Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989
-I
j, ég aetLa aö fá þetta we^plega- tvö
egg ofan <x feiti."
Skrifaðu staðgreiðslukvitt-
un fyrir sköttunum
mínum...
Ég hefði getað framvísað
meðmælum fyrri húsbónda
ef konan hans hefði ekki
skotið hann.
HÖGNI HREKKVlSI
„þETTA E\? SEKKJÁPÍPA SBM AEBIHG HUNPA?
yiEVlZA \ ."
Hugarfarsbreyting er nauðsyn-
leg hjá íslensku þjóðinni
Til Velvakanda.
Fagna ber þjóðarátaki um
verndun tungunnar, en engu að
síður ætti að stofna samtök til
hugarfarsbreytingar hjá þjóðinni,
sem er gegnsýrð af auðhyggju og
ófrómleika. Það er í minnum haft
þegar Pétur á Gautlöndum í vetrar-
ferð á heiðum uppi dvaldi ferð sína,
með því að beija klakahúð af leið-
arvörðum, til þess, að þær yrðu
sýnilegar eftirkomandi vegfarend-
um. Og að Sigurður Kristinsson
forstjóri SÍS notaði frímerki frá
fyrirtækinu á einkabréf sín, en
gekkst fyrir því að framkvæmda-
stjórar SÍS lækkuðu laun sín í
kreppunni eftir 1920. Sama gerði
Jón ívarsson kaupfélagsstjóri,
Hornafirði, 1932 þegar Kreppul-
ánasjóður var stofnaður. Á alþingi
1923 flutti Jón Sigurðsson á Reyni-
stað tillögu um að þingmenn af-
þökkuðu svo nefnda dýrtíðarupp-
bót sem þeim var heimil, en sú
tillaga vaf felld.
Hefði ekki verið sæmra við nú-
verandi aðstæður að þingmenn,
ráðherrar og aðrir hátekjumenn
hefðu afþakkað kauphækkun þá,
sem kjararáð úthlutaði þeim ný-
lega og undantek ég ekki forseta
Islands? Alkunnugt er hvernig
þingmenn hafa verið óstöðvandi í
því að samþykkja allskyns fríðindi
fýrir sig til ferðalaga, húsnæðis-
mála- og bílafríðinda. Og heimta
nú nýja höll fyrir alþingi. Þó hús-
næði, sem þeir hafa nú til eignar
og afnota, fyrir utan gamla þing-
húsið sé því jafnstórt, sem nægt
hafði í yfir 100 ár og hýst að auki
Háskóla íslands í 30 ár. Það sem
er nauðsynlegast er að fækka þing-
mönnum um þriðjung. Þá yrði
núverandi húsnæði meir en nóg
um næstu framtíð. Yfirbygging
þjóðfélagsins er alltof mikil og
kostnaðarsöm og þó alltaf sé verið
að boða samdrátt, er þenslan stöð-
ugt aukin. Var ekki sjálfsagt að
leggja niður prestsútgerðina í
Kaupmannahöfn þegar starfið
losnaði. Leggja niður stöðu blaða-
fulltrúa Þjóðkirkjunnar, leggja nið-
ur Kirkjuþing, sem er valdalaus
stofnun, sem alltaf er að gera kröf-
ur um útþenslu og vildi á síðasta
hausti stofna embætti fjármála-
stjóra. Við vorum kirkjuþingslausir
í 900 ár án skaða. Kirkjuþing
kristninnar voru aldrei til sóma,
oftast notuð til að fordæma og
brenna mestu andans menn álf-
unnar. Lítið dæmi um vinnubrögð
íslenska Kirkjuþingsins. Á Kirkju-
þingi haustið 1984 urðu harðar
umræður um nýju sálmabókina og
kom fram krafa um að hún yrði
upptæk gerð og eyðilögð, þar sem
stafsetningu sálma eftir stór skáld
þjóðarinnar, svo sem Matthías
Jochumson og Hallgrim Pétursson
var breytt. Eftir miklar umræður
var kosin milliþinganefnd í málið.
En hvað skeður? Málið hefir ekki
verið nefnt á Kirkjuþingi síðan.
Að iokum vii ég víkja að Útvegs-
bankamálinu. Haustið 1985 þegar
Hafskip strandaði, reit ég stuttan
pistil í Morgunblaðið sem ég nefndi
„Fátt er svo með öllu illt, að ekki
boði nokkuð gott“. Átti ég við, að
nú væri sjálfgefið, að leysa áratuga
vandamál um að fækka bönkum.
Með því að leggja bankann niður
og ríkið fengi bygginguna við
Lækjartorg fyrir skrifstofur stjórn-
arráðsins.
En ráðherra bankamála, Matth-
ías Bjarnason, var ekki alveg á
því. Heyrði ég hann segja úr ræðu-
stól á alþingi af ef Útvegsbankinn
yrði að hætta störfum legðist öll
útgerð í Vestmannaeyjum niður.
Þótt Vestmanneyingar hefðu sýnt
að, að hvorki eldgos og landflótti
gat hindrað þá frá útgerðarstörf-
um. Nú á að leysa mál Útvegs-
bankans á ekki óumdeilanlegan
hátt. Eins og ég í upphafi nefndi,
tel ég átak til umfangsmikillar
hugarfarsbreytingar, sé eitt þess
umkomið, að leiða þjóðina út úr
núverandi öngþveiti.
Siguijón Sigurbjörnsson
AUUimÁt
Hvert sinn sem fullorðnir
nota slettur í áheyrn barna
stuðla þeir að því að
sletturnar festist í málinu.
Af því læra börnin málið sem
fyrir þeim er haft.
0
€
I
Víkverji skrifar
Kannanir hér heima hafa sem
kunnugt er leitt í ljós að þótt
tóbaksneysla pilta fari sífellt
minnkandi er því miður ekki sömu
sögu að segja af stúlkunum.
Reynsla Breta er svipuð, og
kenna læknar þar ytra það meðal
annars því tiltæki tóbaksframleið-
enda að leggja nú allt kapp á að
koma þeirri fírru inn hjá ungú stúlk-
unum að reykingar geri þær bæði
„spengilegri og þokkafyllri" en hin-
ar sem láta óþverrann vera.
í fréttatilkynningu sem bresku
læknasamtökin sendu fjölmiðlum
fyrir skemmstu vöktu þau sérstaka
athygli á þessum lúalega áróðri sem
þau telja nú jafvel eina meginorsök
þess að á Bretlandseyjum einum
saman deyja orðið árlega yfir
10.000 konur úr lungnakrabba.
xxx
Nú er enda svo komið að ein
af hveijum þremur 15 ára
stúlkum breskum hefur ánetjast
reyktóbakinu en einungis 19 af
hundraði pilta. Þá sýna kannanir
að margar stúlknanna hafa naum-
ast náð tíu ára aldri þegar þær
taka til við reykingarnar og að þær
eru síðan þráfaldlega orðnar for-
fallnir reykingamenn úr því þær
nálgast fermingu.
Bresku læknasamtökin vilja nú
banna tóbaksauglýsingar með öllu.
Talsmaður þeirra var líka ómyrkur
í máli þegar hann fordæmdi hinar
nýju áherslur í innrætingarherferð
tóbaksframleiðenda. Hann kvað þá
biðla í síauknum mæli til kvenna
og barna, „þótt vitað sé að reyking-
ar valda sjúkdómum".
Yið höfum stundum býsnast út-
af því hér í dálkunum hve al-
gengt það gerist að blaðamenn
sístagist á sama nafnorðinu í fétta-
skrifum sínum rétt eins og fornöfn
séu ekki til í íslensku. Árangurinn
af þessum umvöndunum okkar er
samt ekki beysnari en það að meira
að segja hér í blaðinu birtast annað
slagið sýnishorn af þessum ömur-
lega rithætti. Við Víkveijarnir erum
semsagt að stunda þá iðju sem með
réttu hefur verið fordæmd, nefni-
lega að kasta steinum úr glerhúsi
Hér er nýlegt dæmi (leturbr.
Víkveija):
„Lögreglan í Keflavík tók
sprengjuna í sína vörslu er skipið
kom að landi laugardagsmorgun og
færði sprengjuna til geymslu í
Keflavík, þar sem sprengjan verð-
ur geymd þar til sprengjusérfræð-
ingur Landhelgisgæslunnar tekur
við henni, en þessi háttur var að-
eins hafður vegna þess að það væri
ekki talin hætta af sprengjunni
samkvæmt heimildum lögreglunn-
ar.“
xxx
Dæmalaus klausa í Þjóðviljan-
um minnti okkur á það fyrir
skemmstu hve grunnt vill jafnan
ve'rða á skætinginn í blaðinu þegar
það hentar málstaðnum. Höfundur-
inn þóttist vera að leiða okkur í
allan sannleika um mótmælafund-
inn sem efnt var til vegna ekkna-
skattsins svokallaða, og fræddi okk-
ur þá meðal annars á eftirfarandi:
„íhaldið lætur ekkert tækifærið
ónotað til að koma höggi á ríkis-
stjórnina og þá sérstaklega fjár-
málaráðherra og beitir í þeim leik
ýmsum brögðum. Það nýjasta í
þeim efnum var þegar einhver
stórskrítnasti mótmælafundur gegn
meintum hækkuðum eigaskatti var
haldinn á Hótel Borg í vikunni. Þar
var samankominn fríður flokkur
ekkna og ekkla sem varla gat hreyft
sig fyrir skartgripaglingri, rándýr-
um fötum og úti fyrir var hver
glæsikerran á fætur annarri. Hóp-
urinn, sem var kominn þó nokkuð
til ára sinna, á það sammerkt að
búa í íburðarmiklum og alltof stór-
um skuldlausum einbýlishúsum sem
voru byggð m.a. fyrir óverðtryggð
lán.“
xxx
Yíkveiji vekur athygli á því
hvernig hinn grandvari blaða-
maður veit bókstaflega allt um hagi
fundarmanna sem og hve brýnt
honum virðist finnast að koma því
á framfæri að fólkið þarna á Borg-
inni hafí verið komið „þó nokkuð
til ára sinna“. Er það kannski
næstum eins slæmt og „skartgripa-
glingrið"? Þá finst Víkveija og við
hæfi að minna á _hin hugnæmu
kveðjuorð Marðar Árnasonar hins
nýbakaða formanns hinnar glænýju
„Birtingar", þegar hann lét af störf-
um við Þjóðviljann fyrir svosem
þremur vikum. sj
Hann átti vitanlega naumast
nógu sterk orð til þess að lýsa ágæti
blaðsins en hreyknastur var hann
samt af því hve fréttaflutningur
þess væri ávallt vandaður og um-
ræðan á síðum þess að sama skapi
málefnaleg. _