Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 31 LEYFIÐ AFTURKALLAÐ ■ JÁ, NÝJA JAMES BOND MYNDIN ER KOMIN TIL | ÍSLANDS AÐEINS NOKKRUM DÖGUM EFTIR ' FRUMSÝNINGU í LONDON. MYNDIN HEFUR " SLEGIÐ ÖLL AÐSÓKNARMET í LONDON, ENDA ■ ER HÉR Á FERÐINNI EIN LANGBESTA BOND MYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ. ' „LICENCE TO KILL" BOND-MYND ALLRA TÍMA! TITILLAGIÐ ER SUNGIÐ AF GLADYS KNIGHT Aðalhlutverk: Timothy Dalton, Carey Lotvell, Robert Davi, Talisa Soto. U Framl.: Albert R. Broccoli. — Lcikstj:. John Glen. Sýndkl. 5,7.30 og 10. — Bönnuð innan 12ára. GUÐIRNIR NUOTA AÐ VERA GEGGJAÐIR 2 1te Qods W>sr CE CRM.Y MEÐALLTILAGI Nick Nolte Martin Short Jamcs Bond is out on his own and out for revenge AUERTRBKOCCOLl prescnts TIMOTHY DALTON asLANFLEMIXOS JAMES BOND 007' FRUMSÝNER NÝJUSTU JAMES BOND MYNDINA: Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 GEGGJAÐIR GRANNAR Frábær gamanmynd fyrir alla þá, sem einhverntíman hata haldið nágranna sína í lagi. Aðallcikarar: TOM HANKS (Dragnet, BIG) CARRIE FIS- HER (Blues Brothcrs, Star Wars) BRUCE DERN (Coming Home, Drivcr) COREY FELDMAN (Gremlins, Goonies). Leikstjóri: JOE DANTE (Gremlins, Innerspacc) Sýnd í A-sal kl. 9 og 11 - Bönnuð innan 12 ára. FLETCH LIFIR Sýnd kl.9 ARNÖLD Sýndkl. 11. HÚSIÐ HENIMAR ÖMMU Sýnd í C-sal kl. 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. Heitar pylsur á hljómplötu Dt er komin fyrsta hljómplata seyðfirsku hljómsveitar- innar Heitar pylsur. Andfélagið h/f á Seyðisfirði gefur plötuna út. Auk þess að leika á fjölmörg- um dansleikum hefur hljóm- sveitin Heitar pylsur komið fram á útihátíðum. Þar má nefna Sumarhátíðina á Eið- um og Atlavíkurhátíð DÍA. Hljómsveitin mun ieika á þriggja daga rokkhátíð sem haldin verður í Valaskjálf um Verslunnarmannahelgina. Andfélagið hefur verið af- kastamikið að undanförnu. Félagið sá meðal annars um hátíðarhöld á Seyðisfirði 17. júní í samvinnu við Frú Láru h/f. Hljómsveitina Heitar pyls- ur skipa Arnar Þór Gutt- ormsson, Emil Th. Guð- mundsson og Jón Ágúst Reynisson. REGNBOGINN1 MÓÐIR FYRIR RÉTTI Blaðaumsagnir: „Móðir fyrir rétti er mynd fyrir þá sem enn hafa áhuga á virkilega góðum, vel leiknum bíómyndum sem eitthvað hafa fram að færa er skiptir máli." ★ ★ ★ ★ AI. Mbl. „Sem Lindy Chamberlain vinnur Meryl Streep einn sinn stærsta leiksigur til þessa.y/ ... „Þetta er mynd sem óhætt er að mæla með." ★ ★ ★ ★ HÞK. DV. Sýnd kl. 5,9 og 11.15. SAMSÆRIÐ Sýndkl. 5,7, 9 og 11.15 Bönnuð innan 14ára. BEINTÁSKÁ Sýnd kl. 5,9 og 11.15. SVIKAHRAPPAR Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15., GIFT MAFÍUNIMI Marríed Sýnd kl. 5og7. BLÓÐUG KEPPNI JEAN CLAUDE VAN DAMME A ROCKING, SOCKING MARTIAL AkTS SAGA LYE POPPING SCe’nES S ***$ Sýnd kl. 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. GESTABOÐ V BABETTU jht Sýnd kl. 7. 8. sýningarmánuður! Vinátta tveggja kvenna Vinkonur í blíðu og stríðu; Hershey og Midler í Alltaf vinir. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Alltaf vinir („Forever Fri- ends“). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: Garry Marshall. Helstu hlutverk: Bette Midl- er, Barbara Hershey, John Heard og Spalding Gray. Samstarf, söng- og gaman- leikkonunnar Bette Midler og fullorðinsmyndadeildar Di- sneyfýrirtækisins, „Touch- stone Pictures", hefur leitt af sér nokkrar góðar, jafnvel mjög góðar, gamanmyndir á undanförnum árum og Midler hefur skotist upp á stjörnu- himininn sem ein helsta gam- anleikkona Bandaríkjanna — og á það sannarlega skilið. Hún er einstaklega kraftmikil og skondin og hefur útlitið með sér til að leika frekjus- kass og fyrirferðarmiklar, skapstórar brussur, sem hún hefur og gert ti) fullkomnun- ar. En hér kveður nokkuð við annan tón. Nýjasta afurð hins gifturíka samstarfs Midler og Disneyfyrirtækisins er hin hrífandi fallega ævisöguléga mynd Alltaf vinir, um kæra vináttu tveggja kvenna undir leikstjórn Garry Marshall og þótt Midler sé oft lík þeirri sem við þekkjum best úr gam- anmyndunum gerir hún til- raun í þessari til að sýna svol- ítið meira og dýpra og inni- legra, líkara því sem snart okkur í Rósinni fyrir mörgum árum. Alltaf vinir (myndin hét „Beaches“ í Bandaríkjunum) gefur enda tilefni til þess að sungið sé eftir alvarlegu nót- unum. Það er góður, heil- steyptur og sannur hljómur í hinni tragíkómísku sögu vin- kvennanna, sem sver sig tölu- vert í ætt við annað frægara gamandrama, nefnilega „Terms of Endearment“ hvað varðar sögutíma, einkar sjarmerandi persónur og sorgleg endalok. Ef þú ert opinn fyrir henni geturðu meðtekið hana fyrir það sem hún er, sannverðug og heiðar- leg lýsing á ævarandi en stormasamri vináttu, og hún svíkur ekki. Það má vera að smurt sé full þykkt á í svona myndum með sólarlagi og fiðluleik en það er farið' smekklega með slíkt í mynd- inni. Þökk sé leikstjóranum, Gary Marshall, sem gert hefur nokkrar gamanmyndir (,,Overboard“) til þessa. Hann nær að auki því besta úr leik- urunum, sérstaklega Midler og Barböru Hershey. Þær hittast fyrst litlar stelpur en halda sambandi með bréfa- skriftum. Midler er úr fá- tækrahverfi og gersamlega óð í frægð og frama á skemmtanasviðinu enda söngkona góð en Hershey er settlegri, ríkramanna dóttir. Þær búa saman, verða skotn- ar í sama manninum, uppúr slitnar, aftur taka þær saman og allan tímann er vinskapur þeirra að þróast og eflast þar til kemur að úrslitastundinni. Midler er einn af framleið: endum myndarinnar og hún á auðvelt með að stela senunni auk þess sem myndin vill leita meira til hennar en Hershey. Aukaleikarar eins og John Heard, sem alltaf er pott- þéttastur manna, og Spalding Gray, sem við því miður sjáum alltof lítið af hér, eru kærkom- ið krydd í góða mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.