Morgunblaðið - 04.08.1989, Side 26

Morgunblaðið - 04.08.1989, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4.’ ÁGÚST' 1989 26 _ * Ragnar Ag. Sigurðs- son - Minningarorð Fæddur 23. ágúst 1966 Dáinn 30. júlí 1989 Trúlega er tæplega hægt að lesa blöð þar sem Raggi er nú, en ég veit að hann les þessar línur hér yfir öxlina á mér og veit að fáar línur geta aldrei tjáð alla mína væntumþykju sem ég reiknaði með að hafa svo langan tíma til að tjá honum. Óendanleikinn er svo hverf- ull og Raggi sem alltaf sinnti þeim sem honum þótti vænt um, ræktaði I meira vináttu og ást en flestir aðr- ir — og hann veit að hann er elskað- ur í hlutfalli við það. djúpum skilningi og hlýju sinnir engum landamærum, hvers eðlis sem þau eru, óháð tíma og rúmi. Oft hef ég talað við strákinn minn um Nangijala og hvað allt sé gott þar. Og ég hef undirbúið hann fyrir þá ferð, vegna þess hve oft hann var nálægt henni. Sannarlega bjóst ég ekki við að Raggi myndi verða þar til að taka á móti honum og okkur hinum. Ég veit engan sem ég treysti betur til að gera það en Ragga sem náði sambandi, virðingu og ást — jafnvel þar sem slíkt var erfitt. Með þessu er ég að reyna að Þegar sú harmafrétt barst mér og Sveini syni mínum, að æsku- og trúnaðarvinur hans, Ragnar Ágúst Sigurðsson, hefði farist er hann var á æfingaflugi, kom okkur fyrst í hug sá harmur og ógn- þrungna sorg sem nú var lögð á herðar Kolbrúnar móður hans, þeg- ar einkabarn hennar og allt sem hún átti og lifði fyrir er frá henni tekið á einu augnabliki. Ungur maður í blóma lífsins, drengur, sem stóð við hlið móður sinnar og var henni styrkur í öllu því sem hún tók þeirra og samheldni, sem aldrei brást. Það var mikið lán að um þetta leyti reisti Reykjavíkurborg vistheimili fyrir aldraða í næsta nágrenni við Egilsgötuna. Á Drop- laugarstöðum fengu þau frábæra aðstoð, sem gerði þeim kleift að búa á heimili sínu þar til í september 1985 er amma flutti að Droplaugar- stöðum. Þar naut hún bestu að- hlynningar æ síðan allt til dauða- dags. Verður það seint þakkað sem vert er. Minningin um.ömmu mun ætíð vekja Ijúfar hugsanir um okkar bernskuár. Brynja, Þórður og Selma Mild og hjartahlý. Þann veg þekkti ég Ingibjörgu Steinunni Jónsdóttur, sem lengi bjó á Egils- götu 30, Reykjavík. Hún og maður hennar, Þórður Finnbogason raf- virkjameistari, voru samiýnd og höfðu skemmtilegt áhugaefni sam- eiginlegt, sem var ræktun skóga. Hörðum höndum komu þau upp yndislegri gróðurvin upp við Hafra- vatn í Mosfellssveit, þar sem þau hjónin nutu ásamt gestum sínum margra unaðsstunda í sól og sælu íslenskra sumra. Ingibjörg var listakona í höndun- um, útsaumur hennar á blóma- myndum og öðrum fögrum verkum er aðdáanlega vel unninn og mætti varðveitast á þeim stað, sem fleiri gætu notið handbragðsins. Áður fyrr var hún sömuleiðis afbragðs saumakona og gæddi marga flíkina þeirri fegurð og nothæfni, sem gladdi og prýddi eigandann og er slík verkhæfni ómetanleg eins og allir vita. En fyrir um það bil 12 árum hallaði undan fæti með heils- una og brátt var tjáningargeta hennar þrotin og hún varð að þola þann heilsubrest að geta ekki leng- sér fyrir hendur þótt ungur væri. Enda er það oft svo, að þegar börn alast að mestu upp hjá öðru for- eldri sínu, skapast oft nánari og meiri vináttutengsl, þau taka á sig meiri ábyrgð þegar ekki er öðrum til að dreifa á heimilinu. Missir Kolbrúnar er mikill. Við kynntumst Ragnari fyrir um 15 árum í Skíðadeild KR í Skála- felli, þegar gamli skálinn var þétt setinn ungu og efnilegu skíðafólki, sem gisti þar allar helgar og æfði af kappi. Oft var líf í tuskunum eins og geta má nærri þegar um 40 böm eru saman komin og oft þurftum við í eldhúsinu að taka að okkur hlutverk mömmunnar og pabbans þegar mikið gekk á, en eldhúsið var oft miðstöð hússins. Þar sátu þeir tíðum félagarnir Denni og Ragnar og unnusta hans Kristín Ólafsdóttir upp á eldhús- borðinu að ræða afrek dagsins og eða að hjálpa við prins póló-söluna, en það þótti mikil upphefð hjá krökkunum að fá að afgreiða í lúg- unni. Þessi ár voru gullmedalíuár hjá krökkunum í KR. Þau sópuðu að sér verðlaunapeningum, sam- stilltur hópur sem lagði mikið á sig og uppskar eins og hann sáði. Það ríkir mikil sorg í hjörtum okkar, mikið spurt en fátt um svör. Það getur ekki verið Raggi okkar sem nú hefur verið kallaður á brott og Kristín unnusta hans og vinkoria ur þjónað sínum nánustu, eins og hún vann að alla sína tíð, heldur varð að fá þeirra aðstoð til allra hluta, sem henni var líka veitt af undursamlegri hlýju og nákvæmni af bömunum og eiginmanni. Ég þakka Ingibjörgu, og manni henn- ar, þær góðu stundir, sem við áttum saman við Hafravatnsreitinn. Nú hefur Ingibjörg Steinunn fengið hvíld frá þungbærum sjúk- dómi, þar sem hún hafði verið rúm- liggjandi síðustu árin og fengið dásamlega umönnun á Droplaugar- stöðum í Reykjavík. Þar er maður hennar nú einnig til húsa og nýtur þar sömu umönnunar og allir fá, sem þar dveljast. Dagar sem liðu með þrældóm og þreytu, þeir eru gengnir fjær. Viðkvæma sárið - sárið hið innra - svíður, um leið og það grær; ást sem var gefin einum - í meinum - óminnis jafnvægi nær. Helfróin breiðir blævæng sinn yfir bijóst, sem er ellimótt, hendur, sem þreifing um hnokkabrögðin hefur unaður þótt, hjarta, sem hefur eldkveikjuefnið aðeins í launkofa sótt. (Halldór Helgason) Guð blessi, huggi og styrki henn- ar nánustu. Blessuð sé minning Ingibjargar. Guðbjörg M. Benediktsdóttir Jónína Jensína Jensdóttir okkar víðs fjarri, en hún starfar sem flugfreyja hjá Lion Air, en flug var þeirra áhugamál. Kristín er nú kom- in til að kveðja ástvin sinn hinstu kveðju. Við reynum að hugga okkur við að Ragnar fór hamingjusamur í sína hinstu flugferð, hann var að gera það sem átti hug hans allan, að fljúga — fljúga yfir sveitina þar sem hann sem ungur drengur dvaldi á sumrin hjá föður sínum og seinni konu hans Ingu og sonum þeirra, en þau bjuggu á Torfastöðum í mörg ár og átti Ragnar margar ljúf- ar minningar frá þeim árum. Ragnar varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga bæði móður og föður- foreldra á lífi og vottum við þeim samúð okkar, svo og foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum. Það verða þung skref í dag þegar sonur minn nú í annað skipti fylgir vini til grafar. — Ragnar var honum meira en vinur, hann var hans stóri bróðir. Ingibjörg B. Sveinsdóttir Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár. Minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (H. Laxness) Elsku besti vinur minn er dáinrt. Hann sem gaf mér svo mikla hlýju og blíðu með fallegri framkomu sinni. Óteljandi spurningar renna í gegnum hug minn, en þeim verður ef til vill ekki svarað fyrr en í Nangijala. En Nangijala notaði ég til að skýra þétta sára og skyndi- lega hvarf hans fyrir Huidari litla. Nuna væri Raggi frændi Ljóns- hjarta eins og Jónatan í sögunni um bróður minn Ljónshjarta. Raggi væri kominn á undan okkur til Nangijala þar sem allir væru góðir, fallegir, heilbrigðir og þar sem öll- um liði vel. En eins og Jónatan sagði, ég skil ekki hvernig þetta gerðist, það bara verður þannig í Nangijala, — ég á við að maður getur allt, einhvers staðar handan við stjörnurnar. „Gráttu ekki Snúð- ur,_við sjáumst í Nangijala." Ég veit að litli snúðurinn minn skildi þetta því hann þekkti Ragga frænda svo vel, elskaði og treysti honum eins og allir sem fengu að njóta návistar hans. Ragga fá engin orð lýst, hann var ævintýraprins, dulinn, bjartur og hlýr — gefandi frá sér hlýja orku sem geislaði og snerti mig djúpt og varanlega. Alltaf til takst að gefa frá sér, sérstaklega á erfiðum stundum. Það er sárt, svo sárt að fá ekki að hafa hann í þessum heimi leng- ur, þennan heim sem hann gerði betri með nærveru sinni. Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum). Minningin um Ragga er eilíf. Inga Sveinfrlður Alda Þorgeirsdóttir Ég hef oft hugsað um svona minningargreinar en kannski aldrei skilið þær fyrr en nú. Allt sem aldrei verður sagt, en kristallast í samsafni sársauka, sorgar og sökn- uðar, verður heldur aldrei sett á blað og kannski eru þesar línur því mest fyrir mig. Frá því Raggi var puti átti hann stórt pláss í hjarta mínu, pláss sem hefur stækkað og stækkað í hvert sinn sem við vorum saman. Vinátta sem byggir á jafn Rveoja og segja ao itaggi Ljons- hjarta á enn fegustu sögumar inni og enn eftir að upplifa bestu ævin- týrin á stað þar sem við hittumst seinna hvaða nafni sem við viljum nefna hann. Jónatan Ljónshjarta sagði við litla bróður sinn: „Gráttu ekki Snúð- ur, við sjáumst í Nangijala," og verða það lokaorðin mín. Ritað með hlýju, virðingu og ást. Addi Ingibjörg S. Jóns- dóttir - Minning Fædd 5. janúar 1909 Dáin 25. júlí 1989 Með þessum línum viljum við minnast hennar ömmu okkar, sem í dag verður til moldar borin. Þó að alzheimer-sjúkdómurinn hafi fyrir mörgum árum tekið að gera vart við sig og smám saman dregið hana út úr hringiðu daglegs lífs, þá finnst okkur það vera undarleg tilhugsun að hún skuli nú vera dá- in. Djúpur söknuður fyllir hugann en einnig afar dýrmælar minning- ar. Á meðan amma hélt heilsu veitti hún okkur ávallt mikla ást og um- hyggju, Hún talaði við okkur, lék og söng og gaf okkur gott að borða úr eldhúsinu sínu, saumaði á okkur og prjónaði. Alltaf var hægt að koma til hennar ömmu á Egilsgötu, hún var alltaf heima og tók ætíð jafn vel á móti okkur. Hún var af þeirri kynslóð sem hafði tækifæri og vilja til að helga heimilinu alla sína krafta og allan sinn tíma. Við vildum óska öðrum börnum slíks griðastaðar, en hann stendur víst fáum til boða í dag. Amma okkar hét fullu nafni Ingi- björg Steinunn Jónsdóttir. Hún fæddist í Borgarkoti í Ölfusi 5. jan- úar 1909 og var því nýlega orðin áttræð þegar hún lést. Foreldrar hennar voru Jón Hannesson og Guðbjörg Einarsdóttir. Ingibjörg amma var yngst 8 bama af síðara hjónabandi langafa okkar en hann dó þegar hún var aðeins 8 ára. Var heimilið þá leyst upp og bömunum komið fyrir á nágrannabæjum í sveitinni. Amma var tekin í fóstur að Auðsholti og var þar hin næstu ár þar til hún ung stúlka hleypti heimdraganum og hélt til Reykjavíkur, en nokkur systkina hennar höfðu þá þegar sest þar að. Hún vann margvísleg störf enda forkur dugleg og myndarleg, en lengst starfaði hún að saumaskap og hafði stjóm á hendi á sauma- verkstæði Andrésar Andréssonar klæðskera. Þar líkaði henni vistin vel og minntist ávallt með hlýhug vinnunnar og húsbónda síns. Amma giftist eftirlifandi manni sínum, Þórði Finnbogasyni raf- virkjameistara, þann 5. júní 1941. Þau hófu búskap á ísafirði þar sem afi okkar rak rafmagnsverkstæði og verslun. Á ísafirði fæddust for- eldrar okkar þau Örlygur og Elísa- bet. En leiðin lá aftur til Reykjavík- ur, þar sem afi hafði fest kaup á húsi við Egilsgötu. Amma bjó fólk- inu sínu fallegt og vandað heimili og á Egilsgötunni bjuggu þau í um 40 ár. Þegar heilsu ömmu tók að hraka tók við erfíður tími fyrir hana og Þórð afa. Þá reyndi á þrautseigju t FRÚ JÓHANNA GUÐLAUGSDÓTTIR, Esklhlíð 22A, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 2. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Synir hinnar látnu. t Þökkum auðsýnda vináttu og samúð vegna andláts og útfarar afa okkar, SIGURMUNDAR EINARSSONAR, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Guð blessi ykkur öll. Barnabörn. Lokað í dag kl. 8-13 vegna jarðarfarar RAGNARS ÁGÚSTS SIGURÐSSONAR. Ós hf., steypuverksmiðja. Slæm mistök urðu í blaðinu í gær. Föðumafn misritaðist í tveim minn- ingargreinum. I minningargrein um Jónínu Jensínu Jensdóttur, stóð Jónsdóttir. Eins misritaðist föðurnafn Sveinfríðar Öldu Þorgeirsdóttur — stóð Þorgilsdóttur. — Er beðist afsökunar á mistökunum og föðurnöfn leiðrétt. Leiðrétting: Föðurnöfti misrituðust...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.