Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989
17
Nefnd um íjölmiðlakennslu skilar áliti:
Eins árs blaðamennskunám
verði tekið upp við Háskólann
Fj ölmiðlafiræðsla efld á öðrum skólastigum
NEFND um ijölmiðlakennslu hefur skilað áliti til menntamálaráð-
herra. Nefiidin leggur til að við félagsvísindadeild Háskóla Is-
lands, í samstarfi við lagadeild og heimspekideild, verði í haust
tekið upp eins árs nám í blaðamennsku, sem ætlað verði fólki
með háskólapróf í öðrum greinum. Einnig skuli félagsmönnum í
Blaðamannafélagi fslands, Félagi fréttamanna eða öðrum starf-
andi blaða- og fréttamönnum gefinn kostur á að sækja nám á
hinni nýju námsbraut. Nefiidin hefur að auki gert tillögur um
eflingu Qölmiðlakeimslu á öðrum skólastigum en háskólastigi.
Nefndin leggur til að við Háskóla
íslands verði ráðinn kennslustjóri,
sem falin verði umsjón með skipu-
lagi námsins, auk þess að annast
kennslu í fjölmiðlastörfum. Við hlið
hans sfarfi þriggja manna náms-
stjórn, skipuð fulltrúm frá félagsv-
ísindadeild, lagadeild og heimspeki-
deild. Þar sitji einnig einn fulltrúi
nemenda og áheyrnarfulltrúar frá
samtökum blaða- og fréttamanna
og íjölmiðlunum.
Nefndin leggur til að námið verði
alls 45 einingar, þar af 12 einingar
vettvangsþjálfun á einhverjum fjöl-
miðlanna undir eftirliti kennslu-
stjóra. Kenndur verði inngangur að
málfræði, meðferð ritaðs máls og
talaðs, fjölmiðlafræði, íjölmiðiarétt-
ur og íslenzkt nútímamál.
í greinargerð nefndarinnar segir
að í nágrannalöndunum sé hagnýt
fjölmiðlun ýmist kennd á grunnstigi
háskólanáms eða framhaldsstigi.
Nefndin hafi valið síðarnefnda fyr-
irkomulagið í tillögum sínum vegna
þess að kostur þess sé sá að það
skili íjölskrúðugri og fjölmenntaðri
hópi og sjálfstæðari einstaklingum
en raun yrði á ef nemendur rynnu
beint inn á sérhæfða fjölmiðlanáms-
braut frá prófborði framhaldsskól-
ans. Annar kostur sé sá að kennsl-
an verði tiltölulega ódýr vegna hins
skamma námstíma og einnig vegna
þess að byggt verði í ríkum mæli
á námskeiðum, sem þegar séu
kennd við HÍ. „Að því lpyti getur
námsbraut í hagnýtri íjölmiðlun
orðið merk nýjung í starfi háskól-
ans, auk þess sem hér er lagt til
náið samstarf þriggja háskóladeilda
sem einnig má teljast nokkurt ný-
mæli. Hér er einnig lagt tii sam-
starf háskólans og fjölmiðlanna um
vettvangsþjálfun, sem ætti að verða
til styrktar og aukins skilnings á
báða bóga,“ segir í greinargerð
nefndarinnar.
Nefndin rekur í greinargerð sinni
fjölgun og útþenslu ijölmiðla á
síðustu árum. „Fjöldi þess fólks sem
starfar við fjölmiðlun hefur aukizt
í samræmi við ofangreinda þenslu
og hefur það óhjákvæmilega leitt
til töluverðrar röskunar á hlutfall-
inu milli kallaðra og útvalinna.
Þessum vanda verða forráðamenn
fjölmiðla að bregðast við,“ segir í
greinargerðinni.
Auk þess að gera tillögur um
háskólanám í blaðamennsku gerði
nefndin tillögur um fjölmiðla-
fræðslu á grunnskóla- og fram-
haldsskólastigi. Nefndin leggur til
að á báðum skólastigunum verði
sett á stofn embætti námsstjóra í
fjölmiðlafræðslu, og er gert ráð
fyrir að það geti orðið sama embæt-
tið. Þá verði útgáfustarfsemi
fræðsluvarps efld, fjölmiðlafræðsla
fái fastan sess í almennri kennara-
menntun og endurmenntunarná-
mskeiðum um ijölmiðla fyrir starf-
andi kennara verði fjölgað.
Hvað grunnskólann sérstaklega
varðar leggur nefndin einnig til að
kennsluefni og verkefni um fjöl-
miðla verði með kerfisbundnum
hætti sett inn í skyldunámsefni í
efri bekkjum grunnskóla í móður-
málsfræðslu og samfélagsgreinum.
Þá efni fræðsluskrifstofur til þróun-
arverkefna um fjölmiðla og nýstofn-
settur þróunarsjóður verði nýttur
til að efla fjölmiðlakennslu. Nefndin
telur að í nýjum drögum að aðaln-
ámskrá grunnskóla sé lagður góður
grunnur að fjölmiðlafræðslu í
grunnskólum.
í tillögum um framhaldsskólann
er lagt til að kennsluefni og verk-
efni um fjölmiðla verði sett kerfis-
bundið inn í námsáfanga í tungu-
málum, móðurmáli og félagsvís-
indagreinum. Þriggja þrepa valá-
fangar um íjölmiðla skuli einnig
standa nemendum á öllum brautum
framhaldsskóla til boða. Þá er lagt
til að tengsl framhaldsskólans og
fjölmiðlanna verði styrkt með skipu-
legum hætti.
í greinargerð með tillögunum um
framhaldsskólann segir að nefndar-
menn séu á einu máli um að koma
þurfi í veg fyrir þann misskilning,
sem nokkuð hafi borið á, að fram-
haldsskólastigið sé rétti vettvangur-
inn til að sérhæfa sig í blaða-
mennsku eða öðrum fjölmiðlastörf-
um.
▼ ▼▼▼▼▼▼ 'T'VY'W
▼▼▼▼
FRUMSYNING
á Paloma Picasso
matar & kaffistellum
3 mynstur
▼ ▼▼▼
sýning
LAUGARDAG
1. júlí kl. i^-ió00
0CO1U7S
Hafnarstræti 17 — sími 22850
AAAAAAAAAAA
Tóvinna í bás Búnaðarsambands Austurlands.
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Egilsstaðir:
Fjölmenni á Drekanum 89
Egilsstöðum.
SÝNING á starfsemi fyrirtækja á Austurlandi verður í íþróttahús-
inu á Egilsstöðum opin til 2. júlí. Um þtjú þúsund manns skoðuðu
sýninguna um síðustu helgi og undruðust margir hve atvinnulíf
á Austurlandi er í raun flölbreytt. Þarna sýna yfir 100 aðilar í
75 sýningarbásum á úti- og innisvæði. Allar heistu framleiðslu-
og þjónustugreinar á Austurlandi eiga fulltrúa á þessari sýningu.
Bás Búnaðarsambands Austur-
lands hefur vakið mikla athygli
sýningargesta. Þar er boðið upp á
sýnikennslu' á úrvinnslu ullar eins
og hún tíðkaðist í baðstofum í
gamla daga með þeim verkfærum
sem þá voru notuð. Vöktu þessi
vinnubrögð forvitni þeirra yngri en
ljúfar minningar þeirra eldri. Fatn-
aður úr sútuðu hreindýraskinni er
til sýnis og hefur hann vakið sér-
staka athygii fyrir það hve mjúkt
leðrið í honum er. Hreindýraskinn-
um hefur hingað til verið hent en
nú er þama búið að finna markað
fyrir þau. Sagði Aðalsteinn Aðal-
steinsson á Vaðbrekku að skinna-
verksmiðja Sambandsins á Akur-
eyri væri tilbúin að taka öll hrein-
dýraskinn sem bærust til verkunar.
Kvaðst hann vona að þangað bær-
ust öll skinn en úr þeim mætti
framleiða verðmætan tískufatnað.
Nasl úr lambakjöti hefur einnig
vakið mikla athygli. Naslið er unn-
ið úr slögum kryddað og þurr-
steikt. Þannig matreitt þykir það
mesta lostæti.
Sjávarútvegurinn á þama sína
fulltrúa. Lifandi eldislax er þarna
í keijum. Á útisvæði er 10 tonna
bátur með öllum búnaði. Einnig er
þarna til sýnis línubeitingarvél fyr-
ir minni báta. Vélasamstæðan er
framleidd af fyrirtækinu Létti á
Egilsstöðum og var fyrir skömmu
á sjávarútvegssýningunni í Bella
Center í Kaupmannahöfn þar sem
hún vakti mikla athygli.
- Björn
Steinvari 2000
Pegar engin önnur málning er nógu góð
Þeir sem vilja vanda til hlutanna, cða berjast
gegn alkalí- og frostskemmdum, mála með
Steinvara 2000 frá Málningu hf.
Steinvari 2000 býður upp á
kosti, sem engin önnur
utanhússmálning á stein
hefur í dag. Hann stöðvar
því sem næst vatnsupptöku
steins um leið og hann gefur
steininum möguleika á að
„anda“ betur en hefðbundin
plastmálning. Viðloðun
Steinvara 2000 við stein er
gulltrygg, unnt cr að mála mcð honum við
lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolir regn
eftir urn eina klst. og hylur auk þess
fullkomlega í tveimur um-
ferðum. Steinvari 2000 er
góð fjárfestmg fyrir húseig-
endur. Veðrunarþol hans og
ending er í sérflokki og
litaval fallegt. Steinvari
2000 er málning fagmanns-
ins, þegar mæta þarf hæstu
kröfum um vernd og end-
ingu.
Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er
imálriinghf
- það segir sig sjálft -