Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 Haftiardýpkun á Dalvík lokið — kostnaðurer 25-30 milljónir FRAMKVÆMDUM við dýpkun hafiiarinnar á Dalvík lauk í gær, en jþá höfðu 40-50 þúsund rúmlestir af grjóti og leðju verið Qarlægðar úr höfhinni. Hefur þessi framkvæmd í för með sér mun betri nýtingu ’’á viðleguplássi í höfninni, en svo var komið, að stærstu skipin áttu í erfiðleikum með að leggjast að, því dýptin í höfhinni var ekki nógu mikil. „Höfnin var of grunn, og nýttist alls ekki sem skyldi fyrir þann flota, sem hér er nú,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann að vissir erfiðleikar hefðu skapast vegna aukinnar umferðar flutningaskipa, svo og vegna þess að floti Dalvíkinga væri að stækka. „Bæjarfélagið er búið að kaupa Grenivík: Fyrstu íbúðirn- ar sem byggð- ar eru í sjöár TVÆR kaupleiguíbúðir eru nú í smíðum á Grenivík, en nýtt íbúð- arhúsnæði heíur ekki verið reist á staðnum undanfarin sjö ár. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri á Grenivík, sagði í samtali við Morg- fcunblaðið að þörf hefði verið fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis á félags- legum grunni, en 85% kaupverðs er lánað þegar um kaupleiguíbúðir er að ræða. Hún sagðist samt ekki geta sagt að slegist hefði verið um íbúðirnar, því umsóknirnar um þær hefðu einungis verið tvær, og báðar hefðu verið frá einstæðum mæðr- um. Atvinnuástandið á Grenivík sagði hún vera fremur gott. Nýr bátur hefði verið keyptur í vor, og með honum fengist sæmilegur kvóti, sem hjálpa myndi til við að halda atvinnu í frystihúsinu gangandi. Hvort full atvinna við fiskvinnslu yrði fram að áramótum, þorði hún samt ekki að fullyrða neitt um, og sagði ekki útséð með það ennþá. flotbryggju, og við hana verður pláss fyrir 20 báta, og eftir að hún verður komin í gagnið ætti að verða rýmra um önnur skip í höfninni.“ Kostnað við þessar framkvæmdir sagði Kristján verða all mikinn; þetta væru mjög ijárfrekar fram- kvæmdir. „Bæjarfélagið hefur haft þá stefnu að láta eitt verkefni ganga fyrir á ijárlögum hvers árs. I fyrra var það gatnagerðin, árið þar áður lögn nýrrar vatnsveitu, og nú þetta árið hefur hafnargerðin gengið fyrtr öllu öðru. Reikna má með að sjálf dýpkunin kosti í kring- um 20-25 milljónir króna, og við það bætist svo kostnaðurinn við flotbryggjuna, sem er rúmlega fjór- ar milljónir. Heildarkostnaður ligg- ur því á bilinu 25-30 milljónir, og fyrir bæjarfélag eins og Dalvík er það all mikill kostnaður,“ sagði bæjarstjórinn. Hann benti á að lok- um, að vel væri við hæfi að leggja í þessa framkvæmd í ár, því nú eru . liðin 50 ár síðan byrjað var á gerð hafnar á Dalvík. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vínberin eru sælgætið okkar ANNA Sigríður Pétursdóttir, garðyrkjubóndi að Brúnalaug í Ongulstaðahreppi, var heldur bet- ur ánægð með vínbeijaklasann, sem hún hélt á, og sagði að þetta væru heimsins bestu vínber. „Vínberin eru sælgætið okkar hér á Brúnalaug,“ sagði hún um leið og hún gæddi sér á ávöxtun- um. Þau hjónin hófu garðyrkjubú- skap árið 1986, þegar þau fluttu að Brúnalaug, og þá hefðu vínbeijatré fylgt með í gróður- húsunum. „Við tímdum alls ekki að farga þeim, og höfum þess í stað reynt að hlúa að þeim á allan hátt, og uppskeran nú í ár er alveg ein- staklega góð,“ sagði Anna Sigríð- ur. Hún sagði þau samt ekki selja vínberin, því sú ræktun væri ein- ungis áhugamál þeirra hjónanna, aðalræktunin væri paprikurækt- un, og væru þau með ræktun á paprikum í öllum regnbogans lit- um. „Við ræktum grænar, gular, rauðar og appelsínugular paprik- ur, og hefur uppskeran sjaldan verið eins góð og nú; sumarið hefur verið svo sólríkt og bjart,“ sagði Anna Sigríður að lokum. Leitað til Byggðastofiiunar um kaup á húsi Dagsprents DAGSPRENT hefur sent Byggðastofnun erindi þess efhis að stofnunin kaupi nýlegt stór- hýsi fyrirtækisins við Strand- götu á Akureyri. Erindið var kynnt á fiindi stjórnar Byggða- stofnunar á miðvikudag, en af- greiðslu þess frestað. Dagsprent, sem gefur út dag- blaðið Dag, hefur staðið í samning- um um að sameinast Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. „Hér í bænum eru tvö fyrirtæki með of miklar fjárfestingar. Við samein- ingu verður til eitt fyrirtæki með of miklar fjárfestingar. Til að tryggja reksturinn þarf að selja þessa offjárfestingu og losna við hana,“ sagði Hörður Blöndal, framkvæmdastjóri Dagsprents í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður hvers vegna væri leitað til Byggðastofnunar sagði Hörður að húseign Dagsprents við Olafsfjarðargöngin: Sprengingar hófiist Dalvíkurmegin í gær BYRJAÐ var í gær að sprengja Dalvíkurmegin við Ólafsfjarðarm- úlann, en framkvæmdir við gerð ganganna hafa legið niðri að und- anförnu vegna sumarleyfa ganga- manna. Er gert ráð fyrir að vinna fari fram Dalvíkurmegin næstu vikur, á meðan hafist verður handa um byggingu svonefhds for- skála hinum megin, en að því Io- knu verður aftur tekið til við gangagerðina Ólafsfjarðarmegin. Fyrstu sprengingarnar í gær, gengu ágætlega fyrir sig, en að sögn Bjarna Harðarsonar staðarverk- fræðings Vegagerðar ríkisins, eru fyrstu sprengingar inn í berg, erfið- astar, m.a. vegna þess að þær ákvarða nákvæmlega stærð opsins'á göngunum. Verður því að fara var- lega við sprengingar til að byrja með, og hálfpartinn læðast inn í bergið, eins og staðarverkfræðingur komst að orði. Hann kvaðst þó búast við að þetta gengi vel; það hefði gengið vel að komast inn í bergið hinum megin frá, og gerði ráð fyrir að það yrði eins hér. Verkáætlun hefur verið fylgt frá byrjun, og sagði Bjarni að samkvæmt henni ætti gatið í gegn að verða til- búið í apríi á næsta ári, en þá á raun- ar eftir að ganga frá vegagerð og öðru áður en göngin verða tilbúin. Alls verða þau 3.140 metrar á lengd, og nú þegar er búið að sprengja 1.740 metra inn í bergið Ólafsíjarð- armegin. Hversu langt inn í bergið yrði farið Dalvíkurmegin, sagði Bjarni hins vegar alveg vera undir því komið, hversu langan tíma tæki að byggja forskálann hinum megin, og sagði hann að sennilega yrði far- ið 20-100 metra inn í bergið Dalvík- urmegin frá. Strandgötu væri stórt og mikið hús og ekki á færi einstaklinga eða fyrirtækja i bænum að festa kaup á henni. Utibú Byggðastofnunar á Akureyri væri hins vegar í leigu- húsnæði og hefði hugsað sér að kaupa eða byggja sér þak yfir starfsemina. „Þetta erindi var sent til þess að kanna hvort um þennan flöt væri að ræða. Við leitum til allra aðila sem við teljum að séu hugsanlegir kaupendur, og Byggðastofnun er einn af þeim,“ sagði Hörður. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði að enn hefði ekki verið kannað hvort hús- ið myndi henta stofnuninni. Byggðastofnun væri nú í húsnæði, sem Búnaðarbankinn ætti, og hefði ásamt bankanum fengið vilyrði fyrir lóð við Ráðhústorg, sem fyrir- hugað væri að byggja á í framtíð- inni. Fyrsta sprengingin við Ólafs- fjarðargöngin var í gær klukkan 2.30, og þá var vissara að vera ekki of nærri, því gijótið þeyttist i allar áttir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Dýnamítinu komið fyrir I Múlanum Dalvíkurmegin, en þar verður sprengt næstu vikurnar. Nýr, glæsilegur sumarmatseðill. ★ Dansleikur álaugardagskvöld. ★ SMftOhm Heimilislegur matseðill. HótelKEA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.