Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 21 Reuter Þingmenn Likud-flokksins í ísrael, Benyamin Begin (með gleraugu), og Izahi Hanebbi (við hlið hans á stuttbuxum) ganga um arabíska þorpið Ein Kinya á Vesturbakkanum í gær. Tíu þingmenn úr Likud- flokknum og öðrum hægri flokkum gengu þá um Vesturbakkann ásamt vopnuðum Israelum, sem búsett- ir eru á hernumdu svæðunum og tíu hermönnum. Israel: Þingmenn ganga fylktu liði á Vesturbakkanum Ein Arik á Vesturbakkanum. Reuter. Hægrisinnaðir ísraelskir þingmenn stjórnuðu göngu um Vestur- bakka Jórdanár í gær í stuðningsskyni við Israela, sem búsettir eru á hernumdu svæðunum. Herskáir ísraelar á hernumdu þeirra á þingi ráðgera að efna til svæðunum og stuðningsmenn 50 slíkra gangna á hernumdu svæð- Reuter Serbneskur drengur á öxl afa síns er Serbar flykktust á hátíðahöld í Kosovo-héraði í fyrradag. Um hálf milljón manna tók þátt í hátíðahöldunum. Júgóslavía: Tíu Albanar sakaðir um gagnbyltingartilraun Serbar grýttir eftir hátíðahöld í Kosovo Belgrað. Reuter. TÍU menn af albönskum uppruna voru leiddir fyrir rétt í júgóslavn- eska lýðveldinu Makedoníu í gær. Voru þeir sakaðir um gagnbyltingart- ilraun. Albanar grýttu járnbrautalestir, sem fluttu Serba frá hátíðahöld- um í Kosovo í fyrradag, og urðu tveir Serbar fyrir meiðslum í gijót- kastinu. Júgóslavneska fréttastofan Tanj- ug skýrði frá því að á meðal hinna ákærðu í réttarhöldunum í Mak- edoníu væru sex unglingar á aldrin- um 17-18 ára. Tíu Albanar til við- bótar voru leiddir fyrir rétt á þriðju- dag og voru þeir sakaðir um að hafa dreift áróðri gegn stjómvöldum í Kosovo-héraði. 25 manns biðu bana í Kosovo þegar til átaka kom milli Albana og lögreglu í mars og maí, eftir að Serbar tóku við stjórn héraðs- ins. Kosovo var áður sjálfstjórnar- hérað.' Um 400.000 af tveimur milljónum íbúa Makedoníu eru Albanar og hafa þeir mátt sæta harðræði líkt og Al- banar í Kosovo. Albanskir þjóðemissinnar grýttu lestir, sem fluttu Serba frá hátíða- höldunum í Kosovo í fyrradag. Ser- bar efndu til hátíðahaldanna til að minnast þess að 600 ár eru liðin frá því Serbar unnu ormstu gegn tyrkn- esku innrásarliði. Tveir Serbar urðu fyrir meiðslum í grjótkastinu. Hópar Serba gengu um götur Pristínu, höf- uðborgar Kosovo, og reyndu að eggja Albana til götubardaga, en ekki kom til átaka. Rúmlega hálf milljón Serba tók þátt í hátíðahöldunum í Kosovo. Aðeins um 200.000 Serbar eru bú- settir í héraðinu, en þar búa hins vegar 1,7 milljónir Albana. Serbar fjölmenntu hvaðanæfa af landinu á hátíðahöldin, en Albanar sniðgengu þau hins vegar. unum. Vinstrisinnar hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja þær ögrun við Palestínumenn. „Gyðingar geta gengið hvaða slóð sem er á Catskill-fjöllunum í New York-ríki. Þeir geta tekið sér bólfestu hvar sem er í Florida,“ sagði þingmaður Likud-flokksins, Binyamin Begin, sonur Menachims Begins, fyrmm forsætisráðherra Israels. „Það er því öldungis óskilj- anlegt að Gyðingum skuli meinað að fara fijálsir ferða sinna um eig- ið land, eigið föðurland," bætti þingmaðurinn við. Tíu þingmenn úr Likud-flokknum og öðmm hægriflokkum voru flutt- ir til Vesturbakkans í herbifreiðum. Um 40 vopnaðir stuðningsmenn þeirra tóku síðan þátt í göngu þeirra á milli þorpanna Ein Arik og Ein Kinya, þar sem arabar em búsettir. Tíu hermenn fylgdust með göngprnni. Ertu f bílahugleiðingum? & > 'l't, r-fVS-A SAFIR Ódýr, rúmgóður fjölskyldubíll á góðu verði. Eins og aðrir Lada bílar hefur Lada Safir reynst afbragðsvel hér á landi, enda kraftmikill og sterkur. Veldu þann kost, sem kostar minna! Opið 9-18, laugard. 10-14 Bifreiðarog landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími 681200. Sól og sumar hjá okkur í VÖRUHÚSIVESTURLANDS er komið sumar og allar deildirnar bjóða ykkur velkomna. - MATVÖRUDEILD - VEFNAÐARVÖRUDEILD - GJAFAVÖRUDEILD - RAFTÆKJA- OG SPORTVÖRUDEILD - BYGGINGAVÖRUDEILD Komið við hjá okkur í sumar VÖRUHÚS VESTURLANDS Birgðamiðstöðin ykkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.