Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 26
26:
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTODAGUR 30. 'JUNÍ 1989
Dýpkunarskipið Grettir við uppgröft úr Dalvíkurhöfn.
Dalvíkurhöfti dýpkuð:
Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson
Haftiarnefiid vill að Dal-
víkurhöfti verði tollhöfii
FRAMKVÆMDIR eru hafhar við dýpkun Dalvíkurhafnar en ráð-
gert er að grafa upp úr höfninni um 40.000 rúmmetra. Það er
Dýpkunarféalgið hf. á Siglufirði sem hefur verkið með höndum og
er Grettir, gröfuskip félagsins, notaður til verksins. Þetta er mesta
og kostnaðarsamasta framkvæmdin á vegum bæjarfélagsins í ár og
jafhframt sú veigamesta. Áætlaður kostnaður við verkið eru um 18
milljónir króna en á fjárlögum þessa árs eru um 10 milljónir til
Dalvíkurhafnar og verður bærinn því að fjármagna það sem á vantar.
Dýpkun hafnarinnar var orðin kvæmd skapast betra pláss í höfn-
mjög brýn. Umferð flutningaskipa
hefur aukist mjög á undanförnum
árum og áttu þau orðið erfítt með
að athafna sig í höfninni sökum
þess hve grunn hún var. Þá var
ekki hægt að láta Björgvin, hinn
nýja togara Útgerðarfélags Dalvík-
inga, liggja við bryggju í höfninni
yfir vetrarmánuðina þar sem hann
tók í botn í fjöru. Við þessa fram-
inni fyrir stærri báta og skip en
viðlegupláss fyrir smábáta minnkar
þar sem nauðsynlegt var að rífa
„litlu bryggju" sem var orðin göm-
ul og hrörleg. Hafnarnefnd hefur
lýst áhyggjum sínum yfir aðstöðu-
leysi trillubáta í höfninni og hefur
til athugunar á hvem hátt leysa
megi úr því.
A síðasta fundi hafnarnefndar
fóru fram viðræður við fulltrúa úr
hafnamefnd Ólafsfjarðar um aukið
samstarf og samvinnu bæjarfélag-
anna á sviði hafnarmála. Með bætt-
um samgöngum samfara göngun-
um um Olafsfjarðarmúla þykir sýnt
að koma megi við meiri samnýtingu
bæjanna á hafnarmannvirkjum á
Dalvík. Ekki var gengið frá neinum
samþykktum að svo komnu máli
en fyrirhugað er að halda viðræð-
unum áfram.
Á sama fundi hafnarnefndar
Dalvíkur var ákveðið að freista
þess að auka þjónustuhlutverk
hafnarinnar með því að óska eftir
því að Dalvíkurhöfn verði gerð að
tollhöfn.
Tíu stéttar- og starfsmannafélög:
Stuðningur við stór-
iðju við Ejrjafjörðinn
TÍU stéttar- og starfsmannafélög á EyjaQarðarsvæðinu hafa
samþykkt ályktun þar sem lýst er fullum stuðningi við sveitar-
stjórair á svæðinu um áframhaldandi viðræður við stjómvöld
um stóriðju og staðsetningu hennar við Eyjafjörð.
Þóra Hjaltadóttir formaður Al-
þýðusambands Norðurlands, fyrir
hönd stéttarfélaganna við Eyja-
íjörð sendi iðnaðarráðherra álykt-
unina í gær, en hún var samþykkt
á fundi félaganna í fyrradag. Þóra
segir í bréfi sínu til ráðheiTa að
vonast sé til að samþykktin verði
jákvætt innlegg í þá umræðu sem
nú fer fram varðandi atvinnuupp-
byggingu við fjörðinn.
Þá minnir hún einnig á sam-
þykkt frá 17. þingi Alþýðusam-
bands Norðurlands, en þar segir
m.a.: „í framhaldi af Blönduvirkj-
un ber að gera sérstaka athugun
á hvaða möguleikar eru á Norður-
landi til að nýta þá orku, sem
skapast til almennrar atvinnuupp-
byggingar og nýiðnaðar. Nefna
má í því sambandi orkufrekan iðn-
að við Eyjaíjörð."
Á fundi tíu stéttar- og starfs-
mannafélaga í Eyjafirði var lýst
yfir fullum stuðningi við sveitar-
stjómir á svæðinu um áframhald-
andi viðræður við stjórnvöld um
stóriðju og staðsetningu hennar
við Eyjafjörð. „Fundinum er ljóst
að ef Eyfirðingar eiga að halda
hlut sínum í mannfjöldaþróun mið-
að við landið í heild, verður að
styrkja atvinnulífið við íjörðinn svo
um munar. Það verður tæpast
gert nema með stórfelldri atvinnu-
uppbyggingu á sviði iðnaðar," seg-
ir í ályktun fundarins.
Undir ályktunina skrifa for-
menn eftirtalinna félaga: Félag
málmiðnaðarmanna, Félag versl-
unar- og skrifstofufólks á Akur-
eyri og nágrenni, Iðja, félag verk-
smiðjufólks, Rafvirkjafélag Norð-
urlands, Sjómannafélag Eyjafjarð-
ar, Trésmiðafélag Akureyrar,
Verkalýðsfélagið Eining, Starfs-
mannafélag Akureyrarbæjar,
Starfsmannafélag Dalvíkurbæjar
og Starfsmannafélag Ólafsfjarð-
arbæjar.
Hraðirystihús Ólafsgarðar hf.:
Heimamenn liafa þegar safiiað
70 milljónum króna í hlutafé
HLUTAFJÁRSÖFNUN sem staðið hefur yfír í Ólafsfirði vegna Hrað-
frystihúss ÓlafsQarðar hf. liefur gengið vel og hafa nú safnast nær
70 milljónir króna, en kröfur voru gerðar til heimamanna um söfnun
hlutafjár fyrir um 70-80 milljónir króna.
Fyrirhugað er að hafa almennt
hlutafjárútboð þar sem einstakling-
um verður gefinn kostur á að' taka
þátt í stofnun hins nýja sameinaða
Fundaferð Kvenna
listakvenna lýk-
ur á Akureyri í dag
Kvennalistakonur hafa ferðast
um landið og haldið fiundi síðari
hluta júnímánaðar og lýkur ferð
þeirra á Akureyri í dag, fostudag.
Þar heimsækja þær vinnustaði,
halda torgsölu, og opinn fund í
Zonta-húsinu í kvöld.
Fundaferð Kvennalistakvenna bar
yfirskriftina „Konur - sláum hring
um landið“ og hófst 21. júní. I þess-
ari viku hafa þær heimsótt Vestur-
land, Austurland og Norðurland
eystra.
frystihúss. Landsbanki íslands og
Byggðastofnun hafa þegar ákveðið
að kaupa hlutdeildarskírteini í hinu
nýja félagi fyrir samtals um 75 millj-
ónir króna. „Hlutafjársöfnunin hefur
gengið vel, menn hafa tekið jákvætt
í þetta og mér sýnist að við séum
að nálgast 70 milljónir króna,“ sagði
Gunnar Þór Magnússon stjórnar-
formaður Hraðfrystihúss Ólafsfjarð-
ar hf.
Aðalfundur HÓ verður haldinn
fljótlega, eða einhvern tíma í næstu
viku og í framhaldi af honum fram-
haldsaðalfundur með nýjum hluthöf-
um þar sem kosin vérður ný stjórn
félagsins og breytingar gerðar á
samþykktum félagsins.
Gunnar sagði að reksturinn hefði
gengið vel þann tíma sem frysti-
húsið hefur verið í gangi, eða frá
lokum marsmánaðar. „Það hefur
meiri afli borist að landi og rekstur-
inn er jákvæður það sem a_f er.“
Yfir 60 manns vinna nú hjá HÓ, sem
er stærsti vinnustaðurinn í Ólafs-
firði.
Góðar horfur er á að rækjuvinnsl-
an fari í gang eftir helgi og er stefnt
að því að hefja þar vinnslu næsta
þriðjudag. Snæbjörgin er á leið á
miðin og að líkindum bætist Guð-
varður einnig við og jafnvel fleiri
bátar. Rækjuvinnslan hefur verið
stopp frá því á síðasta sumri. Gunn-
ar sagði að starfsfólk að vinnslunni
yrði ráðið í dag, en óijóst væri hversu
margir fengju vinnu við rækjuna þar
sem ekki liggur fyrir hversu margir
bátar héldu á rækjuveiðar.
Gunnar sagðist ekki vilja spá fyr-
ir um hvað við tæki á haustmánuð-
um, en sagði menn vongóða um að
úr rættist. Hann sagði að líkt og
hjá öðrum vantaði kvóta á staðinn.
„Við gætum haldið uppi meiri dampi
í vinnslunni ef við hefðum meiri
kvóta.“ Hann taldi að á milli 1.000
og 1.500 tonn vantaði upp á svo
hægt yrði að haida uppi fullri vinnu
út árið. Engar sumarlokanir verða
hjá frystihúsinu og sagði Gunnar að
búið væri að tryggja hráefni yfir
sumarið.
„Við lítum nú bjartari augum til
framtíðarinnar og vonumst til að
framhaldið verði gott,“ sagði Gunn-
Gagnfræðaskól-
inn á Akureyri:
Þrír sækja
um stöðu
skólastjóra
ÞRJÁR umsóknir bárust um
stöðu skólastjóra Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, en
umsóknarfrestur rann út
nýlega. Sverrir Pálsson sem
gegndi stöðu skólastjóra um
árabil lét af störfiim í vor.
Þeir sem sóttu um stöðuna
vom Baldvin Bjarnason settur
skólameistari Verkmennta-
skólans á Akureyri, Karl Er-
lendsson skólastjóri Þelamerk-
urskóla og einn sem óskar
nafnleyndar.
Björn Jósef Arnviðarson
formaður skólanefndar sagði
að skólanefnd myndi skila sínu
áliti í næstu viku og senda það
fræðslustjóra sem síðan mun
koma því til ráðherra. Björn
Jósef sagðist vonast til að
búið yrði að ganga frá ráðn-
ingu skólastjóra um miðjan
næsta mánuð, en staðan er
veitt frá 1. ágúst næstkom-
andi.
íslandsmótið Hörpudeild Akureyrarvöllur í kvöld kl. 20
ÞOR-VALUR
Allir á völlinn í kvöld!
Sökudólgmr útbrotafaraldurs í Grímsey fiindinn:
Bakterían pseudo-
monas olli útbrotunum
- sjúklingar á góðum batavegi
ÞAÐ VAR bakterían pseudomonas aeruginosa sem olli útbrotafar-
aldri sem upp kom í Grímsey um miðjan mánuðinn eftir að eyjar-
skeggjar höfðu stungið sér í nýja sundlaug. Klórblöndun sundlaugar-
vatnsins fór niður fyrir viðmiðunarmörk einhveija daga og er líkleg-
ast talið að þá hafi bakterían náð að fjölga sér og sýkja sundlaugar-
gesti. Yfir fjörutíu manns fengu útbrot, en þeir eru nú á góðum
batavegi. Laugin hefur verið opnuð afltur efltir sótthreinsun.
VÖRP
ifipnr
TbrirTT
VAL
í fréttatilkynningu frá Ólafi H.
Oddssyni héraðslækni á Norður-
landi eystra segir að af þeim sem
fengu einkenni hafi flestir fengið
útbrot, en sumir bæði útbrot og
óþægindi í augu og eyru. Sjúk-
dómseinkennin má rekja til bakter-
íunnar pseudomonas aeruginosa, en
hún ræktaðist frá nokkrum ein-
staklingum með einkenni.
Smitleiðin virðist hafa legið um
sundlaug staðarins, en klórblöndun
sundlaugarvatnsins mun hafa farið
niður fyrir viðmiðunarmörk ein-
hvetja daga. Bakterían hefur þá
náð að fjölga sér og sýkja sundlaug-
argesti. Hún þrífst mjög vel í raka
og getur hafa borist úr umhverfi
eða með fólki, en engin leið er að
rekja það til hlítar, segir í tilkynn-
ingu héraðslæknis.
Heilbrigðisfulltrúi tók sýni úr
sundlaugarvatninu þann 15. þessa
mánaðar og fundust þá engar bakt-
eríur í vatninu og klórblöndun var
eðlileg.