Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 35
MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989
3&
SKEMMTANIR
Sumarkarnival
á Hótel Islandi
Morgunblaðið/Einar Falur
Gestum Hótel íslands verður
boðið uppá sumarkarnival á
föstudags- og laugardagskvöldum
í sumar. Yfir 20 dansarar koma
fram í sýningunni og sýna vinsæla
suður- ameríska dansa í litríkum
búningum. Þetta er kærkomið tæki-
færi fyrir íslenska dansara, sem
fengið hafa fá tækifæri til sýninga.
Stjórnandi sýningarinnar er Auður
Haralds. Matreiðslumenn hússins
bjóða uppá suður- amerískan kvöld-
verð og verður maturinn grillaður
á sviðinu. Frumsýning var um
síðustu helgi og var dönsurunum
vel fagnað. Myndin var tekin á
frumsýningunni og eins og sjá má
eru búningarnir mjög litríkir.
Sjómenn heiðraðir
Díana árið 1987 og Sara ári seinna.
Díana á Ascot-veðreiðunum árið 1986. Til vinstri:
Sarah McCorquodale, systir prinsessunnar, tveim-
ur árum seinna.
Asjómannadaginn í Grindavík
voru tveir menn, Tómas Þor-
valdsson og Sverrir Jóhannsson,
heiðraðir fyrir sjómannsstörf.
Áhöfn Varðar hlaut viðurkenn-
ingu fyrir mestan afla og Hafberg
fyrir hæsta skiptaverð. Myndin
var tekin við athöfnina. Sæunn
Kristjánsdóttir tók við viðurkenn-
ingu Sverris.
Sverrir Jóhannsson lést 7. júní
síðastliðinn eftir sjúkrahúslegu.
FÓ
KVIKMYNDIR
Leðurblökufaraldur
Gífurleg aðsókn er að nýrri
ævintýramynd um Leður-
blökumanninn „Batman“ í Banda-
ríkjunum. Aðstandendur Warner
Bros kvikmyndafyrirtækisins segja
að greinilegt sé að „Batman" verði
vinsælasta mynd sumarsins.
Framleiðsla og dreifing myndar-
innar kostaði 60 milljónir dala eða
3,5 milljarða íslenskra króna en nú
þegar hafa selst aðgöngumiðar fyr-
ir um 2,5 milljarða króna. Leikarinn
Michael Keaton fer með hlutverk
leðurblökumannsins en með annað
aðalhlutverk fer Jack Nicholson en
hann fékk greitt sem svarar 350
milljónum króna fyrir sitt hlutverk
í myndinni. Fjöldi fyrirtækja hafa
fengið leyfi til að framleiða og selja
hluti sem tengjast leðurblökumann-
inum svo sem stuttermaboli með
mynd af honum eða leikfangabíla
sem eru smækkuð útgáfa af bílnum
sem hann notar í kvikmyndinni.
Hér á myndinni má sjá mann selja
„Batman" barmmerki fyrir utan
kvikmyndahús á Times-torginu í
New York en þar hefur myndast
löng biðröð kvikmyndahúsgesta
sem vilja sjá leðurblökumanninn.