Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 36
sióváoBalmennar FÉLAG FÓLKSINS E/NKAREIKNINGUR Þ/NN ■ í LANDSBANKANUM B _________________Mk FOSTUDAGUR 4. AGUST 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Afurðastöðvanefnd: Úrelding sjö mjólkurbúa myndi spara 200 milljónir Lagt til að tvö hlutafélög verði stofnuð um alla mjólkurframleiðslu V estmannaeyjar: 330 þúsund kr. gjaldeyri stolið '**BR0TIST var inn í íbúðarhús í vesturbæ Vestmannaeyjabæjar og þaðan stolið jafnvirði tæplega 330 þúsunda króna í ferðatékk- um og erlendum gjaldeyri. Ekki er vitað hvenær brotist var inn í húsið. Upp komst um inn- brotið í gær er húsráðendur sneru heim úr nokkurra daga ferðalagi. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur málið til rannsóknar. 4.600 fleiri -erlendir ferðamenn RÚMLEGA 32 þúsund útlendingar komu til íslands í júlí en það eru tæplega 2.300 fleiri ferðamenn en í sama mánuði í íyrra. Fyrstu sjö inánuöi ársins hafa komið hingað 85 þúsund erlendir ferðamenn, sem er rúmlega 4.600, eða tæplega 6%, fleira en á sama tíma á síðasta -^pári. Landsmenn hafa einnig ferð- ast meira um eigið land í sumar en oft áður. Það er samdóma álit viðmælenda Morgunblaðsins á landsbyggðinni sem vinna að ferðamálum að straum- ur ferðamanna, jafnt erlendra sem innlendra, hafi verið með mesta móti í sumar. Sérstaklega margir hafa ferðast urn Norður- og Austur- land og hafa íslendingar verið dug- legri við að elta góða veðrið en út- lendingarnir sem hingað hafa komið. Á Austuriandi muna menn ekki ann- an eins ferðamannafjölda og í sumar. Erlendum hótelgestum á Edduhót- elúnum fjölgaði um 10% í júní miðað við sama mánuð í fyrra, að sögn Kjartans Lárussonar hjá Ferðaskrif- "^stofu íslands. Erlendir ferðamenn panta gistingu á hótelum venjulega með góðum fyrirvara en það gerá íslendingar yfirleitt ekki. Sjá nánar á miðopnu. Skúringar arðbær- ar í Garðinum? 1,3 milljónir í skatt af hálfri vinnu Húsmóður í Garöinum, seni vinnur úti hálfan daginn við skúringar, brá heldur betur í brún þegar hún fékk álagn- ingarscöilinn á mánudaginn. Á hana höfðu neftiilega verið lagðar tæpar 1,3 milljónir króna í tekjuskatt og útsvar og henni gert að greiða 255 þúsund krónur á mánuði það sem eftir er ársins. Skúringarnar höfðu, að mati Skattstjóraembættisins á Reykjanesi, gefið dálaglega af sér á síðasta ári, því tekjuskatt- og útsvarsstofn konunnar var 3.639.065 krónur. Allt aðrar töl- ur og lægri höfðu hins Vegar staðið í skattframtalinu. Að sögn konunnar, fékk hún þær skýringar hjá skattinum að vitlaust hefði verið slegið á tölv- una, þegar skatturinn hennar var reiknaður út. Konan fékk því afsökunarbeiðni og loforð um að leiðrétting fylgdi innan tíðar. HUGMYNDIR eru uppi um að ná fram verulegri hagræðingu með því að leggja niður sjö mjólkurbú af sautján, sem starf- rækt eru á landinu og stofna tvö hlutafélög um rekstur alls mjólkuriðnaðar. Talið er að heildarsparnaður af siíkri fram- kvæmd yrði yfir 200 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur svokölluð aíurðastöðvanefnd, sem starfar á vegum landbúnaðarráðuneyt- isins, komizt að bráðabirgðanið- urstöðu, sem gerir ráð íyrir þessum breytingum. Mjólkurbúin, sem hagkvæmt væri að leggja niður samkvæmt útreikningum nefndarinnar, eru á Djúpavogi, Þórshöfn, Neskaup- stað, Hvammstanga, Patreksfirði, Húsavík og í Borgarnesi. Starfandi mjólkurbú yrðu að því loknu tíu; Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkur- samsalan í Reykjavík og mjólkur- búin á Egilsstöðum, Akureyri, Blönduósi, Búðardal, ísafirði, Sauðárkróki, Vopnafirði og Höfn í Hornafirði. Nefndin telur hag- kvæmt að leggja niður seinna þijú síðastnefndu búin. Hjá þeim búum, sem lagt er til í bráðabirgðaniðurstöðum nefndar- innar að hætti rekstri, starfa um 100 manns. Nefndin gerir ráð fyr- ir að með því að leggja búin niður geti sparazt laun fyrir um 50 árs- verk, eða 70-80 milljónir króna. Sparnaður í rekstri nemi að minnsta kosti rúmlega 100 milljón- um króna og jafnvel meiru. Heild- arsparnaðurinn kynni að nema meira en 200 milljónum króna. Urelding búanna sjö er talin munu Nefndina skipa Stefán Guð- mundsson, sem er formaður, Al-ex- ander Stefánsson, Ólafur Þ. Þórðar- son og Guðmundur G. Þórarinsson. kosta um 400 milljónir króna. Nefndin leggur til að til þess að koma á enn frekari sparnaði í yfirstjórn og rekstri mjólkuriðnað- arins verði tvö hlutafélög stofnuð um alla mjólkurframleiðslu á landinu. Eigendur annars félagsins yrðu mjólkurbúin, sem nú eru starfrækt á Suður- og Vesturlandi Það var Páll Pétursson, formaður þingflokksins, sem lagði til þessa nefndarskipan á þingflokksfundi. Verkefni nefndarinnar. er að leggja ásamt Vestfjörðum, en að hinu búin á Austur- og Norðurlandi. Þessi fyrirtæki myndu sjá um að úrelda búin, sem nefndin gerir ráð fyrir að yrðu lögð niður. Til úreldingarinnar yrði stofnaður sér- stakur úreldingarsjóður mjólk- urbúa, sem keypti hús og vélar þeirra. fram tillögur í atvinnu-, efnahags- og byggðamálum. Nú er talið líklegt, að þingmenn- irnir fjórir komi sér saman um rót- tækar og fastmótaðar tillögur, sem þeir hyggjast kynna þingflokknum í byijun næsta mánaðar. Hafa þeir fundað mikið með sérfræðingum og forystumönnum úr atvinnulífinu. Tillögurnar munu m.a. gera ráð fyrir gjörbreyttri gengisstefnu og uppstokkun lánsfjánnarkaðarins. Oánægðir þingmenn Framsóknarflokksins: Sérstök neftid gerir tillögur um uppstokkun eftiahagslífs Hugmyndir um uppstokkun lánamarkaðar og nýja gengissteftiu VAXANDI óánægja innan þingflokks Framsóknarflokksins með stöðu og stefnu í efnahags- og atvinnumáluin varð til þess að skipuð var sérstök atvinnu- og efiiahagsmálanefhd þingflokks Framsóknar- flokksins til þess að gera tillögur að uppstokkun efiiahags- og atvinn- ulífsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þeim þingmönn- um Framsóknarflokksins fjölgað að undanfornu, sem telja, að nauð- vörn sé að ljúka og nú verði að móta lieilsteypta stefhu um framhaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.