Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24.. JUNI 1989 31 Laugarvatrii Valhöll kl. 08:00 Mosfellu ^Skálholt Skriðufell •«t‘i Nesjavellir ‘talh, Búrfell lelfoss ■Óseyrarbrú Sumarferð Varðar 1. júlí verður farin um Suðurland. Morgunblaðið/GÓI Gunnars- yar5arferð í Þjórsárdal 1. júlí 1989 Sumarferð Varðar í Þjórsárdal: Miimt á mikilvægi skóg- ræktar og landgræðslu Hjálparfoss í Þjórsárdal. Ljðsmynd/JÖÞ LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður í Reykjavík efinir til árlegrar sumarferðar sinnar laugardag- inn 1. júlí. Lagt verður af stað klukkan 8 um morguninn frá Valhöll við Háaleitisbraut og er ferðinni heitið í Þjórsárdal. Víða verður komið við, meðal annars í Skálholti, Skriðufellsskógi og Gunnarsholti. Aðalfararstjóri í ferðinni er Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands. Farið verður austur nýja veginn til Nesjavalla, um Grafning að Sogsbrú, upp Grimsnesið og að Skálholti, þar sem drukkið verður kaffi. Þar mun sr. Guðmundur Óla- son lýsa staðnum og formaður Varðar, Jónas Bjarnason, flytja ávarp. Frá Skálholti verður ferðinni haldið áfram yfir Iðubrú upp í Þjórs- árdal og verður hádegisverður snæddur í Skriðufellsskógi. Þar mun Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og alþingis- maður fyrir Suðurland flytja ávarp, Böðvar Guðmundsson, skógarvörð- ur, segja frá skógræktarstarfi í Þjórsárdal og Höskuldur Jónsson kynna helstu kennileiti. Einnig er fyrirhugað að planta þar 60 tijá- plöntum í tilefni af 60 ára afmæli Sj álf stæðisflokksins. Eftir að áð hefur verið í Þjórsár- dal verður haldið niður Land og að Gunnarsholti, þar sem Sveinn Run- ólfsson, landgræðslustjóri, mun gera grein fyrir starfsemi Land- græðslu ríkisins. Þaðan verður haldið til Reykjavíkur um hina nýju Óseyrarbrú. Þetta er í þriðja sinn sem Hösk- uldur Jónsson er aðalfararstjóri í sumarferð Varðar. Árið 1987 stýrði hann ferð félagsins um Snæfellsnes en í fyrra var farið inn í Þórsmörk. Hann segir að þrennt hafi einkum ráðið vali þeirrar leiðar, sem farin verður að þessu sinni. í fyrsta lagi verði farið fram hjá þýðingarmestu orkulindum Reykvíkinga, í annan stað að skógum framtiðarinnar að Mosfelli og að Skriðufelli og í þriðja lagi yrði kömið við í Gunnarsholti, aðsetri Landgræðslunnar. í máli Höskuldar kom fram, að farið verður fram hjá orkuveri Hita- veitu Reykjavíkur að Nesjavöllum, Sogsvirkjunum og síðar Búrfells- virkjun. Þannig sé ætlunin að minna á frumkvæði Reykjavíkurborgar í virkjun gufu- og vatnsafls. Einnig væri ætlunin að minna á fegurð landsins í ferðinni, svo og mikil- vægi skógræktar og landgræðslu. Ekið yrði fram hjá Mosfelli, þar sem áformað væri að gróðursetja ösp í miklum mæli. Þar gæti í framtíð- inni orðið mesti asparskógur á landinu. í Þjórsárdal gæti svo að líta baráttu milli gróðurs og hinna eyðandi náttúruafla. Þar yrði meðal annars farið að Hjálparfossi. Úr Þjórsárdal yrði svo farið um Land, sem hefði fyrir fáum áratugum ver- ið að breytast í auðn vegna sand- foks, en væri nú grösug sveit. Að síðustu yrði svo komið við í Gunn- arsholti, aðsetri Landgræðslunnar. Þar hefði stórvirki verið unnið og sýndi það, að landsmenn þyrftu ekki alltaf að vera.í vörn gagnvart gróðureyðingunni. Höskuldur Jónsson sagði eðlilegt að á afmælisári Sjálfstæðisflokks- inS væri sumarferð Varðar tengd þessum málum, enda legði flokkur- inn nú áherslu á bætta sambúð við landið, umhverfisvernd og land- græðslu. Þar að auki væri ferðin þáttur í því að kynna landið, nátt- úru þess og sögu. Mýrarhreppur: Námsvísir Núps- skóla er kominn út Núpi. NÝR námsvísir fyrir Héraðsskól- ann að Núpi næsta skólaár er kominn út. í námsvísinum kemur fram náms- framboð skólans næsta skólaár auk áætlana um námsframvindu og inni- haldslýsinga námsbrauta og kennslu- greina. Skólinn býður nú nám í 9. bekk og á tveggja ára framhaldsbrautum, sem eru heilsugæslubraut, viðskipta- braut, þjálfunarbraut og fomám sem stendur einn vetur. Námið er eftir áfangakerfi framhaldsskólanna og stefnt að samvinnu við tilvonandi fjölbrautarkerfi á Isafirði. Skólinn þjónar nú nær eingöngu vestfirskum unglingum og fer nem- endafjöldi vaxandi eftir að hafist var handa 1987 um endurbætur á skól- anum. Umsóknarfrestur um skóla- vist á Núpi næsta vetur er til 15. júní. - Kári ATVIN N %MAUGl YSINGAR Garðabær Blaðberi óskast í afleysingar á Flatir. Upplýsingar í síma 656146. fHwgmtÞlfiMfe Blaðberar - Siglufjörður Blaðberar óskast á Suðurgötu frá 1. júlí i sumarafleysingar. Upplýsingar gefur Matthías í síma 96-71489. JMwguiiÚftfrifr smá auglýsingar t*JÓNUSTA National ofnaviðgerðir og þjónusta. National gaseldavélar meö grilli tyrirliggjandi. RAFBORG SF., Rauðarárstig 1, s. 622130. Wéiagsúf □ EDDA 59892466 Jónsmessuf. stuðlaberg. Ekið inn fyrir Þor- móðsdal og gengið inn i*Seljadal að Hrafnagili. Skoðað verður fallegt stuðlaberg í malarnámu, sem nýlega hefur komið f Ijós. Gengið verður að Nesseli, fram- hjá Bjarnarvatni aö Katlagili. Verð 800,- kr., frítt f. börn m/full- orðnum. Skemmtileg gönguferð. Allir sunnudagar eru göngu- dagar hjá Útivist. Ath. að Heng- ils- og Innstadalsferð er frestað vegna aðstæðna. Miðvikudagur 28. júnf kl. 20: Viðey - Vesturey. Hekiuferð þann 1. júlí. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Ný byggingavöruversl- un í vesturbænum opnuð NÝLEGA var opnuð ný bygging- arvöruverslun í vesturbæ Reykjavíkur, Byggingarmarkað- ur vesturbæjar. Verslunin er þar sem JL-byggingarvörur voru áð- ur til húsa, við Hringbraut 120. Fjögur fyrirtæki hafa tekið hús- næðið á leigu og bjóða allar bygg- ingarvörur; málningu, verkfæri, innréttingar, parket, klæðningar, teppi, dúka, flísar, hreinlætistæki, pípulagnaefni, rör og fittings. Fyrirtækin reka hvert sína deild sem sjálfstæða rekstrareiningu og hafa öll starfað um árabil í innflutn- ingi á byggingarvörum og innrétt- ingum. Þau eru: Þrift hf. með máln- ingu og byggingarvörur, Ó.M. þjón- ustan hf., teppa- og dúkadeild, Vatnstæki hf., flísar, hreinlætistæki og pípulagnaefni, og Tréverk með innréttingar, parket og klæðningar. Byggingarmarkaður vesturbæjar Frá vinstri: Sigurður Fannar Guðnason hjá Tréverki, Ingþór Ólafs- son frá Vatnstækjum, Eysteinn Árnason hjá Ó.M. þjónustunni, Þórar- inn Guðnason frá Þrift hf. og Tómas Enok Thomsen hjá Vatnstækjum. leggur áherslu á gott vöruval og opinn mánudaga til föstudaga frá góða þjónustu við viðskiptavini. kl. 8-6 og frá 10-16 á laugardögum Byggingarmarkaður vesturbæjarer árið um kring. Auðfarekku 2.200 Kúpavogur Samkoma í kvöld kl. 20.30. Samkoma á morgun kl. 14.00. Ath. breyttan samkomutíma. Hvrtasunnukirkjan Fíladelfía Almenn bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. ÉSAMBAND (SLENZKRA ____' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma sunnudagskvöld kl. 20.30 á Amtmannsstig 2B. Upp- hafsorð: Sigurlína Siguröardóttir. Ræðumaður: Fransis Stefanos, forseti luthersku kirkjunnar i Eþíópíu. Söngur: Magnús Bald- vinsson. Allir velkomir. Samband íslenskra kristniboðsfélaga. l&lj Útivist Sunnudagur 25. júní: Kl. 8.00 Þórsmörk - Goðaland. Stansað 3-4 klst. í Mörkinni. Verð 1.500,- kr. Kl. 13.00 Seljadalur - Helgadalur. Ný gönguleið: Seljadalur - Helgadalur - FERDAFÉLAG ÍSLAHDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR117» og 19531 Dagsferðir Ferðafélags- ins sunnudaginn 25. júni Kl. 8.00 - Þórsmörk. Dvalið 3-4 klst. Verð kr. 2000,-. Kl. 10.00 - Móskarðshnúkar - Trana - Eyjadalur. Móskarðs- hnúkar eru liparíthnúkar austur af Esju mjög Ijósir tilsýndar og skera sig þannig úr fjöllunum í kring. Trana (743 m) er tindur norður af Móskarðshnúkum. Verð kr. 1000,-. Kl. 13.00 - Eyjadalur - Meðal- feilsvatn. Ekið að Sandi (austan Meðalfellsvatns) og gengin hringferð um Eyjadal. Verð kr. 1000,-. Miðvikudagur 28. júní: Kl. 8.00 - Þórsmörk. Við veitum afslátt af gistigjaldi fyrir sumar- leyfisgesti i Þórsmörk. Ódýrasta sumarleyfið er dvöl i Þórsmörk hjá Ferðafélagi íslands. Kl. 20.00 - Síðasta kvöldferðin í Heiðmörk. Fararstjóri: Sveinn Ólafsson. Ókeypis ferð. Brottför í ferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn að 16 ára aldri. Ferðafélag ísiands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.