Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JUNI 1989
19
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÞÓRHALLUR JÓSEFSSON
Leikið með
bensíngjaldið
Verðlækkun á heimsmarkaði tekin út fyrir-
fram og stýrt á aðra bensíntegundina
RÍKISSTJÓRNIN ákvað í byrjun þessarar viku að lækka verð á
blýlausu bensíni um tvær krónur lítrann. Ja&iframt var ákveðið
að hafa óbreytt verð á blýbensíni og Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra sagðist telja eðlilegt að halda flögurra króna verðmun á
þessum tegundum. Blýlaust bensín lækkaði í gær, 22. júní, og
kostar nú 50 krónur lítrinn. í ákvörðun ríkisstjórnarinnar felst,
að opinber gjöld eru lækkuð um 1,90 krónur, 10 aurar úr lækkun-
inni koma frá öðrum þáttum í verðinu. Þegar þessi ákvörðun var
kynnt, lýstu ráðherrar því yfir, að með þessu væri tekið forskot
á lækkun heimsmarkaðsverðs á bensíni, sem hefði fyrr eða síðar
skilað sér til neytenda. Ennfremur sögðu þeir, að þegar innkaups-
verð lækkar, muni bensíngjaldið verða hækkað á ný. Lækkuninni
var sem sagt flýtt um einhverja daga eða vikur. Ákvörðun ríkis-
sijórnarinnar um að lækka blýlausa bensínið þýðir, að fjögurra
manna íjölskylda, sem notar hlutfallslega jafii mikið bensín og
vísitöluQölskyldan og notar blýlaust bensín, sparar 4.413,80 krón-
ur á ári, eða 362,82 krónur á mánuði, miðað við að bensíngjaldið
hækki ekki á ný. Noti þessi flölskylda hins vegar blýbensín er
spamaðurinn enginn. I þessari ákvörðun felst sem sagt, eins og
Jón Sigurðsson tók fram, neyslustýring á forsendum umhverfís-
vemdarsjónarmiða.
Þegar síðasti farmur kom til
landsins af blýlausu bensíni, var
hann keyptur á rúmlega 250 doll-
ara tonnið. Það var skömmu áður
en heimsmarkaðsverð náði há-
marki, sem var 271 dollar tonnið,
í lok apríl. 12. júní var heimsmark-
aðsverð komið niður í 206 dollara
og nú er það um 190 dollarar.
Verð á blýbensíni er lítið eitt
hærra, um 197 dollarar. Nýlega
er kominn til landsins farmur af
því og kostaði um 220 dollara.
Samkvæmt upplýsingum frá einu
olíufélaganna er ekki gert ráð
fyrir miklum verðbreytingum á
næstunni.
Skipting verðsins á blýlausu.
bensíni var þannig, fyrir verð-
lækkunina, að cif verð var 10,45
krónur lítrinn, opinber gjöld, þar
með talið bensíngjald, 34,18 krón-
ur, flutnings- og dreifingarköstn-
aður 6,17 krónur, flutningsjöfn-
unargjald innanlands 82 aurar og
tillag í innkaupajöfnunarsjóð 38
aurar. Bensíngjaldið var 17,95
krónur og var lækkað um 1,52.
Með söluskatti er sú lækkun 1,90,
þannig að 10 aurar af verðlækk-
uninni eru teknir af öðrum þátt-
um.
Tímabundin lækkun
Á blaðamannafundi, þar sem
bensínverðlækkunin var kynnt
ásamt fleiru, sögðu ráðherrarnir
að lækkun bensíngjaldsins væri
tímabundin. Þegar næstu bensín-
farmar koma til landsins verða
þeir á lægra verði en bensínið sem
nú er selt. Þegar verðið verður
ákveðið næst, á að halda því eins
og það er nú, eftir því sem næst
verður komist.
Fróðlegt er að skoða, hvernig
þróunin yrði, ef ríkisstjórnin hefði
ákveðið að breyta í engu forsend-
um bensínverðsins og blýlausa
bensínið væri enn á 52 krónur
lítrinn. Skammt er að bíða næstu
verðákvörðunar, birgðir í landinu
endast ekki nema rétt fram í
næsta mánuð og bensínfarmur
þarf að vera kominn um mánaða-
mótin. Það þýðir að hann er
keyptur á um 190 dollarar tonnið.
52 króna bensínverðið er miðað
við 229 dollara meðalverð birgða
í landinu. Meðalverð birgða verður
um eða undir 200 dollurum, við
næstu verðákvörðun, sem vænt-
anleg er nálægt mánaðamótum.
Þess vegna hefði bensínverðið
lækkað, ef ríkisstjórnin hefði ekki
ákveðið annað. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Verðlagsstofnun má
gera ráð fyrir að það hefði farið
í 51 krónu. Sama á við um 98
oktana blýbensín, það ætti að
óbreyttum forsendum að lækka
um 1,00 til 1,50 krónur.
Millifærsla
að
Með ákvörðun sinni um
lækka blýlausa bensínið nú um
tvær krónur, var ríkisstjórnin að
taka forskot á þessar lækkanir,
taka þær út fyrirfram. En, ríkis-
stjórnin gerði meira. Hún tók út
lækkun blýbensíns og flutti yfir á
blýlaust bensín.
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að ekki væri hægt að full-
yrða að bensínverðinu verði haldið
í þessari krónutölu, það er 50
krónum og 54. Hins vegar sagði
hann að bensíngjaldið verði hækk-
að á ný til móts við lækkandi inn-
kaupsverð, meðal annars til þess
að hægt verði að standa við út-
gjöld til vegamála samkvæmt
fjárlögum.
Hvað sparast?
Vísitölufjölskyldan, 3,48 ein-
staklingar, notar 1.920 lítra af
bensíni á ári. Fjögurra manna fjöl-
skylda, sem notar hlutfallslega
jafn mikið þarf að kaupa 2.206,9
lítra.
Þegar rætt er um að fjögurra
manna fjölskylda spari 4.413,80
krónur á ári með þessari bensin-
verðlækkun, þá er miðað við að
bensíngjaldið hækki ekki á ný.
Þess vegna hverfur sparnaðurinn
jafn skjótt og bensíngjaldið hækk-
ar aftur. Möguleiki er að verð-
lækkun á heimsmarkaði sé það
mikil, að bensíngjaldið þurfi að
hækka nokkuð umfram það sem
það var lækkað á fimmtudag til
þess að halda verðinu óbreyttu í
50 og 54 krónum. Þá mun ríkis-
stjórnin væntanlega gera það upp
við sig hvort hún vill fá sama
bensíngjald og áður og lækka út-
söluverðið, eða halda útsöluverð-
inu óbreyttu og fá í ríkissjóð enn
hærri gjöld.
Viðskiptaráðherra hqþir oft
lýst því yfir, að neytendur eigi að
fá að njóta hagstæðra innkaupa
frá útlöndum og meðal annars á
þeirri forsendu veitti hann um-
deild leyfi til að flytja inn
smjörlíki. Þess vegna er freistandi
að álykta sem svo, að hefði ríkis-
stjórnin í engu breytt forsendum
bensínverðs, þá hefðu neytendur
fengið að njóta lækkandi heims-
markaðsverðs við næstu verð-
ákvörðun. Þess vegna er einnig
hugsanlegt að neytendur fái að
njóta verðlækkunarinnar, ef hún
gerir meira en að vega upp þá
lækkun sem tekin var út fyrir-
fram.
Eftir stendur að notendur blý-
lauss 92 oktana bensíns fá fyrir-
fram lækkun í einhvem tíma.
Notendur 98 oktana blýbensíns
fá enga lækkun, að sinni að
minnsta kosti. Búast má við nýrri
verðákvörðun um eða upp úr
næstu mánaðamótum. Sam-
X
r - ^
r B i 0 pOPI^ IN 1
L J
Fjölskyldubíllinn notar
2.206,9 I af blýlausu
bensíni á ári. Fyrir lækkun
var verð lítrans 52 kr.
Bensínkostnaður á ári var
Því: 114.758,80 kr.
Eftir lækkun um 2 kr. í
50 kr. verður árskostn-
aðurinn: no.345,00 kr.
Mismunurinn er:
4.413,80 kr.
Miðað viö óbreylt benslnbjald
Sem er _ __
á mánuöi. OO7,o0 kr.
Miðaö er viö fjögra manna fjölskyldu
með sama rreyslumynstur og visi-
tölufjölskyldan (4/3,78) '
Bensínsalan
í maí
98 oktan
57%
Mbl. GÓI
43%
92 oktan
kvæmt orðum ráðherranna verður
bensíngjaldið þá hækkað á ný.
Hækki það um tvær krónur, í
heild fyrir báðar tegundir bensíns,
þá er sparnaður neytandans horf-
inn, en hann hefur þó fengið að
njóta hans í um það bil tvær vik-
ur og haft út úr því rúmar 180
krónur miðað við meðaltalsfjöl-
skylduna. Hækki bensíngjaldið
meira en sem nemur þessum
tveimur krónum í verðinu, þá er
neytandinn farinn að greiða
sparnaðinn til baka, jafnvel meira
en 180 krónurnar. Þetta hefur
ríkisstjórnin vitaskuld í hendi sér
að ákveða.
Þeir sem þessa dagana njóta
verðlækkunarinnar, eru notendur
blýlauss bensíns. Ætla má, að
einhveijir notendur blýbensíns
muni skipta yftr vegna verðmun-
arins. í aprílmánuði síðastliðnum,
skiptist heildarbensínsala þannig
á landinu, að 58% var 98 oktana
blýbensín og 42% var 92 oktana
blýlaust. í maí höfðu hlutföllin
breyst lítillega, 57% sölunnar var
blýbensín og 43% blýlaust.
Flestir nýir og nýlegir bílar
mega nota blýlaust bensín, en
okkar vandamál her er, að all-
margir nýir bílar eiga að nota
háoktana bensín og ganga því
treglega á 92 oktana bensíni.
Bílgreinasambandið hefur ekki
upplýsingar um hlutfallið, eða
flölda þeirra bíla sem geta skipt
yfir á blýlaust, þannig að ekki er
hægt að segja hve margir geta
notfært sér verðlækkunina nú.
Hreinna loft?
Ein helsta forsendan sem ráð-
herramir gáfu fyrir því, að blý-
bensín var ekki lækkað nú, er sú
að verið sé með því að hreinsa
andrúmsloftið. Viðskiptaráðherra
sagði á fyrmefndum blaðamanna-
fundi, að fjögurra króna verðmun-
urinn væri æskilegur til að hvetja
fólk til að nota fremur blýlaust
bensín, af umhverfisverndará-
stæðum. Hér er stigið ákveðið
skref til neyslustýringar og er í
takt við það sem gerist með þeim
þjóðum sem lengst em komnar í
umhverfisverndarmálum á þess-
um sviðum, það er V-Þjóðveijum
og Bandaríkjamönnum. V-Þjóð-
veijar ganga reyndar svo langt,
að þeir fella niður ýmsa skatta
og gjöld af þeim bflum, sem skila
hreinustum útblæstri. I Banda-
ríkjunum hefur blýbensín nánast
horfið af markaði fyrir blýlausu.
Þess er þó að gæta, að í báðum
þessum ríkjum fæst blýlaust
bensín með hærri oktantölu en
hér á landi, auk þess sem val er
um fleiri oktantölur.
Þá er annars að gæta, sem
ekki er fyrir hendi hér, en er einna
lengst á veg komið í fyrrnefndum
löndum. Það er hreinsibúnaður
fyrir útblástur bílanna. Blýlaust
bensín skilar nefnilega lítt eða
ekkert hreinni útblæstri, ef ekki
er til staðar viðeigandi hreinsibún-
aður á pústkerfinu. Blýmengunin
hverfur vissulega að mestu, en
önnur efni koma í staðinn og þau
hreint ekki skaðlaus. Hreinsibún-
aðurinn kostar sitt og bílar með
þeim útbúnaði eru dýrari en væru
þeir án hans, auk þess sem þeir
eyða lítið eitt meira bensíni. Á
fyrrnefndum blaðamannafundi
var Jón Sigurðsson spurður hvort
stjórnvöld hyggðust bregðast við
þessu, til dæmis með því að hvetja
fólk með einhvetju móti til að
kaupa frekar bfla með hreinsibún-
aði. Hann sagði að trúlega myndi
væntanlegt umhverfisráðuneyti
taka á þeim málum.
Fyrstu skrefin til að hreinsa
útblástur bílanna hafa verið stig-
in, það er að blýlaust bensín fæst
hér og að neyslunni er stýrt með
verðlagningu. Hins vegar vantar
enn lokaskrefið til að hægt verði
að tala um árangur á þessu sviði:
Hreinsibúnað í bílana.
Verðlækkun á mjólk:
Fjögnrra manna flöl-
skylda sparar 188
krónur á mánuði
FJÖGURRA manna fjölskylda, með sömu neysluveiyur og vísitölu-
fjölskyldan, sparar 2.261,48 krónur á ári við lækkun mjólkur-
verðs um ljórar krónur lítrann sem ríkisstjómin ákvað í byrjun
vikunnar. Þetta samsvarar 188,46 krónum á mánuði. Verðlækkun-
in er 5,96%.
Vísitölufjölskyldan svokallaða
er höfð til grundvallar við reikning
framfærsluvísitölu. Þessi „fjöl-
skylda“ er 3,48 einstaklingar.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar notar vísitölufjölskyld-
an 491,87 lítra af nýmjólk og létt-
mjólk á ári. Fjögurra manna fjöl-
skylda sem notar hlutfallslega
jafn mikla mjólk, kaupir því
565,37 lítra á ári.
Fyrir lækkun kostaði mjólkin
67,10 krónur lítrinn. Á því verði
kostar ársneysla fjögurra manna
fjölskyldunnar 37.936,33 krónur.
Eftir lækkun kostar mjólkin 63,10
aura, ársneysla sömu fjölskyldu
35.674,85. Mismunurinn, sem
fjölskyldan sparar er 2.261,48
krónur á ári. Það eru 188,46 krón-
ur á mánuði og 43,49 krónur á
viku.
Fjölskyldan notar 565,4
lítra af mjólk á ári. Fyrir
lækkun var verö lítrans
67,1 Okr.
Mjólkurkostnaöur áári
varþví: 37.936,30 kr.
Eftir lækkun um 4 kr. í
63,10 kr. verður árskostn-
aöurinn: 35.674,80 kr.
Mismunur- _
inn er: 2.261,40 kr.
Sem er . 00 _0
ámánuði. lbö,5U kr.
Miöað er viö fjögra manna fjölskyldu
með sama neyslumynstur og vlsi-
töluljðlskyldan (4/3,78).