Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989
15
25 ár í Tækniskóla íslands
eftirBjarna
Krisljánsson
31. maí 1989 var Tækniskóla
íslands slitið í 25. sinn.
Eftir fjórðung aldar er eðlilegt
að doka við og líta til kennileita
við farinn veg. Hér verður það þó
aðeins gert sem í sjónhendingu.
Haustið 1964 var TÍ settur í
fyrsta sinn og fór það að lögum
nr. 25/1963, en gildandi lög um
skólann eru nr. 66/1972.
Frumhlutverk Tækniskóla ís-
lands er að veita iðnaðarmönnum
framhaldsmenntun. Heita má að
skólinn sé einn um þetta hlutverk
og starfíð hafí sérstöðu innan
menntakerfisins, bæði hvað varðar
kennslu í almennum greinum og
sérgreinum. Síðar kom til menntun
á sviði heilbrigðismála og á sviði
rekstrar og stjórnunar.
Skólinn starfar í deildum, frum-
greinadeild og sérgreinadeildum.
Sérgreinadeildir eru bygginga-
deild, heilbrigðisdeild, rafmagns-
deild, rekstrardeild og véladeild.
Deildum er skipt í námsbrautir sem
hefur fjölgað úr 4 í 14 frá 1964—
1989.
Undirbúningur löggjafar um
stofnun skólans var í höndum
tveggja nefnda. í greinargerð
þeirrar síðari segir:
„Tækniskóla Islands er sérstak-
lega ætlað að starfa í þágu
íslenskra atvinnuvega og verða því
væntanlegar námsgreinar og öll
starfsemin sniðin eftir því. Líta
má á hana sem tengilið milli vísind-
anna og hagnýts starfs. Það er
mjög æskilegt að þetta fræðslu-
starf sé í sem nánustum tengslum
við rannsóknastörf í þágu atvinnu-
veganna og að þeir, sem við þau
fást, komi niðurstöðum sínum á
framfæri með kennslustarfí í
Tækniskólanum. Með tilliti til
þessa er framtíðarsetning Tækni-
skólans hagkvæmust í nánd við
fyrirhugaða rannsóknastofnun í
þágu atvinnuveganna í Keldna-
holti, enda mun landrými vera
nægilegt þar.“
Hvemig hefur þetta gengið eft-
ir?
Ekki er skólinn kominn á
Keldnaholt. Haustið 1975 komst
hann þó inn fyrir Elliðaár eða
meira en hálfa leið. Á 20 ára af-
mæli skólans, 1984, beitti þáver-
andi menntamálaráðherra sér fyrir
því að skólinn fengi hæfílega bygg-
ingalóð á Keldnaholti, en þar við
situr. Þrátt fyrir þetta sækir skól-
inn margt til stofnananna á
Keldnaholti, bæði varðandi aðstöðu
og kennara.
Tengsl skólans við atvinnufyrir-
tæki víða um land eru mikil og
vaxandi. Auðvitað er gerlegt að
reka góðan og batnandi Tækni-
skóla hér að Höfðabakka 9 og það
verður gert þar til þjóðin eignast
Tækniskólahús á þeim stað sem
allir, svo vitað sé, eru sammála
um að það eigi að vera.
Við fyrstu skólasetninguna
komst þáverandi menntamálaráð-
herra, Gylfí Þ. Gíslason, m.a. svo
að orði.
„Komið hefur greinilega í ljós á
undanförnum ámm að erfitt myndi
reynast fyrir íslendinga að tryggja
nægilega mikla og góða tækni-
menntun án þess að starfrækja í
Iandinu sjálfu fullkominn tækni-
skóla.“
Hvað hefur svo orðið á fjórðungi
aldar?
Hve margir hafa verið braut-
skráðir? n Fyrsta brautskr.
árið
FramgremadeM
raungreina- deildarpróf 765 '67
By^ÍT'g^deild iðnfræði 49 '77 343
tæknifræði 279 '71
tæknifræði að hluta 15 '65
Ragmagnsdeiid iðnfræði 143 '71 349
tæknifræði að hluta 206 '65
Véladeild 257
iðnfræði 53 '76
tæknifræði að hluta 204 '65
Heilbrigðisdeild meinatækni 317 '68 325
röntgentækní Rekstrardeild 8 '88 294
útvegstækni 182 '77
iðnrekstrarfræði 112 '85
Samtals fra sérgreinadeildum 1568
Rekstur Félagsheimilis tón-
listarmanna hefst á næsta ári
Bjarni Kristjánsson
„Ég er svona með allri
gát að ýja að því að það
efnahagslega hag-
kvæma ætti um sinn að
hafa forgang hjá íslend-
ingum. Menntun sem
nýtist vel í atvinnulífinu
ætti að efla og þess
háttar hefur einmitt
reynst sú menntun sem
fæst í Tækniskóla ís-
Iands.“
Er menntun góð, í víðtækum
skilningi?
Við höfðum erlendar fyrirmyndir,
bæði austan um haf og vestan.
Mjög var horft til Norðurlanda en
þó mest til Danmerkur en þar hafa
verið reknir tækniskólar frá því um
síðustu aldamót. En við höfum einn-
ig innlendar aðstæður til viðmiðun-
ar. Þess vegna höfum við reynt að
gera betur en einfaldlega að nota
erlendar fyrirmyndir. Viðleitni af
þessu tagi hefur stöðugt verið í TÍ
og núna ber hæst þróun náms-
brautar til námsgráðunnar iðnaðar-
tæknifræðingur. Þeir fyrstu eiga
að Ijúka námi eftir tvö ár.
Spumingunni um gæði þess sem
gert er í TÍ er ekki eins auðvelt að
svara eins og þegar starfsemi
Gmndartangaverksmiðjunnar með
hreinan 500 milljón kr. hagnað á
síðasta ári ber á góma. Mér kemur
þetta dæmi í hug vegna þess að
þar hófst starfsemi byggð á er-
lendri fyrirmynd og langri hefð en
þeir hafa gert betur, það hefur ekki
farið leynt.
Spumingunni um gæði menntun-
arinnar verður líklega helst svarað
með því að skólinn reyni stöðugt
að gera betur.
Hafa brautskráðir fengið störf
við hæfí?
Athuganir benda til þess að hik-
laust megi svara jákvætt.
Æskilegt er að menntakerfið
verði vel við eftirspurn eftir mennt-
un og sérstaklega þykir mér það
eiga við ef menntunin nýtist í störf-
um sem efla efnalegan hag þjóðar-
innar. Án þess hljótum við að missa
eiginlegt og dýrkeypt sjálfstæði,
sem aðeins er 20 árum eldra en
Tækniskóli íslands. Ég er svona
með allri gát að ýja að því að það
efnahagslega hagkvæma ætti um
sinn að hafa forgang hjá íslending-
um. Menntun sem nýtist vel í at-
vinnulífinu ætti að efla, og þess
háttar hefur einmitt reynst sú
menntun sem fæst í Tækniskóla
Islands.
Hér verður að sjálfsögðu ekki
rakin meðferð ijárveitingavalds og
framkvæmdavalds á málefnum
skólans. Þó get ég ekki stillt mig
um að segja að margt væri hér
með öðrum brag ef ofanskráð sjón-
armið hefðu ríkt á þeim bæjum.
En þar er annáð uppi, mönnum
hefur dottið í hug að skerða starf-
semi skólans, þó líklega þeim síðar-
töldu aðeins vegna kröfu hinna
fyirtöldu.
í sem allra stystu máli er það
meginhlutverk Tækniskóla íslands
að veita menntun sem leiðir til auk-
innar framleiðslu í landinu til iang-
frama og án þess að missa sjónar
á náttúruvemd og náttúrubót, jafn-
framt því að auka lífsfyllingu þeirra
sem skólann sækja. Éftir því sem
næst verður komist er árangur af
25 ára starfi í samræmi við þennan
tilgang.
Hitt er þó staðreynd að þróun
skólans hefur gengið of hægt. Þörf-
in fyrir tæknimenntun hefur aukist
örar en starfsemi menntakerfísins
á því sviði, svo ör og margslungin
er iðnþróun í heiminum. Brýn og
vaxandi þörf er fyrir vel menntaða
tæknimenn sem jafnframt kunna
skil á margs konar framleiðslu-
tækni og framleiðsluferli hafa einn-
ig fengið víðtæka skólun í forathug-
unum og markaðssetningu á al-
mennum iðnvamingi og matvælum.
Starfið í Tækniskólanum er andsvar
við þessari bfynu þörf. Menntunin
nýtist mjög vel í störfum braut-
skráðra.
Nú um sinn er varla betur hægt
að veija peningum til menntunar
og uppbyggingar velferðarþjóðfé-
lags en með því að styrkja Tækni-
skóla íslands.
Þó dettur mönnum í hug að
skerða starfsemi skólans.
Þrátt fyrir það sem hér hefur
verið rakið verður varla sagt að
Tækniskóli íslands hafi slitið bams-
skónum. Upp í hugann koma spak-
mæli Jónasar Hallgrímssonar
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin fijóva,
alefling andans
og athöfn þörf.
Margoft tvítugur
raeir hefur lifað
svefnugum segg,
er qotugur hjarði.
Stutt ævi Tækniskóla íslands
hefur einkennst af þessu lífsvið-
horfí og því að gera stöðugt betur.
Hiifundur errektor Tækniskóla
íslands.
Prufu-hitamælar
+ 50 til + 1000 C
íeinu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
SöiuFfimEgjMif' tDÉJíni®©®^
VESTURGÖTU 16 — SÍMAR 146S0 - 21480
Drætti frestað í happdrættinu
ÁÆTLAÐ ER að rekstur Félags-
heimilis tónlistarmanna hefjist á
næsta ári, á þremur hæðum húss-
ins númer þijú við Vitastíg í
Reykjavík. Samtökin sem standa
að Félagsheimilinu afla Qár tíl
rekstrarins með sölu happdrættí-
smiða og hefiir drættí verið frest-
að til 23. október næstkomandi.
í frétt frá aðstandendum Félags-
heimilis tónlistarmanna segir, að
forsaga þess sé sú, að árið 1979
stofnuðu popptónlistarmenn Sam-
tök alþýðutónskálda og tónlistar-
manna, skammstafað S.A.T.T.
Samtökin fengu aðild að Félags-
heimilasjóði og keyptu 250 fer-
metra húsnæði við Vitastíg 3. Að
kaupunum stóðu einnig Jassvakn-
ing og Vísnavinir. „Á þeim tíu árum
sem liðin eru hafa málin þróast
þannig að nú eiga flest félagasam-
tök tónlistarmanna um land allt
beina eða óbeina aðild að Félags-
heimilinu," segir í fréttinni.
Happdrættismiðamir verða seldir
áfram í hljómplötu- og hljóðfæra-
verslunum, einnig verða tónlistar-
uppákomur í Kringlunni þar sem
miðar verða seldir. Aðalvinningur
er bifreið af gerðinni Skoda Favo-
rit. Dregið hefur verið um auka-
vinninga á miða selda í Kringlunni.
Matur fyrir tvo á Eikagrilli kom á
miða nr. 3717 og 3813. Hljómplat-
an Landslagið kom á miða nr. 3801,
3744, 3750, 3742,3803,4006 og
4039. Vinninga má vitja á skrif-
stofu Kringlunnar.
HEYBINDIGARN
fyrir baggavélar og rúlluvélar. Bændur eru vin-
samlegast beðnir að gera pantanir í síma
91-24620 (kvöldsími 28031) - Hagstætt verð.
NETASALAN HF.,
Hafnarhúsinu, Reykjavík.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FLB1986
Hinn 10. júlí 1989 er sjöundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 7 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini kr. 3.724,40
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1989 til 10. júlí 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986
til 2540 hinn 1. júlí nk.
Athygli skai vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 7 férfram gegnframvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1989.
Reykjavík, 30. júní 1989
SEÐLABANKIÍSLANDS