Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. • Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á 'mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Erfiðleikar Sam- bandsins Asíðasta ári töpuðu kaup- félögin og Samband íslenskra samvinnufélaga nálægt 2.000 milljónum króna. Margt bendir til, að afkoman á þessu ári verði lítið betri. Skipulags- og mannabreytingar virðast ekki hafa skilað miklu. Frá því var greint hér í Morg- unblaðinu í gær, að tap Sam- bandsins fyrstu sex mánuði árs- ins hefði verið 190 milljónir króna. Mörg kaupfélög eiga enn við mikla erfiðleika að stríða, eins og Kaupfélag ísfirðinga, sem varð að velja milli gjaldþrots og þess að láta SÍS yfirtaka eign- ir kaupfélagsins. Kaupfélag ís- firðinga valdi síðari kostinn. Og þannig mætti lengi telja. Það er athyglisvert að staða sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru í eigu Sambandsins og/eða kaup- félaganna, er yfírleitt verri en fyrirtækja í sömu atvinnugrein í eigu einstaklinga og hlutafélaga þeirra. Eitt dæmi um þetta er Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf., sem er gjaldþrota, en 75% hluta- fjár er í eigu Sambandsins. Nú er ríkisstjórnin að undirbúa sér- stakar björgunaraðgerðir vegna Hraðfrystihússjns. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að rekstur fyrirtækisins fyrstu sex mánuði ársins hafi batnað um 250 millj- ónir króna, miðað við sama tíma í fyrra. Jafnvel þótt færa megi rök að því, að hagur SÍS hafi eitthvað batnað, geta sambands- menn ekki verið ánægðir með afkomuna. Ef svo heldur fram sem horfir verður þess ekki'lángt að bíða, að eigið fé fyrirtækisins sé allt uppétið og möguleikarnir til þess að rétta við verða ekki miklir. Nýtt hlutafé kemur ekki til greinaj vegna rekstrarforms samvinnufyrirtækja. Sambandsfyrirtækin og kaup- félögin hafa verið og eru mikil- vægurþáttur í atvinnulífi margra á landsbyggðinni. íbúar þar hljóta að spyija um ástæður þess að ekki hefur tekist betur til í rekstri þessara fyrirtækja og annarra sem þeim eru tengd. Og þeir kunna að velta öðrum mögu- leikum fyrir sér í atvinnumálum. Þrátt fyrir miklar breytingar á SÍS og samdrátt í rekstri þess hefur það skilað litlu, ef litið er á 190 milljóna króna tap á fyrri helmingi þessa árs. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort SÍS og kaupfélögin hafi á að skipa þeim mannafla er býr yfir nauðsyn- legri þekkingu og hæfni til þess að takast á við vandamál þessar: ar miklu fyrirtækjasamsteypu. í þessu sambandi er fjárhagsstaða Islandslax hf. mikið umhugsun- arefni. Þetta er nýtt fyrirtæki, sem samvinnuhreyfingin setti á stofn fyrir nokkrum árum. Nú er það í greiðslustöðvun og þess vegna hljóta að vakna spurning- ar um það, hvort Sambandið hafi ekki yfír að ráða mönnum með nægilega viðskiptaþekkingu til þess að setja slíkt fyrirtæki á stofn þannig, að grundvöllur þess sé sæmilega traustur. Það er mikilvægt fyrir sam- vinnuhreyfinguna, að rekstur SÍS skili hagnaði og að ekki sé gengið á eigið fé á hverju ári. Hlutafélög, sem þurfa að skila eigendum sínum arði, geta tekizt á við taprekstur, ef eigendur þeirra eru tilbúnir til þess að leggja fram aukið hlutafé. Sam- bandið hefur ekki þennan mögu- leika. Hins vegar hefur fyrrver- andi forstjóri Sambandsins, Er- lendur Einarsson, sett fram viss- ar hugmyndir í því sambandi. SIS og kaupfélögin döfnuðu vel undir kerfi hafta og fyrir- greiðslu. Það er ekki erfitt að reka fyrirtæki sem nýtur sér- stöðu og fyrirgreiðslu umfram keppinautana, eins og var á árum áður. Neikvæðir raunvextir á áttunda áratugnum gerðu for- ráðamönnum fyrirtækja kleift að horfa framhjá vandamálum í rekstrinum. Nú eru allt aðrir tímar, tímar sem stjórnendur SÍS virðast ekki ráða við, þótt vissu- lega sé það rétt, að ríkisstjórnin býr ekki að atvinnulífinu eins og nauðsynlegt er. Guðjón B. Ólafssön, forstjóri SÍS, virðist þannig ekki telja hægt að reka fyrirtæki á Is- landi, ef raunvextir eru jákvæð- ir, þ.e. að sparifjáreigendur fái umbun fyrir ráðdeild sína. I við- tali, sem viðskiptablað Morgun- blaðsins átti við hann fyrr á þessu ári sagði hann meðal annars: „Hvort er raunhæfara til lengri tíma að hafa neikvæða raun- vexti, eða að þurrka upp eigið fé í atvinnurekstri? Þetta er sam- hangandi." Þetta er rangt, því til lengri tíma gengur hvorugt upp. Sparnaður og jákvætt eigið fé eru undirstaða þess, að fyrir- tæki fái fé til fjárfestinga. Já- kvæðir raunvextir eru forsenda þess að sparnaður myndist. Hitt kann að vera, að rekstur Sam- bandsins gangi ekki upp, nema að fyrirtækið eigi kost á fjár- magni, sem er niðurgreitt. af sparifjáreigendum í formi nei- kvæðra raunvaxta. En þá er rekstrarvandi samvinnuhreyf- ingarinnar djúpstæðari en nokk- urn hefði órað fyrir. 4- Vinstri stjóm Hermanns Jónassonar 1956-1958 eftir Birgi ísleif Gunnarsson í grein hér í Mbl. fyrir stuttu gerði ég í grófum dráttum grein fyrir þeim einkennum sem verið hafa sameiginleg þeim fjórum vinstri stjómum, sem hér hafa setið frá árinu 1950. Fróðlegt er að rifja upp feril þeirra hverrar um sig og mun ég freista þess með nokkrum greinum hér í blaðinu. Hér verður fjallað um fyrstu vinstri stjórnina á þessum tímabili, stjórn Hermanns JónSsonar, sem sat 1956-58. Aðdragandi stj órnarmyndunar Aðdragandi þessarar stjórnar- myndunar var sá að Framsóknar- flokkurinn rauf stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en þessir tveir flokkar höfðu myndað ríkis- stjórn eftir kosningar 1953. Fram- sókn var þá tekin að stíga dansinn til vinstri og stóð m.a. að þvi í mars 1956 að Alþingi gerði ályktun sem fól í sér að varnarliðið yrði látið fara úr landi. Kosningar fylgdu í kjölfar stjórn- arslitanna og fyrir þær kosningar mynduðu Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur svonefnt Hræðslu- bandalag. Var það fólgið í skipu- legri kosningasamvinnu milli þess- ara flokka. Samvinnan gekk út á það að notfæra sér veikleika þáver- andi kjördæmaskipunar og styðja frambjóðendur hvers annars á víxl í einstökum kjördæmum og freista þess á þann veg að ná meirihluta á Alþingi. Þetta tókst ekki. Flokk- arnir tveir fengu 25 sæti af 52 á Alþingi og gekk þá Alþýðubanda- lagið til samstarfs við þá um mynd- un vinstri stjórnar undir forsæti Hermanns Jónassonar. Fögur fyrirheit í upphafi ferils síns gaf ríkis- stjórnin fögur fyrirheit. Þau verða ekki rakin hér, en mjög fljótlega kom í ljós að sundurlyndi var mikið innan stjórnarinnar og fyrirheitin féllu um sjálf sig hvert af öðru. Öll úrræði í efnahagsmálum einkennd- ust af bráðabirgðaaðgerðum sem entust stutt. Handaflinu var beitt hvað eftir annað án árangurs. Verðbólgan var mikil og þá, eins og oft endranær, átti sjávarútveg- urinn í erfiðleikum vegna kostnað- arhækkana innanlands. -Þá var stofnað nýtt uppbótakerfi, sem ná skyldi til allra sjávarafurða. Mis- háar uppbætur voru greiddar á út- fluttar afurðir eftir útflutnings- greinum. Tekna var aflað með sér- stöku álagi á aðflutningsgjöld. Þetta álag var mjög mismunandi eftir vörutegundum og var haft lægst á þær vörur sem höfðu mest áhrif á vísitölu framfærslukostnað- ar. Allt var það auðvitað gért til að spila á vísitöluna þannig að hún mældi ekki raunverulegar hækkan- ir. Margfalt gengi Kerfi þetta vatt auðvitað upp á sig og raunar var mjög erfitt að átta sig á raunverulegu gengi íslensku krónunnar, því það var svo mismunandi eftir tilgangi gjaldeyr- isviðskiptanna. Gengistegundirnar skiptu orðið tugum. Þetta fáránlega kerfi hlaut auðvitað að ganga sér til húðar. Vorið 1958 var gerð til- raun til að snúa við af þesari braut, sett voru ný lög um útflutnignssjóð, uppbótakerfinu var breytt og reynt að gera það einfaldara. Verðbólga fór nú vaxandi. Laun voru tengd við kaupgjaldsvísitölu. Ljóst var að þann 1. desember 1958 myndu laun hækka um 17 stig og verðbólgu- hraðinn síðan margfaldast. Þörf var því á nýjum efnahagsúrræðum. Stjórn hinna vinnandi stétta Þessi ríkissjóm hafði reynt að skreyta sig með nafnbótinni „stjóm hinna vinnandi stétta". Undir þeim formerkjum greip forsætisráðherr- ann nú til þess ráðs að rita Al- þýðusambandsþingi, sem haldið var í nóvemberlok, bréf og óska eftir samþykki þingsins við því að gildis- töku vísitölunnar yrði frestað. Gekk forsætisráðherra sjálfur á þingið, en málaleitun hans var hafnað. Forsætisráðherra sagði þá af sér og lýsti því yfir að ný verðbólgualda væri skollin yfir, þjóðin væri að fara fram af hengiflugi og að í ríkis- stjórninni væri ekki samstaða um „Þessi ríkisstjórn hafði reynt að skreyta sig með naftibótinni „stjórn hinna vinnandi stétta“. Undir þeim formerkj- um greip forsætisráð- herrann nú til þess ráðs að rita Alþýðusam- \ bandsþingi, sem haldið var í nóvemberlok, bréf og óska eftir samþykki þingsins við því að gild- istöku vísitölunnar yrði írestað. Gekk forsætis- ráðherra sjálfur á þing- ið, en málaleitun hans var haftiað.“ nein úrræði í þessum málum. Skipt- ar skoðanir hafa verið um þessa aðferð Hermanns við stjórnarslitin. Mörgum hefur þó fundist að það lýsti manndómi að viðurkenna á þennan hátt gjaldþrot og úrræða- leysi sundurþykkrar stjórnar. Viðreisn tekur við Þegar þessi vinstri stjórn var mynduð var því lýst, yfir að nú ætti að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar í íslenskum stjórnmálum. Þau Birgir ísleifur Gunnarsson. orð reyndust ekki byggð á öðru en ótraustri óskhyggju. Þessi vinstri stjóm Hermanns Jónassonar hóf störf 24. júlí 1956, forsætisráðherra sagði af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt 4. desember 1958 og gegndi störfum til 23. þess mánaðar. Æv- intýrið stóð í tæp 2& ár. Þá tók við minnihluta stjórn Alþýðuflokksins. Það var undanfari viðreisnar, þ.e. samstarfs Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins sem hófst að Iokn- um tvennum kosningum 1959. Kjördæmaskipun var breytt og síðari kosningar fóru fram í sam- ræmi við nýtt kjördæmafyrirkomu- lag. Þar með hófst 12 ára stjórnar- samvinna Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks, en það er önnur saga. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisttokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Nýtt deiliskipulag 1 miðbæ Kópavogs: 0 Horfið frá yfirbyggingu Hafiiarftarðarvegar BÆJARSTJÓRN Kópavogs hef- ur samþykkt tillögu að nýju deiliskipulagi í miðbæ Kópa- vogs. Þar er horfið frá fyrri til- lögu um að byggja yfir Hafhar- fjarðarveginn en kostnaður við slíka yfirbyggingu er talinn vera um 300 til 400 milljónir króna. Nýja tillagan gerir ráð fyrir minna byggingarmagni á svæð- inu og að þar verði byggð tvö fimm til átta hæða íbúðahús með verslun og þjónustu á neðstu hæð. í greinargerð með tillögu að breyttu deiliskipulagi í austurhluta miðbæjarins kemur fram að gild- Vesturgata 55 flutt upp í Arbæjarsafti BORGARRÁÐ hefur samþykkt að þiggja að gjöf frá Krabbameins- félagi Reykjavíkur húsið sem stendur við Vesturgötu 55. Það er svokallað stokkverkshús, byggt árið 1863 og er með elstu húsum í Reykjavík. Hefur verið ákveðið að flytja það í Árbæjarsafh. Að sögn Ragnheiðar H. Þórarins- dóttur borgarminjavarðar er húsið reist árið 1863 af Sigurði og Jakobi Steingrímssonum í leyfisleysi á Sels- lóð. Húsið fékk þó að standa og nokkru síðar eignaðist Ólafur Þórð- arson jámsmiður húsið og endur- bætti nokkuð árið 1879. Hann seldi það árið 1882 Ólafi Eiríkssyni söðla- smið og árið 1892 keypti Samúel Ólafsson söðlasmiður húsið. Hann hækkaði þakið og innréttaði fjögur herbergi á loftinu í stað tveggja, sem þar voru áður, og kom því í þá mynd sem það er í núna með bárujárni á þakinu. Síðan hafa nokkrir eigendur verið að húsinu og það aðallega ver- ið notað sem íbúðarhús en þar var einnig smiðja þann tíma sem Ólafur Þórðarson járnsmiður átti það. Morgunblaðið/Einar Faiur Húsið við Vesturgötu 55, sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur gefið Reykjavíkurborg. andi deiliskipulag var samþykkt árið 1971 og hófust byggingar- framkvæmdir árið eftir. Um tutt- ugu árum síðar er uppbygging samkvæmt skipulagi hálfnuð og í ljós hefur komið að mikil- hreyfing hefur verið á fyrirtækjum í mið- bænum meðan á uppbyggingunni hefur staðið. Eru helstu orsakir taldar vera að; megin straumur bílaumferðarinnar liggur í gegn um miðbæinn, en aðkoma að mið- bæjarsvæðinu er flókin og jafnvel illmöguleg. Innra gatnakerfi mið- bæjarins er flókið og fyrirkomulag bílastæða er slæmt. Gönguleiðir innan miðbæjarins eru erfiðar og óaðlaðandi auk þess sem yfirbragð byggðarinnar er fráhrindandi. Þá hafa önnur atvinnusvæði byggst upp meðal annars við Ný- býlaveg auk þess sem fyrir dyrum stendur uppbygging að nýjum verslunar- og þjónustukjörnum í landi Smárahvamms og í Fífu- hvammslandi. Þá segir: „Fullyrt er að miðbær Kópavogs hafi helst úr lestinni hvað snertir uppbyggingu mið- hverfa á höfuðborgarsvæðinu og þær væntingar sem menn gerðu sé um uppbyggingu hans fyrir 20 árum eru því að hluta orðnar óraunhæfar. Endurskoðun deili- skipulagsins er því aðkallandi. í þeirri endurskoðun hefur verði leit- ast við að styrkja „miðbæjarí- mynd“ miðbæjarins." Markmið nýja deiliskipulagsins er meðal annars að draga verulega úr áformum um frekari uppbygg- ingu í miðbænum og er fyrri hug- myndum um landnotkun breytt þannig að íbúðarhúsnæði er aukið veruíega á kostanð atvinnuhús- 1 » ■■■ Deiliskipulag í midbæ Til Kópavogs, samþykkt 1971 100 m V1 Nýtt deiíiskipulag í miðbæ Kópavogs 0 50_______100 m næðis. Leitað er leiða til að Ijúka þeim framkvæmdum sem í gangi eru á svæðinu og bæta yfirbragð byggðarinnar. Austan við gjána verður aukið við græn svæði og umferðatengsl verða bætt, bæði hvað varðar almenna umferð og almenningsvagna. Á vesturbakkanum hefur risið listasafn og þar er einnig æskilegt' áð gert sé ráð fyrir tónlistarhúsi, safnahúsi og stjórnsýsluhúsi. „Nauðsynlegt er að þessar bygg- itigar fái að njóta sín sem best með því að séð veðri fyrir góðu útirými umhverfis þær.“ Bent er á nauðsyn þess að bæta aðstöðu SVK í miðbænum og eru hug- myndir um að skiptistöðih verði færð úr gjánni yfir á vesturbak- kann þar sem nú er bensínstöð Shell. Auk vagna SVK gætu vagn- ar á leið norður - suður haft þar viðkomu. Nýja deiliskipulagið verður til sýnis á skrifstofu bæjarskipulags- ins í Kópavogi fram til 11. ágúst næstkomandi. Ber að skila athuga- semdum vegna skipulagsins á bæj- arskirfstofuna fyrir þann tíma. Metsumar í ferðaþjónustu: 32 þúsund ferðamenn komu til landsins í júlí Ferðamannastraumur um landið er nú í hámarki. Viðmælendur blaðsins sem vinna að ferðamálum segja sumarið hafa verið mjög gott, erlendir ferðamenn eru fleiri en nokkru sinni og íslendingar ferðist ívið meira um eigið land en undanfarin ár. Sérstaklega er gott hljóð í fólki á Norður- og Austurlandi, en vegna veðurs fór ferðasumarið víða hægt af stað á Vestur- og Suðurlandi. Sam- kvæmt upplýsingum Útlendingaeftirlitsins komu yfir 32.193 útlend- ingar til landsins í júlímánuði sem er 2.273 eða 7/2% fleiri en í sama mánuði síðasta ár, þegar 29.920 útlendingar komu til landsins. í júní komu 20.130 útlendingar til landsins eða 8,5% fleiri en ári áður. Fyrstu sjö mánuði ársins komu 85.025 erlendir ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra komu 80.379. Aukningin á milli ára er því 4.646 ferðamenn eða hátt í 6%. „Hér hafa líklega aldrei verið fleiri erlendir ferðamenn en í liðn- um mánuði,“ segir Vigfús Geirdal ferðamálafulltrúi á Vestfjörðum. Hann segir að fjöldi innlendra ferðamanna í júlí hafi hins vegar verið svipaður og undanfarin ár. Mjög dragi úr bókunum í ferðir og á hótel strax upp úr verslunar- mannahelgi. Ferðamannastraumur í júní hafi verið eins og í meðal- ári, „fólk virðist hafa haldið veðrið hér á fjörðunum verra en það var í byijun sumarsins". Vigfús segir eftirtektarvert hve mikið hafi verið um ferðamenn á Vestfjarðakjálk- anum í júlí, þetta svæði hafi ekki hlotið mikla kynningu undanfarin ár en það standi til bóta. Skýring á ferðamannastraumi nú gæti ver- ið að hálendisvegir hafi verið lok- aðir lengi. Margir hafa ferðast um Norður- land í sumar eins og undanfarin ár, heldur fleiri ef eitthvað er, að sögn Ragnheiðar Kristjánsdóttur á Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akureyri. „Ferðamönnum fjölgaði mikið í júlí eins og ævinlega en nú síðustu daga er líkt og botninn hafi dottið úr sumrinu, þar spilar veðrið inní. Helstu breytingar hér norðanlands eru þær að meira hef- ur verið um Islendinga en síðustu sumur, sömuleiðis hafa Þjóðveijar, Frakkar og ítalir verið fleiri en minna sést af Bretum en fyrri sum- ur.“ Þeir sem rætt var við austan- lands segja að þar muni menn ekki aðra eins ferðamannafjöld og í júlimánuði. „Við höfum verið með ólíkindum heppin með veður,“ seg- ir Árni Stefánsson hótelstjóri á Höfn í Hornafirði, „fleira fólk en nokkru sinni hefur gist hótel og tjaldstæði á þessu svæði. Og vin- sældir bændagistingar fer vaxandi enda er aðstaða mjög góð víða á bæjum“. Á hótelinu á Breiðdalsvík hefur mun meira verið að gera en fyrr, sumarið byijaði vel og bókan- ir eru miklar fram í miðjan ágúst. Umferð ferðamanna um Suður- nes hefur verið meiri í sumar en fyrir ári, einkum hafa hópferðir aukist að sögn Steindórs Sigurðs- sonar. Hann kveðst merkja fleiri útlendingahópa sem aka hringinn um landið og meira sé um vinabæj- arheimsóknir og hópa Tþróttafólks. Jóhannes Sigmundsson formað- ur Ferðamálasamtaka Suðurlands segir að þar hafi mjög mikið verið af ferðamönnum í síðasta mánuði, en júní hafi farið rólega af stað og þá hafi eitthvað færri íslending- ar verið á ferðinni en síðustu sum- ur. ívið fleiri útlendingar en fyrr hafi bætt það upp. „Utlendingar eru í meirihluta á hótelunum en íslendingar fjölmennastir á tjald- svæðum,“ segir Jóhannes. „Þeir sem vinna að ferðamálum í þessum landshluta segja útlitið gott fram yfir miðjan mánuðinn." Rysjótt veðrátta hefur sett mark á ferðasumarið á Vesturlandi að sögn Jakobs Benediktssonar á Hótel Akranesi. „Hér hafa útlend- ingar verið fleiri og íslendingar færri en í fyrrasumar. Sumarið er ekki eins gott og í hitteðfyrra, en - þá var met ár hvað fjölda ferða- manna varðar. Erlendir ferða- mannahópar eru áberandi og gista mikið á hótelum, íslendingar fara margir í sumarbústaði hér um slóð- f ir og mest er aðsóknin að tjald- svæðum á Snæfellsnesi og ná- grenni.“ Veðurgrámi hefur þó ekki telj- andi áhrif á ferðir útlendinga, að áliti viðmælenda, sem segja Islend- inga mun duglegri við að elta sól- ina. „Þeir eru enda heldur lítið fyrir að panta hótelherbergi með einhveijum fyrirvara, það gera útlendingarnir hins vegar og eru í meirihluta þeirra sem gista hótel- in,“ sagði einn þeirra sem rætt var við. Aðsókn á Edduhótelin hefur verið ívið betri í sumar en í fyrra að sögn Kjartans Lárussonar for- stjóra Ferðaskrifstofu íslands. Hann segir að íslendingar hafi verið að sækja í sigveðrið á síðustu vikum, útlendir gestir hafi verið fyrr á ferðinni. „Útlendingar eru nokkurn veginn jafnmargir íslend- ingum á Edduhótelunum,“ segir Kjartan. „Erlendum hótelgestum fyölgaði um 10% í júní frá sama tíma á fyrra ári og aukningin í síðasta mánuði nálgast það jafn- vel. En mest er að gerá einmitt núna nálægt verslunarmannahelg- - inni. Mér sýnist allt benda til að þetta verði mesta ferðamannasum- ar sem við höfum búið við.“ Morgunblaðið/Bjarni Sirlksson. Ólafur Davíðsson segir fi-á „íslenskum dögum“, en í baksýn sést í | Þröst Ólafsson og Gísla Blöndal. „Veljum íslensktu: Yfir 50 vöruframleið- endur kynna fi’amleiðslu FÉLAG íslenskra iðnrekenda, KRON, Kaupstaður og Mikligarður gangast fyrir „íslenskum dögum“ 10. til 25. ágúst næst komandi undir kjörorðinu „Veljum íslenskt“. Er um að ræða átak í kynn- ingu og sölu á íslenskum matvörum og fatnaði, en yfir 50 íslensk- ir vöruframleiðendur munu kynna framleiðslu sína. Olafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðn- rekenda, sagði á blaðamannafundi að nú væri þannig ástand í þjóð- félaginu að brýnt væri að gera allt sem hægt væri til að viðhalda atvinnu í landinu. Einn liðurinn í því væri að landsmenn keyptu sem mest af innlendri framleiðslu. Vörukynningarnar verða á fimmtudögum og föstudögum í Miklagarði við Sund, Miklagarði í vesturbæ, Kaupstað í Mjódd, Kaupstað Eddufelli, Stórmarkaðn- um Kaupgarði og Miðvangi í Hafn- arfirði. Verða allt að 30 einstakar vörukynningar á dag og verður mest um að vera í Miklagarði við Sund þar sem sett verður upp nokkurs konar markaðstorg. Allar íslenskar vörur sem kýnntar verða munu fást á sérstöku tilboðsverði meðan á kýnningunum stendur. í Miklagarði við Sund verða einnig kynningar á laugardögum. Sitthvað verður fólki til skemmt- unar meðan á vörusöluátakinu stendur. Þannig verður haldinn getraunaleikur alla virka daga frá ,14. ágúst og dregið úr réttum lausnum dag hvern. Hinir heppnu fá vöruúttekt að verðmæti 10.000 krónum, en allt verða það að vera íslenskar vörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.