Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGyfi ,4, ÁGÚST1989 Minninff: Ágúst Jónsson Fæddur 24. ágúst 1902 Dáinn 28. júlí 1989 Og úti fyrir hvíla höf og grandar og hljóðar öldur smáum bárum rugga. •Sem barn í djúpum blundi jörðin andar og borgin seftir rótt við opna glugga. (T.G.) Þeim fækkar óðum aldamóta- bömunum, sem fæddust í Reykja- vík, ólu þar allan aldur sinn, uxu með henni og sáu ailar þær breyt- ingar, sem urðu í áranna rás. Eitt af þessum aldamótabörnum var sá maður, sem ég vil hér minnast með þessum línum, tengdafaðir minn, Ágúst Jónsson. Hann fæddist 24. ágúst 1902 í Ártúnum við Reykjavík, sonur Óla- far Hinriksdóttur og Jóns Jónsson- ar. Ágúst var ekki hjónabandsbarn en var tekinn nýfæddur í fóstur af sæmdarhjónunum Helgu Þorkels- dóttur og Ólafi Gunnlaugssyni, sem þá bjuggu í Ártúnum. Þau voru þeir foreldrar, sem hann átti og bömin þeirra fimm systkini hans. Eina hálfsystur átti Ágúst, sem hann hafði nokkurt samband við. Tveggja ára gamall flutti hann með fjölskyldu sinni að Árbakka, sem stóð rétt hjá þar sem nú er Rauðarárstígur og þar ólst hann upp á myndarheimili í glöðum hópi fóstursystkina, sem öll vom nokkuð eldri en hann. Var alla tíð mjög kært með honum og fóstursystkin- unum en þau em nú öll látin. Á bernskuámm tengdaföður míns var ekki Rauðarárstígur held- ur Rauðará, hann sótti hesta upp í Kringlumýri og það var dágóður spölur fyrir stutta fætur að fara „niður í bæ“. Hann sagði okkur svo ótal skemmtilegar sögur frá bernsku- og unglingsámm sínum því hann hafði ríka frásagnarhæfi- leika. Nú iðrast ég eftir að hafa ekki skrifað eitthvað upp eftir hon- um, t.d. söguna þegar hann, sem sendisveinn hjá Verslun Jóns Þórð- arsonar, fór með matar- og kaffi- stell í hjólbömm til brúðhjóna vest- ur í bæ en Vesturbæjarstrákarnir réðust með snjóbolta á Austurbæ- inginn og fína stellið fór í mask! Ágúst fór ungur til sjós — fyrst sem messastrákur og síðan sem aðstoðarkokkur og seinna kokkur. Hann hafði yndi af sjómennskunni en varð að hætta á sjónum eftir 13 ár vegna heilsu sinnar. Hann- var nær eingöngu í strandferða- og millilandasiglingum og hafði því töluvert víða farið og margt séð. Þær vom einnig margar sögumar, sem hann sagði okkur af sjó- mennskunni. Þetta var þegar bryt- arnir hétu „hofmeistarar" og réðu lögum og lofum og vom þar að auki oft danskir eða jafnvel þýskir. Hinn 23. september 1925 steig tengdafaðir minn sitt mesta gæfu- spor í lífinu, þegar hann kvæntist tengdamóður minni, Sigríði Lauf- eyju Guðlaugsdóttur, dóttur Unu Gísladóttur og Guðlaugs Skúlason- ar, sem lengst bjuggu á Hverfis- götu 106 hér í Reykjavík. Laufey, tengdamóðir mín, var slík úrvals- manneskja að þær gerast ekki betri. Hún var ein af hetjum hvers- dagslífsins, sem með sinni glöðu og góðu lund sigldi í gegnum brim og boða ævi, sem ekki var alltaf dans á rósum. Hún andaðist árið 1975. Þeim hjónum varð 10 barna auð- ið. Þau em í aldursröð: Guðlaugur Gunnar, kvæntur Halldóm Jóns- dóttur, þau eiga fimm börn; Ólafur Helgi, andaðistárið 1971, ókvæntur og barnlaus; Vigdís Sigurbjörg, lést á bamsaldri; Victor Sævar, kvænt- ur undirritaðri, þau eiga ijögur börn; Vigdís Elín, gift Magnúsi Sig- urgeirssyni, þau eiga fimm börn; Skúli, ókvæntur; Unna Svandís, gift Ólafi Kristóferssyni; Hrafn- hildur Auður, hún á einn son; Ingi Björgvin, kvæntur Mariann Hans- en, og yngst er Aldís, hennar sam- býlismaður er Stefán Konráðsson. Barnabamabömin em nítján. Eftir að tengdafaðir minn hætti til sjós vann hann m.a. við út- keyrslu í Ölgerð Egils Skallagríms- sonar, ók síðan á Vömbílastöðinni Þrótti, var mörg ár við akstur hjá Vélsmiðjunni Héðni og Nýju Blikk- smiðjunni en síðast vann hann mörg ár hjá Efnagerðinni Val. Ég má segja að Ágúst kom sér allsstaðar vel á vinnustöðum enda góður vinnufélagi og húsbændum sínum hollur verkmaður. Þau hjónin bjuggu fyrstu árin í skjóli foreldra Laufeyjar á Hverfis- götu 106 en fljótlega upp úr 1930 réðst tengdafaðir minn í að byggja þeim hús sem stóð í holtinu rétt fyrir neðan Hrafnistu og þau skírðu Norðurhlíð. Það var mikill dugnaður að koma sér upp húsi með ört vax- andi bamahóp. Síðan komu kreppu- árin, atvinna varð stopul og þau neyddust til að selja Norðurhlíðina. Eftir þessu húsi sá tengdafaðir minn alla tíð — hann hafði byggt það með eigin höndum með dugn- aði sínum og útsjónarsemi. Örlögin höguðu því þannig, að hann hafði ekki fyrr selt húsið en breski herinn sté á land og með honum næg vinna. Ágúst fékk vinnu við flug- vallarbygginguna í Kaldaðarnesi og fyölskyldan fluttist um tíma austur að Stokkseyri. Síðar keyptu þau hús í Reykjavík, Langholtsveg 47, og þar bjó þessi stóra fjölskylda ámm saman. Ég hef hér stiklað á stóm í lífshlaupi tengdaföður míns — verkamanns í höfuðborginni. Manns sem alla tíð vann hörðum höndum við að sjá sér og sínum farborða. Hann hafði gaman af lestri góðra bóka og yndi af tónlist. Söng sjálf- ur í kór um tíma. Margar ferðir áttum við með tengdaforeldrum mínum austur yfir fjall, þar sem þau höfðu komið sér upp litlu sum- arhúsi í landi elsta sonar síns, sem er bóndi á Stærribæ í Grímsnesi. Og sumarið 1974 fómm við með tengdaforeldrum mínum og einum mági hringinn í kringum landið og komum suður Kjöl. Þetta var okkur öllum ógleymanleg ferð. Ánægja' þeirra yfir ferðinni, vandræðaleysi og skemmtilegheit lifa í ljúfri minn- ingu. 1 líf okkar mannanna skiptast á skin og skúrir — ljós og skuggar. Við vitum ekki af hveiju skuggarn- ir verða stundum fleiri en ljósgeisl- amir og af Jiveiju sumum er ekki sjálfrátt að valda öðmm óhamingju með breytni sinni þó þeir séu allir af vilja gerðir að breyta rétt og vel. Að leiðarlokum minnumst við aðeins þess góða. Ágúst dvaldi síðustu árin á Hrafnistu í Reykjavík þá farin að andlegri og líkamlegri heilsu. Öllu því góða fólki, sem þar annaðist hann þakkar fyolskyldan af heilum hug. Ég þakka tengdaföður mínum fjörutíu ára samfylgd. Milli okkar ríkti alltaf vinátta og skilningur. Fjölskyldan öll kveður og þakkar allar góðar stundir. Blessuð sé minning Ágústar Jónssonar. Asgerður Ingimarsdóttir t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, FANNEY ODDSDÓTTIR, Hliðargerði 18, lést i Borgarspítalanum 2. ágúst. Ástríður Gunnarsdóttir, Valgeir Axelsson, Steinunn Gunnarsdóttir, Axel Axelsson, Kristín Gunnarsdóttir, Marteinn Sverrisson, Gunnar Gunnarsson, Ágústa Magnúsdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Bjarni Gunnarsson, - Heiðar Gunnarsson og barnabörn. t Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA S. SIGMUNDSDÓTTIR, Rofabæ 45, lést í Landspítalanum 2. ágúst. Ingimar Sveinsson, Bjarni Andrésson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Sigmundur Andrésson, Steinunn E. Jónsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR FRIÐRIK MAGNÚSSON, Hrafnistu, áður Melabraut 46, Seltjarnarnesi, lést 23. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Örn Ingólfsson, Guðbjörg I. Stephensen, Magnús Stephensen, Sólveig I. Piffl, Norbert Piffl og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SVÖVU JÓHANNESDÓTTUR Sunnuvegi 27, Reykjavik. Guðmundur Guðmundson, Sigrún Guðmundsdóttir, Björg Elin Guðmundsdóttir, Kristinn Bjarnason, Bjarni Vilhjálmsson, Guðmundur R. Kristinsson, Fanný Svava Bjarnadóttir, Henný Bjarnadóttir. V ÉLAGSLÍF Ungt fólk m með hlu mm\ YWAM - Island Munið Seltjarnarneskirkju kl. 20.30 I kvöld og næstu kvöld. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíiadelfía Samkomur helgarinnar falla nið- ur vegna sumarmóts hvíta- sunnumanna i Kirkjulækjarkoti, Fljótshlið. Míj Útivist Helgfn 11.-13. ágúst FJölakylduhelgi í Þórsmörk 1. Góð dagskrá fyrfr alla fjöl- skylduna. Ratleikur, leikir, pylsu- grill, gönguferðir og kvöldvaka. Unglingadeild Útivistar sér um dagskrána í samvinnu við farar- stjóra og skálaverðí. Sérstakt afsláttarfargjald: Kr. 4.200,- f. utanfélaga og kr. 3.800,- f. fé- laga. Frítt f. hörn 9 ára og yngri og hálft gjald f. 10-15 ára m. foreldrum sinum. Árleg ferð sem þið ættuð ekki að sleppa. 2. Fimmvörðuháls Gengið frá Skógum í Bása á laugardeginum, 8-9 klst. ganga. Gisting í Útivistarskálunum Básum. Einnig góð tjaldstæði. Afsláttarverð. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, (Vesturgötu 4), símar: 14606 og 23732. Pantið timanlega. m utivist Dagsferðir um verslun- armannahelgina: Sunnudagur 6. ágúst Kl. 8.00 Þórsmörk - Goðaland. Stansað 3-4 klst. i Mörkinni. Verð 1.500,- kr. Kl. 13.00 Ketilsstígur - Krísuvík. Gengiö yfir Sveifluháls um þessa gömlu þjóöleið að hverasvæðinu i Seltúni. Verð 1000,- kr. Mánudagur 7. ágúst Kl. 8.00 Þórsmörk - Goðaland. Verð 15.00,-kr. Kl. 13.00 Kaupstaðarferð að Maríuhöfn. Létt ganga t tílefni verBlunarmannafridagsins. Gengið um Laxárvoginn að rústum kaupstaðar frá 14. öld. Miðvikudagur 9. ágúst Kl. 8.00 Þórsmörk. Sumarleyfi í Básum er ódýrasta sumarleyfíð Dvalartimi að eigin vali. Tilboðs- verð. Ennfremur dagsferð. Kl. 20.00 Landnámsgangan - Langitangi - Víðines. Létt ganga með Leirvogi. Hluti af landnáms- göngu sem féll niður í vetur vegna veðurs. Verð 600,- kr. Fritt fyrir börn m/fullorðnum. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, vestanverðu (bensínsölu). Útivist, ferðafélag. ifcíJj Útivist Ferðir um verslunar- mannahelgina 4.-7. ágúst: 1. Þórsmörk. Heim á sunnu- degi eða mánudegi. Gist i Úti- vistarskálunum Básum. Göngu- ferðir. 2. Langisjór - Sveinstindur - Lakagtgar - Fjallabaksleið syðri. Gist i svefnpokaplássi i hinu vinalega félagsheimili Skaftártungumanna, Tunguseli. Dagsferðir þaðan. Fararstj. Ingi- þjörg S. Ásgeirsdóttir. 3. Núpsstaðarskógar. Tjöld. Kynnist þessú margrómaða svæði. Gönguferðir , m.a. að Tvilitahyl. Fararstj. Hákon J. Há- konarson. 4. Hólaskógur - Landmanna- laugar - Gljúfurleit, Ný ferð. Gist I húsum. M.a. skoðaðir til- komumiklir fossar i Þjórsá: Gljúf- urleitarfoss og Dynkur. Enn- fremur dagsferðir i Þórsmörk á sunnudag og mánudag. Munið fjölskylduhelgina í Þórs- mörk 11.-13. ágúst. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Ath: Nauösynlegt er að panta tjaldgistingu i Básum fyrir versl- unarmannahelgina. Sjáumstl Útivist, ferðafélag. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533 Dags- og kvöldferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 6. ágúst kl. 13.00: Sandfell/Hagavik. Ekið í Ölfusvatnsvík, gengið upp með ölfusvatnsá að Löngugróf og þaöan é Sandfell (404 m). Komiö niður i Hagavík. • Verð kr. 1000,-. Mánudagur 7. ágúst kl. 13.00: Reykjadalir - Klambragil - Hveragerði. Gengið af. Kambabrún að Klambragili og þaöan um Reykjadali i átt að Hveragerði. Verð kr. 1000,-. Kl. 8.00 - Þórsmörk/dagsferð. Dvalið rúmlega 3 klst. I Þórs- mörk. Farnar gönguferðir. Verð kr. 2000,-. Miðvikudagur 9. ágúst: Kl. 8.00 - Þórsmörk/dagsferð. Sumarleyfistilboð fyrir dvalar- gesti gildir út ágúst. Kl. 20.00 - Bláfjallahellar. Verð kr. 600,-. Brottför frá Umferöarmiðstöð- Inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn i fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR11798 og 19533. Ferðir Ferðafélagsins um verslunarmannahelgina 4.-7. ágúst. 1. Kirkjubæjarklaustur Lakagigar - Fjaðrárgljúfur. Gist í svefnpokaplássi á Kirkju- bæjarklaustri. Dagsferðir frá Klaustri að Lakagigum og Fjaðr- árgljúfri. 2. Þórsmörk - Fimmvörðu- háls. Gist I Skagfjörðsskála I Langadal. Dagsferð yfir Fimm- vörðuháls (um 8 klst.) að Skóg- um, þar sem rúta bíður og flytur hópinn til Þórsmerkur. Göngu- ferðir um Mörkina eins og timi gefst til, 3. Landmannalaugar - Há- barmur - Eldgjá. Gist í sæluhúsi Feröafélagslns i Laugum. Genglð á Hábarm og ekið i Eldgjá ef færð leyfir. 4. Sprengisandur - Skaga- fjarðardalir (inndalir). Gist I sæluhúsi Ferðafélagsins I Nýjadal (1 nótt) og Steinsstaða- skóla (2 nætur). Pantiö timan- lega I ferðirnar. Farmiðasala á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. ÍKÍ Útivist Ferðist innanlands með Útivist. Fjölbreyttar sumarleyfisferðir. 1. 10.-15. ágúst. Sfðsumars- ferð á Norðausturlandi. Ný og skemmtileg Útivistarferð, ein sú vinsælasta i sumar. Kjalvegur, Hrisey, Tjörnes, Kelduhverfi, Melrakkaslétta, Langanes, Vopnafjöröur, Mývatn, Jökuls- árgljúfur, Sprengisandur. Gist I svefnpokaplássi. Fararstjórar: Þorleifur Guömundsson og Jó- hanna Sigmarsdóttir. , 2. 18.-23. ágúst. Núpsstaðar- skógar - Grænalón - Djúpárdal- ur. Fjögurra daga bakpokaferö. Brottför föstudagskvöld kl. 20.00. Ýmsir möguleikar á út- úrdurum, td. ganga á Grænafjall og að Hágöngum í jaðri Vatna- jökuls. Ný spennandi ferð. 3. 31. ág.-3. sept. Gljúfurlert - Kisubotnar - Kerlingarfjöll. Ný ferð. Ekið upp meö Pjórsá að vestan og gist i Gljúfurleitar- skála. Skoðaðir Þjórsárfossar. Ekið um Kisubotna i Kerllngar- fjöll. Skoðað Kjalarsvæðið (Hveravellir). Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Grófinni 1, símar 14604 og 23732. Sjáumst!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.