Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 29 Árberg í Munaðar- nesi Framkvæmdastjóm BSRB og Veitingahúsið Árberg hafa gert samning um rekstur veitinga- staðarins í Munaðarnesi í sumar. Veitingahúsið í Munaðarnesi er opið öllum ferðalöngum frá síðdegi, dag hvern. Þjónustutímar fyrir sumarhúsa- gesti eru þannig, að matur er fram- reiddur á fimmtudögum, föstudög- um, laugardögum og sunnudögum frá klukkan 18-22 á kvöldin. Léttar veitingar eru bornar fram að því loknu. Setustofan er opin alla daga og þar getur fólk komið saman og fengið léttar veitingar afgreiddar frá klukkan 20. Grillaðstoðin er opin á sama tíma og matsalan. Stuðmenn í hljómleikaför Hljómleikaför Stuðmanna um landið hefst í dag og verða fyrstu tónleikarnir á Hellissandi í kvöld. Annað kvöld verða Stuðmenn í Vestmannaeyjum og leika þar á sérstökum afmælistónleikum Vest- mannaeyjakaupstaðar ásamt Mez- zoforte, Centaur og fleiri hljóm- sveitum. Um næstu helgi heldur hljóm- sveitin til Austfjarða og leikur á Hrolllaugsstöðum í Suðursveit föstudagskvöldið 7. júlí og á Nes- kaupsstað 8. júlí. Á för sinni um landið munu Stuðmenn kynna nýj- ustu hljómplötu sína sem nefnist Listin að lifa. Blönduós: Minnisvarði um vegagerð kvenna vígður Blönduósi. KONUR úr kvenfélaginu Hekhj í Skagahreppi og Samband aust- ur-húnvetnskra kvenna (SAHK) ætla næstkomandi sunnudag þann 2. júlí að vígja minnisvarða um þær konur á Skaga sem á árunum 1930-1933 ruddu veg á Skaga. Minnisvarðinn verður reistur á.hæð vestan við Skeið- mel í landi Kaldrana. Athöfnin hefst kl 14.30 og á eftir ætla kvenfélagskonur í kvenfélaginu að bjóða til kaffisamsætis í fé- lagsheimilinu Skagaseli. Sæta- ferðir verða frá félagsheimilinu á Blönduósi kl. 13 og verður ekið fyrir Skaga að athöfn lok- inni. Jón Sig. Fundur um Kína RÖSKVA, samtök félagshyggju- fólks við Háskóla íslands halda fund, laugardaginn 1. júlí, um atburði þá sem gerst hafa í Kina að undanfórnu. Fundurinn verð- ur haldinn í Stúdentakjallaran- um í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og hefst klukkan 16. Á fundinum mun Emil Bóasson, formaður kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins flytja erindi. Auk þess mun Steingrímur Þorbjarnar- son mæta á fundinn, en hann hefur stundað nám í Kína í tvö ár. Leiðrétting í frásögn af 100 ára afmæli Bændaskólans á Hvanneyri misrit- aðist að Byggingarstofnun land- búnaðarins hafi fært nemenda- görðum gjöf. Það mun hafa verið Stofnlánadeild landbúnaðarins og biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum mistökum. Búðardalur: Hvammsbakarí tekur til starfa á ný Búðardal. Nú hefur hafist rekstur 5 fyrrver- andi Hvammsbakaríi undir nafninu Brauðvai. Ungur bakari Ingimar Garðarsson hefur tekið húsnæðið og áhöld á leigu af þrotabúi Kaup- félags Hvammsfjarðar og Sam- vinnusjóði og hyggst reka hér bruð- gerðarhús. Það er von Dalamanna og nágranna að þetta takist vel til. Byijunin lofar góðu og fram- undan er annatími. Kristjana Yfirlýsing um friðlýst Norðurhöfþolir enga bið „NÝLEG DÆMI um slys í Norð- urhöfum sanna að yfirlýsing um friðlýst norðurhöf þolir enga bið,“ segir í ályktun sem Kvennalistinn hefur sent frá sér. í ályktuninni segir einnig, meðal annars: „Það er krafa Kvennalist- ans að íslensk stjórnvöld mótmæli harðlega gáleysislegum siglingum risaveldanna umhverfis ísland og í norðurhöfum. Eina svar okkar við þeim válegu tíðindum sem borist hafa er bann við umferð kjarnorku- knúinna skipa og skipa sem hafa kjarnorkuvopn um borð.“ Afinælishátíð Fellahellis Félagsmiðstöðin Fellahellir er tíu ára á þessu hausti og af því tilefiii verður haldin afinælis- hátið 19. ágúst nk. Aftnælishátíð- in verður útitónleikar sem haldnir eru undir nafninu Ryk- krokk. Rykkrokktónleikamir hafa verið árlegur viðburður í Fellahelli síðustu ár, en að þessu sinni verður meira í lagt og meðal annars leitað eftir „bílskúrshljómsveitum" sem ekki eða sjaldan hafa komið fram áður til viðbótar við eldri hljóm- sveitir. Þegar er búið að festa nokkrar hljómsveitir sem fram munu koma, en þeirra á meðal eru: Sykurmolarnir, Langi Seli og Skuggarnir, Júpíters, Laglausir, Bootlegs og Bróðir Darwins. Tón- leikunum verður öllum útvarpað beint á Rás 2. Þær hljómsveitir sem áhuga hafa á að fá að koma fram eru beðnar að hafa samband við Fellahelli. Háskólabíó sýmr „Svikahrappa44 HÁSKÓLABlÓ hefiir tekið til sýninga myndina „Svikahrapp- ar“. Með aðalhlutverk fara Mic- hael Caine og Steve Martin. Leik- stjóri er Frank Oz. Lawrence Jamison (Michael Caine) býr í höll á Miðjarðarhafs- strönd Frakklands umkringdur þjónustufólki og gerir sér það til dægrastyttingar að grípa í rúllettu- spil einstaka sinnum. ÁRNAÐ HEILLA HJÚSKAPARAFMÆLI. í dag,_30. júní, eiga 40 ára hjú- skaparafmæli hjónin Ingibjörg Ólafsdóttir bókavörður og Ingólfur Aðalsteinsson framkvæmdasljóri Borgarvegi 28 Ytri Njarðvík. Þau eru að heiman í dag. ára aftnæli. í dag föstudag 30. júní, er fimmtugur Birgir Hólm Björvinsson, Fjarðarseli 30, bátsmaður á ms Laxfossi. Hann hefur stundað sjó- mennsku í yfir 30 ár og þar af á skipum Eimskips í 23 ár. Kona hans er Edda Svav- arsdóttir, eiga þau 3 börn. Þau hjón taka á móti gestum í tilefni dagsins í sal múrara að Síðumúla 25 í dag, af- mælisdaginn kl. 18.00 - 21.00. Nýjung á íslandi Teflon á bílinn Hversvegna að þræla og puða við að bóna bfla, þegar önnur ráð eru fundin? „TEFLONHÚГ — er hún ekki lausnin fyrir þig? Allir geta teflonhúðað bílinn sinn sjálfir. Teflonið gerir glansandi áferð sem fer ekki af þó að bíllinn sé tjöru- og sápuþveginn aftur og aftur og endist því sér- staklega vel. Aðalvinnan felst í því að hreinsa bflinn vel, áður en teflon er borið á hann, einnig á rúður og króm. Það er látið þorna. Síðan er þurrkað yfír með klút. Sé ver- ið að húða bílinn í fyrsta sinn er gott.að endurtaka þessa meðferð. í teflonhúð er ekki vax, það er hált og hrindir vel frá sér óhreinindum, hindrar ísmyndun og auðveldar þrif. Þessvegna er teflonhúð mikið notuð á bfla, báta, flugvélar og fjölmarga aðra hluti, til að létta vinnuna við þrifín í daglegum önnum. Einkaumboð á íslandi hefur Sjónval, Grensásvegi 5, sími 39800. Norrænir vega- gerðarmenn funda á Hótel Sögu í dag ÁRSFUNDUR tveggja fasta- nefnda Norræna vegtæknisam- bandsins er haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík í dag. Fundinn sækja 90 vegagerðarmenn af Norður- löndum. Bandaríkjamaðurinn Damien J. Kulash heldur fyrirlest- ur á fundinum um svokallaða SHRP-áætlun. Norræna vegtæknisambandið er samband vega- og gatnagerðar- manna hjá ríki og einkafyrirtækjum á Norðurlöndum. Það þingar á nokk- urra ára fresti en faglegt starf fer fram í 16 fastanefndum. íslendingar taka þátt í starfi sex þeirra. Vega- málastjórar í hverju landi eru for- menn sambandsins þar. Önnur nefndin sem nú fundar í Reykjavík fjallar um gerð asfalt- bundinna slitlaga, hin um viðhald og rekstur vega. Stefán Hermannsson, aðstoðarborgarverkfræðingur, er formaður íslandsdeildar fyrri nefnd- arinnar og Jón B. Jónsson, yfirverk- fræðingur hjá Vegagerð ríkisins, gegnir formennsku í Islandsdeild hinnar síðari. Bandaríski fyrirlesarinn talar klukkan níu fyrir hádegi í dag. Hann er framkvæmdastjóri verkefnis vest- anhafs er nefnist „Strategic High- way Research Program". Þijú styttri erindi verða haldin á fundinum sem er opinn áhugafólki. „Gerviefni“ bók frá AB 1968 „Teflon byrjar ekki að bráðna í’yrr en við 325° C, 93 gráðum hærra hitastig en hræðslumark tins. Og jafnvel við þetta hitastig verður það ekki að vökva, en breytist í gagnsa-tt hlaup. Kuldi hefur jafnlitíl áhrif á það. Við -^265° C, aðeins fáum stigum ofan við algjöran núllpunkt, helst það óbreytt. far sem Teflon veigrar sér við að bindast nokkru efni, jafnvel um stundarsakir, getur ekkert loðaö við það. Önnur efni renna um yfirborð þcss svo auðveld- lega, að dúkar úr Teflon hafa vcrið not- aðir, til sýningar aðeins, í stað íss á skautasvelli. Teflon var fyrst notað í heimsstyrjöld- inni síðari. Stuttu eftir að það var búið til, var það tekið í notkun í sambandi við Manhattan áætlunina um smíði kjarnorkusprengjunnar. Verkfræðing- um var sá vandi á höndunt að finna efni, sem var nægjanlega óvirkt til að standast tæringu flúorgassins, scm var notað til að skilja geislavirka úraníum 235 ísótópinn frá óvirka ísótópnum úraníum 238. Teflon reyndist vera lausnin og.sama máli gegndi um mörg önnur vandamál viðkomandi stríðinu. Þá var það einnig notað til að einangra leiðslur í ratsjám og flugvélamótorum og ennfremur til að fóðra geyma með fljótandi eldsneyti, sem var svo kalt. að fóður úr venjulegum efnum fraus." Auglýsing smá auglýsingor t*JÓNUSTA National ofnaviðgerðir og þjónusta. National gaseldavélar með grilli fyrirliggjandi. RAFBORG SF., Rauðarárstíg 1, s. 622130. ¥ ÉLAGSÚF Bænastund verður i Grensás- kirkju í dag, laugardag kl. 10.00. Allir vejkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 oq 19533. Helgarferðir Ferðafélagsins: 30. júní-2. júlf: Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Nú er rétti timinn til þess að njóta sumarleyfisins i Þórsmörk. Af- sláttur ef gist er lengur en þrjár nætur. Kannið verð og tilhögun. Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. 30. júní-2. júlí: Dalir - gengin gömul þjóðleið frá Flvammi í Fagradal. Gist i svefnplássi á Laugum, Sælingsdal. Farar- stjóri: Einar Gunnar Pétursson. 30. júni-2. júlí: Öræfajökull. Gist i tjöldum við þjónustumið- stöðina I Skaftafelli. Brottför föstudag kl. 08.00. Fararstjórar: Magnús Guðlaugsson og Sigur- jón Hjartarson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. /c(íi\ FERÐAFÉLAG (j55u ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SIMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardagur 1. júlt kl. 10.00 - Gengið yfir Esju. Gengið upp fjallið að sunnan og komið niður i Kjósinni. Verð kr. 1.000,-. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Sunnudagur 2. júlí kl. 13.00 - Selatangar/fjölskylduferð. Þessi ferð er sérstaklega skipu- lögð fyrír fjölskyldufólk með börn. Ekið verður um Grindavik áleiðis að Selatöngum, sem er gömul verstöð miðja vegu milli Grindavikur og Krýsuvíkur. Margt forvitnilegt er þar að sjá, s.s. verbúðarústir, tófugildrur o.fl. Fararstjóri: Höskuldur Jónsson. Verö kr. 1.000,-. Kl. 08. Þórsmörk - dagsferð. Sumarleyfi í Þórsmörk er ódýrt og eftirminnilegt. Afsláttur ef gist er fleiri nætur en þrjár. Miðvikudagur 5. júli: Kl. 08 Þórsmörk - dagsferð. Kl. 20.00 Gálgahraun - kvöldferð. ' Létt rölt um Gálgahraun á Álfta- nesi. Verð kr. 400,-. Brottför í ferðirnar er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bil. Fritt fyrir börn. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.