Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 19
I MORGUNBLAÐIÐ FQSTUDAGUR 30. JUNÍ 1989 * Astandið í Kína rætt á Bandaríkjaþingi: Fulltrúadeildin vill herða refeiaðgerðir Washington. Reuter. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær viðauka við lagafrum- varp sem felur í sér harkalegar refsiaðgerðir gegn kínverskum stjórn- völdum. Til þess að frumvarpið fái lagagildi þarf öldungadeild þingsins einnig að samþykkja það og Bush Bandaríkjaforseti að skrifa undir. Ríkisstjórnin hefur lýst andstöðu sinni við frumvarpið. í frumvarpinu eru fordæmdar að- nýjar boðaðar. gerðir kínverskra stjómvalda gegn Verði frumvarpið að lögum mun mótmælendum. Refsiaðgerðir allri viðskipta- og þróunaraðstoð við Bandaríkjaforseta eru lögfestar og Kína verða hætt og áfram yrði bann Eiturlyfj agróði Noriega fínnst ekki Washington. Reuter. BANKI nokkur í Lúxemborg hefúr neitað að aðstoða bandarísk stjórnvöld við að finna peninga sem talið er að Manuel Noriega, leiðtogi Pan- ama, hafi þegið fyrir að að- stoða fíkniefhasala. Talið er að Noriega hafí lagt féð inn á reikning í bankanum Bank of Credit and Commerce International, BCCI, og þaðan hafi það verið flutt á milli útibúa bankans víðs vegar um heim í þeim tilgangi að gefa því löglegt yfirbragð. Vitað er að Noriega flutti 27 milljónir Bandaríkjadala (1,5 milljarð ísl. króna) af reikningi sínum í útibúi BCCI í Lundúnum yfir á reikning í útibúi bankans í Lúxemborg. Það gerði hann daginn eftir að hann var ákærður í Banda- ríkjunum fyrir að hafa aðstoðað kólumbískan fíkniefnahring. Sama upphæð var flutt frá Manuel Noriega Reuter Lúxemborg í ágúst á síðasta ári, en bankinn þar neitar að gefa upp hvar peningarnir eru nú niðurkomnir. við flutningi vopna til landsins. Bandaríkjastjórn þyrfti þá einnig að leita samninga við önnur vestræn ríki um að stöðva allan útflutning á hátækni til Kína. Auk þess er í frum- varpinu kveðið á um að sérstakur vinnuhópur meti aðstæður og þarfir Kínveija sem eru í Bandaríkjunum. í frumvarpinu eru ákvæði um að refsiaðgerðunum skuli hætt ef for- setinn fullvissi þingið um að í Kína hafi orðið stjórmálalegar umbætur. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, sagði að ríkisstjórnin styddi viðbrögð Bush Bandaríkjafor- seta við aðgerðum kínverskra stjórn- valda og að enginn embættismaður hefði meiri skilning á kínverskum málum en einmitt Bush. Hann hefur forðast harkalegar refsiaðgerðir sem gætu spillt varanlega sambandi ríkjanna. Reuter Milljarðafjársjóður í spænska skipinu ? Þessir félagar halda á bjöllu, sem þeir fundu um borð í skips- flaki fyrir utan strönd Flórída fyrir skömmu. Þeir vonast til, að skipið sé spænsk gallíóna, Nuestra Senora de la Merced, sem sökk á þessum slóðum í ofsaveðri ásamt níu öðrum skipum af sömu gerð árið 1662 með milljarða verðmæti í gulli, silfri og gimsteinum innanborðs. Skipið liggur á um 500 metra dýpi og er vel varðveitt. Þeir félagar notuðu Qarstýrðan dvergkafbát við leitina. Palme-réttarhöldin: Verjendur reyna að ve- fengja framburð Lisbetar Stokkliólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgnnblaðsins. SAMKVÆMT framburði vitna, sem nýlega hafa verið yfirheyrð í Palme-réttarhöldunum, var Lisbet Palme í miklu uppnámi eftir morðið á eiginmanni sínum og ekki viðmælandi. Staðhæfing þessara vitna fer í saman um, að Lisbet hefði verið bága við framburð Lisbetar, sem haldið hefur því fram fyrir réttin- um, að hún hafi verið róleg og yfirveguð, eftir að eiginmaður hennar var myrtur á gangstéttinni við Sveavágen. Vitnunum, sem öll voru nær- stödd, er atburðurinn varð, bar í miklu uppnámi, hrópað á hjálp, hlaupið fram og aftur og kallað í örvæntingu eftir sjúkrabíl. Veijandinn spurði vitnin í þaula til að leggja áherslu á, að útilokað væri, að Lisbet Palme gæti verið viss um að hafa séð hinn grunaða á morðstaðnum aðfararnótt 28. febrúar 1986. Ólokið er að yfirheyra nokkur vitni í málinu, meðal annars mann nokkurn, sem kveðst hafa séð hinn grunaða á járnbrautarstöð fyrir norðan Stokkhólm á þeim tíma, er morðið var framið. Reynist framburður þessa vitnis trúverðugur, getur hinn grunaði allt í einu verið með veigamikla fjarvistarsönnun í höndunum. um helgina Við verðum með stórgóða sýningu um helgina á uppsett- um tjöldum, tjaldvögnum og alls kyns viðlegubúnaði í miklu úrvali. Gott verð. Ath.: □ Stærri tjöldunum var öllum breytt miðað við íslenskar aðstæður. □ Viðgerðarþjónusta á öllum okkar tjöldum. □ Vel heppnuð útilega hefst hjá okkur. Dallas, 4ra og 6 manna tjald Ægistjöld OPIÐ UM HELGINA Laugardag frá kl. 11-16 Sunnudag frá kl. 12-16 Verið velkominn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.