Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 „Þjóðveijar gera allt 150 prósent“ Rætt við tvo vestur-þýska þingmenn um framtíð og fortíð Þýskalands Sambandslýðveldið Þýskaland á 40 ára afmæli um þessar mund- ir. Af því tilefni spjallaði blaðamaður Morgunblaðsins við tvo vestur-þýska þingmenn sem hér voru á ferð í júníbyrjun til að kynna sér land og þjóð, þá Rudi Walther, þingmann jafnaðar- manna og formann fj árveitinganefndar, og Karl Deres, þingmann Kristilegra demókrata. Morgunblaðið/Þorkell Karl Deres, Rudi Walther og Hans Hermann Haferkamp, sendi- herra Vestur-Þýskalands. — Mætti ég spyija í upphafí hvemig heimsókn ykkar er til kom- in? „Fyrir háifu ári sat ég til borðs með íslenska sendiherranum í Bonn í veislu nokkurri," segir Rudi Walther. „Honum fannst ótækt að maður í minni stöðu hefði ekki komið til íslands. Ég hét því að bæta ráð mitt og þar eð ég geng sjaldnast á bak orða minna þá er ég hingað kominn. Karl Deres, fé- lagi minn í fjárveitinganefnd, var svo vænn að fylgja mér á ferðalag- inu.“ — Hvert stefnir Evrópubanda- lagið að ykkar mati, er markmiðið eining allrar Evrópu eða er nóg komið með aðildarríkjunum 12? Walther. „Nóg komið eða ekki, ég held að þetta sé ekki rétta spumingin. Evrópubandalagið á ennþá við meltingartruflanir að stríða vegna Portúgals og Spánar. Þess vegna er ekki mikill áhugi á því að bæta fleirum við í bili. Vest- ur-Þýskaland lifír á fijálsri heims- verslun og af þeim sökum fögnum við hveiju nýju aðildarríki. En við verðum að hafa í huga að í mótun er markaður 320 milljóna manna sem verður stærri en Bandaríkin og Sovétríkin hvort um sig. Sá markaður á eftir að taka á sig sitt eigið form. Spumingin verðpr því ekki hvort Evrópubandalagið lokar sig af heldur hvemig það muni fullnægja þörfum markaðarins. Ég held það muni taka svona tíu ár áður en sameiginlegi markaðurinn verður orðinn jafn einsleitur og Bandaríkjamarkaður. Gangi sam- ræmingin vel — með eða án Aust- urríkis — þá skil ég ekki annað en EFTA-ríkin ættu að geta bæst við.“ Eining Þýskalands innan EB Deres: „Framtíð Evrópubanda- lagsins kann að bera nokkuð í skauti sér sem skiptir sérlega miklu máli fyrir Þjóðveija. Við erum þeirrar skoðunar að sameining Þýskalands sé ekki möguleg nema þessi nýja Evrópa laði að, ekki ein- ungis efnahagslega heldur einnig pólitískt. Og ný aðildarlönd EB kunna jafnvel að leynast handan hins hluta ættjarðarinnar eins og til dæmis í Ungveijalandi. En sjálf- ræði allra Þjóðveija er og verður okkur mikið hjartans mál.“ — Á hvem hátt væri þessi sameining þýsku ríkjanna möguleg innan EB? Hver verða tengsl þjóðríkjanna við bandalagið sjálft? Gæti hugsast að smærri héruð eins og til dæmis Katalónía, sem nú til- heyrir Spáni, yrðu beinir aðilar að EB? Walther. „Ég þykist vita að við séum nú ekki á einu máli hvað þetta varðar. í skóla lærði maður að sagan væri full af kraftaverkum og við getum leyft okkur að vonast eftir slíkum. Áður en af sameiningu þýsku ríkjanna getur orðið þarf slökunarstefnan að ganga miklu lengra. Landamæri hljóta að missa gildi sitt þegar menn geta ferðast um þau að vild. Við búum við þá sorglegu staðreynd að múr klýfur Þýskaland og þar ríða á stundum banvæn skot af. Ég sé ekki fyrir mér hvernig sameining eigi að tak- ast með hjálp Evrópubandalagsins en manni leyfíst að trúa á krafta- verk.“ Deres: „Þama verður um þróun að ræða. Hvað varðar þau ríki sem nú eru í Evrópubandalaginu þá verða landamærin milli þeirra í auknum mæli óþörf. Þörfín fyrir samræmingu verður æ meiri. Við getum nefnt umferðarreglur. Mun- urinn á þeim frá einu landi til ann- ars er óheyrilegur enn sem komið er. Þama er mikillar samræmingar þörf og hún mun ekki ganga hljóða- laust fyrir sig. Baráttan verður ákaflega hörð. Það eiga eftir að koma upp ólíklegustu vandamál þegar tollgæsla og eftirlit verða felld niður á landamærum, vanda- mál varðandi öryggi ríkisins og eiturlyijaverslun. Þú tókst dæmi af Katalóníu. Ég tel að þjóðemiskennd eigi eftir að lifa. Þess verður langt að bíða að Frakki líti fyrst og fremst á sjálfan sig sem Evrópubúa." Walther. „Og Bæjari verður allt- af fyrst og fremst Bæjari!" Hefði verið frábær ritgerð — Nú geri ég ráð fyrir að þið hafíð verið viðstaddir þegar Philipp Jenninger, forseti þingsins, minnt- ist Kristalsnæturinnar í sinni frægu ræðu, sem kostaði hann embættið. Áttu hin harkalegu viðbrögð við ræðunni rétt á sér? Walther. „Ég var sleginn óhug þegar ég heyrði ræðuna flutta. Svo las ég hana daginn eftir og sá þá hvað var innan tilvitnunarmerkja og hvert var hans eigið framlag. En eins og hann flutti ræðuna hlaut maður að skilja hana alla sem hans eigin skoðun. Ræðan hefði verið frábær ritgerð í gagnfræðaskóla en yfír forseta þingsins var hún ekkert annað en dauðadómur. Þetta er eitt besta dæmið sem ég þekki um það að ræða er ekki rit- gerð og ritgerð er ekki ræða.“ Deres. „Maður verður að reyna að setja sig í spor Jenningers. Við erum allir í sömu aðstöðu. Okkar kynslóð verður að svara spumingu æskunnar: Hvemig gat svona nokkuð gerst? Jenninger hafði fram til þessa tekið ríkan þátt í þeirri umræðu. Hann naut mikils álits bæði hjá gyðingum í Vestur-Þýska- landi og í ísrael. Hann freistaðist til þess að reyna að sýna mönnum svart á hvítu hvernig hlutimir voru. Ef til vill varð hin kunna ræða Richards von Weizsáckers honum einnig hvatning. Fljótlega byijuðu tveir þingmenn fyrir framan mig að gerast órólegir. Ég hvíslaði að þeim að þeir skyldu hlusta á hvað maðurinn hefði að segja það væri greinilegt að hann væri að reyna sundurgreina og skýra hvemig svona nokkuð gat gerst. Eftir á sá maður svo að hánn hafði í raun haft langa kafla ræðunnar innan tilvitnunarmerkja en þegar hann las þá hljómaði það óneitanlega eins og dýrðaróður til fortíðarinn- ar. Þegar græningjamir byijuðu að ganga út þá brustu mótmælin á fyrir alvöru. Eftir ræðuna varð þrýstingurinn á Jenninger svo mik- ill að honum var nauðugur einn kostur að segja af sér.“ Vel meint en illa gert — En má ekki segja að þing- menn hafí sýnt dómgreindarleysi þegar þeir brugðust svona illa við ræðunni en sáu svo eftir öllu sam- an? Walther. „Mér fínnst ekki hægt að segja það. Ræðan var dæmi um eitthvað sem er vel meint en illa gert. Ég var mjög hneykslaður og hugsaði með mér: Maðurinn er að reyna að réttlæta nasismann. Þeg- ar maður las ræðuna þá sá maður að svo var ekki.“ Deres. „Alla ævi hef ég geymt í fylgsnum hugans mynd af Krist- alsnóttinni. í nágrenninu var bæna- hús gyðinga og ég horfði á það brenna út um gluggann heima. Svo þegar Jenninger hélt ræðu sína þá fannst mér hann hitta naglann á höfuðið. Þú spyrð hvort þingmenn- irnir hafí ekki hlaupið á sig. Þeir létu tilfinningar sínar í ljós. Og hinn almenni borgari brást eins við og spurði: Hvemig gat maðurinn látið annað eins út úr sér? En þeg- ar ræðan var birt spurðu menn: Hvers vegna brugðust þið og kansl- arinn svona við? Sú umræða sem kom í kjölfarið var á margan hátt óþolandi og eins gott að hún fékk skjótan endi.“ — Hver eru viðbrögð ykkar við áhyggjum manna, einkum í Banda- ríkjunum, af „hinu nýja þýska mik- ilmennskubijálæði" en það orða- samband er reyndar sótt til þýsks höfundar, Amulfs Barings? Walther. „Þýsks höfundar? Skrifaði Arnulf Baring svona nokk- uð? Var það ekki dálkahöfundurinn William Safíre sem skrifaði eitt- hvert bull af þessu tagi í Washington PostV' — Jú, skrif Safires voru kannski í svipuðum dúr en hvemig tekur maður þessu í Sambandslýð- veldinu Þýskalandi? Walther. „Með umburðarlyndi. Maður verður að taka því sem hveijum öðmm hlut að í Banda- ríkjunum em ekki allir vinir Þýska- lands. Þegar áhrifamikill maður eins og Safire lætur eitthvað slíkt frá sér fara staldrar maður við. Það sem fór í taugamar á mér var að nú þegar Vestur-Þýskaland fagnar fjömtíu ára lýðræði og borgarar landsins em famir að huga meir að eigin hagsmunum en verið hefur þá byijar slíkur hat- ursáróður hjá áhrifamiklum blaða- mönnum í Bandaríkjunum og fellur þar að auki í góðan jarðveg. Vissu- lega era til á meðal okkar bijálæð- ingar sem láta sig dreyma um stór- veldið Þýskaland. En þeir era í al- gemm minnihluta. Aðrir þurfa ekki að bera neinn kvíðboga fyrir þessu.“ Deres. „Við þurfum enn að líða fýrir atburði þessarar aldar. Sama hvað við geram, við erum dæmdir sem Þjóðveijamir sem litu tvisvar á þessari öld svo á að þeir væra nafli alheimsins. Kannski er ekki vanþörf á því að öðra hveiju bregði menn spegli fyrir ásjónu okkar því við íjóðvetjar eram jú þannig að þegar við tökum okkur eitthvað fyrir hendur þá leggjum við okkur alla fram. Reyndar er lýðræðið ungt hjá okkur en ég lít svo á að þær öfgahreyfíngar sem fyrir- fínnast í sambandslýðveldinu séu hinar sömu og hjá öðrum löndum og þær verði að kveða niður með öfluga pólitík að vopni.“ „Þegar hann las þá hljómaði það óneitanlega eins og dýrðar- óður til fortíðarinnar." Þýskir hægri öfgamenn hættulegri en aðrir — Er engin hætta á því að Kristilegir demókratar færist til hægri til að halda repúblikönum í skefjum? Deres. „Sjálfur lýsti ég því yfir í ræðu í heimakjördæmi mínu að við myndum aldrei ganga til sam- starfs við repúblikana. Þá stóð maður upp í salnum og sagði að maður ætti aldrei að segja aldrei. Það var ekki klappað fyrir honum, ég endurtók setninguna og þá var klappað fyrir mér. Margir repúblik- anar eru heiðvirðir menn en inn á milli era vafasamar fígúrur. Við Þjóðveijar höfum fengið nóg af slíkum mönnum og þess vegna er- um við á varðbergi.“ Walther. „Hægri öfgastefnu finnur maður alls staðar og það væri óeðlilegt ef svo væri ekki hjá okkur. En Þjóðveijar era nú einu sinni þannig að þeir gera allt „150 prósent“ og hægriöfgamenn í Þýskalandi era hættulegri en ann- ars staðar. Af sömu ástæðu halda Austur-Þjóðveijar svo fast í stalín- ismann. Hins vegar kemur í ljós þegar fylgi repúblikana er skoðað að þeir hafa náð fótfestu í þeim hverfum og héraðum þar sem fé- lagsleg neyð er sem mest — at- vinnuleysi og svo framvegis. Það bendir til þess að um mótmæla- atkvæði hafí verið að ræða og hægt sé að vinna þessa kjósendur aftur á sitt band með bættri pólitík því margir þeirra vora áður fylgis- mennjafnaðarmanna. 3-4%þjóðar- innar era virkilega sannfærðir hægriöfgamenn en hinir greiða at- kvæði með repúblikönum og öðrum slíkum flokkum í mótmælaskyni.“ Deres: „Ég hef líka heyrt frá mönnum sem fylgdust grannt með kosningunum í Berlín að margir kjósenda hafí greitt repúblikönum annað atkvæði sitt en græningjum hitt. [innsk. Mbl.: ! fylkiskosning- um í V-Berlín hafa menn tvö at- kvæði, annað til að kjósa frambjóð- endur beint í viðkomandi kjör- dæmi, og hitt til að kjósa lista, sem flokkamir bjóða fram, með tilvon- andi landskjömum þingmönnum.] Þetta sýnir náttúrlega að um mót- mæli kjósenda var að ræða, a.m.k. getur eklíi verið að heilsteypt stjórnmálaskoðun liggi þar að baki því menn eru með þessu að segja í sömu andránni: „Útlendingana burt!“ og „Opnum öll landamæri!““ Walther. „Við megum heldur ekki gleyma því að andlát Franz Jósefs Strauss breytti aðstæðum í Vestur-Þýskalandi meir en nokk- urn granaði. Með ræðum sínum höfðaði hann til hægrisinnaðra kjósenda en þegar til kastanna kom var hann miðjumaður og slíkur maður hafði mikilvægu hlutverki að gegna.“ — Teljið þið ykkur hafa orðið láns hinna síðbornu aðnjótandi, eða sakleysis þeirra sem vora of ungir í stríðinu, eins og Helmut Köhl orðaði það? Walther. „Ég vil ekki gera lítið úr þessari afstöðu en ég verð að segja að ég hef aldrei reynt að njóta góðs af láni hinna síðbomu. Maður getur ekki sagt skilið við söguna þegar það hentar manni. Maður er hluti af sögu þjóðar sinnar og verður að líka að taka það á sig sem forfeðurnir brutu af sér. Vandamál okkar sem lifðum þessa tíma þótt ungir værum er að skýra út fyrir æskunni hvemig þetta gat gerst og það var þetta sem Jenninger reyndi líka. Maður verður að kanna kringumstæðurn- ar. Hluti af skýringunni er neyð almennings. 6 milljónir voru at- vinnulausar og í þeim jarðvegi þreifst nasisminn. Margir vöru huglausir og hetjumar fáar. Það getur maður skilið þegar maður veit hvað varð um hetjurnar." Ennþá gruflað í fortíðinni Deres. „Ég get nú alveg skilið hugmyndina, sem Helmut Kohl kom fyrstur fram með, um lán hinna síðbornu. Leyfíð mér að nefna dæmi. Á sveitarstjórnarskrif- stofunni hjá mér hanga myndir af öllum fyrrverandi sveitarstjóram. Þangað til fyrir nokkrum árum var autt pláss þar sem nasistasveita- stjórinn átti að vera. Svo fluttum við í nýtt húsnæði og þá gafst til- efni til að velta málinu fyrir sér. Mánuðum saman þráttuðum við um þetta. Ég hvatti eindregið til þess að nasistinn héngi þarna líka og að lokum fundum við þá lausn að stuttur texti til útskýringar yrði settur undir myndina af honum. Nokkra síðar hitti ég mann á förn- um vegi sem sagðist vera djúpt særður vegna þessarar ákvörðunar, ekki hefði átt að setja myndina upp. „En við höfum athugað fortíð þína og einkum foreldra þinna og þú varst of ungur til að bera nokkra ábyrgð. Þú ert líka svo heppinn að foreldrar þínir hafa óflekkaða fortíð. Þess vegna gastu sennilega leyft þér svona nokkuð," sagði maðurinn. Þú sérð sem sagt að ennþá er kafað ofan í fortíðina þegar upp koma viðkvæm mál sem tengjast nasismanum á einhvern hátt. Þarna naut ég góðs af því að hafa verið of ungur til bera nokkra sök. Þar með get líka leyft mér að vera upplitsdjarfur og horf- ast í augu við fortíð þjóðarinnar." Viðtal: Páll Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.