötu hér í bæ. Þar var ætíð gestkvæmt. Við Ijölskyldan áttum því láni að fagna að verða gestir þeirra á okkar leiðum norður í land. Við eignm margar ógleymanlegar stundir þaðan. Þar var alltaf opið hús og hlaðið borð. Þá varð Ema að hitta og bjóða heim, öllum úr Eyjum, er hún vissi að vom staddir á Akureyri. Eitt sumar vomm við i sumarhúsi saman í Ólafsfírði. Það var yndislegur tími, sem seint gleymist. Ema var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, ef á þurfti. Ég og yngri sonur minn fómm ekki var- hluta af því. Þegar ég tilkynnti hon- um að Ema væri dáin sagði hann: „Þá passar hún mig ekki aftur, ef þú verður veik, og ekki fæ ég meira Minning: * Margrét O. Sig- urðardóttir Fædd 15. nóvember 1906 Dáin 16. júní 1989 Hún.Margrét í Miðfelli, föðursyst- ir mín, er látin á áttugasta og þriðja aldursári. Þar er gengin mæt kona og mikilhæf, sem mig langar að minnast. Foreldrar Margrétar vora hjónin Kristjana Bjarnadóttir og Sig- urður Sigmundsson, sem lengi bjuggu í Miklholti í Hraunhreppi í Mýrasýslu og þar ólst Margrét upp í hópi sex systkina, sem upp kom- ust. Alls eignðust þau Kristjana og Sigurður 11 böm, en fímm dóu í bemsku, eins og algengt var á þeim ámm. Þau sem upp komust vom Sigmundur, bóndi í Syðra-Langholti, Steinunn Friðborg, húsfreyja í Auðs- holti og víðar, Margrét Ólöf, sem hér er minnst, Laufey, húsfreyja í Syðra-Langholti, Bjami, bifreiða- sýóri í Reykjavík og Ásta, húsfreyja í Kópavogi. Af þessum systkinum era tvö þau yngstu á lífi, Bjami og Ásta. Margrét giftist árið 1927 Gunn- laugi Magnússyni ~frá Hallkels- staðahlíð í Kolbeinsstaðahreppi og þar bjuggu þau til ársins 1935, er þau fluttu að Miðfelli í Hmnamanna- hreppi. I Hlíð fæddust þeim hjónum fímm synir, sem allir lifa og búa hér í Hmnamannahreppi. Þeir em Skúli, bóndi í Miðfelli, kvæntur Amdísi Sig- urðardóttur. Þau eiga 7 böm. (Kristj- án) Sigurður, bóndi í Miðfelli, ókvæntur. Magnús, bóndi í Miðfelli, kvæntur Elínu Stefánsdóttur. Þau eiga 7 börn. Karl, garðyrkjubóndi á Varmalæk, Flúðum, kvæntur Guð- rúnu Sveinsdóttur. Þau eiga 5 böm. Yngstur er Emil, garðyrkjubóndi á Laugarlandi, Flúðum, var kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur, en hún lést 1982. Þau eignuðust 4 böm. Sambýl- iskona Emils er Elín Hannibalsdóttir. Gunnlaugur lést um aldur fram árið 1955, en Margrét hélt áfram heimili með Sigurði syni sínum, þar til hún þufti að fara á sjúkrahús á sl. ári, þar sem hún lést 16. júní sl. Afkomendur þeirra Gunnlaugs og Margrétar em orðnir margir og minnast þeir nú og sakna móður, ömmu og langömmu, sem jafnan lét sér mjög annt um fjölskyidu sína og ættmenni. Margrét í Miðfelli var vinsæl kona og vinmörg og kunn af gestrisni og skömngsskap í hvívetna. Hún var bjartsýn að eðlisfari og lagði hveiju góðu máli lið. Af ferðalögum hafði hún yndi og var dugnaði hennar og kjarki í þeim efnum við bmgðið eftir að heilsan tók að bila á efri áram. Hannyrðakona var hún mikil og liggja mörg verk eftir hana á því sviði. Ég minnist ótal ánægjulegra stunda á heimilinu í Miðfelli, en milli bæjanna var mikill samgangur og frændsemi góð. Gunnlaugur heitinn var jafnan hrókur alls fagnaðar og húsmóðirin lét ekki sitt eftir liggja. Þar ríkti engin lognmolla. Það var stundum þröngt í gömlu baðstofunni í Miðfelli en þar sem hjartarými er nóg fínnur enginn fyrir slíku. Bræð- urnir frá Miðfelli em kraftmiklir dugnaðarmenn og kunnir íþrótta- menn hér á áram áður. Ég vil fyrir mína hönd og minnar fjölskyldu votta minningu Margrétar í Miðfeili virð- ingu og þökk. Hennar skerfur til samfélagsins er mikill og minningin mun lifa um góða konu og mikilhæfa. Jóhannes Sigmundsson Okkur systkinin langar með fáum orðum að minnast önimu okkar, Margrétar Ólafar Sigurðardóttur í Miðfelli. Við eldri systkinin ólumst upp undir sama þaki og amma bjó, en fluttumst í næsta hús árið 1964, svo amma var alltaf nálægt, og oft var skroppið til hennar til að spjalla eða eitthvert okkar fékk að gista hjá henni. Ömmu féll sjaldan verk úr hendi, en gaf sér alltaf tíma fyrir okkur krakkana, pijónaði eða sat við aðrar hannyrðir og spjallaði við okk- ur um alla heima og geima. Okkur er minnisstætt þegar amma bakaði kleinur. Þá leið ekki á löngu að allur krakkaskarinn rann á lyktina og beið fyrir utan eldhúsgluggann eftir glóðvolgum kleinum frá henni. r Amma fylgdist alltaf vel með og vildi vita allt um hvemig gengi með nám og störf eða annað sem við aðhöfðumst. Og þegar við sum voram farin að heiman, var hún duglega að skrifa og endaði alltaf bréfin sín á að biðja Guð um að halda hendi sinni yfír okkur. Hvar sem við væmm í heiminum. Við emm 23 bamabömin og bamabamabömin ennþá fleiri, og alltaf um hver jól var pakki frá ömmu handa hveijum og einum. Mikið hafði hún búið til sjálf og verið að pijóna sauma eða fondra þetta allt árið um kring, og ekki vantaði hugmynda- flugið hjá henni. Amma var alltaf sannfærð um að þegar hún kveddi þetta líf, tæki við annað og betra og minnist hún oft á að þá myndi hún hitta afa okkar, Gunnlaug, aftur, og var ekki laust við að hún yrði sposk á svipinn og sagðist ennþá vera svolítið ró- mantísk. Það er ekki laust við að það sé tómlegt eftir að amma kvaddi. Við systkinin minnumst með hlýju og söknuði allra þeirra góðu stunda sem við áttum með henni. Með þessum fáu orðum fylgir þakklæti fyrir allar þessar góðu stundir. Blessuð sé minning hennar. Systkinin Miðfelli 4. sælgæti frá henni.“ Hún var aldrei með tóman vasa, þegar hún kom í heimsókn. Ema var aðaldriffjöðrin í sinni stóra fjölskyldu, og sá um allt, ef eitthvað stóð til. Stórt skarð og mikill harmur er nú kveðinn að aldraðri móður og systkinum. Vottum við ykkur okkar dýpstu samúð. Ævar vék ekki frá rúmi Emu síðustu daga hennar. Elsku Ævar, Kolla, Linda; Þurý og Anton. Við sendum ykkur inni- legustu samúðarkveðju, og megi góði Guð gefa ykkur styrk í harmi ykkar og varðveita minningu um góða eig- inkonú og móður. Ernu þökkum við allt og allt. Við vitum að henni verð- ur vel tekið handan móðunnar miklu. Megi himnafaðirinn varðveita Emu og styrkja á nýjum slóðum okkur ósýnilegum. Minning um góða vinkonu lifír. Kolbrún, Sverrir og synir. Þann 19. júní lést vinkona mín Ema. Sárt þykir mér að sjá á eftir þessari ungu konu, sem öllum þótti svo_ vænt um. Ég kynntist henni þegar við Grett- ir keyptum okkur íbúð í Víðilundi 10, hún og Ævar bjuggu á hæðinni fyrir neðan okkur. Strax þegar við byijuðum að vinna í íbúðinni fómm við að kynnast þessari ágætu fjöl- skyldu, og með okkur Emu þróaðist vinátta sem er búin að haldast síðan þótt hún hafí flutt burt frá Akureyri fyrir nokkmm ámm. Á þessum ámm í Víðilundinum áttum við margar góðar stundir. Ema var alltaf svo lífsglöð og hress, það var eins og hún gæfí frá sér svo mikinn lífskraft og vinahóp- urinn sem safnaðist að henni varð stór. Síðast er ég hitti Emu var það í hennar síðustu ferð inn á Landspítal- ann. Þó svo hún væri þjáð af veikind- um sínum, var samt sami hressandi blærinn yfír henni þegar við spjölluð- um saman, þó svo hún vissi hvert stefndi. Ég þakka Emu fyrir að hafa fengið að njóta vináttu heinnar öll þessi ár. Elsku Ævar, Kolla, Linda og Þurý, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur, einnig móður, systkinum og öðram aðstandendum. Guð styrki ykkur við þennan mikla missi. Margrét Þórðardóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (sb. 1886 - V. Briem) í dag verður borin til grafar elsku- lega vinkona okkar allra í ísfélaginu, Ema Sigurlásdóttir. Ema var okkur öllum svo huljúf og kær og traustari vin er vart hægt að hugsa sér á lífsleiðinni. Hún gaf okkur svo ótal- margar ánægjustundir sem við kom- um til með að minnast um tíð og tíma og sérstaklega minnumst við hennar ljúfa hláturs sem heillaði okkur öll og kom okkur iðulega i gott skap. Það em vandrataðir vegir Drottins og við komum seint til með að skilja hversvegna Ema er tekin frá okkur svona fljótt. En tilgangur lífsins er margþættur og einn þeirra var Emu svo auðveldur, en það var sá þáttur hennar að gera okkur að betri mönnum. Stórt skarð er högg- við í vinahóp okkar og salurinn í ísfélaginu verður seint eins líflegur og þegar Emu naut við. En Ema mun lifa i hugum okkar um aldur og ævi og minningin um hana mun ávallt skipa stóran sess í hugskots- sjónum okkar. Við kveðjum elsku Emu okkar með þessum fáu orðum og þökkum henni þann heiður og ánægju að hafa mátt kynnast henni á svo eftirminnilegan hátt. Við vottum eiginmanni hennar, dætmm, tengdasyni, aldraðri móður hennar og öðmm ættingjum okkar dýpstu samúð og megi Guð almátt- ugur styðja þau um ókomna framtíð. Starfsfólk ísfélags Vestmannaeyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.