Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 Skrifstofiir Hagvirkis hf. innsiglaðar vegna meintra söluskattsvanskila: Skuldum ekki krónu í söluskatt - segir Jóhann G. Bergþórsson forstjóri INNHEIMTUMENN fógeta innsigluðu skrifstofiir Hagvirkis hf. i Hafharfírði kl. 7 í gærmorgun vegna meintra vanskila á söluskatti. Innkaupastjóri fyrirtækisins var mættur í vinnu kl. 6, en honum var vísað út af skrifstofunum og þeim lokað. Skuldin, sem fjármálaráðu- neytið vill innheimta af fyrirtækinu, er vegna framkvæmda þéss við virkjanir og vegi á árunum 1981-1985. Jóhann G. Bergþórsson, for- sfjóri Hagvirkis, segir að sú vinna hafi lögum samkvæmt verið undan- þegin skatti. Krafa skattstjóra hafi verið kærð, og sé enn til með- ferðar. Þess vegna þyki honum innheimtuaðgerðirnar harðar. Jóhann segist hafa náð tali af Ólafi Ragnari Grímssyni fjármála- ráðherra kl. 8 í gærmorgun, þar sem hann var í skoðunarferð í Hvalvík, fyrirtæki sem Hagvirki á hlut í. „Hann sagði að það yrði beitt fyllstu hörku og farið eftir lögum. Ég hélt að það væru til mannréttindalög líka. Það má líkja þessu við atburðina á Torgi hins himneska friðar, menn eru skotnir fyrst og síðan athugað hvort þeir séu saklausir," sagði Jóhann. Forsögu málsins segir Jóhann vera þá, að árið 1980 hafi lögfræð- ingar og löggiltir endurskoðendur Hagvirkis komizt að þeirri niður- stöðu að vegaframkvæmdir og gerð virkjunarmannvirkja væru undan- þegin söluskatti samkvæmt sölu- skattslögunum frá 1960. Þar er kveðið á um að vinna við hús- byggingar og aðra mannvirkjagerð sé undanþegin söluskatti, þó aðeins sú vinna, sem fram fari á bygging- arstaðnum. Hagvirki hafi síðan boð- ið í virkjunar- og vegavinnu á árun- um 1981-1985, og við tilboðsgerð hafi ekki verið lagður söluskattur á vélavinnu af þessum sökum. „Það stendur almennt í tilboðsskránum að tilboð eigi að innifela öll gjöld samkvæmt lögum. Á þessu tímabili var tekið saman að með þessu hefð- um við sparað ríkinu, Landsvirkjun og fleirum 493 milljónir á þeirra tíma verðlagi, miðað við næst- lægstu tilboð," sagði Jóhann. „Hefðum við lagt skattinn á, hefði Vegagerðin eða Landsvirkjun, sem bæði eru ríkisfyrirtæki, borgað hann og féð verið afhent ríkinu, sem hefði bara verið milliflutningur á peningum." Hann sagði að árið 1987 hefði síðan komið frá skatt- stjóranum á Suðurlandi (þar sem fyrirtækið var skráð á þeim tíma) áætlun fyrir þessa vinnu fyrirtækis- ins og söluskattur upp á 36 milljón- ir verið lagður á. Við það hefðu svo bætzt 25% viðurlög, og upphæðin alls verið um 44 milljónir. Dráttar- vextir á kröfuna nú væru orðnir um 109 milljónir og heildarkrafa fjármálaráðuneytisins því 153 millj- ónir króna. „Það er upphæð, sem við reiðum ekki fram með ávísun í einu vetfangi," sagði Jóhann. Hann sagði að fyrirtækið hefði kært þessa kröfu til ríkisskatt- stjóra. Jafnframt hefði sýslumaður- inn í Rangárvallasýslu hafið inn- heimtuaðgerðir með tilstyrk fógeta í Hafnarfirði. Þær hefðu verið kærðar einnig, og málið væri til meðferðar í bæjarþingi Hafnar- íjarðar. Nýlega hefði málið farið frá ríkisskattstjóra til ríkisskattanefnd- ar, sem hefði það nú einnig til meðferðar. „Meginatriðið er það, að við telj- um okkur ekki skulda krónu í sölu- skatt. Við höfum ekki lagt hann á vinnu okkar, ekki innheimt hann af öðrum og eigum ekki að skila honum. Það byggir á lögunum frá 1960, og það hefur styrkt okkur að frá fj ármálaráðuneytinu er ný- komin greinargerð með virðisauka- skattsfrumvarpinu, þar sem segir beinlínis að framkvæmdir af þessu tagi séu undanþegnar söluskatti á vélar og vélavinnu," sagði Jóhann. Hann sagði að sér þætti mjög einkennilegt að á meðan málið væri í meðferð fyrir dómstólum væri rokið til og fyrirtækinu lokað. „Við erum með 300 manns í vinnu og fjölda verkefna út um allt land. Á sama tíma er verið að tala um að sérstakar fjárveitingar þurfi til að auka vinnu vegna atvinnuleysis. Okkur finnst líka að þótt það sé einhver grein í söluskattslögum, sem segir að það sé hægt að fara í innheimtuaðgerðir á þennan hátt, þá séu það almenn mannréttindi og samkvæmt stjórnarskránni að menn séu ekki sekir fyrr en þeir hafi hlotið sektardóm," sagði Jó- hann. Jóhann sagði að verklegar fram- kvæmdir fyrirtækisins hlytu að stöðvast fljótlega ef skrifstofumar yrðu áfram innsjglaðar. „Fólk vinn- ur ekki nema fá útborgað. Allt okk- ar bókhald, upplýsingar um reikn- inga, ávísanahefti og a.llur okkar rekstur er þama innilokaður. Það er að vísu ekki útborgun fyrr en næsta föstudag, og kannski tekst að leysa málið í vikunni. Þeir geta annars eflaust elt uppi þessa 100 bíla okkar og lokað yfir 30 vinnu- stöðum okkar ef þeir vilja stöðva fólk í að hafa vinnu,“ sagði Jóhann. Hann sagði að fram að þessu hefði Hagvirki mánaðarlega staðið skil á þeim söluskatti, sem því bæri. Jóhann G. Bergþórsson „Þama er ríkið að fara út I að- gerðir, sem við teljum að muni kosta skaðabótamál af okkar hálfu. Skaðabótamálið verður því stærra sem þetta fer verr með okkur. Það getur orðið stór biti fyrir ríkissjóð, því að við emm handvissir um að vinna þetta mál,“ sagði Jóhann. Hann sagði að aðgerðir fjármála- ráðuneytisins kæmu enn verr niður á fyrirtækinu en ella vegna þess að undanfarið hefði verið þungur róður eftir erfiðan vetur og greiðslustaðan ekki góð. Lokun skrifstofunnar þýddi að ekki væri hægt að innheimta útistandandi skuldir eða greiða fjölmörgum und- irverktökum. Fyrirtækið væri að vinna verk fyrir Landsvirkjun, Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Innkaupastofnun ríkisins og ijölda annarra aðila. „Ég bíð eftir áliti lögfræðinga á þessu máli. Mér er ekki Ijúft að borga það, sem ég skulda ekki. Ég á nógu erfitt með að greiða það, sem ég skulda sannanlega, þótt ég fari ekki að henda 150 milljónum í ríkið, sem á ekkert hjá mér. Á meðan fá þeir, sem eiga hjá iflér peninga, ekki greitt. Ólafur Ragnar sagði mér í morgun að það dygði ekkert annað en beinhörð greiðsla í pening- um,“ sagði Jóhann. Biskupstungur: Framkvæmdir hafhar við Eíri-Reykjaviikjun VEÐURHORFUR í DAG, 24. JÚNÍ YFIRLIT í GÆR: Vestan- og suðvestangola eða kaldi um mestallt land. Víðast var skýjað, en þurrt. Hiti á bilinu 7-13 stig, hlýjast á Suðausturlandi. SPÁ: Austan- og suðaustanátt og skýjað um allt land. Rigning sunnanlands en þurrt nyrðra. Hiti 7-13 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Norðaustanátt. Víða rigning eða súld á Norður- og Austurlandi, en þurrt og víða bjart veður á Suöur- og Vesturlandi. Hiti 7-14 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Norðanátt um land allt. Súld eða smáskúr- ir við norður- og austurströndina, en annars þurrt. Víða léttskýjað sunnanlands. Hiti 6-12 stig. VEÐUR VIÐA UM HEIM •kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veSur Akureyri 12 alskýjað Reykjavík 9 skýjað Bergen 15 skýjað Helsinki 24 léttskýjað Kaupmannah. 25 léttskýjað Narssarssuaq 7 rigning Nuuk 3 rigning Ósló 22 léttskýjað Stokkhólmur 26 léttskýjað Þórshöfn 10 hálfskýjað Algarve 29 heiðskírt Amsterdam 19 léttskýjað Barcelona 27 mistur Berlín 27 léttskýjað Chicago 24 mistur Feneyjar 23 rigning Frankfurt 21 skýjað Glasgow 13 alskýjað Hamborg 22 léttskýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 22 léttskýjað Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 18 skýjað Madríd 31 léttskýjað Malaga 27 heiðskírt Mallorca 28 léttskýjað Montreal 23 léttskýjað New York 21 þoka Orlando 24 skýjað París vantar Róm þokumóða Vín 21 hálfskýjað Washington 24 þokumóða Winnipeg vantar FYRSTA skóflustungan að Efri-Reykjavirkjun í Biskupstungum var tekin 21. júní. Virkjuð verður öflug borhola og vatn úr henni fyrst í stað nýtt fyrir Hlíðamannaveitu í efri hluta Biskupstungna. Hlíða- mannaveita var stofnuð 1. maí síðastliðinn og nær til 13 býla og allmargra sumarbústaða. Ár er liðið síðan borun lauk á Efri-Reykjum. Rannsóknir á vatn- inu leiddu í ljós að vatnið er vel fallið til hitaveitunotkunar. í upp- hafi var áformað að leggja tvo veitustofna frá Efri-Reykjum, ann- an með Hlíðum að Austurhlíð, hinn um miðsveitina í Eystri-Tungu um Tungufljótsbrú. Ekki náðist sam- komulag um eystri stofninn þannig að byijað verður á Hlíðamanna- veitu. Hún nær til 13 býla og all- margra sumarbústaða og hefur til umráða 12,5 sekúndulítra af vatni. í hagkvæmniathugun Verk- fræðistofu Suðurlands á Hlíða- mannaveitu segir að eftir tilkomu hitaveitu megi reikna með að ra- forkuþörf verði 20$ af núverandi orkunotkun. Síðan segir í athugun- inni:„Með tilkomu hitaveitunnar má ljóst vera að möguleikar á nýt- ingu eigna aukast mjög og verð- mæti þeirra einnig. Á tímum minnkandi framleiðslu í hefð- bundnum landbúnaði er hér kom- inn góður möguleiki á að renna styrkari stoðum undir alla afkomu og framtíð byggðarlagsins." Efri-Reykjavirkjun og Hlíða- mannaveita eru hannaðar af Verk- fræðistofu Suðurlands. Öll stofn- lögn veitunnar er úr úretanein- angruðu stáli. Heildarkostnaður er um 30 milljónir. Eigendur veitunn- ar munu annast framkvæmdir og leggja fram helming kostnaðarins á þessu ári en afgangurinn er feng- inn að láni. Hlíðamannaveita selur vatn til lögbýla sem kaupa mismik- ið en þau geta aftur selt vatn í sitt land, til sumarbústaða eða annarra. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur gert samning um að fá heitt vatn í sumarbústaði í landi Miðhúsa. Áætlað er að heita vatnið kosti um 15 þúsund krónur á ári í hvern sumarbústað. Vatnsmassinn í holunni á Efri- Reykjum er 145 stiga heitur. Vatn- ið verður leitt í gegnum gufuskilju og síðan um dælustöð sem áformað er að knýja með gufutúrbínu. Á umræðustigi er nú annar veitu- stofn, frá Efri-Reykjum vestur í Laugardal, allt að Miðdal. Mikil hitaorka er þó ónýtt á Efri-Reykj- um sem vonast er til að megi nýta á næstu árum. „Þessi hitaveitumöguleiki héma er lykilatriði fyrir byggðina og gefur henni möguleika á að standa af sér samdrátt," sagði Björn Sig- urðsson í Úthlíð formaður Hlíða- mannaveitu. Með Bimi í stjóm veitunnar eru Gunnar Ingvarsson á Efri-Reykjum, Sighvatur Amórs- son, Miðhúsum, Guðrún Guð- mundsdóttir í Hlíðatúni, Páll Ólaf- son Brekku og Magnús Kristinsson Austurhlíð I. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.