Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 9
MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 9 Nýr sendiherra Víetnams á íslandi: Aukið frelsi forsenda efhahagsumbóta Kapítalisminn lengi lifi! Fyrir nokkrum dögum birtist hér í blaðinu samtal við Nguyen Dunh Phuong nýskipaðan sendiherra Víetnams á íslandi. Helsti boðskap- ur hans er sá, að markaðurinn, framboð og eftirspurn, eigi að ráða efnahagslífinu. Við eigum líklega von á því bráðlega að Vítneam- félagið fari að álykta í þessa veru. Komist markaðskerfi á í Víetnam og kommúnisminn og alræði hans víki er von til þess að fólk hætti að flýja þaðan milljónum saman. í Staksteinum í dag er vitnað í grein eftir Bent Jensen, sem birtist í danska dagblaðinu Jyllands- Posten fyrir skömmu og fjallar um viðhorf viðurkennds sovésks hagfræðings. Markaðskerfið Sovéski hag-fræðingur- inn Larisa Pijasjeva hyll- ir frjálst markaðskerfi og skorar sjálfa Marx og Lenín á hólm. Fyrir tveim árum ritaði hún grein í timaritíð Novíj Mir undir dulnefiiinu L. Popkova. Greinin bar heitið „Hvar eru kökum- ar stærstar?“ og vaktí mikla athygli. Greinar- höfundur sló því nefhi- lega föstu að ekki væri hægt að beita markaðs- búskap þar sem sósialísk hagfræði væri höfð í há- vegum. Valið stæði á milli efiialegrar hagsældar og hugsjóna sóíalismans, var skoðun L. Popkovu í Novíj Mir. Hvarvetna þar sem markaðsbúskapur væri látinn ráða ferðinni ríkti hagsæld en and- stæðan væri uppi á ten- ingnum í löndum áætlun- arbúskapar sósíalismans. Pjjasjeva hrósaði kapítal- ismanum fyrir að stuðla að friði og spáði honum glæstri framtíð; þar með vísaði hún kreddum marx-leninismans um kapítalismann sem undir- rót styijalda út í ystu myrkur. í viðtali sem blað ungkommúnista, Komsomolskaja Pravda, tók nýlega við Pijasjevu, færir hún nánari rök fyr- ir máli sínu. „Ég er enn sem fyrr sannfærð um að efhaleg hagsæld getur ekki átt samleið með hugmynd- um sósíalismans. Reynsla okkar í 70 ár og reynslan annars staðar í heiminum sannar okkur að sósíal- isminn getur ekki vísað okkur leið út úr ógöngunum." Larisa Pij- asjeva vísar á bug þeirri skoðun ýmissa hug- myndafræðinga marx- ismans að fólk hafi mis- skilið Marx og Lenín og þess vegna hafi aldrei tekist að byggja upp raunverulcgan sósíal- isma í Sovétrílgunum. „Það er vinsælt sjónar- mið núna að til séu tvær tegundir af sósíalisma; önnur sönn en hin ÍÖlsk. Ég álít að þessu sé ekki svo háttað. Sem stendur er ég að skrifa bók um félagslegt réttlæti og af því tilefiii hef ég sökkt mér niður í sögu sovéska kommúnistaflokksins. Það hefur orðið til að staðfesta endanlega fyrri hugmyndir mínar.“ Réttarríkið Og Pijasjeva heldur áfram: „Ógnarstjómin hófst 1918 og Solovetskíj- fangabúðirnar voru reist- ar þegar árið 1923. Sjálf vil ég fremur þjóðfélag réttarríkisins þar sem megináherslan er lögð á að veija einstaklinginn fyrir ágangi ríkisvaldsins og ekki öfugt. Nú er runninn upp tínu lýðræðislegs sósíafisma [í Sovétrílgunum] og sagt er að Lenín hafi verið fylgjandi markaðsbú- skap. Þagað er yfir öllum þeim formælingum sem hann notaði þegar hann minntist á peninga og markaðsöflin, hvemig hann barðist af ástríðu gegn anda kapítalism- ans.“ Pijasjeva er sérfræð- ingur í málefiium Norð- urlanda og sænskur „sós- íalismi" er til fyrirmynd- ar, að hennar áliti. Þar gæti ríkisvaldið þess að láta markaðsöflin annast framleiðslu og verð- myndun, þjóðnýting sé jafiivel minni en í Banda- rðgunum. Ríkið sjái síðan um að dreifa vemlegum fjárhæðum til félags- mála. Talsmenn sovét- kerfisins hafa löngum stært sig af því að mennt- un, almannatryggingar og læknishjálp séu ókeypis í Sovétrilgunum. „Þetta hefur lengi ver- ið uppáhaldstuggan okk; ar,“ segir Pijasjeva. „í reynd er ekkert af þessu ókeypis. Það em til tvær leiðir í þessum málum. Annars vegar er hægt að greiða fólki óskert laun og láta það síðan sjálft um að greiða fyrir ofangreinda þjónustu. Hins vegar er hægt að leggja allt í einn pott sem ríkið lætur megnið af öll- um tekjum renna í og eys síðan af eftir eigin geð- þótta. Þetta er kallað fé- lagslegt réttlæti hjá okk- ur. Við ættum að muna eftir því að í fyrra tilvik- inu gætir hver einstakur hagsýni varðandi þessi útgjöld og getur valið á milli ýmissa möguleika. Við verðum aftur á mótí að taka við því sem okkur er skammtað." Komsomolskqja Prav- da spyr að lokum Piasjevu hvers vegna umbætumar gangi brös- uglega í Ungveijalandi þar sem kommúnistar hafa gengið lengst í átt til markaðskerfis. „Það er vegna þess að þeir ganga ekki heils hugar til verks og það drepur allt í dróma. Á eftir hveiju skrefi fram á við kemur annað aftur á bak. Það sama er að gerast hjá okkur í Sovétrílgun- um.“ Blaðið segir að skoðan- ir Pijasjevu muni valda mörgum skelfingu. Fólk verði fokreitt og það sé auðvelt að gera sér mót- mæli þess í hugarlund. Hagfræðingurinn segi söguleg afrek Sovét- manna tóman hugarburð og telji allar fómir lands- maima fyrir sósíalismann hafa verið til einskis. Pjj- asjeva dregur þó hvergi í land í svari sínu: „Það er ekki hægt að breyta því sem gerst hefur. En nú er kominn timi til að taka ákvarðanir, taka af- leiðingum gerða sinna...“ INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS (1. FLB1985 ö 68 5168. Hinn 10. júlí 1989 er níundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 9 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 416,60 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr.skírteini kr. 833,20 _______________Vaxtamiöi með 100.000,- kr. skírteini_kr. 8.332,20________ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1989 til 10. júlí 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2540 hinn 1. júlí nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 9 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1989. Reykjavík, 30. júní 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.