Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989
> .. ■...... . . i -.. ■ . i . <■>■>...
37
Vigfúsínu Bjamadóttur, og eftir að
fósturforeldrarnir féllu frá, héldu
þau Vigfús og Vigfúsína heimili
saman í Garðbæ á Eyrarbakka allar
götur síðan, þangað til fyrir tveimur
árum, að þau færðu sig yfir í Sól-
velli, nýlegt dvalarheimili aldraðra
á Bakkanum.
Vigfús gekk í Bamaskólann á
Eyrarbakka, en þar kenndu þá
ýmsir merkir skólamenn undir
handleiðslu Péturs Guðmundssonar,
skólastjóra. Meðal þeirra var Aðal-
steinn Sigmundsson, sem stofnaði
Ungmennafélag Eyrarbakka árið
1925. Vigfús starfaði í stjóm þess
og sama átti við um stúkuna Eyrar-
rós og verkamannafélagið Bámna,
að Vigfús átti sæti í stjómum þess-
ara félaga og stundum sem formað-
ur. Þá hafði á Bakkanum verið
öflugt félags- og menningarlíf, þar
sem sönglíf, leiklist og tónlist
blómgaðist, og eiga nokkrar list-
greinar í landinu mæta fulltrúa,
sem þá ólust þar upp. í þessum
jarðvegi mótaðist Vigfús Jónsson.
En tímarnir breyttust. Nýir sam-
gönguhættir og breyttur verzlunar-
máti kipptu fótunum undan hinum
fyrri stoðum atvinnulífsins. Sigling-
ar lögðust frá og færðust til
Reykjavíkur, og verzlunarmjðstöð
Árnesinga byggðist upp við Ölfus-
árbrú. Ibúatala hreppsins, sem
hafði verið yfir 950 rétt fyrir árið
1920, lækkaði á tiltölulega fáum
ámm niður í það, sem síðan hefur
haldizt, rúmlega 500.
Margir höfðu séð fram á, hvað
verða vildi og fluttust suður. En
ekki Vigfús. Hann hélt kyrru fyrir
og tókst á hendur það hlutverk að
byggja upp og leita nýrra leiða.
Hann lauk námi í vélsmíði árið
1926 og í trésmíði 1930. Hann
stofnaði ásamt fleirum Trésmiðju
Eyrarbakka hf. árið 1930, sem var
fyrsta vélvædda trésmiðjan austan-
ijalls, og var framkvæmdastjóri
hennar í 15 ár. Á árinu 1943 beitti
hann sér fýrir stofnun Hraðfrysti-
stöðvar Eyrarbakka hf. til þess að
heija á ný útgerð og fískvinnslu,
sem nær alveg hafði lagzt niður á
stríðsámnum. Var hann fram-
kvæmdastjóri hennar allt til ársins
1970.
Árið 1940 tók Vigfús sæti í
hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps
sem varamaður og tveimur árum
síðar sem aðalfulltrúi. Oddviti varð
hann árið 1946 og frá þeim tíma
starfsmaður hreppsins, um leið og
hann stjórnaði Hraðfrystistöð Eyr-
arbakka. Varð hreppsskrifstofan og
skrifstofa frystihússins nú hin
sama.
I því nýja og tvöfalda starfi beitti
Vigfús sér fyrir ýmsum nýmælum
í atvinnulífi staðarins. Hann lét
kanna markað erlendis fyrir humar
og lét Eyrarbakkabáta hefja hum-
arveiðar á árinu 1954 og var því
meðal upphafsmanna hérlendis að
þeim veiðum. Hann fékk efnafræð-
ing til þess að kanna vinnslu og
nýtingu á þangmjöli, og í þijú til
fjögur ár var með góðum árangri
skorið klóþang í fjörunni og það
unnið í mjöl í fiskimjölsverksmiðju,
sem Eyrbekkingar og Stokks-
eyringar höfðu sameiginlega reist
árið 1952 og stendur milli þorp-
anna. Enn eitt dæmið var Plastiðja
Eyrarbakka, sem Vigfús beitti sér
fyrir, að sett væri á stofn á staðn-
um. Var henni lagt til húsnæði í
eigu hreppsins. Plastiðjan tók til
starfa árið 1957 og veitti 20—30
manns atvinnu.
Af öðrum framfaramálum, sem
Vigfús beitti sér fýrir, voru m.a.
kaup hreppsins á jörðum, sem
byggðin stendur á, leit að neyzlu-
vatni og lausn á þeim vanda, sem
fólginn var í öflun neyzluvatns. Og
síðast en ekki sízt lá það rannsókn-
arefni þungt á Vigfúsi og fleirum,
hvemig bæta mætti hafnaraðstöð-
una fyrir strönd þorpsins svo, að
unnt væri að gera út frá Eyrar-
bakka með þeim bátakosti, sem
bezt hentaði á hverjum tíma. Hann
gerði sér glögga grein fyrir aðstæð-
um og þeim tæknilegu erfiðleikum,
sem á því vom að gera góða höfn
heima fyrir. Eygði hann þar þá
frambúðarlausn, sem náði fram að
ganga og fólgin var í gerð brúar á
Olfusá hjá Óseyramesi. Vann hann
þeirri hugmynd óspart fylgi m.a.
GuðleifHallgríms-
dóttir — Minning
Fædd 15. apríl 1926
Dáin 24. mai 1989
2. júní síðastliðinn var Guðleif
Hallgrímsdóttir frænka mín til
moldar borin. Guðleif eða Gulla eins
og hún var oftast kölluð var fædd
og uppalin í Reylqavík. Hún ólst
upp hjá foreldmm sínum í myndar-
legum systkinahópi. Foreldrar
hennar vom hjónin Hallgrímur
Bjamason og Valgerður Stefáns-
dóttir, bæði komin af sunnlensku
dugnaðarbændafólki og setti sá
arfur svip sinn á hana. Hún var
sterkur persónuleiki, sem óhætt var
að treysta, samfara hlýju viðmóti
sem einkenndi hana í daglegu lífi.
Öll hin löngu veikindi bar hún æðm-
laust og lét aldrei bugast svo mað-
ur vissi. Enga konu hef ég fyrirhitt
sem var eins og sköpuð til að vera
húsmóðir. Hún hefði aldrei hrifist
með þeirri þróun sem nú tíðkast
að húsmóðirin fari út á vinnumark-
aðinn. Hennar vettvangur var heim-
ilið. Og óneitanlega missir það
heimili mikið, þar sem engar nær-
famar húsmóður hendur fara um
hvem hlut, hlýja og notalegheit em
þá horfin. En auðvitað em tvær
hliðar á hveiju málefni. Varla er
hægt að minnast svo Gullu frænku
að maður hennar komi ekki í hug
manns líka, Hafliði Jónsson fyrrver-
andi garðyrlqustjóri. Öll hin löngu
og erfiðu sjúkdómsár stóð hann við
hlið hennar. Með bros á vör tók
hann á móti okkur, sem í heimsókn
komum, og með bros á vör talaði
hann til konu sinnar og okkar sem
við sjúkrabeð hennar sátum. Fyrir
svona mann er gott að líta til baka
í sátt við sinn betri mann. Heim-
sóknimar í Holtagerði 37, sem mér
finnst núna að hafi verið alltof fá-
ar, vom alltaf skemmtilegar. Eigin-
lega var ekkert að á þessu heimili.
Þannig var andinn sem þama sveif
yfír öllu mér alveg ógleymanlegur.
Og nú er Gulla blessunin búin
að kveðja, horfin okkur sem eftir
lifum í þessu óskiljanlega jarðlífí
og við horfum raunar alltaf á full
undmnar. En minning um góða
konu lifir í hugum okkar.
í rauninni er það hið eina verð-
mæti sem lífið gefur okkur og ekki
verður frá okkur tekið. Böm þeirra
hjóna, Guðleifar og Hafliða, em 5
synir, allir mannvænlegir menn. Ég
sá þá standa hlið við hlið við gröf
móður sinnar, prúða og æðmlausa.
Bám þeir glöggt svipmót ættar
sinnar. Nöfn þeirra era Hallgrímur
Valur, Jón Gunnar, Indriði Már,
Atli Geir og Stefán Daði.
Bjarnheiður Ingimundardóttir
frá Litla Hvammi.
með fundahöldum með þingmönn-
um. Var það honum mikið gleðiefni
að fylgjast með framkvæmdum við
brúarsmíðina og að vera við opnun
hennar á sl. hausti.
Vigfús sat í hreppsnefnd Eyrar-
bakkahrepps óslitið til ársins 1978,
einatt sem oddviti og kjörinn með
hreinan meirihluta hreppsnefndar
með sér. Að meðtöldum þeim tveim-
ur áram, er hann starfaði sem vara-
maður í hreppsnefnd, höfðu störf
hans að hreppsmálum varað í rétta
fjóra áratugi, er hann lét af forustu-
störfum í þágu hreppsins. Einnig
sat hann í sýslunefnd Árnessýslu
1950—1970, eða í tvo áratugi, og
valdist af hálfu sýslunefndar um
skeið sem stjórnarformaður Sjúkra-
húss Árnessýslu og í stjórn Elli-
heimilis Árnessýslu. Hann var fyrsti
stjórnarformaður togaraútgerðar-
félagsins Árborgar á áranum
1975-1978.
Eyrarbakkahreppur var meðal
stofnenda Sambands íslenzkra
sveitarfélaga. Vigfús sat öll lands-
þing þess, meðan hann vann að
hreppsmálum, og átti sæti í stjóm
sambandsins á áranum 1963—
1970. Af hálfu sambandsins átti
hann og sæti í stjórn Hafnasam-
bands sveitarfélaga árin 1969—
1971.
Vigfús átti aðild að stofnun Iðn-
aðarmannafélags Ámessýslu og var
formaður þess í nokkur ár. Þá var
hann virkur í' félagsstörfum Al-
þýðuflokksins, sat flokksþing og
skipaði sæti í framkvæmdastjóm.
Hann skipaði oft eitt af efstu sætum
á framboðslistum flokksins í Ámes-
sýslu og í Suðurlandskjördæmi.
Þótt árin færðust yfir, hélt Vig-
fús úthaldi sínu í atvinnurekstri.
Hann stofnaði á efri árum til eigin
fiskverkunar í fyrirtækinu Einars-
höfn, og hann var orðinn hálfátt-
ræður, er hann hætti eignaraðild
að fískibáti, þeim ijórða sem hann
hafði átt hlut i um dagana.
Stundum er svo til orða tekið um
athafnamenn í fámennum þorpum,
að þeir „eigi“ staðinn. Á Eyrar-
bakka var þessu öfugt farið í tíð
Vigfúsar Jónssonar. Eyrarbakki
átti Vigfús. Hann helgaði starfs-
krafta sína alla málefnum sam-
félagsins á Bakkanum og lagði sig
fram í þjónustu við byggðarlagið,
ekki aðeins í þess þágu sem heildar
eins og á sviði hreppsmála. heldur
var hann líka sí og æ að starfí í
þágu einstaklinganna. Á tímabili
átti hann oft erindi til Reykjavíkur,
og þá bar ósjaldan við, að með
honum í bílnum væru einn eða fleiri
farþegar, sem þurftu að fara til
læknis eða að heimsækja fólk á
sjúkrahús og „notuðu ferðina".
Þannig var hann. Og ekkert slíkt
talið eftir.
Vigfús var að mörgu leyti sér-
stæður maður. Þrátt fyrir erfiðleika
í atvinnurekstri, virtist ávallt hvíla
yfír honum sérstök ró. Með honum
var gott að sitja einum ásamt Vig-
fúsínu heima í Garðbæ jafnvel án
þess að nokkuð orð væri sagt í
dágóða stund. Hann var fagurkeri,
átti gnótt bóka, sem hann merkti
vel og raðaði skipulega. Hann tók
sér fyrir hendur að smíða líkan af
gömlu verzlunarhúsunum á Eyrar-
bakka, og stendur það nú varðveitt
undir hlíf, þar sem verzlunarhúsin
vora. Hann mótaði sjómann í fullri
stærð, „kallinn", er sumir nefna,
og var afhjúpaður sem minnisvarði
um drakknaða sjómenn á sjó-
mannadaginn 1984. Listfengi hans
naut sín einnig, er hann endur-
byggði Eyrarbakkakirkju að hluta
til, þegar þörf var á viðgerð. Þá
söng hann í kirkjukórnum.
Öðra hveiju fór Vigfús í ferðalög
ýmist innanlands eða utan, og
leyndi sér þá ekki löngun hans til
fróðleiks. Á.m.k. einu sinni skráði
hann ferðasögu og lét í té vinum
og kunningjum. Þá tók hann saman
yfírlit um sjóslys við Eyrarbakka.
skráði drög að sögu brúarmálsins,
þ.e. sögu baráttunnar fyrir Óseyrar-
brú. Og það þótti honum verst við
efri árin, að sjónin skyldi deprast,
því hann átti þá erfítt með að lesa
og skrifa, en af hvora tveggja hafði
hann hið mesta yndi.
En gott er að minnast þess, að
síðustu æviár Vigfúsar vora honum
góð. Hann gat notið þess að líta
yfir farinn veg og sjá marga af
draumum sínum rætast og þann
stærstan, að Eyrarbakki hefur
dafnað og er nú orðinn meðal bú-
sældarlegri staða á landinu. Að
þeirri þróun átti Vigfús Jónsson
dijúgan hlut.
Unnar Stefánsson
BÍLLINN
Á ÍSLANDI
Glæsilegustu bílar landsins
í Laugardalshöllinni
dagana 21.-25. júní
Sýningin er opin í dag og
á morgun frá 10-23.
- SÍÐASTA SÝNINGARHELGI -
Missið ekki af
stærstu bílasýningu ársins!