Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.06.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 43 FRJÁLSÍÞRÓTTIR / GRAND PRIX í HELSINKI AP og Reuter Einar Vilhjðlmsson kastar spjótinu fyrsta sinni í Helsinki í gær. Einbeitnin skín úr andliti, en hann náði þó alls ekki að sýna hvað í honum býr. Á myndinni hér til hliðar kemur Ítalínn Salvatore Antibo fagnandi í mark, eftir sigur í 10.000 m hlaupinu — en hann hljóp vegalengdina á næst besta tíma sögunnar, 27:16.50 mín. Vésteinn án farangurs VÉSTEINN Hafsteinsson varð að fá allt lánað vegna keppninnar í gær. Farangur hans — og reyndar rúmlega 100 ferðafélaga — fór ekki með flugvélinni frá Stokkhólmi til Helsinki í fyrradag og var ekki kominn í leitimar í gær. „Ég er ekki hissa á að hann hafi ekki fundið sig, því það er ekkert grín að þurfa að fá lánað dót, þegar keppni er að hefjast. Klukkutíma fyrir keppnina var Vé- steinn enn að bíða eftir dótinu sínu, en það kom aldrei," sagði Einar Vilhjálmsson, en ekki náðist í Véstein. Aðeins ein leið: upp! - sagði EinarVilhjálmsson, sem varlangtfrá sínu besta og lenti í 8. sæti „ÞAÐ er ekki af miklu að státa enda var þetta bara lélegt hjá mér og vel fyrir neðan eðlileg mörk. Eina jákvæða er að ég veit hvar ég stend og aðeins er um eina ieið að ræða — upp,“ sagði Einar Vilhjálmsson við Morgunblaðiði gærkvöldi eftir að hafa hafnað í áttunda sæti í spjótkasti á grand prix mótinu í Helsinki, en enginn spjótkastari náði sér almenni- lega á strik. Einar kastaði 77,96 m i fyrsta kasti og reyndist það hans lengsta kast. „Ég fékk yfirspennu á skrokkinn í kastinu — eins og 'nögg á bakið — og komst ekki í gang eftir það. Taugakerfið dofnaði niður í fætuma, sem hreinlega duttu út, en hálftíma seinna — í síðasta kastinu — fannst mér ég vera að ná „ryþmanum" aftur,“ sagði Einar, „en það var of seint," bætti hann við. Einar var ánægður með allar aðstæður og sagðist hafa fundið sig vel. „Ég hélt að ég myndi ná mér eftir fyrsta kastið, en það var greinileg þreyta í skrokknum. Nú er bara að gleyma þessu og hvfla vel fyrir mótið í Stokkhólmi á mánu- dag,“ sagði Einar. Vésteinn Hafsteinsson keppti í kringlukasti, var langt frá sinu besta, kastaði 59,28 m og hafnaði í 8. sæti. Besti árangur náðist í 10.000 m hlaupi og 3.000 m hindrunarhlaupi. ítalinn Salvatore Antibo náði næst besta tíma, sem náðst hefur í 10.000 m hlaupi eftir mikið einvígi við Addis Abebe frá Eþíópíu. Antibo hljóp á 27:16.50 míijútum og bætti sig um rúmlega sjö sekúndur, en heimsmet Femando Mamede frá Portúgal síðan 1984 er 27:13.81. Patrick Sang frá Keýa hljóp 3.000 m hindrunarhlaupið á 8:15.06 mínútum, sem er besti árangur í greininni í ár. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Fylkir-KA 1 : O íslandsmótið 1. deild, Árbæjarvöllur fimmtudaginn 29. júní, 1989. Mark Fylkis: Hilmar Sighvatsson á 67. mín. Gult spjald: Claud Huggins og Baldur Bjarnason Fylki og Þorvaldur Örlygs- son KA. Dómarí: Eysteinn Guðmundsson, og hafði hann full tök á leiknum. Uð Fylkis: Guðmundur Baldursson, Pétur Óskarsson, Gústaf Vífilsson, Valur Ragnarsson, Haraldur Úlfars- son, Claud Huggins, Hilmar Sighvats- son, Anton K. Jakobsson (Ólafur Magnússon vm. á 61. mín.), Baidur Bjamason, Jón Bjami Guðmundsson, Guðmundur Magnússon. Lið KA: Haukur Bragason, Steingrím- ur Birgisson, Halldór Halldórsson, Erl- ingur Kristjinsson, Ormarr Örlygsson, Amar Bjamason (Stefán Ólafsson vm. á 87. mln), Bjarni Jónsson, Þorvaldur Örlygsson, Gauti Laxdai (Öm Viðar Amarson vm. á 87. min.), Jón Grétar Jónsson, Antony Karl Gregory. Einungis glæsimark Hilmars gladdi augað FYLKISMENN fögnuðu inni- lega sigri á KA-mönnum eftir 1:0 sigur f Árbænum í gær- kveldi. Leikurinn var nánast með öllu tíðindalaus, og það eina sem gladdi augað var glæsmark Hilmars Sighvats- sonar, sem þrumaði knettinum nánast í samskeytin af 20 metra færi eftir hornspyrnu f síðari hálfleik. Sigur Fylkis í þessum leik hlýtur að færa þeim aftur sjálfs- traustið eftir tvö stór töp í síðustu leikjum. Liðið barðist vel allan ■^^■■1 tímann og tókst KristinnJens KA-mönnum ekki Sigurþórsson að skapa sér nein skrifar umtalsverð færi í leiknum. í fyrri hálfleik var KA-liðið meira með boltann, en það er með naum- indum að hægt sé að taka svoleiðis til orða, því boltanum vár aðallega sparkað fram og til baka milli mót- heija og var hann meira í háloftun- um en á jörðu niðri. Það lá þó meira á marki Fylkis, sem átti sókn- ir inn á milli en ekki urðu þær hættulegar, þó um eina undantekn- ingu hafí verið að ræða. Á 15. mínútu fyrri hálfleiks komst Baldur Bjamason inn í send- ingu á miðjum vallarhelmingi KA, brunaði inn í teiginn þar sem hann lék á Hauk í markinu, og sá Hauk- ur engin önnur úrræði en að grípa um ökklann á honum. Vítaspyma var það eina sem hægt var að dæma og úr henni þmmaði Hilmar Sig- hvatsson framhjá. Hilmar bætti svo aldeilis fyrir mistökin í fyrri hálfleiknum með glæsimarki sínu á 12. mínútu síðari hálfleiks. Eftir það var jafnræði með liðunum, sem bæði vörðust ágætlega, og tókst hvorugu liðinu að komast nokkuð áleiðis. Með tapinu í þessum leik er spuming hvort KA-menn blandi sér í toppbaráttuna, en Fylkismenn sýndu og sönnuðu að ekki er hægt að skrifa fall á þá nærri strax. m Guðmundur Baldursson, Hilmar Sighvatsson og Gústaf Vífilsson, Fylki. Helstu úrslit KARLAR 110 m gríndahlaup: 1. Tonie Campbell (Bandaríkjunum).....13.51 2. Tony Jarrett (Bretlandi)......... 13.57 3. Vladímír Shishkin (Sovétríkjunum)..13.72 4. Courtney Hawkins (Bandaríkjunum) ...13.73 5. ígorKazanov (Sovétríkjunum) —„—13.74 6. Mikael Ylostalo (Finnlandi)--------13.78 7. Kai Kyllonen (Finnlandi)...........13.90 8. Antti Haapakoski (Finníandi)-------14.41 Krínglukast: 1. Erik de Bruin (Hollandi)--------67.58 m 2. Luis Delis (Kúbu)................. 66.66 3. Wolfgang Schmidt (V-Þýskalandi)----66.66 4. Rolf Danneberg (V -Þýskalandi).....64.66 5. Juan Martinez (Kúbu)..............—64.40 6. Olaf Jensen (Noregi).............. 61.40 7. Raimo Vento (Finnlandi)------------60.30 8. Vesteinn Hafsteinsson (íslandi)____59.28 200 m hlaup: 1. Robson da Silva (Brasilíu)_________20.35 2. Henry Thomas (Bandaríkjunum)-------20.69 3. Oladepe Adeniken (Nígeríu)..........20.% 4. Augustine Olobia (Nígeríu).........21.28 5. Marty Krulee (Bandarflgunum)_______21.40 1.500 m hlaup: 1. Gennaro di Napoli (Ítalíu)_______3:34.92 2. Joseph Cheshire (Kenýa)...........3:35.06 3. Pat Scammel (Astraiíu)...........3:37.30 4. Tim Hacker (Bandaríkjunum)_______3:37.63 5. Sydney Maree (Bandaríkjunum).....3:38.88 6. Mario Neumann (A-Þýskalaxidi)____3:39.19 7. David Tirelli (Ítalíu)...........3:39.55 3.000 m hindrunarhlaup 1. Patrick Sang (Kenýa)_____________8:15.06 2. Alessandro Lambruschini (Ítalíu)_8:21.23 3. Brian Diemer (Bandarílgunum)_____8:24.05 4. Raymond Pannier (Frakklandi).....8:26.86 5. Bela Vago (Ungverjalandi).......J$:27.50 6. Joshua Kipkemboi (Kenýa)_________8:30.78 7. Michael Heist (Vestur-Þýskalandi) ...8:36.32 8. Dan Reese (Bandaríkjunum)_________8:38.33 Spjótkast: 1. Seppo Ráty (Finnlandi)_____________81.78 w, 2. Tapio Korjus (Finnlandi)____________81.60 3. Marek Kaleta (Sovétrflgunum)_______80.60 4. Steve Backley (Bretlandi)__________80.24 5. Vladímír Ovtsjinnikov (Sovétr.)____79.28 6. Mike Hill (Bretlandi)______________79.10 7. Peter Borglund (Svíþjóð)...........79.08 8. Einar Vilhjálmsson (íslandi)_________77.% 800 m hlaup: 1. Jose-Luiz Barbosa (Brasilíu)_____1:44.76 2. Ari Suhonen (Finnlandi)...........1:45.08 3. Hanke Fuhlbrugge (A-Þýskalandi).-.1:45.15 4. Tom McKean (Bretlandi)____________1:45.17 5. Esko Parpala (Finnlandi)__________1:45.73 6. Steve HearcL(Bretlandi)__________1:45.84 7. Slobodan Popovic (Júgóslavíu)____1:46.15 8. Peter Braun (Vestur-Þýskalandi) —1:46.17 400 m hlaup: jm. 1. Jeff Reynolds (Bandaríkjunum)______45.76 2. Brian Whittle (Bretlandi)__________45.92 3. Tomasz Jedrusik (Póllandi)_________46.17 4. Juha Pyy (Finnlandi)...............46.61 5. Sunday Uti (Nígeríu)_______________46.75 6. Simon Kipkemboi (Kenýa)____________46.99 7. Jari Niemela (Finnlandi)___________47.48 Stangarstökk: 1. Rodion Gataullín (Sovétríkjunum)----5.71 2. -3. Kory Tarpenning (Bandar.)_______5.50 2.-3. Doug Fraley (Bandaríkjunum)_______5.50 4. Tim Bright (Bandaríkjunum)----------5.50 Langstökk: 1. Larry Myricks (Bandaríkjunum)-------8.34 2. Robert Emmíjan (Sovétrílgunum)------8.21 3. Mike Powell (Bandarflgunum)---------8.20 4. Jaime Jefferson (Kúbu)--------------8.19 5. Yussuf Ali (Nígeríu)----------------8.05 Hástökk: 1. Jan Wohlschag (Bandaríkjunum)-------1.93 2. Maryse Ewanjee-Epee (Frakklandi)----1.90 3. Lyudmila Andonova (Búlgaríu)--------1.83 4. Chris Stanton (Ástralíu)-------------1.79 ___ 10.000 m hlaup: 1. Salvatore Antibo (Ítalíu)-------27:16.50 2. Addis Abebe (Eþíópíu)-----------27:17.82 3. Frakklandisco Panetta (ítab'u)--27:24.16 4. Hammou Boutaib (Marokkó)-------.27:50.04 5. Thieny Pantel (Frakklandi)------27:54.61 6. Jose Albentosa (Spáni)----------27:56.63 7. Haji Bulbula (Eþíópíu)----------28:04.21 8. Moses Tanui (Kenýa).............28:14.67 KONUR 3.000 m hlaup: 1. Yvonne Mai (Austur-Þýskalandi)..8:49.97 2. Natalia Artjomova (Sovétr.)-----8:52.63 3. Roberta Brunet (ítab'u)---------8:55.12 4. Sabrina Domhoefer (Bandar.)-----8:57.46 5. Carita Sunell (Finnlandi)-------9:18.60 6. Rosanna Munerotto (Ítalíu)-------9:26.40 800 m hlaup: 1. Sigrun Wodars (A-Þýskalandi)____1:57.10 2. Nadezhda Olizarenko (Sovétr.)____2:00.56 3. Marina Yachmeneva (SovéL)________2:01.26 4. Joetta Clark (Bandaríkjunum).....2KI3.48 5. Tiina Pakkaia (Finnlandi)....... 2:05.33 6. Lyubov Gurina (Sovétríkjunum)____2:08.69 Langstökk: 1. Galina Chistyakova (Sovétríkjunum) ....7.07 2. Ringa Ropo (Finnlandi)_____________6.76 3. Fiona May (Bretlandi)............. 6.59 4. Agata Karczmarek (Póllandi)________6.52 5. Sheila Elchols (Bandaríkjunum).....6.50 6. Jennifer Inniss (Bandaríkjunum)----6.35 7. Jolanta Bartczac (Póllandi)--------6.31 8. Clair Connor (Bandaríkjunum)--------6.21 400 m grindahlaup 1. Sandra Farmer-Patrick (Bandar.)----54.05 2. Tuija Helander-Kuusisto (Finnlandi) ...55.66 3. Sally Gunnell (Bretlandi)--------- 55.78 4. Latanya Sheffield (Bandaríkjunum) ....57.14 5. Gretha Tromp (Hollandi)............58.33 6. Anna Suumakki (Finnlandi)----------58.92 7. Rose Tata-Muya (Kenýa)--------------59.48 % Spjótkast: 1. Petra Felke (Austur-Þýskalandi)---70.90 2. Tiina Lillak (Finnlandi)......... 64.16 3. Beate Koch (Austur-Þýskalandi)----61.06 4. Paivi Alafrantti (Finnlandi)......58.58 5. Elisabeth Nagy (Svíþjóð)----------57.56 6. Ingrid Lammertsma (Hollandi)______57.50 200 m hlaup: 1. Mary Onyali (Nígeríu)............22.58^ 2. Elster Jones (Bandaríkjunum)......22.74 3. Dannette Young (Bandaríkjunum)....22.82 4. Falilat Ogunkova (Nígeríu)........23.06 5. SheilaEchols (Bandaríkjunum)------23.12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.