Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 14
14 ' MOÉGUNBLAÐÍÐ LAUGARUAÓUR r2'4: JÚNÍ 1989 EGILSSTAÐIR Aruncus dioicus (A. vulgaris - A. silvestris) Blóm vikunnar Umsjón Ágústa Björnsdóttir 128 þáttur Aruncus þýðir geitarskegg en dio- icus táknar að þetta se'tvíbýlis- jurt þ.e. að sumar plöntur hafa eingöngu kvenblóm og aðrar ein- göngu karlblóm. Þarna er ekki hægt að segja að um jafnrétti kynjanna sé að ræða vegna þess að karlplönturnar eru með fegurri blómskúfa og þarf af leiðandi jafnan valdar til ræktunar. Blómin eru örlítil, hvít að lit og geysilega mörg í allstórum samsettum skúf- um. Blómafjöldinn í einum slíkum biómskúf er talinn vera nálægt 10.000. Geitaskeggið blómstrar um mitt sumar og blómin standa lengi. Þetta er óvenjulega stór- vaxin og tilkomumikil planta, sem verður 1-2 metrar á hæð og ann- að eins í þvermál. Blöðin eru mjög stór, fallega fjaðurskipt og minna mikið á reyniblöðku og musteris- blóm, sem raunar eru náskyld geitaskegginu. Blöðin eru dökk- græn og gljáandi. Geitaskegg er útbreitt um Norður-Evrópu, Síberíu og vestantil í Norður- Ameríku. Það vex venjulega í skóglendi til fjalla, helst við lindir og læki, enda þrífst það best í rökum jarðvegi, nokkrum skugga og skjóli. Það hefur stinna stöngla og þarf engan stuðning. Það nýt- ur sín best eitt sér en einnig fer vel að planta því innan við tré eða runna og skjólgirðingar. Aðeins þarf að gæta þess að gefa því gott'svigrúm svo blöðin geti breitt úr sér til allra hliða. Þessi harð- gerða og skemmtilega planta virð- ist ekki mjög algeng í görðum sem bendir til þess að erfitt muni vera að fá hana í gróðrarstöðvum. Geitaskeggi má fjölga með sán- ingu og einnig skiptingu. Þó getur verið talsvert erfitt að skipta gömlum plöntum vegna þess að jarðstöngullinn verður afar harður svo jafnvel þarf að beita öxi eða sög til þess að ná honum sundur. Geitaskegg verður margra ára- tuga gamalt og er talið geta náð 70-80 ára aldri. Ævintýranámskeið fyrir fatlaða Lofeamleg umsögn um geisladisk SÍ Páll Kr. Pálsson UPPBYGGING IÐNAÐAR f DREIFBÝLI lönlánasjóður gengst nú fyrir fundum um uppbyggingu iðnaöar í dreifbýli. AÖ þessu sinni: ■ 29. júní á EGILSSTÖÐUM Hótel Valaskjálf kl. 20.00. ■ Markmið fundanna er: ■HBBMHM að kynna starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjórn- endum fyrirtækja og fulttrúum atvinnulffs f dreifbýli, að vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi þeirra. Lögð verður áhersla á þessa málaflokka: Lánafyrirgreiðslu, vöruþróun, markaðsmál, tækni, afkastagetu, söluaðferðir, dreifileiðir og samstarf við önnur fyrirtæki. Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi Iðnlánasjóðs og þeirri fyrirgreiðslu sem Iðnlánasjóður veitir fyrirtækj- gjp. Bragi Hannesson, bankastjóri. 2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á markaðsþörf. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri. 3. Fyrirlestur um vöruþróun. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri. 4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirtækja. Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri. 5. Fyrirlestur um arðsemismat á hugmyndum. Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri. Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur taki 20-30 mínútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon, formaður stjórnar Iðnlánasjóðs. VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA. IÐNLÁNASJÓÐUR ARMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SÍMI 680400 Föngulegur brúskur af geitaskeggi við Garðyrkjuskólann að Reykjum sumarið 1988 GEITASKEGG - JÖTUNJURT ÁKVEÐIÐ er að halda fjögur Qög- urra manna ævintýranámskeið á vegum skáta, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Oryrkjabanda- lags Islands á tímabilinu 26. júní til 9. júlí. Hvert námskeið er í sex daga frá mánudegi til laugardags. Þátttak- endur hittastí Skátahúsinu við Snorrabraut 60, alla morgna klukkan 10 og eru saman við leik og störf fram til klukkan 16. Athygli skal vakin á því að húsið opnar klukkan 8.30 og því er lokað klukkan 18, þannig að þátttakendur geta komið fyrr og farið síðar ef það hentar betur. Á ævintýranámskeiðunum gefst kostur á að kynnast ýmsum þáttum skátastarfs, auk leikja, útivistar og ýmis konar fræðslu. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru allir reyndir skátaforingar og hafa reynslu í starfi með börnum og unglingum, fötluðum sem ófötluðum. Allar nánari upplýsingar og mót- taka staðfestingargjalda fer fram á skrifstofu Útilífsskólans í Skátahús- inu, Snorrabraut 60. „Leik Einars Jóhannessonar, leiðandi klarinettleikara Sinfóníu- hljómsveitar íslands, sem lærði í Royal College of Music, heyrum við stundum í BBC en lítið er að finna af leik hans á hljómplötum. Það er því mjög þess virði að leita uppi geisladisk hans með Mozart klarin- ettkonsertinum, sem kemur í versl- anir í júní, vegna hugmyndaríkrar túlkunar hans, listrænnar yfírsýnar og fínlegrar blöndunar litbrigða í tóni. Einari Jóhannessyni má lfkja við Mitsuko Uchida klarinettsins. Hendingasköpun hans er snjöli, hlý- lega mótuð; styrkleikadvínun dreg- in af óvenjulegri lengd og hreinleika en síðan stokkið fimlega í fágaða fingraleikni. Fyrsti þátturinn er hlýr og frjáls Allegro aperto, annar þátt- urinn, Adagio, er leikinn nánast eins hægt og nokkur getur vogað sér. Sinfóníuhljómsveit Islands veit- ir góðan stuðning undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat með skemmtilegri beitingu tréblásturs- hljóðfæranna. Hljóðritunin fór fram skömmu fyrir lát Jacquillats, aðalhljómsveit- arstjóra hljómsveitarinnar, en hann lést í bflslysi árið 1986. í stað ann- ars einleiksverks fyrir klarinett, sem fyrirhugað var að fylgdi með á hljómdiskinum, er eldri hljóðritun, Ieiftrandi túlkun á sinfóníu í d-moll eftir César Franck.“ (Fréttatilkynning) Bragi Hannesson Jón Magnússon NÝLEGA gáfú Skífan og Sin- fóníuhljómsveit íslands út geisla- disk í sameiningu með leik hljóm- sveitarinnar undir stjórn Jean- Pierre Jacquillat þar sem leikin eru klarinett-konsert í A-dúr eft- ir W.A. Mozart, einleikari Einar Jóhannesson, og sinfónía í d-moll eftir César Franck. í dagblaðinu The Times í London birtist 27. maí sl. umsögn tónlistargagnrýn- anda blaðsins um geisladiskinn. Þar segir m.a.: ★ STÆRKI OG RÚMBETRI ★ STÆRRI HJÓL ★ HÆRRA UNDIR LÆGSTA FDNKT ★ FALLEGRIINNRÉTTING ★ NÝTT ÚTUT ★ NÝJAR LÍNUR ★ STÆRRI VÉL Jafet S. Ólafsson f TIL AFGREIÐSLU STRAX Ingwar Helgason M Snvarhöföa 2, sími 674000 Þráinn Þorvaldsson gs;; ■ fe’-‘i ■ . Pétur Reimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.