Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 Pólland: Meint pólitísk morð lögreglu rannsökuð Varsjá. Reuter. PÓLSKA þingið hefur ákveðið að rannsaka ásakanir Samstöðu um að Iögreglan hafi myrt fjölda manns fyrir pólitska óþægð á tíma herlaganna, sem sett voru árið 1981. Þetta var samþykkt með 174 atkvæðum gegn 91. Czeslaw Kiszczak hershöfðingi, nýkjörinn forsæt- isráðherra, bar ábyrgð á innra öryggi landsins sem innanríkisráð- herra frá 1981 til miðvikudags í síðustu viku, þegar þingið kaus hann til hins nýja embættis. Að sögn málgagns stjórnarinnar, Rzeczpospolita, var stormasamt á þingi þegar málið var tekið fyrir, en Zbigniew Pudysz, aðstoðarinn- anríkisráðherra, varði málstað stjórnarinnar. Tadeusz Kowalczyk, sá þingmaður Samstöðu, sem bar tillöguna upp, sagði að skrá með nöfnum fórnarlambanna hefði verið afhent innanríkisráðuneytinu, en það hefði enn ekki sýnt málinu neinn áhuga. „Innanríkisráðueytið hefur að sjálfsögðu staðreyndir þessarara pólitísku morða embættismanna sinna á takteinum,“ sagði Kowal- Voyager: Þrjú ný tungl við Neptúnus fundin Washington. Reuter. BANDARÍSKA geimkönnunar- farið Voyager 2 nálgast Neptún- us nú óðfluga og greindu tæki um borð í farinu þijú tungl um- hverfis reikistjömuna í gær. Bandarískir geimvísindamenn tetja að enn fleiri tungl muni finnast síðar í mánuðinum, þegar Voyager 2 fer fram hjá reiki- sljömunni. Nú er vitað um sex fylgitungl Neptúnusar, en Voyager 2 hafði þegar greint eitt þeirra í fyrri mán- uði. Vísindamenn Geimferðastofnun- ar Bandarílqanna (NASA) telja að fleiri tungl kunni að finnast um- hverfis Neptúnus, þar sem tækjum Voyagers 2 hafi tekist að greina tunglin þijú úr 33.600.000 km íjar- lægð. Þegar farið fer framhjá reiki- stjömunni hinn 24. þessa mánaðar verður það hins vegar aðeins í um 4.800 km fjarlægð. Voyager 2 var skotið út í geiminn czyk, en Pudysz svaraði reiður: „Þetta em ekkert annað en alvar- legar og ósannar fullyrðingar, sem em til þess eins fallnar að rýra traust almennings á ráðuneytinu.“ Þingið hefur þegar samþykkt að setja á laggirnar nefnd, sem á að íhuga málsókn gegn fráfarandi ríkisstjórn kommúnista fyrir klúður í stjórn efnahagsmála. Sú stjórn var undir forsæti Miec- zyslaw Rakowski, sem nú er for- maður kommúnistaflokksins. Kisz- czak forsætisráðherra, var sem fyrr segir, innanríkisráðherra hans og hafði innra öryggi ríkisins með höndum allan þann tíma, sem her- lögin vom í gildi. Þeim var aflétt í júlí 1983. Fjórir lögregluþjónar vom dæmdir í fangelsi fyrir að hafa myrt prestinn Jerzy Popieluszko í október 1984, en hann var ákafur stuðningsmaður Samstöðu. Þá var yfirmaður öryggislögreglunnar lát- inn fjúka, en Kiszczak hélt emb- ætti sínu. Reuter Rafsanjani sver embættiseið Ali Akbar Hashemi Rafsanjani (sitjandi til vinstri) sór í gær embættiseið sem forseti Irans. Rafsanjani, sem ekki er talinn jafhkreddufullur og margir aðrir trúarleiðtogar írans, kveðst vilja endurbyggja efiiahag landsins, sem hefúr verið fiakandi sár allt frá falli Iranskeisara, og bæta samskipti við erlend ríki. A hinn bógin notaði hann tækifærið við eiðtökuna til þess að fiillvissa klerkastéttina um að hann myndi ekki hvika frá grund- vallarmarkmiðum hinnar íslömsku hugsýnar Khomeinis heitins, fyrrverandi erkiklerks írans. Fjárlög EB árið 1990: Tvö þúsund milljarðar króna til landbúnaðar Mynd af Netúnusi, sem tekin var úr Voyager i um 90 milljón km §arlægð. Reikistjarnan er umlukin skýjahjúp og virðist hafa nokkuð flókið veðurkerfi. Vegna „lofthjúpsins" virðist reikistjarnan heiðblá á lit. árið 1977 og fór hjá Júpíter 1979, Satúrnusi 1981 og Úranusi 1986. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópubandalagsins (EB) samþykktu í vik- unni fjár 1 agafrumvarp framkvæmdastjómarinnar fýrir næsta ár með nokkmm breytingum. Hækkun á milli ára er um það bil 4%. Ráðherrarnir skáru fjárlagatillög- ur framkvæmdastjómarinnar niðuF um 708 milljónir ECU sem samsvar- ar rúmlega 45 milljörðum íslenskra króna. Hækkun útgjalda vegna land- búnaðar virðist ætla að verða sáralít- il sem bendir til þess að tekist hafi að hefta linnulaust fjárstreymi til þessa málaflokks. Eftir sem áður rennur umtalsverður hluti útgjalda Evrópubandalagsins til landbúnaðar eða u.þ.b 66%, sem þýðir að tvö þúsund milljörðum íslenskra króna verður varið í þessu skyni á næsta ári. Á fjárlögum ársins 1989 var þetta hlutfall hærra eða 70%. I Ráðherrarnir beindu hnífnum að ýmsum útgjaldaliðum svo sem fjölg- un starfsmanna en framkvæmda- stjórnin hafði lagt til að 247 ný störf yrðu búin til en fékk 50. Ráðherrarn- ir samþykktu hins vegar fjárveitingu til aðgerða gegn svindli innan land- búnaðarkerfis bandalagsins. Fram- kvæmdastjórnin hefur beint þeim til- mælum til Evrópuþingsins að fjárlög- in verði aftur færð til þess horfs sem þau voru frá hennar hendi. 18 Vesturlandabúar á valdi líbanskra öfgamanna: Örlög gíslanna sögð í hönd- um harðlínuklerka í Iran TALIÐ er að flestir erlendu gíslanna í Líbanon séu á valdi öfga- manna er tilheyra Hizbollah-samtökunum (Flokkur Guðs). Samtök þessi njóta lítillar virðingar í Mið-Austurlöndum, raunar er það svo að einu stuðningsmenn þeirra eru harðlínumenn innan klerkaveldis- ins í íran. Talið er að 18 Vesturlandabúar séu á valdi líbanskra öfga- manna, átta Bandaríkjamenn, fjórir Bretar, tveir Vestur-Þjóðverjar, Sýrlendingur með bandarískt vegabréf, ítali, Belgi og blaðamaður með líbanskt og franskt vegabréf. Að auki er talið að þrír íranir séu í haldi í Líbanon. Hizbollah-samtökin sækja and- lega leiðsögn sína til íran líkt og fleiri hópar líbanskra öfgamanna. Menn greinir hins vegar á um hversu mikil áhrif íranir hafa innan þeirra þó svo ljóst þyki að íranir geti einir beitt liðsmenn Hizbollah þrýstingi. Spurningin er því ef til vill einkum sú hvort ráðamenn í íran eru reiðubúnir til að beita sér fyrir lausn gíslamálsins. Rafsanj- ani, hinn nýkjömi forseti írans, hefur verið talinn til „raunsæis- manna“ í írönskum stjómmálum og er hann sór embættiseið forseta í gær fór hann almennum orðum um að hann vildi bæta samskipti írana og erlendra ríkja. Á hinn bóginn kann hann að telja heppilegt að hafa sem minnst afskipti af máli þessu þar sem hann er nýtekinn við völdum. Alltjent gætu rétt- nefndir öfgamenn í íran þá sakað hann um að hafa gengið að kröfum „Stóra Satans“ (Bandaríkjanna) og „útsendara hans“ (ísraela) í þessum heimshluta. Robert Fisk, blaðamaður breska dagblaðsins The Independent, kveðst hafa heimildjr fyrir því að Iranir hafi undanfama fimm mán- uði haft örlög vestrænu gíslanna í hendi sér. Hann segir þá flesta vera á valdi Hizbollah-samtakanna og kveður liðsmenn þeirra fylgja Ali Akhbar Mohtashemi, innanríkisráð- herra íran, að málum. Hann er hins vegar sagður skæður keppninautur Rafsanjanis forseta. Ef til vill hafi tilkynning um aftöku Bandaríkja- mannsins William Higgins á mánu- dag verið gefín út til að spilla fyrir viðleitni Rafsanjanis til að bæta samskiptin við vestræn ríki. Örlög gíslanna kunni því að ráðast af nið- urstöðu valdabaráttunar í Iran. Einu bandamenn írana á þessum slóðum, Sýrlendingar, hafa enn ekki haft bein afskipti af gíslamál- inu. Fréttaskýrendur telja margir hveijir að Sýrlendingar vilji beita sér fyrir því að vestrænu gíslamir verði leystir úr haldi því óbreytt ástand sýni ljóslega dvínandi ítök þeirra í þessum heimshluta. Gætu Sýrlendingar haft milligöngu um freslun gíslanna yrði erfitt að hundsa Assad-Sýrlandsforseta í hugsanlegum friðarviðræðum ísra- ela og Palestínumanna. Fram til þessa hafa Sýrlendingar hins vegar lagt áherslu á að treysta samskipt- in við írani en hugsanlegt er talið að breyting verði þar á. Fjölmörg samtök hafa lýst yfir ábyrgð á mannránum í Líbanon en flest bendir til þess að mörg þeirra starfi undir nokkrum nöfnum eða eigi a.m.k. náið samstarf. Þannig er talið að samtökin Heilagt stríð (Jihad) og Hizbollah séu í raun ein og sömu samtökin. Liðsmenn Jihad kveðast hafa fjóra Bandaríkjamenn á valdi sínu en ólögleg vopnasala bandarískra embættismanna til ír- an, íran-Kontra-málið svonefnda, miðaði einkum að því að fá þá leysta úr haldi. Samtök byltingar Bandarísku gíslarnir í Libanon. í efri röð frá vinstri: Joseph Cicippio (rænt 12. sept. 1986), Terry Anderson (16. mars 1985), Robert Pol- ■hil (24. jan. 1987), Álann Steen (24. jan. 1987). Neðri röð: Edward Tracy (21. okt. 1986), Frank Reed (9. sept. 1986), Thomas Suther- land (9. júní 1985), Jesse Tumer (24. jan. 1987). og réttlætis sem haldið hafa Banda- ríkjamanninum Joseph Cicippio í gíslingu frá því í febrúar árið 1986 eru á hinn bóginn talin höll undir Sýrlendinga. Málið flækist > enn frekar þegar tekið er tillit til þess að hópar manna, „óháðir mannræn- injar“, hafa stundað mannrán í Líbanon frá árinu 1986 í ábata- skyni og selt gísla sína í hendur öfgamanna. Heimildarmenn The Independent í Beirút í Líbanon segja að Banda- ríkjamenn verði að stíga fyrsta skrefið ætli þeir sér að frelsa gíslanna. Skömmu fyrir byltinguna í íran hafði íranskeisari greitt Bandaríkjamönnum stórar fúlgur fjár fyrir vopn er hann hugðist kaupa. Er fylgismenn Khomeinis erkiklerks tóku völdin í íran voru fjármunir þessir „frystir" í Banda- ríkjunum en vígtólin voru aldrei afhent. Fyrsta skrefið gæti því fal- ist í því að Bandaríkjamenn afhentu núverandi stjórnvöldum í íran fjár- muni þessa. í Beirút telja menn að Bandaríkjamenn kunni að vera reiðubúnir til að ganga til samninga á þessum nótum og benda því til sannindamerkis á að Bandaríkja- stjórn hafi nýverið boðist til að greiða ættmennum þeirra sem fór- ust er írönsk farþegaþota var skot- in niður yfír Persaflóa á síðasta ári skaðabætur. Heimild:T/ie Independent,Reuter ofl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.