Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 27
27 J\jipRGU^BL^^'TOS.T;UDAGUR 4. ÁGÚST 1989 Minning: __ * Andrés B. Olafsson bifvélavirki Fæddur 23. maí 1921 Samviskusemi var einn af megin- Dáinn 25. júlí 1989 Það var mér mikið áfall þegar ég frétti að tengdafaðir minn Andrés B. Ólafsson hefði látist á heimili sínu hinn 25. júlí 1989. Ég hafði hitt hann hressan að vanda fyrr um dag- inn og var ekki að heyra að hann kenndi sér nokkurs meins, þó hann væri þreyttur eftir langt ferðalag norður í iand. Var það fjarri mínum huga að ég ætti ekki eftir að sjá hann á lífi eftir samtal okkar þann dag. Eins og ég nefndi áðan þá var Andrés nýkominn úr ferðlagi með eiginkonu sinni Þorgerði Guðmunds- dóttur um Norðurland er ég spjall- aði við hann síðast og var á honum að heyra að hann hefði nötið ferðar- innar í hvívetna. Hann hafði ekki ferðast mikið í seinni tíð enda bund- inn við vinnu sína og heimilishaldið. Andrés var engu að síður fróður um landafræði, bæði um sitt eigið land svo og önnur lönd. Andrés var að velta því fyrir sér á síðustu mánuðum að fara á eftirla- un, enda kominn á þann aldur að honum var það fært. Er líklegt að hann hefði notað auknar frístundir til þess að ferðast um landið. Eftir kynni mín við Andrés eru það einkum íjögur atriði sem standa uppúr af fjölmörgum kostum hans, vinnusemi, samviskusemi, traust- leiki og tilgerðarleysi. Andrés var mjög vinnusamur og stundaði fulla vinnu allt fram á síðasta dag. Virtist honum líða best er hann hafði nóg að starfa hvort sem það var í vinnunni, við heimilið eða við að aðstoða börn sín við bíla- viðgerðir, byggingarframkvæmdir og annað sem til lagðist. Ýmsir voru raunar efins um að hugmyndir hans um að fara á eftirlaun og hætta í vinnunni næðu fram að ganga á næstunni, enda erfitt að ímynda sér Andrés án þess að vera á fullu í vinnu. kostum Andrésar. Allt það sem hann tók sér fyrir hendur var unnið af mikilli alúð og nákvæmni. Minnist ég þess sérstakiega er hann aðstoð- aði. mig við viðgerðir á bílum sem ég hef ekið á í gegnum tíðina. Þeg- ar óþolininóður tengdasonurinn taldi snærisspotta og aðrar álíka viðgerð- ir duga til þess að unnt væri að koma bílnum á götuna, mátti Andrés ekki heyra á það minnst. Tók hann þá ráðin iðulega í sínar hendur og skilaði frá sér verkinu á sómasam- legan hátt. Andrés var mjög traustur maður og stóð allt fullkomlega sem hann lofaði mönnum. Hann var sem klett- ur í ölduróti þjóðfélags þar sem að- eins eitt er öruggt, að aðstæður dagsins í dag munu breytast með nýjum degi. I Andrési var að finna mann sem alitaf var til staðar þegar á þurfti að halda, tilbúinn til þess að aðstoða menn við að leysa sín vandamál. Hringlandaháttur stjórn- málamanna var honum mjög á móti skapi og hann ræddi oft um að aukna festu þyrfti við stjórn landsins. Tilgerðarleysi var einn af fjöl- mörgum kostum Andrésar. Andrés var í hópi þeirra manna, sem nú fer stöðugt fækkandi, sem hafa tamið sér einfalt líferni. Fannst honum allur „fígúrugangur" og peninga- bruðl nútímamannsins frekar inni- haldslaust og lítt til hamingju fallið. Andrés barst aldrei á í lífi sínu held- ur var það honum nóg að sjá stórri fjölskyldu sinni fyrir góðu heimili. Hafði hann það fyrir viðmiðun í lífi sínu að peningar væru til fyrir þeim lífsgæðum sem menn veittu sér, í stað þess að skella sér í einhverja skuldasúpu uppá von og óvon. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir kynni mín af Andrési, þó þau stæðu skémur en væntingar mínar stóðu til. Að endingu vil ég færa eftirlif- andi eiginkonu Andrésar, Þorgerði Guðmundsdóttur, börnum og barna- börnum þeirra hjóna innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Andrésar. Jóhannes Sigurðsson Andrés B. Ólafsson varð bráð- kvaddur að heimili sínu að kvöldi 25. júlí, og fer jarðarförin fram í dag frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Andrés fæddist í Reykjavík, við Njálsgötupa, 23. maí 1921. Faðir hans var Ólafur Elíasson, f. 17. seþt- ember 1889, sonur Elíasar Magnús- sonar (1852-1903) bónda á Guðna- bakka í Stafholtstungum og konu hans, Guðrúnar Jóhannesdóttur (1861-1947), en þau voru bæði Borgfirðingar. Ólafur var lærður tré- smiður og starfaði lengst af í Reykjavík. Enn standa hús í borg- inni og víðar sem hann byggði. Móðir Andrésar var Óiafía Vigfús- dóttir, f. 17. apríl 1889 á Stefáns- stöðum í Skriðdal. Foreldrar hennar, Vigfús Sveinsson (1854-1951) frá Mjóanesi og Guðrún Halldórsdóttir (1864-1940) frá Haugum, bjuggu þar í nær tvo áragtugi til 1902. Eftir það bjuggu þau m.a. í Höfðas- eli á Völlum, en fluttust til Reyðar- ijarðar árið 1912 og áttu heima þar til dauðadags. Ólafía mun hafa flust til Reykjavíkur árið 1909. Foreldrar Andrésar giftust árið 1917. Þau eignuðust fjögur börn: Hrefnu (f. 1918), Andrés, Eggert (f. 1926) pg Ólafíu (f. 1930). Af þeim er nú Ólafía ein eftir á lífi og býr í Bandaríkjunum. Þau hjónin reistu hús við Vesturvallagötu og bjuggu þar. Er Andrés var tíu ára, vorið 1931, lést Ólafía móðir hans skyndi- lega. Ekki reyndist unnt að halda heimilinu saman, en Andrés var svo lánsamur að komast í fóstur í Hlíð í Skaftártungu á heimili Valgerðar Gunnarsdóttur. Var það heimilisvin- ur foreldra Andrésar, Jóhann Páls- son frá Hrífunesi, sem bað Valgerði fyrir drenginn. Þar mun honum hafa liðið vel, og hann talaði ævinlega hlýlega um Hlíðarfólkið og þau ár sem hann átti með Skaftfellingum. Það má segja að hann hafi ávallt litið á börn Valgerðar se_m systkini sín. Hann hvarf aftur til Ólafs föður síns um tíma, einn vetur eða svo, en eftir það fór hann alfarinn að Hlíð, enda dó Ólafur um vorið 1934. Alltaf munu bernskuslóðirnar á Vesturvallagötunni og í hverfinu þar í kring hafa togað í hann. Honum þótti vænt um vesturbæinn, og hann gerði sér oft ferð þangað. Á árunum sem hann átti heima þar kynntist hann nokkrum góðum vinum sem héldu tryggð við hann alla tíð. Þegar Andrés var 18 ára fór hann í Reykholtsskóla og var þar við nám í tvo vetur. Minntist hann þeirra daga oft með ánægju. Að því búnu lá leiðin út á vinnumarkaðinn. Á stríðsárunum vann hann mest við akstur, en 1946 hóf hann nám í bif- vélavirkjun í fyrirtækinu Stilli. Sveinsbréf hans er dagsett 24. maí 1952, og meistarabréfið kom síðar. Frá 1952 til æviloka vann hann á vélaverkstæðinu Kistufelli, lengst af við nákvæmnisvinnu sem krafðist þolinmæði og samviskusemi. Hin 26. september 1953 kvæntist Andrés eftirlifandi konu sinni, Þor- gerði Guð.mundsdóttur frá Djúpa- vogi. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Þorsteinsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir á Steinsstöðum. Andrés og Þorgerður eignuðust sex börn sem eru öll búsett í Reykjavík. Þau eru: Ólafía (f. 1951), hjúkrunar- fræðingur, gift Árna Guðbjörnssyni húsasmið; Halldóra (f. 1952), hjúkr- unarfræðingur, gift Þorleifi Jónssyni bókaverði; Guðmundur (f. 1956), vélfræðingur, kvæntur Rósu Sva- varsdóttur húsfreyju, Haukur (f. 1958), húsgagnasmiður, sambýlis- kona Jónína Arnardóttir hjúkrunar- fræðingur; Valgerður (f. 1962), hús- freyja, gift Jóhannesi Sigurðssyni lögfræðingi; Hörður (f. 1964), há- skólanemi, ókvæntur. Barnabörnin eru nú orðin átta. Þau Andrés og Þorgerður byijuðu búskap í Stór- holtinu, en fluttust árið 1962 í Nökkvavog 20 og hafa búið þar síðan. Þar hefur oft verið þröng á þingi, og aldrei voru húst'áðendur ánægðari en þegar allur hópurinn — börn, tengdabörn og barnabörn — var þar saman kominn. Sem ungur maður var Andrés dökkhærður og dökkur yfirlitum, en hann hærðist snemma. Hann var fremur hávaxinn, þrekinn og sterk- legur, kvikur í hreyfingum og léttur á sér á unga aldri, en stirnaði nokk- uð með aldrinum. Andrés var prýði- lega greindur, las mest bækur um landafræði og sögu, ef tími gafst til slíks, og hafði gaman af að ræða þau efni. Hjálpsemi var honum í blóð borin og hann tók öllum vel sem leituðu til hans með vanda sinn. Hann fylgdist af áhuga með því sem börn og tengdabörn tóku sér fyrir hendur og studdi þau með ráðum og dáð. Hann var fremur hæglátur maður og óáreitinn, dulur en áreið- anlega mjög tilfinninganæmur, vinnusamur og einstaklega laghent- ur. Hann var með afbrigðum sam- viskusamur, og voru þau hjón sam- taka um að fórna öllu til að koma barnahópunum upp með sóma. Heimilið lét Andrés ganga fyrir öllu. Það er sorglegt að hugsa til þess að Andrés skuli hafa fallið frá núna, aðeins 68 ára gamall. Nú seinasta árið hafði ég heyrt á honum að hann hlakkaði til að fara á eftirlaun. Hefði honum þá ef til vill géfist tóm til að gera eitthvað fyrir sjáifan sig, sinna áhugamálum, jafnvel ferðast. Hann festi kaup á nýjum bil fyrir aðeins nokkrum dögum og brá sér ásamt konu sinni í stutt ferðalag norður í Eyjaíjörð. Hann hafði mjög gaman af að skoða sig um þar, og mun ég minnast þess hve ánægður hann var et' hann sagði mér frá ferð- inni daginn áður en hann dó. Við leiðarlokin eru margir sem hafa ástæðu til að hugsa hlýtt til Andrésar; ég er þakklátur fyrii' að hafa mátt njóta góðra kynna við hann. Þorleifiir Jónsson Minnmg': Vigtússína B. Bjarna- dóttir frá Seyðisfírði Fædd 16. október 1908 Dáin 27. júlí 1989 í dag 4. ágúst fer fram útför móðursystur minnar Vigfússínu Bjarnheiðar Bjarnadóttur frá Seyðis- firði. Mig langar að minnast hennar með örfáum orðum. Sína eins og við kölluðum hana lést í Landspítalanum 27. júlí sl. en hún hafði átt við van- heilsu að stríða. Sína var fædd á Stokkseyri 16. október 1908 og var dóttir Vigfússínu Magnúsdóttur frá Rauðsbakka, Austur-Eyjafjöllum og Bjarna Sigurðssonar frá Sjónarhóli á Stokkseyri. Þau voru bæði ættuð af Rangárvöllum og voru afkomend- ur Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar sem hin kunna Víkingslækjarætt er komin út af. Móðir Sínu lést stuttu eftir fæðingu hennar svo hún varð aldrei þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni. Sína ólst upp með föður og föður- móður sinni til 7 ára aldurs. Þá gift- ist faðir hennar aftur, Herdísi Magn- úsdóttur frá Rauðsbakka og voru þær systur Herdís og Vigfússína, móðir Sínu og ólst Sína upp eftir það hjá þeim Bjarna og Herdísi á Sjónarhóli. Þijú hálfsystkini átti hún: Inga sem bjó á Seyðisfirði og er látin; Ágúst sem er vistmaður á Kumbravogi á Stokkseyri og Óskar sem býr í Fagurtúni á Stokkseyri. Sína fór mjög ung að heiman og í vist eins og siður var þá. Hún var mikið úti í Vestmannaeyjum og kynntist þar mannsefni sínu sem var elskulegur maður, Magnús Jónsson, ættaður frá Austdal í Seyðisfirði. Árið 1928 verða þáttaskil í lífi henn- ar er hún flytur austur á Seyðisfjörð ásamt Magnúsi. Magnús stundaði sjómennsku og var hann lengi for- maður með báta á Seyðisfirði. Eftir að togari kom var hann bræðslumað- ur á honum. I þá daga hefur verið erfitt að þurfa að sækja sjóinn suður og vera svo mánuðum skipti frá fjöl- skyldum sínum. Mikil ábyrgð hefur hvílt á konum þessara manna því ekki voru sjóðir eða tryggingar til að leita til þegar illa gekk. Heimili þeirra Sínu og Magnúsar var dæmi- gert sjómannaheimili. Sína var hugguleg og snyrtileg kona og hafði mjög fallega framkomu. Hún var greind, hress, kát og kunni að koma fyrir sig orði á góðra vina fundi. Heimili hennar bar vott um snyrti- mennsku og myndarskap. Ekki var ævi Sínu alltaf dans á rósum. Tvö ung börn missti hún, fyrra barnið fæddist andvana. Hitt barnið dó úr skarlatsótt tveggja ára gamalt. Það var drengur er Bjarni hét. Árið 1953 lést Magnús og varð öllum það harm- dauði. Þá var yngsta barnið aðeins 11 ára gamalt. Sína lét ekki bugast og bjó hún áfram með börnum sínum þar til þau fóru að búa sjálf. Hún hefur reynst þeim mikil og góð móð- ir og virtu þau móður sína mikils. Börn Sínu og Magnúsar eru: Trausti sem er skipstjóri, kvæntur Þórdísi Óskarsdóttur og eiga þau 6 börn; Jón sem er rafveitustjóri, kvæntur Þórhildi Skúladóttur og eiga þau 3 börn og búa á Seyðisfirði; Guðrún kvæntist Páli Dagbjartssyni skip- stjóra og eiga þau 3 börn og búa á Hornafirði og Bjarni verksmiðju- stjóri, kvæntur Gunnhildi Eldjárns- dóttur og eiga þau 3 börn og búa á Ólafsvík. Þegar Sína er kvödd leitar hugur- inn heim á Seyðisfjörð og rifjast þá upp minningar um hana og heimili hennar, sem var í Antonshúsi eins og við kölluðum það, og á Austur- vegi 5. Þar var ég heimagangur og hef margs að minnast frá þeim tíma. Ég gleymi ekki jólaboðum hjá henni og hlakkaði maður til að fara út á Austurveg 5 til Sínu. Þá minnist ég einnig þegar hún kom með fjölskyldu sína inn í Fjarðarsel á jólum. Oft kom hún til að hjálpa foreldrum mínum í heyskap og var þá oft glatt á hjalla. Síðustú árin bjó Sína á Austurvegi 12 í lítilli íbúð þar til hún Iagðist inn á sjúkrahúsið á Seyðis- firði. Að leiðarlokum vil ég þakka alla hennar vinsemd á liðnum árum. Sína verður mér alltaf eftirminnileg sem drenglynd og góð kona. Við Kjartan sendum börnum hennar og fjölskyld- um þeirra hlýjar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Bjarndís Helgadóttir + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTÍNA EIRÍKSDÓTTIR, Drápuhlíð 39, andaðist aðfaranótt 3. ágúst. Anna Steinunn Sigurðardóttir, Flosi Hrafn Sigurðsson, Hulda Sigfúsdóttir, Ágústa Flosadóttir, Sigurður Flosason. Faðir okkar, + ^ KARLKVARAN 'Sistmálari, er látinn. Ólafur Kvaran, Gunnar B. Kvaran, Elisabet Kvaran. t Amma mín, SVANHVÍT KNÚTSDÓTTIR, Seljabraut 36, verður jarðsungin frá Nýju Fossvogskapellu föstudaginn 4. ágúst kl. 10.30. Sunna Soebeck og vandamenn. + ■ Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BRJÁNS JÓNASSONAR. Unnur Guðbjartsdóttir, Svala Brjánsdóttir, Henrý Kristjánsson, Jónas Brjánsson, Snjólaug Sveinsdóttir, Brynjar Brjánsson, Stefanía Bjarnadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.