Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 Erlendir ráðgjafar Landsbankans: Ábendingar um breytta starfshætti og ný vinnubrögð Á síðasta ári tók Landsbanki Islands ákvörðun um að ráða erlent ráðgjafarfyrirtæki til að Fæðingaror- lofið 6 mánuðir MÆÐUR allra barna sem fæðast eftir 1. ágóst, fá sex mánaða fæð- ingarorlof, samkvæmt lögum, sem samþykkt voru í mars árið 1987. Fram að þeim tíma var orlofið þrír mánuðir en hefiir síðan lengst í áföngum, fyrst í fjóra mánuði, síðan í fimm og nú í sex. Tryggingarstofnun ríkisins greiðir nú kr. 20.799 í fæðingar- styrk með hveiju bami auk dag- peninga, sem eru kr. 871 fyrirhvem dag mánaðarins. aðstoða við heildarúttekt á stöðu, starfsemi og skipulagi bankans. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri, að hinir erlendu ráð- gjafar hefðu gefið bankastjórn- inni upplýsingar, fyrst hinn 4. júlí sl. og síðan í þessari viku, um niðurstöður þeirra um ýmsa veigamikla þætti starfseminnar. Sverrir Hermannsson sagði að bankastjórarnir hefðu þegar í stað bmgðið við og skipað mönnum til verka til þess að vinna að endurbót- um skv. ábendingum ráðgjafarfyr- irtækisins og að tekin yrðu upp ný vinnubrögð á grundvelli þeirra ráð- legginga. Bankastjórinn tók sér- staklega fram, að starfsfólk bank- ans hefði tekið þessum nýju hug- myndum og ábendingum afar vel og afstaða þess til breytinga í rekstri bankans væri mjögjákvæð. * — Islenskir aðalverktakar: Byggðar 224 íbúð- ir fyrir varnarliðið ÍSLENSKUM aðalverktökum hefúr verið gefinn kostur á því að bjóða í hönnun og byggingu 224 hermannaíbúða fyrir vamar- liðið á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að þeim verði lokið á tveimur og hálfii ári. Á fyrirtækið nú í viðræðum við ýmsa aðila um samstarf varð- andi einstaka þætti verksins. Að sögn Andrésar Andréssonar, yfirverkfræðings íslenskra aðal- verktaka, er sami háttur hafður í sambandi við þetta verk og aðrar verklegar framkvæmdir fyrir varn- arliðið. Aðalverktökum er gefinn kostur á að bjóða í bæði hönnun og byggingu íbúðanna. Velur fyrir- tækið sér síðan samstarfsaðila eða undirverktaka í sambandi við ein- staka þætti framkvæmdarinnar. Andrés segir að málið sé enn á byrjunarstigi; viðræður hafi farið fram við hönnuði en ekki sé endan- lega frágengið við hveija verði sam- ið. íslenskir aðalverktakar vinna nú að byggingu 248 hermannaíbúða fyrir vamarliðið á Keflavíkurflug- velli og hófst það verk í fyrra- haust. Gert er ráð fyrir að því að fyrstu íbúðunum verði skilað fullfrágengnum í nóvember á þessu ári en verkinu ljúki að fullu eftir eitt og hálft ár. Morgunblaðið/Bjami Malbikað yfir Miklatorg GATNAMÓT Hringbrautar, Miklubrautar og Snorrabrautar voru malbikuð í gær, en þar var áður hringtorg. í kjölfar þess verður aftur opnað fyrir umferð inn á Snorrabraut. Bústaðavegurinn á að tengjast gatnamótunum með brú og er gerð hennar langt komin. Að sögn Inga Ú. Magnússonar, gatnamálastjóra, hafa fram- kvæmdirnar á gatnamótunum gengið samkvæmt áætlun, en gert er ráð fyrir að þeim verði að fullu lokið þann 15. september næstkomandi. Blönduós: Lögregla og eftirlits- menntaka upp net í Miðfirði Blönduósi. LÖGREGLAN í Húnavatnssýslu og veiðieftirlitsmenn á vatna- svæði Miðljarðarár gerðu net fyrir landi Sauðár á vestan- verðu Vatnsnesi upptæk á há- degi í gær. Netin eru nú í vörslu lögreglunnar á Blönduósi. Að sögn Eiríks Helgasonar, veiðieftirlitsmanns, fóru eigendur netsins heim með þijá laxa eftir vitjun fyrir hádegi í gær og neit- uðu að afhenda þá veiðieftirlits- mönnum. Hálftíma síðar, þegar lögreglan var komin á staðinn, voru komnir tveir laxar í netin. Tumi Tómasson, forstöðumaður Veiðimálastofnunar á Norðúr- landi, mældi netin og reyndist heildarlengd þeirra vera 278 metr- ar og dýpt þeirra þrír metrar. Netin voru bundin niður við 'þrett- án stjóra og var möskvastærðin 14 sentimetrar. Að sögn Tuma veiða menn ekki silung í net sem þessi. Gat hann þess, að í slíkt net gætu veiðst sexhundruð laxar yfir sumarið. Jón Sig. Ferskfískútflutningur: Flugleiðir semja um tengiflug til Japans Flying Tigers flölga ferðum um helming FLUGLEIÐIR eru þessa dagana að ganga frá samningum við bandaríska aðila um fraktflutn- inga frá New York beint til Tókýó. Þar með verður boðið upp á tengiflug með þremur flugfélög- um frá New York til Tókýó, þar sem er að finna einn stærsta fisk- markað heims. Flugfélögin þrjú eru Japanese Airlines, Northwest og Nippon Aircargo. Þá mun fé- lagið áfram bjóða upp á tengiflug Bragi Hannesson ráðinn forstjóri Iðnlánasjóðs STJÓRN Iðnlánasjóðs hefúr ráð- ið Braga Hannesson bankasfjóra forsfjóra Iðnlánasjóðs og mun hann taka við því starfi síðar á þessu ári. Iðnlánasjóður er sjálfstæð stofn- un, en Iðnaðarbankinn hefur séð um daglegan rekstur hans. Bragi hefur annast framkvæmdastjóm sjóðsins sl. fímm ár fyrir hönd bankans, asamt bankastjórastörf- um. Fyrirkomulag rekstursins breyt- ist nú með sameiningu Iðnaðar- bankans við Útvegs-, Verslunar- og Alþýðubanka. Margskonar starfsemi sem Iðnaðarbankinn hef- ur séð um flyst nú til sjóðsins. Bragi Hannesson er lögfræðing- „ ur. Að loknu námi 1958 starfaði Bra^ Hannesson hann sem framkvæmdastjóri hefur yerio bankastjóri Iðnaðar- Landssambands iðnaðarmanna, en banka íslands frá árinu 1963. frá London til Tókýó. Vegna mikillar eftirspurnar fisk- útflytjenda hafa Flying Tigers ákveðið að bjóða upp á tvær ferðir í viku í beinu flugi frá íslandi til Japans í stað einnar, eins og verið hefur frá upphafi. Byijað verður að fljúga tvisvar í viku upp úr miðjum ágústmánuði. Flogið verður á mið- vikudögum og laugardögum. Fyrsta laugardagsflugið er áætlað 19. ágúst. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær stóreykst fraktflug Flug- leiða frá og með næsta mánuði, ekki síst vegna aukinnar eftirspumar ferskfiskútflytjenda hér á landi og eru áætlaðar tvær ferðir í viku til New York og þijár ferðir vikulega til Evrópuborga, Kaupmannahafnar, London og Lúxemborgar. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hefur aukn- ingin í fraktinni numið um þúsund lestum árlega síðustu þijú til fjögur árin og- er langmestur hluti þessa útflutnings ferskfiskur. Einar sagði að farmgjöldin með Flugleiðum væri samningsatriði hveiju sinni. Verð færi mikið til eftir því magni, sem flutt væri. Gróflega mætti þó áætla að það kostaði um 80 þúsund krónur að flytja eitt tonn af ferskum fiski til Bandaríkjanna og 40 þúsund krónur til Evrópulanda. Hann sagð- ist ekki að svo stöddu geta sagt til um hvað tengiflugið til Japans kæmi til með að kosta. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfaxi, umboðsaðila Flying Tigers hér á landi, kostar flutningur á kíló- inu af ferskum fiski til Japans 2,40 dollara. Það samsvarar um 140 þús- undum íslenskra króna á tonnið. Fari magnið, sem flutt er, yfir þijú tonn, lækkar flutningskostnaðurinn niður í 2,35 dollara á hvert kg. Meginuppistaðan í útflutningi Flying Tigers frá íslandi mun vera lax auk flatfisks og karfa. Þá hafa verið sendar út ýmsar skelfisktegundir og nýlega var byijað að senda hrossa- kjöt á markað þar. Að meðaltali fóru sextán til átján tonn af fiski vikulega héðan á Jap- ansmarkað í apríl og maí með Flying Tigers. í sumar hafa tólf til þrettán tonn farið utan vikulega, en vænta má aukningar að nýju strax í lok þessa mánaðar og þeim næsta. Þannig er áætlað að hátt í þijátíu tonn af ferskum fiski fari utan viku- lega með Flying Tigers, eða fimmtán tonn í hverri ferð. Karl Kvaran listmálari látinn KARL Kvaran listmálari Iést í Landspítalanum í Reykjavík í fyrrinótt. Hann var 64 ára gam- all. Karl Kvaran fæddist 17. nóvem- ber árið 1924 á Borðeyri, sonur hjónanna Ólafs Kvarans, ritsíma- stjóra í Reykjavík, og Elísabetar Benediktsdóttur. Karl stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum í Reykjavík frá 1941 til 1945. Hann var við nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og við einkaskóla Rostrub Bogesen á árunum 1945 til 1949. Árið 1956 varð Karl hús- vörður í Landsímahúsinu við Thor- valdsensstræti 4 í Reykjavík. Þar var vinnustofa hans einnig til húsa í 33 ár. Karl var í Septem-hópnum svokallaða sem stofnaður var 1973. Hann hélt 16 einkasýningar á verk- um sínum um ævina og tók þátt í ijölda samsýninga. Karl kvæntist Sigrúnu Ástvalds- Karl Kvaran listmálari. dóttur árið 1949 én hún lést 1970. Börn þeirra eru Ólafur og Gunnar B. Kvaran sem báðir eru listfræð- ingar og Elísabet Kvaran húsmóðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.