Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 19
' MOldQUKHLABIÐ iFJCMJMHPLflft £5. j JÚNÍ; ■}
C 19
Tímaritið Private Eye gjaldþrota?
Hæstu skaða-
bætur í sögu
Bretlands
EFASEMDUM UM hvort prent-
frelsi sé í raun á Bretlandi hef-
ur skotið upp kollinum eftir að
breska ádeilu- og háðblaðið
Prívate Eye tapaði skaðabóta-
kröfu Soniu Sutcliffe, eiginkonp
„Yorkshire-ripper“ morðingj-
ans. Blaðið var dæmt til að
greiða frú Sutcliffe um 54 millj-
ónir króna auk réttarkostnaðar
upp á níu milljónir vegna frétta
sem það birti um hana. Þar
sagði meðal annars að hún
hefði selt ævisögu sína til Daily
M/rrror fyrir 22 milljónir króna
og að hún hefði vitað um glæpi
eiginmanns síns. Dómnum hef-
ur verið afrýjað. Urskurði
Hæstiéttur blaðið til að að
greiða upphæðina, verður það
að öllum likindum gjaldþrota
en nú hefur verið sto&aður
sjóður því til aðstoðar.
Skaðbæturnar er þær hæstu
sem einstaklingi hafa verið
dæmdar í Bretlandi. Þær hafa
vakið furðu margra og hefur ver-
ið talað um skipulega atlögu að
blaðinu. Ian Hislop ábyrðarmaður
blaðsins segir þær tákna endalok
Private Eye þar sem því sé ekki
Ian Hislop, ritsfjóri Prí-
vate Eye, sér fram á
gjaldþrot blaðsins.
Sonia Sutcliffe gengur úr rétt-
arsalnum þar sem henni voru
dæmdar skaðabætur upp á 54
milljónir króna.
mögulegt að greiða svo háa ijár-
hæð en aðstandendur blaðsins
áttu von á að dómur hljóðaði í
mesta lagi upp á tvær milljónir
króna.
Þá hafa nokkrir aðstandendur
fórnarlamba morðingjans, sem
urðu alls þrettán, lýst undrun
sinni á hinni háu kröfu, svo og
faðir morðingjans. Frú Sutcliffe,
sem dómarinn lýsti sem vel
menntaðri, gáfaðri og úrræða-
góðri konu, neitaði öllum ásökun-
um sem tímaritið bar á hana og
sagði að með skrifum sínum hefði
það reynt að sverta mannorð sitt
í augum kviðdómsins og að ásókn
ijölmiðla hefði verið yfirþyrmandi.
Siðanefiid blaðamanna:
Flóknari o g tíma-
fi^ekari mál
NÚ LIGGJA fyrir tvær kærur
hjá siðanefnd Blaðamannafélags
íslands. Prófessor Bjarni Sig-
urðsson formaður nefndarinnar
segir að kærum til hennar hafi
fjölgað nokkuð á undanfórnum
árum.
Bjarni sagði að þótt síðustu
misserin hefðu aðeins íjórar
kærur komið fyrir nefndina væri
því ekki að leyna að kærum færi
fjölgandi og starf nefndarinnar
væri orðið viðameira en á fyrri tíð,
en nefndin tók til starfa um miðjan
sjöunda ártuginn. Fjöldi kvartana
til nefndarinnar gæti farið yfír tug-
inn á ári hveiju.
Bjarni taldi ekki að íslenskir
blaðamenn væru illvígari nú en fyrr
á árum, en þjóðfélagið væri marg-
brotnara en áður var. Samhliða því
hefur öll umræða orðið opnari og
þar að auki miklu meiri að vöxtum
og umfangi. „Þá er hætt við að
einhveijum þyki nærri sér höggvið."
011 kæruefni kreflast ítarlegrar
umfjöllunar og á síðari tímum væru
sum mál margþættari en gerðist á
fyrstu árum nefndarinnar og að
sama skapi tímafrek.
Bjarni var ekki á því að menn
væru viðkvæmari í seinni tíð, en
þeir vildu að öllu réttlæti væri full-
nægt. Siðanefndin væru nú orðin
þekktari en áður var. Síðustu árin
hafa úrskurðir nefndarinnar um
alvarleg eða mjög alvarleg brot
verið birtir í hinum brotlega fjöl-
miðli, en áður var látið nægja að
birta þá í félagstíðindum Blaða-
mannafélagsins.
Kærur og kvartanir til nefndar-
innar væru nú taldar hafa meira
fréttagildi. Til dæmis fékk kæra
landbúnaðarráðuneytisins vegna
skrifa DV um íslenskan landbúnað
nokkra umfjöllun fjölmiðla áður en
hún kom í hendur nefndarinnar.
Aðspurður sagði Bjarni að það
kæmi fyrir að nefndarmenn fréttu
fyrst af kæru til nefndarinnar í fjöl-
miðlum.
FURÐUHEIMAR
FJÖLMIÐLANNA
(Hrörnunarmerkjadeild)
Myndin gæti hugsanlega heitið
„The Assassination“ eða annað í
þessum dúr. Jafiivel „The
Invador". Myndin var tekin með
Alain Delon sem aðalleikara í
karlhlutverki en man ekki fleiri
nöfii á leikurum. Myndin gerðist
í Frakklandi og í Iran og e.t.v.
víðar___
- DV
FLUG OG BILL
VERÐ FRÁ KR.
25.800
(Verð m.v. bíl i c flokki í 2 vikurjg ^ MANN
2 fullorðna og 2 börn 2-f I óra)
íbúð í viku frá kr.
12.600
WALCHSEE
VERÐ FRÁ KR.
35.050
ÁMANN
SALZBURG er ein fallegasta borg Evrópu með
glæsilegum byggingum, leikhúsum, tónleikasölum,
fjölmörgum kaffihúsum, veitingahúsum,
ölkjöllurum og stórgóðum skemmtistöðum.
Til Salzburg er flogið í beinu áætlunarflugi og gefst
farþegum Urvals kostur á ýmsum gerðum hótela,
bílaleigubíla auk dvalar á hinum vinsæla
sumardvalarstað WALCHSEE
í WALCHSEE er Úrval með aðalbækistöð sína í
Austurríki. Þaðan skipuleggja fararstjórar Úrvals,
þau Ingunn og Rudi, vikulega dagskrá með skoðun-
arferðum, íþróttum, leikjum og grillveislum.
Þeir farþegar, sem kjósa frekar að dvelja í ZELL
AM SEE, geta líka tekið þátt í flestu því sem
Ingunn og Rudi skipuleggja ÍWALCHSEE.
Tekið er á móti farþegum á flugvellinum í
Salzburg og þeir aðstoðaðir við að fá afgreiðslu á
bílaleigubílum o.fl. Einnig er boðið upp á rútuferð
frá flugvelli og til WALCHSEE við komu og brottför.
Innifalið: Flug, flutningurtil ogfrá flugvelli í
Salzburg, gisting í íbúð með einu svefnherbergi
í tvær vikur og íslensk fararstjórn.
(Verð m.v. staðgreiðslu og 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára).
FíRÐASKRIFSTOFAN URVAl
- fólk sem kann sill fag!
FARKBRTQg
Póslhússtrœti 13 - Sími 26900
FLUGLEIÐIR