Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 11 Jóhanna Á. Steingrímsdóttir: Líf á landsbyggðinni Sumarið er mesti annatími ársins úti á landsbyggðinni, þó bændur vinni trúlega lengstan vinnudag allra landsmanna árið um kring. Til sjávar og sveita var sumarið kallað bjargræðistími, þetta orð heyrist nú sjaldan og er trúlega eitt þeirra orða sem er að hverfa úr daglegu máli, en skaði er að hveiju orðinu sem lagt er til hliðar, við það minnkar fjölbreytni málsins. Stundum óttast ég að eins fari með íslenskuna og ostinn sem músin nartaði í, hún tók bara pínulítinn bita í einu og ætlaði sér í rauninni alls ekki að éta allan ostinn, en hún uggði ekki að sér og osturinn hvarf. Mér finnst íslenskt mál minnka ískyggi- lega ört, þ.e.a.s. málið einfaldast, menn nota sem fæst og fábreyttust orð við að koma meiningu sinni til skila og í framburði verða orð oft hálf eða mikið stytt. Allir íjölmiðlar axla mikla ábyrgð í meðferð málsins. Dag hvern les eða hlustar öll þjóðin á frétt- ir og margskonar efni sem tilreitt er af fjöl- miðlum. Vægast sagt er sú framreiðsla ekki alltaf vönduð. Vafalaust er sjónvarpið sterkasti aðilinn sem hægt væri að beita til vemdar íslens- kunni og reyndar gerir það um þessar mund- ir athyglisvert átak í þá átt með ágætri auglýsingu sem birtist á skjánum og eggjar til málvöndunar, en „betur má ef duga skal“, að mörgu þarf að hyggja á þeim vett- vangi. Gamall málsháttur kom upp í huga minn eftir að hafa horft á sjónvarp eina kvöld- stund nýlega: „Að skíta í nytina sína,“ Þessi málsháttur er frá þeim tíma að bændur höfðu ær í kvíum, lömbin voru rekin á fjall, en lambamæðurnar mjaltaðar kvölds og morgna til búsnytja. Mjaltakonur mjólkuðu ána á þann hátt að kijúpa eða sitja aftan við skepnuna og yar þá mjaltafatan í skotfæri ef ærin lét frá sér nokkur spörð á meðan á mjöltum stóð. Ef slíkt skeði var mjólkin (nytin) ónýt og „Krafa þeirra sem vilja halda sérkennum íslensks mál er að sjónvarpið vandi val þula sinna svo að þeir tali gallalausa íslensku og séu skírmæltir.“ hellt niður eða gefin kálfum og heimalning- um. Ærin hafði eyðilagt afraksturinn, hún hafði „skitið í nytina sina.“ Þennan máls- hátt þótti mér mega heimfæra upp á sjón- varpið þetta kvöld þegar á eftir áður- nefndri, ágætri auglýsingu, sem hvatti til að gæta vel íslenskunnar, kom þulur sem bar íslenskuna svo hroðalega rangt fram að maður hrökk við. Hvílík ósköp! Allar áherslur orða og setninga voru langt frá íslensku máli og svo að dæmi séu nefnd: S- og Þ-hljóð urðu að væflulegum blásturs- hljóðum svo væflulegum að næst lá að ímynda sér að þulurinn væri blestur á máli. Slekjuleg og óákveðin S-hljóð hafa meðal almennings fengið nafngiftina -flug- freyju-S-, að þessu er brosað, en þegar boð- ið er upp á svona framburð í sjónvarpi er málið hvorki broslegt eða saklaust, það er beinlínis skaðlegt. Þ hefur sérstæðan hljóm í máli okkar og má alls ekki blandast eða tillíkjast th í ensku. Krafa þeirra sem vilja halda sérkennum íslensks mál er að sjónvarpið vandi val þula sinna svo að þeir tali gallalausa íslensku og séu skírmæltir. Ég vil nefna sem góða fyrirmynd þula Eddu Andrésdóttur, hún er uppáhalds þulur- inn minn, hefur góða og látlausa framkomu, er alltaf smekkleg og hófleg í klæðavali og það sem mest er um vert hefur framúrskar- andi góðan framburð, eða með öðrum orðum: talar íslensku. Sem betur fer er meirihluti þula vel talandi og skýrmæltir, en það er ekki nóg, þar má ekki vera nein undantekn- ing. Við verðum að horfast í augu við það, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að sjónvarpið er meiri áhrifavaldur um málvönd- un en jafnvel allt skólakerfið, það er stjórn- endum þess skylt að hafa í huga. Já, þetta eru orðnar miklar vangaveltur útaf orðinu bjargræðistími. Ég man að oft var sagt við unglinga á vorin og sumrin ef þeir voru verklausin „Ósköp eru að sjá þig halda svona að þér höndum um há bjargræðistímann“. Nú er tækni og breyttir atvinnuhættir orsök þess að margir halda einmitt að sér höndum á þeim tíma sem kallaður var bjarg- ræðistími. Líklega eru það fáir aðrir en bændur sem eru svo háðir veðurfari að afkoma þeirra byggist á mestu á góðum sumrum, byggist á því að vel viðri um bjargræðistímann. Um há bjargræðistímann er lítið lesið af dagblöðum á landsbyggðinni, til þess vinnst lítill tími. Vinnudagur bænda er ekki strangt talinn eftir klukku á sumrin það bara unnið á meðan hagstæð veður og þrek endast, marg- ir mundu þó kannske telja að þreki og þoli væri ofboðið með 16—18 stunda vinnu á sólarhring sem ekki er óalgengt þegar hey- hirðing stendur yfir, þá er smá dúr betri þreyttum manni en blaðalestur. Dagblöðin hverfa lítið lesið í ruslapokann og varla er horft á sjónvarp eða hlustað á útvarp, nema fréttir og veðurlýsingar um heyskapartímann. Sumir eru líka þeirrar skoðunar að ekki sé mikils misst þó einhverju sé sleppt af öllu því sem talið er til frétta, að minnsta kosti sagði aldraður bóndi, Jón Jónsson í Fremsta- felli í Kinn, sem farinn er að tapa heyrn, en ekki þó svo að hamli honum að eiga orð- ræður við menn: „Æi, já nú er það talið til hlunninda í Kinn að vera heyrnarlaus, enda er þetta litla sem maður heyrir annaðhvort slæmt ellegar þá hreinræktuð lygi.“ Verkamannabústaðir afhentir á Seyðisfirði Seyðisfirði. LOKIÐ var við smíði á þremur íbúðum í svokölluðu Verkamannabú- staðakerfi nú nýlega og þær afhentar eigendum. Það var Þórdís Bergsdóttir, formaður stjórnar verkamannabústaða, sem afhenti húseigendum lyklana að íbúðunum. Þessar íbúðir eru í fyrsta húsi af Qórum parhúsum sem byggð verða á þessum stað. Þetta eru tvær þriggja herbergja íbúðir og ein Qögurra herbergja. Alls verða tólf íbúðir í þessum fjórum parhúsum. Þorvaldur Jóhannsson bæjar- stjóri rakti aðdragandann að byggingu þessara íbúða. Hann sagði að þegar vinna við deili- skipulag hófst fyrir nokkru hefðu komið upp þær hugmyndir að setja ný parhús hér við Austurveginn inn á milli gamalla húsa. Hér Bundíð slitlag á Hvamms- tangabraut Hvaininstanga. LOKIÐ er lagningu bundins slit- lags á Hvammstangabraut, um 5,5 kílómetra. Borgarverk í Borgarnesi annað- ist verkið og einnig kafla á þjóð- vegi 1 í Víðidal, um 6,5 kílómetra, og er þar með lokið lagninu bund- ins slitlags á Norðurlandsveg í gegnum Véstur-Húnavatnssýslu. Þykir héraðsbúum mikill fengur S svo bættum samgöngum. Þá er unnið að styrkingu Vest- urhópsvegar með malarslitlagi á um 5,6 kílómetra. Brúarflokkur frá Hvammstanga er við brú- arsmíði við Djúpveg S ísafjarðar- sýslu. - Karl væru mörg hús frá því um alda- mót sem settu mikinn svip á bæinn og hefðu mikla og m’erkilega sögu. Og vegna þess að alltaf væri það vandasamt verk að byggja ný hús við hliðina á gömlum, þannig að þau féllu sem best inn í umhverf- ið, ákvað stjóm verkamannabú- staða að leita eftir tillögum að þessum parhúsum. Það voru síðan fjórir aðilar sem gerðu tillögur, arkitektarnir Páll Gunnlaugsson og Arnar Friðriksson hjá Brúnás hf., Trésmiðja Fljótsdalshéraðs og „ Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson lbúðir í verkamannabústöðum á Seyðisfirði voru afhentar eigendum nýlega. tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Það var ákveðið að velja tillögu tæknideildar húsnæðis- stofnunar. í framhaldi af því var boðið út. Lægstbjóðandi var Garð- ar Eymundsson, húsasmíðameist- ari á Seyðisfirði, og var samið við hann um byggingu á þessu fyrsta parhúsi. Húsið er byggt úr steypt- um einingum á tveimur hæðum og er efri hæðin með risi og stór- um kvistum í stíl við gömlu húsin í nágrenninu. - Garðar Rúnar V FRSIAJNARM AN N AIIELGIN á Hótel Örk Stórglæsilegur helgarpaliki i boöi. Lcilió nánari npplýsinga í síma 98-34700. Kaffihlaóboró laugardag, sunnudag og mánudag. Vcrió rclkomin. hójel r&’ ODK Hveragerði, s. 98-34700. Ferða- fólk í VÖRUHÚSIVESTUR- LANDS fáið þið allt sem þarfí ferðina, hvort sem halda skal vestur, austur, norður eða suður: Matvöru, fatnað og aíþreyingavörur svo sem spil, bækur og blöð. Komið við hjá okkur í sumar VÖRUHÚS VESTUR- LANDS Birgðamiðstöð ferðafólksins r i s sími 93-71 200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.