Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Góð samskipti íslands og Finn- lands Lokið er fyrstu opinberu heimsókn forsætisráð- herra Finnlands til íslands. Harri Holkeri forsætisráð- herra og kona hans Lisa hafa dvalist hér það sem af er vik- unni í því skyni að treysta enn frekar samskipti Finnlands og íslands. Holkeri hefur náð þeim árangri sem forystu- maður hægri manna í Finn- landi að mynda þar sam- steypustjórn með jafnaðar- mönnum. Þessum ólíku sam- starfsflokkum hefur tekist undir stjórnarforystu hans að viðhalda þeim stöðugleika sem hefur einkennt finnskt efnahagslíf undanfarin ár. í öryggismálum setur raunsæið svip sinn á stefnu Finna. Þeir fylgjast grannt með svipting- unum í Sovétríkjunum og til þeirra líta Eistlendingar og aðrar Eystrasaltsþjóðir, þegar þær huga að skrefum í frelsis- átt. Vafalaust vildu allar þjóð- ir Austur-Evrópu geta fetað sömu braut í samskiptum við Sovétríkin og Finnar. Um árabil hafa Finnar og íslendingar starfað saman á vettvangi Norðurlandaráðs. Hið sama gerðist þó nú og þegar Ingvar Carlsson, for- sætisráðherra Svía, var hér í heimsókn fyrir skömmu, að athyglin beindist einkum að því hvað hinir erlendu gestir höfðu að segja um samstarf Evrópuríkjanna sem samaðil- ar okkar að Fríverslunar- bandalagi Evrópu (EFTA). Hlutleysi tryggt með öflug- um eigin vörnum og vináttu- samningur við Sovétríkin eru homsteinar stefnu Finna í utanríkis- og öryggismálum. Holkeri sagði að aðild að Evr- ópubandalaginu (EB) kæmi ekki til álita vegna þess að bandalagið byggðist á pólitískri samstöðu, með öðr- um orðum hún samrýmdist ekki hlutleysisstefnu Finna. Á hinn bóginn stunduðu Finnar ótrauðir alþjóðleg viðskipti og keyptu og seldu næstum allt — en ekki frelsið. Finnar hafa lagt höfðuðkapp á það undan- farin ár að gerast virkir þátt- takendur í alþjóðlegu efna- hags- og atvinnulífi. Finnsk fyrirtæki hafa til dæmis fjár- fest mikið í aðildarlöndum EB á undanförnum árum og ætla sér stóran hlut í hinum sam- eiginlega Evrópumarkaði, hvað sem pólitískum ákvörð- unum og hlutleysi líður. Finnar stofnuðu hér sendi- ráð fyrir fáeinum árum og um þessar mundir er Anders Huldén, annar sendiherra þeirra með búsetu hér, að kveðja. Þau tengsl sem þann- ig hafa skapast eru mikils virði og fyrir utan þau og norrænt samstarf og sam- skipti innan EFTA eru það helst viðskipti, sem tengja Finnland og ísland og að sjálfsögðu vildum við gjarnan geta selt Finnum meira. Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra Finnlands hingað til lands staðfesti enn að á milli þjóðanna er ekki ágreiningur um neitt. Með komu sinni treysti Harri Hol- keri hið góða samband. Heræfing- um lokið Umfangsmestu heræfing- um sem hér hafa farið fram er nú lokið. Hingað komu um 1.000 manns úr sveitum varaliðs Bandaríkja- hers. Æfingamar vom liður í því að fullmóta áætlanir um það, hvernig bmgðist skuli við á hættutímum. Þær em þáttur í því öryggiskerfi sem við höfum tekið þátt í að móta með friðsömum ná- grönnum okkar, kerfi sem tryggt hefur frið í okkar heimshluta frá lokum síðari heimsstyij ald arinnar. Það er tímanna tákn um þá samstöðu sem hefur tekist í öryggis- og varnarmálum, að til þessara æfinga skuli efnt á þeim tíma, þegar Al- þýðubandalagið á þijá full- trúa í ríkisstjórn Islands. Mótmæli gegn æfingunum hafa verið máttlaus. Interpol: Gagnabanld lögregluyfirvalda í barátt- unní gegn alþjóðlegum glæpamönnum Höfuðstöðvar Interpol. Texti og myndir: STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON Aðdragandann að stofnun Int- erpoi, eða Intemational Criminal Police Organisation, eins og stofn- unin heitir fullu nafni, má rekja aftur til ársins 1914 en þá var fyrsta alþjóðaráðstefna afbrotalög- reglumanna haldin í Mónakó. Var þar ákveðið að setja á laggirnar alþjóðlega sakaskráaskrifstofu og samræma reglur um framsal af- brotamanna. Fyrri heimsstyijöldin varð hins vegar til þess að tefja frekari framfarir. Síðari alþjóða- ráðstefnan var haldin í Vínarborg árið 1923 og var stofnuð alþjóðleg nefnd, Intemational Criminal Police Commission (ICPC), með aðsetur í Vín, sem starfaði þangað til síðari heimsstyijöldin braust út. ICPC var þó aðallega evrópsk stofnun. Eftir að síðari heimsstyijöldinni lauk var ákveðið að endurlífga ICPC. Var það gert árið 1946 og höfuðstöðv- amar fluttar til Parísar. Einnig var tekin upp styttingin Interpol sem símheiti stofnunarinnar. Árið 1955 vom aðildarlönd orðin fimmtíu tals- ins og árið 1956 vom samþykktar nýjar reglur um stofnunina og nafni hennar breytt í núverandi horf. 1966 vom höfuðstöðvamar fluttar til St. Cloud fyrir utan París og 1967 varð hundraðasta ríkið aðili að Interpol. Nú em aðildarríki Int- erpol 147 talsins. Markmið Interpol, samkvæmt sáttmála stofnunarinnar, er að tryggja og stuðla að sem víðtæk- astri samvinnu milli lögregluyfir- valda, innan marka þeirra laga er í hinum mismunandi lögum gilda og samkvæmt anda Alþjóða mann- réttindasáttmálans. Einnig á stofn- unin að styðja og þróa starfsemi allra þeirra stofnana sem líklegar em til að verða að gagni í barátt- unni gegn almennum lögbrotum. Interpol er þó þauk takmörk sett að stofnunin má undir engum kringumstæðum skipta sér af at- burðum af stjórnmálalegum, hem- aðarlegum, trúarlegum eða kyn- þáttalegum toga. Er sá skilningum lagður í þessa grein að afbrot af „pólitískum“ toga sé þegar aðstæð- ur eða markmið afbrotsins séu stjórnmálaleg jafnvel þó verknaður- inn stríði gegn lögum viðkomandi lands. Árið 1984 var bætt við við- bótarsamþykkt, til að auðvelda bar- áttu stofnunarinnar gegn hryðju- verkum, þar sem almennt er tekið fram að afbrot teljist ekki vera af pólitísku tagi ef það er framið utan átakasvæðis eða þegar fómarlömb- in eru markmiðum þeirra er verkin fremja með öllu óviðkomandi. Aðalskrifstofa Interpol skiptist í fjórar megindeildir. í fyrsta lagi almenna stjórnsýsludeild er sér um starfsmanna- og fjármál, þýðingar og önnur almenn störf. I öðru lagi lögregludeild er skiptist í þijár und- irdeildir. Eiturlyfjadeild, deild fyrir efnahagsleg og íjárhagsleg afbrot og loks deild er vinnur gegn af- brotum sem beinnar gegn einstakl- ingum og eignum. Þriðja deild Int- erpol sér um ýmiss konar rannsókn- ir og gagnavinnslu og í fjórða lagi er svo deild sem sér um tæknilega aðstoð af ýmsu tagi. í hveiju aðild- arlandi Interpol (á íslandi dóms- málaráðuneytið). Þessar deildir sjá um að koma gögnum og upplýsing- um til aðalskrifstofunnar er tengj- ast starfsemi hennar, tryggja það að beiðnir frá öðrum aðildarlöndum, t.d. um tiltekna rannsókn eða yfir- heyrslu, sé sinnt og koma á fram- færi til annarra landa ölum þeim beiðnum sem lögregluyfirvöld eða dómsstólar í þeirra eigin löndum kynnu að óska eftir. Loks sitja yfir- menn Interpol í hinum einstöku aðildarríkjum allsheijarþing stofn- unarinnar. Starfsemi Interpol er greidd með framlögum frá ríkisstjórnum aðild- arríkjanna. Þessi framlög byggja upp á „fjárhagseiningum“ og borga aðildarríkin allt frá einni upp í 80 einingar á ári. Aðildarríkin skiptast upp í tólf hópa hvað varðar framlög og þegar nýtt ríki gerist aðili gefur það til kynna í hvaða hópi það vill eiga sæti. Allsheijarþingið ákveður upphæð hverrar fjárhagseiningar eru eins og stendur er hver eining 12.500 svissneskir frankar, sem er sá gjaldmiðill sem Interpol styðst við. Núverandi yfirmaður Interpol er Raymond E. Kendall. Hann er Raymond Kendall Breti, 55 ára gamall. Kendall gegndi á árunum 1951-53 her- þjónustu í Breska flughernum i Malasíu en hvarf að henni lokinni til háskólanáms við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk prófi í tungu- málum árið 1956. Lögregluferil sinn hóf hann að loknu námi hjá lögreglunni í Úganda þar sem hann var yfirmaður afbrotarannsókna í Kigezi-héraði. 1962 hóf hann störf hjá Scotland Yard. Fyrir hönd bresku lögreglunnar hóf hann störf hjá Interpol árið 1971 og var fram til ársins 1975 yfirmaður eiturlyfja- deildar Interpol en þá tók hann við stöðu yfirmanns lögregludeildarinn- ar. 1983 var hann skipaður aðstoð- aryfirmaður Interpol. Árið 1985 skipaði loks allsheijarþingið Kend- all yfírmaður Interpol til fimm ára. I tíð Raymonds E. Kendalls hefur verið unnið að gagngerri endurnýj- un á allri aðstöðu Interpol. Árið 1985 var tekin ákvörðun um að- flytaj höfuðstöðvarnar frá St. Cloud til Lyon og er framkvæmdum við hina nýju glæsilegu byggingu að ljúka. Hluti starfseminnar hefur þegar verið fluttur til Lyon og er stefnt að því að allt starfsliðið verði komið þangað á næstu tveimur til þremur mánuðum. Það hefur því verið mikið um að vera hjá Interpol að undanförnu og hægara sagt en gert að ná þar tali af mönnum. Kendall samþykkti þó að veita Morgunblaðinu viðtal á skrifstofu sinni sem enn er til staðar f St. Cloud, einu úthverfa Parísar. í þess- um rólega borgarhluta, þar sem helst er að finna glæsileg einbýlis- hús, stingur bygging Interpol óneit- anlega nokkuð í stúf. Rammgerðar jámgirðingar einkenna innganginn og brynvarinn trukkur, ásamt tveimur lögreglumönnum gráum fyrir járnum, gæta inngangsins. Þessar gífurlegu öryggisráðstafanir má rekja aftur til ársins 1986 en þá frömdu hryðjuverkasamtökin Action directe sprengjutilræði gegn stofnuninni. Þegar inn er komið er andrúmsloftið hins vegar miklu af- slappaðra þó að vissulega beri hús- næðið þess merki að flutningar séu í fullum gangi. Það er hægara sagt en gert að flytja 250 manna stofn- un um langan veg og hlýtur það að setja mark sitt á starfsfólk og fjölskyldumeðlimi þeirra. Þegar inn á skrifstofu Kendalls var komið tók t.d. á móti manni fjölskylduhundur Kendall-fjölskyldunnar. „Hann sér að við eram að pakka öllu dótinu niður og er dauðhræddur um að við ætlum að skilja hann eftir. Eg verð því að taka hann með í vinnuna til að róa hann,“ útskýrir Raymond Kendall. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að flyíja höfuðstöðvar Interpol var einfaldlega sú að byggingin í St. Cloud var orðin of lítil fyrir starf- semina. Ekki reyndist mögulegt að fá heppilega lóð í París en í Lyon, næst stærstu borg Frakklands, var Interpol boðin stór lóð á mjög góð- um stað í borginni, endurgjalds- laust. „í hinum nýju höfuðstöðvum hefur stefnan verið tekin á algjöra tæknivæðingu, sem hvað lögreglu- störf varðar þýðir hröð og örugg fjarskipti til allra landa,“ sagði Raymond E. Kendall við Morgun- blaðið. Hafa gríðarlega miklir fjár- munir verið lagðir í flarskiptakerfi hinna nýju höfuðstöðva. Einnig hef- ur verið lögð mikil áhersla á að endurnýja skjalakerfi Interpol og verður það algjörlega tölvustýrt í Lyon. Þurfa lögreglumennirnir því væntanlega ekki að eyða dýrmæt- um tíma í að ieita að skjölum og skrám heldur geta þeir einbeitt sér að sínum eiginlegu störfum. „Þessi tæknivæðing mun hafa í för með sér að við getum bragðist mun fyrr við og öll fjarskipti okkar taka mikl- um stakkaskiptum. Þegar upp er staðið munum við verða með ein- hvern nýtískulegasta búnað sem völ er á.“ Kendall lagði þó áherslu á að mörg hinna 147 aðildarríkja væra illa búin á tæknilega sviðinu. Það hefði því verið unnið að því í sam- vinnu við Sameinuðu þjóðirnar að tæknivæða þær. Að undanfömu hefðu 24 ríki í Karibíska hafinu verið aðstoðuð fjárhagslega við að koma sér upp fjarskiptabúnaði en það svæði væri mjög mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu eitur- lj'fla. Næsta verkefni væri ríki Áfríku en þar væri fjarskiptabúnaði ábótavant auk almennrar lögreglu- þjálfunar. Reyndi Interpol að fá aðstoð meðal aðildarríkja sinna til þessa verkefnis, til dæmis gætu þau látið af hendi um stundarsakir lög- reglumenn er gætu séð um þjálfum þar í nokkur ár. Innan nokkurra ríkjaheilda, t.d. Evrópubandalagsins og Suður- Ameríku, gætir nú vaxandi áhuga á ýmsum þáttum innra öryggis. Sagði Kendall það vera hlutverk Interpol að sannfæra þessi ríki um að auka framlög sín til öryggis- gæslu en jafnframt að allar aðgerð- ir yrðu hluti af víðtækari stefnu er næði til heimsins alls, glæpamenn virtu nefnilega engin landamæri. í Lyon yri til dæmis sérstök skrif- stofa er ynni að evrópskum málum og teldi hann eðlilegt að öll stefnu- mótun í Evrópu ætti að byggjast í kringum þá skrifstofu. Það ætti ekki að eiga sér stað nein sam- keppni milli annars vegar Interpol Sjá bls.25 Frakklandsáhugí fiölskyldunnar kveikjan að starfí hjá Interpol Rætt við Smára Sigurðsson — fyrsta Islendinginn sem starfar hjá Interpol Smári Sigurðsson, sem er fyrsti íslendingurinn er hefur störf hjá Interpol, varð eins og allir aðrir starfsmenn fyrir nokkra raski vegna flutninga stofnunarinnar. Hann var í fyrsta hópnum er skipti um bækistöðvar og flytjast þurfti búferlum til Lyon með öllu því umstangi sem því fylgir. Ég hitti hann á fyrsta vinnudegi hans í Lyon, sem tókst, þó nokkuð erfið- lega hafi gengið í fyrstu, þar sem símakerfi hinnar nýju byggingar virtist, ekki vera komið alveg í lag. Þegar hringt var í hinar nýju höfuð- stöðvar Interpol svaraði þar sím- svari sem vinsamlega benti mönn- um á að hafa sambandi við skrif- stofur stofnunarinnar í St. Cloud. Okkur tókst þó að hafa uppi á hvor öðram um síðir og Smári afsakar þetta ófremdarástand. Það er greinilega ekki vandalaust að standa í svona flutningum. Sjálfur hafði hann þurft að ségja upp íbúð sinni í París fyrir nokkra og búið á hótelum síðan þar sem enn hafði hann ekki fundið íbúð í Lyon. Smári virtist þó taka þessu öllum með stóískri ró og hlær að því að í þess- ari nýju glæsilegu byggingu skuli aðeins einn sími hafa verið kominn í notkun. Smári hóf störf hjá Interpol 1. júní á síðasta ári og er ráðinn þang- að í þtjú ár. Starfssvið hans er ýmiss konar falsanir, t.d. á pening- um og ferðatékkum. Hann hóf lög- regluferil sinn hjá lögreglunni í Kópavogi árið 1968 og starfaði þar til ársbyijunar 1977 en hóf þá störf hjá Sakadómi Reylqavíkur. Hann starfaði síðan hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, frá því hún var stofn- uð 1. júlí 1977, þangað til hann flutti sig yfir til Interpol. En hvern- ig fékk hann hugmyndina að því að fara þangað? „Eg byijaði að velta því fyrir mér fyrir löngu síðan,“ sagði Smári, „hvort ekki væri möguleiki á því að starfa er- lendis. í fljótu bragði sá ég enga aðra möguleika en Interpol. Það varð líka ekki til þess að draga úr áhuganum að öll fjölskyldan er meira og minna haldin nokkurs konar Frakklandsmaníu. Við kom- um hingað hjónin saman árið 1983 og dvöldumst þá í mánuð í París. Ég heimsótti þá Interpol og fékk smjörþefinn af því hvernig væri að starfa þar. Ég kom svo aftur til Parísar árið 1985, til þess að læra frönsku, og var þá m.a. með það í huga að betra væri að hafa ein- hveija frönskukunnáttu ef svo kynni að fara að maður hæfi störf hjá Interpol. Ég heimsótti Interpol aftur í þessari ferð og fékk þá ýmsar upplýsingar hjá norskum kollega sem einnig hvatti mig til þess að gera tilraun til þess að komast hingað inn. Það var eftir það sem ég fór í alvöru að reyna eitthvað fyrir mér.“ Það að hann hafi fengið starf hjá Interpol segir Smári síðan hafa haft töluverðan aðdraganda. Öll samskipti íslendinga við stofnunina fara fram í gegnum dómsmálaráðu- neytið þar sem tengiliður Interpol á Islandi er Hjalti Zóphóníasson og hafði Smári því samband við doms- málaráðherra og starfsmenn hans. Það var svo Jón Sigurðsson, þáver- andi dómsmálaráðherra, sem tók ákvörðun um, að fyrsti íslendingur: inn færi til starfa hjá Interpol. „í byijum síðasta árs var mér svo sagt að ég gæti farið út nánast strax. Ég sló auðvitað til en var þá farinn að sjá fram á að þetta væri meira mál en maður gerði sér grein fyrir í fyrstu. Það er meira en að segja það að flytjast með fjöl- skyldu á milli landa.“ Smári fluttist einn út til Parísar í fyrravor en tvö elstu bömin hans voru hjá honum í vetur I frönskunámi. Nú í júlí er svo von á Huldu, eiginkonu Smára, og yngstu dóttur þeirra til Lyon. Þau umskipti að flytja sig á milli starfa frá RLR til Interpol sagði Smári að væri nánast eins og að byija upp á nýtt. Þetta hefði verið gjörsamlega nýr heimur fyrir sig. „Eftir átta ár hjá lögreglunni og ellefu hjá RLR þurfti maður allt í einu að byrja að fást við eitthvað algjörlega nýtt og starfa á öðrum tungumálum en íslensku. Þetta var erfitt fyrstu mánuðina en það var mikil hjálp í því hvað það era góðir félagar hérna.“ Hann segir vinnuna í sinni deild, sem fæst við falsaða peninga, greiðslukort, tékka o.s.frv., að miklu leyti vera fólgna í miðlun upplýsinga. Interpol berist fyrirspurnir hvaðanæva að úr ver- öldinni þar sem t.d. er spurt hvort einhver maður eða tiltekin tegund fölsunar sé þekkt. Hvaðan hún sé upprunnin og hveijir standi að baki. Hins vegar fái Interpol senda seðla og allt þess háttar að skoða og gera skýrslu um hvort um falsanir sé að ræða eður ei. Greina þurfti hver fölsunin sé, hver séu einkenni hennar _og hvort hún hafi fundist áður. „í hvert skipti sem kemur fram ný tegund falsaðra peninga í heiminum þá fær sú fölsun ákveðið númer. í raun má líkja okkur við gagnabanka. Við reynum að geyma allar þær upplýsingar sem hingað koma inn. Þetta byggist allt á því hvemig Interpol-skrifstofunar í hin- um ýmsu löndum starfa. Við vitum ekki meira en kemur inn frá þeim.“ í deildinni sem Smári starfar starfa alls sjö manns. Fjórir í þeim hópi fást við þær falsanir sem að framan er getið en annar þriggja manna hópur sér um aðrar tegund- ir falsana, s.s. falsanir á vegabréf- um og nafnskírteinum. „Það er ótrúlega mikið um falsanir í heimin- um. Við sjáum kannski ekki mikið af þeim heima og maður hélt því hálfpartinn, þegar maður kom hing- að út, að þetta væri eitthvað sem menn dunduðu sér við í heimahús- um eftir að tæki að rökkva." Smári sagði að sérstaklega væri mikið um falsanir á dolluram en þeir væru framleiddir í ómældu magni, þó Smári Sigurðsson vissulega væra falsanirnar af mjög misjöfnum toga. Allt frá því að vera algjört rasl yfir í mjög ná- kvæmar falsanir. „Ég hafði ekki leitt hugann að því áður að svona mikið væri um falsanir né heldur hefði ég gert greinarmun á fölsun- um og venjulegum peningum. Hér í Frakklandi era menn hins vegar mjög vakandi yfir svona hlutum. Margar verslanir og veitingahús eru með sérstök tæki til að skoða seðla svo að augljósar falsanir koma í ljós. Heima á íslandi virðumst við hins vegar enn sem komið er ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það hefur mjög lítið borist af fölsunum þangað." Mjög mis- jafnt er hveijir standa að fölsunum. Bæði eru það venjulegir smáglæpa- menn sém verða sér úti um tæki og basla við þetta í kjöllurum en einnig er um að ræða viðamikla skipulagða framleiðslu með alþjóð- legri dreifingu. Þá er talin vera vissa fyrir því að hryðjuverkasam- tök stundi skipulegar falsanir til að fjármagna starfsemi sína. Þegar hann var spurður á hvaða sviðum hann teldi Interpol helst geta orðið að gagni sagði Smári að stofnunin Ijóstraði kannski ekki sjálf upp um stór mál en gæti hins vegar stuðlað að því að lögreglur hinna mismunandi landa gerðu það. Mætti nefna sem dæmi einhvern aðila sem hefði stundað einhveija glæpastarfsemi í mörgum löndum, t.d. Hong Kong og Kanada, og væri þekktur í þeim löndum en ekki þar fyrir utan. Um leið og eitt- hvað gerðist væri fyrir tilstuðlan Interpol hægt að koma upplýsing- um á framfæri um allan heim. Hvað Interpoi og ísland varðaði sagði Smári það sem betur fer ekki vera á hveijum degi sem íslending- ar þyrftu að leita aðstoðar stofnun- arinnar. Slík tilvik hefðu hins vegar komið upp. Þetta gæti komið sér mjög vel fyrir litla, einangraða þjóð þar sem menn vora kannski ekki í aðstöðu til að hringja í kunningja hjá viðkomandi landi ef einhveijar upplýsingar vantaði, til dæmis um grunsamlegan útlending. „Það er einn helsti kostur Interpol-skrifstof- anna, þú veist alltaf hvert þú átt að leita.“ Eins og gefur að skilja rekur Interpol mjög viðamikið fjarskipta- kerfi sém gífurlegt magn af upplýs- ingum fer um daglega. Þetta setur mjög svip sinn bæði á hinar nýju sem hinar gömlu höfuðstöðvar stofnunarinnar. Þök bygginganna í St. Cloud og Lyon prýða óteljandi loftnet af öllum stærðum og gerðum og era byggingarnar auðþekkjan- legar langt að af þessum sökum. Smári kynntist þessu kerfi nokkuð vel þar sem fljótlega eftir að hann hóf störf hjá Interpol var hann sett- ur í vinnu við fjarskiptakerfið í heil- an mánuð. Einn lögreglumaður er ávallt á vakt í fjarskiptunum og fer yfir öll skeyti sem koma inn og dreifðir þeim á réttar deildir. Ekki er einungis um að ræða skeyti til höfðuðstöðva Interpol heldur berast einnig afrit af öllum fjarskiptasend- ingum milli einstakra Interpol- skrifstofa. Yantaði þarna mann í einn mánuð og var Smári látinn hlaupa í skarðið. Hann telur það hafa verið ómetanlega reynslu og leitt til þess að hann hafi kynnst stofnuninni og hvernig starsemi hennar sé uppbyggð mun betur en ella. Af hveiju hann hafi síðan haf- ið störf í falsanadeildinni kann hann hinsvegar enga einhlíta skýringu á. Vissuiega hafi hann fengist við falsaða ferðatékka og annað slíkt áður en það telur hann ekki vera skýringuna. Líklega hafi bara vant,- að mann þama. Smári er eins og áður sagði fyrsti íslendingurinn sem hefur störf sem lögreglumaður hjá Interpol. Þarna eru einnig starf- andi nokkrir aðrir Norðurlandabú- ar, tveir Danir, einn Svíi og einn Norðmaður. Þó að 146 lönd eigi aðild að Interpol eru Bandaríkja- menn og Evrópubúar í miklum meirihluta meðal starfsmanna. Meðal lögreglumannanna era Bandaríkjamenn stærsti hópurinn og Vestur-Þjóðveijar næststærsti. Smári sagði það hafa komið sér einna mest á óvart hversu vel menn frá svo mismunandi löndum gætu starfað saman í svona hópi og væru í sjálfu sér líkir. Samvinnan væri ávallt góð og hjálpsemin í fyrir- rúmi. Menn væra alltaf tilbúnir að hjálpa félögum sínum með hvað sem er. Hann hefði ekki gert sér neinar hugmyndir fyrirfram um hvernig þetta gæti orðið en nú þegar litið væri yfir farinn veg að loknu eins árs starfi teldi hann sig hafa gert sér mun betur grein fyrir því hversu mikið gagn þessi stofnun gæti gert. Það væri líka ofarlega í hans huga hvað andrúmsloftið væri gott og félagarnir traustir. Interpol væri auðvitað fyrst og fremst upplýs- ingamiðlun, það yrði eflaust aldrei samþykkt að svona stofnun hefði lið sem farið gæti hvert sem er, handtekið fólk og rannsakað mál. Það væri líklega ekki heldur nein þörf á því, betra væri að halda á málum eins og nú, þannig að hver sinnti sínum málum í samvinnu við hin löndin. Engin keðja væri hins vegar sterkari en veikasti hlekkur- inn. Hversu mikið gagn Interpol gerði byggðist því fyrst og fremst á því hvernig þau lönd sem mynd- uðu stofnunina stæðu sig. Þegar hann var spurður hvort að það skap- aði oft mikil vandamál á hversu mögum tungumálum væri unnið sagði hann svo ekki vera, þó auðvit- að kæmu alltaf upp einhveijir erfið- leikar. Menn þyrftu þó að vera ágætir í ensku og geta bjargað sér á frönsku til þess að sinna störfum sínum. Sumir Frakkarnir töluðu hins vegar enga ensku, svo dæmi væra tekin, og aðrir kynnu ekkert fyrir sér í frönsku. Það væri þó alltaf hægt að finna einhvern sem gæti leyst úr vandamálunum sem upp kæmu. Eftir sprengjutilræði Action Directe árið.1986 hefur allt öryggi stofnunarinnar verið hert til muna. Er öryggisgæslan nú með þeim hætti að lögreglumennirnir fá ekki að fara inn í hina nýju byggingu í Lyon fyrr en daginn áður en þeir eiga að hefja þar störf. Er stefnt að því í framtíðinni að menn muni ekki komast inn nema með segul- passa sem gildi síðan bara inn á þeirra eigin hæð. „Þetta er hlutur sem hefur mikið breyst á síðustu áram,“ sagði Smári. „Þegar ég kom þarna í fyrsta sinn hringdi ég bara á bjöllunni, kynnti mig sem löggu frá íslandi og var hleypt inn.“ Hann vissi þó ekki til að það hefði reynst hættulegt að vera starfsmaður Int- erpol nema í þetta eina sinn. Hann kynni mjög vel við sig og eftir að öll fjölskyldan væri komin hefði hann ekkert á móti því að vera þarna lengur en þau þrjú ár sem ráðningarsamningurinn segði til um. Það kynni þó allt að hafa breyst að tveimur árum liðnum. <**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.