Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 33 Guðjón V. Arnason Akranesi - Minning Runólfur Sveinn Sverrisson - Minning Guðjón V. Árnason lést þann 25. júní sl. Hann fæddist á Ákranesi, á Vesturgötu 28, sem þá var nefnt Ráðagerði, 10. maí 1912. Foreldrar Guðjóns voru Árni Bergþórsson og Sigríður Guðnadóttir. Eiginkona Guðjóns er Hrafnhildur E. Ólafs- dóttir og þau eignuðust tvær dæt- ur, Margréti og Sigrúnu. Það eru þó nokkur ár síðan Guð- jón varð veikur fyrir hjarta en hann lét engan bilbug á sér finna þar sem hann var svo bjartsýnn og raunsær að eðlisfari. Hann var búinn að sætta sig við ákveðnar staðreyndir varðandi lífið og tilveruna og hann byggði sig upp í takt við þær. Mér fannst Guðjón verða hressari með árunum enda vildi hann ekki eyða tíma sínum í eymd og volæði. Gaui og Hrafnhildur í Ráðagerði hafa verið hluti af okkar fjölskyldu alla tíð og ætíð hvatt okkur til dáða og leiðbeint. Þau hafa aðstoðað okkur af einlægni í gegnum alls- kyns erfiðleika og glaðst með okkur á gleðistundum og sýnt trygglyndi, sem ekki er hægt að lýsa með orð- um. Það er dæmigert fyrir Guðjón og Hrafnhildi að þau ætluðust aldr- ei til neins af öðrum og þar með hafa þau því miður ekki alltaf feng- ið þær þakkir sem þau hafa átt skildar. Það hefur verið ómetanleg reynsla að fá að kynnast Guðjóni og Hrafnhildi og skynja með aldrin- um vinskapinn og virðinguna sem þau sýndu hvort öðru í hinu lát- lausa og hamingjusama hjóna- bandi. Þau gerðu aldrei kröfur um aukin lífsgæði en í staðinn styrktu þau dætur sínar til mennta jafnhliða því að veita strákum eins og mér andlegan stuðning. Guðjón tók ýmislegt að sér í sam- bandi við það að reyna að koma okkur krökkunum á Vesturgötu 32 til einhvers þroska eða allt frá því að reyna að kenna okkur undir- stöðuatriði í stærðfræði í barna- og gagnfræðaskóla og stelast til að kenna okkur á bíl annað hvort niðri á Breið eða upp við Akrafjall. Þau Gaui og Hrafnhildur höfðu nefnilega metnað fýrir okkar hönd þökk sér þeim fyrir það. Guðjón var mjög jákvæður maður og hann leysti sin mál jafnóðum og þau komu upp án vífilengja. Hann var mjög rökfastur og um- ræður voru oft á tíðum mjög fjörug- ar í kringum hann og sumir urðu svolítið rjóðir í kinnum en það var alltaf saklaus roði. Guðjón var mjög fróður um allt á milli himins og jarðar og fáir þorðu að draga orð hans í efa ef rætt var um staðreynd- ir varðandi land og þjóð. Guðjón á langan starfsferil að baki hjá Haraldi Böðvarssyni & co. eða um það bil 50 ár. Það segir sína sögu um hversu traustur starfsmaður hann var. Hann byijaði sem landmaður á bátum árið 1939 síðar vann hann ýmis afgreiðslu- og verslunarstörf. Ég vil fyrir hönd móður minnar og fjölskyldunnar á Vesturgötu 32 og allra barna og barnabarna þakka Guðjóni fyrir vinskapinn og traustið sem hann sýndi okkur á lifsleiðinni. Hrafnhildur, ég veit að þið Guð- jón hafið framfylgt þeirri lífsreglu alla tíð, að sá sem veitir öðrum hamingju í lífínu fer ekki á mis við hana sjálfur. Við þökkum fyrir stuðninginn í gegnum árin. Fyrir hönd fjölskyldu Rannveigar á Vesturgötu 32, Akranesi, Sturlaugur Sturlaugsson. Fæddur25. desemberl966 Dáinn 10. júní 1989 Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Þann 11. júní fréttum við að Runólfur Sveinn Sverrisson hefði látist af slysförum. Þetta vakti mikla sorg í hjörtum okkar allra. Runi var okkur kær vinur og skóla- félagi. Af honum stafaði mikil lífsorka og gleði, sem skapaði góðan anda í hópnum. Hann var ákafur í að standa sig við námið og það tókst líka með sóma eins og flest sem hann tók sér fyrir hendur. Við eigum eftir að sakna hans mjög. Hann var stór þáttur í hópnum okkar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Fjölskyldu hans sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Skólasystkin í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti + KRISTJÁN THORBERG GUÐMUNDSSON, frá Péturshúsi, Ólafsvík, sfðar Nönnustíg 13, Hafnarfirði, verður jarðsunginn laugardaginn 1. júlíkl. 14.00frá Ólafsvíkurkirkju. Systkini hins látna og aðrir aðstandendur. Jónína H. Skafta- dóttir - Minning Fædd 14. nóvember 1907 Dáin 13. maí 1989 Þessi fáu orð um Jónínu Helgu Skaftadóttur verða ekki upptalning um virðuleg embætti eða háar stöð- ur á veraldar vísu. Hér er gengin kona, ein þeirra sem í kyrrlátri ró- semi vann sín verk með það eitt í huga að aðrir nytu ávaxta þeirra, og lagði allt sitt í að inna sína þjón- ustu vel af hendi, þó sú þjónusta yrði á annan veg en þann sem áætlað var meðan hún enn var ung að árum. Áföll þau sem hún mætti breyttu öllu, þó var sem ekkert fengi hagg- að hennar elskuríka hugarfari. Hún var alltaf hin sama ljúfa, góða Jónína hvar og hvenær sem var. Jónína Helga fæddist hinn 14. nóvember 1907 að Kotungsstöðum í Fnjóskadal. Foreldrar hennar voru hjónin Skafti Eiríksson, fæddur á Halllandi á Svalbarðsströnd, og Sigríður Sigurgeirsdóttir frá Kambsmýrum á Flateyjardal. Böm þeirra voru auk Jónínu, Gunnar, Guðbjörg, Eiríkur og Kristján. Er Guðbjörg ein þeirra systkina enn á lífi. Þegar Jónína var aðeins fimm ára gömul varð hún fýrir því áfalli að detta út um glugga á þriðju hæð og var talið með ólíkindum að bárn- ið skyldi lifa það af og ómeitt að séð varð þá. Trúlega hefur hún þó borið þess menjar alla ævi síðan. Eftir að Skafti fluttist til Akur- eyrar vann hann mörg ár í Ullar- verksmiðjunni Gefjunni. Móður sína missti Jónina átta ára gömul. Átti Skafti þá ekki annarra kosta völ en að koma börnunum fyrir hjá öðrum. Fór hún þá til móðursystur sinnar, Guðrúnar Sigurgeirsdóttur, og manns hennar, Árna Sigurðsson- ar. Ung að árum, aðeins 22ja ára, kynntist Jónína sænskum vélstjóra, Nikanor Nilsson. Voru þau heit- bundin er hann lést sviplega í bílslysi heima í Svíþjóð, þar sem hann var í skyndiheimsókn. Þetta varð hinni ungu fíngerðu stúlku mikil raun. Hún ól skömmu síðar barn þeirra, Ágúst Nilsson. Varð hann henni síðar mikil huggun og styrkur. Jónína var sívinnandi, trú- mennska hennar og vandvirkni urðu til þess að auðvelt reyndist fyrir hana að fá vinnu, se_m þó var oft erfitt á þeim árum. í fimmtán ár samfleytt starfaði hún á Dvalar- heimilinu Skjaldarvík. Alls staðar kom þessi hógværa, hijóðláta kona sér vel, rækti öll sín störf af ein- stakri alúð. Hún bar frelsara sínum fagurt vitni. Hún hafði gefið honum hjarta sitt og vildi fylgja honum í smáu sem stóru. Hún rækti heimila- samband Hjálpræðishersins eins og hún gat. Þar átti hún góða vini í sameiginlegri trú á Drottin. Það virtist annars eins og allir væru vinir hennar. Slíkra er gott að minn- ast. Síðustu æviárin dvaldist Jónína á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þar mat hún svo sannarlega góða umönnun. Hún er nú kvödd með þökk og virðingu. Hún reyndist trú allt til enda. Jóhann Sigurðsson + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA Ó. GUÐMUNDSDÓTTIR, Skipholti 28, Reykjavík, andaðist á Spáni 17. júní. Útförin ferfram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 30. júní, kl. 15.00. Sigurður G. Jónsson, Díana Garðarsdóttir, Þórir Ágúst Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Friðjón Alfreðsson og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN H. ÞÓRHALLSDÓTTIR, Sæviðarsundi 33, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 3. júlí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag (slands. Rögnvaldur Sigurðsson, Sigríður Guðný Rögnvaldsdóttir, Úlfar Arnason, Bjarni Þór Guðjónsson, Bryndís Elín Hauksdóttir, og barnabörn. + Jarðarför bróður míns, FINNBOGA HERMANNS SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, frá Sæbóli i Aðalvik, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 3. júlí kl. 13.30. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. + Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA LILJA GOTTSKÁLKSDÓTTIR, Sólheimum, Sæmundarhlíð, verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju laugardaginn 1. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Skagfirð- inga eða Krabbameinsfélags islands. Guðlaug Jóhannsdóttir, Árni S. Jóhannsson, Eymundur Jóhannsson, Sigmar Jóhannsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Gísli Jóhannsson, Jóhann Jóhannesson, Rögnvaldur Steinsson, Bryndís Ármannsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Sigurður Skarphéðinsson, Guðrún Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐLAUGAR BJÖRNSDÓTTUR, Hlemmiskeiði, Skeiðum, fer fram frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 1. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurður Bjarnason, börn, tengdabörn og barnabörn. + Jarðneskar leifar ástvinar míns, HÖGNA BJÖRNSSONAR læknis, voru lagðartil hinstu hvíldar f Fossvogskirkjugarði 28. júní sl. kl. 11.00. Guð blessi minningu hans. Jutta Wölfl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.