Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. JUNI 1989
11
skipulag eigi best við þar sem
mörg þjóðarbrot búi í einu ríki.
„I Suður-Afríku skiptast þegnarn-
ir í fleiri hópa eftir þjóðerni, menn-
ingu og uppruna en í Sviss og því
höfum við jafnvel enn meiri þörf
fyrir mismunandi pólitíska kosti.“
Þau telja fylkin þurfa að vera
eins sjálfstæð og mögulegt er, en
hlutverk yfirstjómar eigi að tak-
markast við utanríkismál, hæsta-
rétt og nauðsynlega samræmingu.
Tvær þingdeildir yrðu fyrir ríkið
allt, í annarri þeirra. sætu jafn
margir fulltrúar frá hveiju fylki,
óháð stærð fylkjanna, en í hinni
hefðu þau fulltrúa í hlutfalli við
mannfjölda. Þannig yrði komið í
veg fyrir kúgun meirihlutans á
minnihlutanum, en það hafa hvítir
Suður-Afríkumenn verið hræddir
um, fengju svertingjar kosningar-
étt.
Eins og fyrr segir telja höfund-
ar sjálfstæði fylkjanna skipta
miklu máli. Þau telja það síður en
svo slæmt að mikill munur yrði á
stjórnkerfum fylkjanna, þau gætu
jafnvel sett sér eigin stjómarskrá
sem þó yrði að vera innan þeirra
marka sem stjómarskrá ríkisins
alls setti. Eflaust kæmu fram mis-
munandi þjóðfélagsgerðir, allt frá
sósíalisma yfir í markaðskerfi.
Fjölbreytnin sem þannig skapaðist
gerði það að verkum að fólk gæti
búið við það skipulag sem það
helst vildi, en yfírstjórn ríkisins
tryggði rétt til að breyta um bú-
setu.
Höfundar segjast byggja á hefð
bæði Búa, sem upphaflega börðust
harkalega gegn aukinni miðstýr-
ingu Breta í Suður-Afríku, og
svertingja sjálfra einnig. Bókin
hefur enda vakið mikla athygli í
Suður-Afríku og víðar um heim.
Leiðtogar margra samtaka gegn
aðskilnaðarstefnunni hafa lýst
ánægju sinni með hugmyndir
þeirra Kendalls og Louws, jafnvel
sjálf Winnie Mandela hefur lýst
stuðningi við þær!
Höfundur er háskólastúdent.
Frá úthlutun styrlqa úr Vísindasjóði Borgarspítalans. Frá vinstri:
Leifúr Franzson ly^afræðingur, Sigurður Guðmundsson læknir ,
Gunnar H. Gunnlaugsson yfirlæknir, sem tók við styrk Jónasar
Magnússonar vegna flarveru hans, prófessor Þórður Harðarson, fúll-
trúi ættingja í stjóm Vísindasjóðsins, Gunnar Þ. Jónsson yfirlæknir
og Hannes Pétursson yfirlæknir.
Hlutn styrki úr Vísinda-
sjóði Borgarspítalans
styrk til að ljúka við doktorsritgerð
við háskólann í Lundi um fram-
leiðslu og áhrif insulíns eftir skurð-
aðgerðir, Gunnar Þór Jónsson yfir-
læknir, sem hlaut 300 þúsund
króna styrk til að vinna að rann-
sókn á umferðarslysum á höfuð-
borgarsvæðinu árin 1987 og 1988,
Sigurður Guðmundsson læknir,
sem hlaut 300 þúsund króna styrk
til að vinna að rannsókn á eftir-
verkun sýklalyfja, Leifur Franzson
lyfjafræðingur, sem hlaut 100 þús-
und króna styrk til að meta þrek
íþróttamanna og langtímaáhrif
þrekþjálfunar með mælingu horm-
óna- og próteinamagns í íþrótta-
mönnum og Hannes Pétursson
yfírlæknir, sem hlaut 200 þúsund
króna styrk til að vinna að fram-
haldsrannsókn á erfðaþáttum í
sreðklofa (schizophreniu).
STYRKJUM úr Vísindasjóði
Borgarspítalans var nýlega út-
hlutað, en að þessu sinni vora
fimm umsækjendum veittir
styrkir samtals að upphæð 1.100
þúsund krónur.
Tilgangur Vísindasjóðs Borg-
arspítalans er að örva og styrkja
vísindalegar athuganir, rannsóknir
og tilraunir, er fara fram á Borg-
arspítalanum eða í náinni sam-
vinnu við hann. Sjóðurinn var
stofnaður árið 1963 til minningar
um þá Þórð Sveinsson lækni og
Þórð Úlfarsson flugmann.
Úthlutun úr Vísindasjóðnum fór
að þessu sinni fram á afmælisdegi
Þórðar Úlfarssonar, en hann hefði
orðið fimmtugur þann 14. júní
síðastliðinn. Þeir sem styrkina
hlutu voru Jónas Magnússon lækn-
ir, sem hlaut 200 búsund króna
ÖRUGG LEIÐ
TIL IÆKKUNAR
SKATTA
og til að eignast eigið húsnæði
m
úsnæðisreikningur er verð-
tryggður sparnaðarreikningur
með bestu almennu ávöxtunarkjörum
bankans, ætlaður verðandi húsnæðiseig-
endum. Samið er um mánaðar - eða
ársfjórðungslegan sparnað til eins árs í
senn. Sparnaðartíminn er 3-10 ár og
fylgir lántökuréttur að honum loknum.
Fjórðungur árlegs sparnaðar á húsnæðis-
reikningi er frádráttarbær til tekjuskatts.
Allar nánari upplýsingar fást í sparisjóðs-
deildum bankans.
tk
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
NÝJAR VERSLANIR - NÝJAR VÖRUR
við Eióistorg 11—2. hæð
’jihunjih
I NTE RNATIONAL
v/Eióislorg,
i Kringlunni
M
XX
v/liáistorg.
i Kringiunni
i Kringlunni
v/Eióistorg.
i Kringlunni
v/Eiéistorg - i Kringlunni