Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 13 Fombílar á ferð Á Akranesi hófst ferðin, næstur er svokallaður „blöðruskódi“, Skodi árgerð 1954, þá Buick árgerð 1955, Willys árgerð 1966 (ekinn aðeins 26 þús.km.) og Willys station árgerð 1960 fyrrum í eigu alþingismannsins vinsæla í Vesturlandskjördæmi, Friðjóns Þórðarsonar. í Borgamesi var Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi með þenn- an glæsilega Ford T. árgerð 1927. Kom hann til móts við fom- bílaflotann með nokkmm af eldri bílstjórum staðarins. Kranabíll Fornbílaklúbbsins, Chevrolet árgerð 1937. Þessi bíll var fyrst rútubíll í eigu Bifreiðastöðvar Steindórs en var breytt í kranabíl í þjónustu stöðvarinnar árið 1950 og lenti í eigu Fom- bílaklúbbsins árið 1978. eftirKristin Snæland Félagar í Fornbílaklúbbi íslands héldu á hjólfákum sínum á Snæ- fellsnes föstudaginn 28. júlí. Þetta var mesta ferð klúbbsins í ár, þriggja daga ferð um 800 kíló- metra leið. Klúbburinn efnir nú til einnar langferðar á ári og hóf ferð þessa með sýningu ökutækjanna á Akranesi. í ferðinni voru fimmtán bílar en auk þess mættu heima- menn á gömlum bílum til sýninga. Við Borgarnes tók Sæmundur Sig- mundsson sérleyfishafi og rútubíl- stjóri á móti hópnum með tveimur fombílum, Ford-rútu árgerð 1947 og Ford T-fólksbíl árgerð 1927, einum af fáum sem til eru með svokallaðri „high og low“ skiptingu en hún er aðeins tveggja gíra og skipt með fætinum. Þegar stigið er á fetilinn er bíllinn í fyrsta gír og þegar honum er sleppt, fer bíllinn sjálfkrafa í annan. Þetta þótti heldur þrejtandi þegar ekið var lengi upp brekkur, t.d. gömlu Kambana. Þriðji bíllinn var einnig í móttökunni í Borgarnesi, Chevro- let-hálfkassi, árgerð 1939. Frá Borgarnesi var ekið vestur Mýrar, gamall Buick skoðaður að Görðum í Kolbeinsstaðahreppi og áð að Vegamótum. Þaðan hélt hóp- urinn út nes og fyrir Jökul. Komið var við á Arnarstapa og Hellnum og ekki var laust við að gömlu hjól- in kættust er þau runnu um gaml- an, holóttan og krókóttan veginn með öllum sínum smábrekkum og blindhæðum. Eftir þá skemmtan var ekið í hlað á Hellissandi til sýningar. Fjöldi manns kom á stað- inn og margt spjallað. Skemmtileg athugasemd kom hjá einni frúni þegar eiginmaðurinn kvað uppúr með það, við kranabíl klúbbsins, „hann er bara jafn gamall og ég“. — „Já og miklu fallegri," svaraði frúin að bragði. Þarna var gist í boði Loranstöðarinnar á Gufuskál- um og var þakkað fyrir gott boð með einkasýningu við stöðina. Laugardagurinn hófst með akstri inn nesið til Ólafsvíkur og sýningu þar. Enn var ekið og gerður góður stans á Búlandshöfða þar sem vel sést út um Breiðaíjörð og inn til Grundarfjarðar, en þar var næst stansað til sýningar. Á viðkomu- stöðunum fengust fregnir af bílflökum og margar sögur, en líka einn og einn gamall varahlutur sem heimamenn drógu úr pússi sínu. í Grundarfirði var okkur gefið aftur- bretti (nýtt) af Austin 8 árg. 1947 auk margvíslegra minni varahluta, t.d. ógrynni af 6 volta ljósaperum. Var þetta góður fengur og þakk- samlega þeginn. Frá Grundarfirði var ekið inn í Hraunsfjörð og að sjálfsögðu tek- inn þar krókurinn um gamla veginn gegnum hraunið og áð þar á grasi- vaxinni flöt. Einn ferðafélaginn, á yngri gerð fombíla, frekar lágum dreka, kom þar með þá athuga- semd „ég hélt ekki að Fornbílaklúb- burinn stundaði torfæmakstur“. Þessum „torfæraakstri" lauk með akstri niður í Stykkishólm til sýn- ingar þar. Að lokinni sýningu var haldið til gistingar að félagsheimil- inu Skildi, en þar býðst svefnpoka- pláss og tjaldsvæði. Um kvöldið var farið í Suðureyjaferð með Hafrúnu, skipi Eyjaferða. Siglt er um Suðu- reyjar Breiðafjarðar og inn í sund- in og að eyjunum í mynni Hvamms- fjarðar. Þetta var ævintýraleg sigl- ing í hinum miklu straumum sem þarna eru og ná allt að 18 mílna hraða. í leiðinni vora eyjarnar skoð- aðar, hið stórkostlega og fjöl- breytta stuðlaberg sem sjá má þar, siglt alveg upp að þverhníptum klettaveggjum og nær því tekið í nefið á skarfinum sem sat þar á sillum. Þá var sett út botnskafa og dregin um stund. Aflinn, ígulker og skelfiskur lagður á borð og síðan gæddu ferðalangarnir sér að jap- önskum hætti á hráum hörpudiski og þótti mörgum hið mesta lost- æti. Einn sporðrenndi fjórum bitum og var að opna hinn fimmta er hann heyrðist stynja upp „almátt- ugur, þetta er lifandi". Eftir þessa eftirminnilegu ferð var haldið til svefns og hvíldar. Sunnudaginn var haldið inn fyrir Álftarfjörð tekið gott útsýnisstopp áður en haldið var inn Skógar- strönd. Þar var leiðinlega holóttur vegur og tóku elstu bílarnir hopp og hliðarskopp, dönsuðu svona gömlu dansana inn ströndina. Milli dansa var gert fjörastopp fyrir bömin. í Búðardal var komið um kaffileitið og var mættur þar ijöldi fólks. Einn bílanna í förinni var gamall embættisbíll úr sýslunni, Willys station árgerð 1960, sem hinn vinsæli sýslumaður Dala- manna, Friðjón Þórðarson, hafði átt. Þarna skoðuðu fombílamenn gamla heimabíla, Renault hagamús og fleiri góða gripi. Lagfæring fékkst á framhjólslegu og enn var haldið á og nú yfir Laxárdalsheiði með stefnu á Staðarskála. Eftir grófan veg um Laxárdalsheiði, sem bíður tilbúinn undir lagningu slit- lags, var áð á Borðeyri. Þar sást enginn á ferli, ekki einu sinni kött- ur. Loks var komið í Staðarskála og þegnar veitingar í boði staðar- haldara, bræðranna Magnúsar og Eiríks, sem ávallt taka Fornbíla- klúbbnum opnum örmum. Þama var formlegri ferð lokið og hélt hver til síns heima eftir vel heppn- aða ferð, án óhappa eða umtals- verðra bilana. Þessar ferðir Fombílaklúbbsins eru fyrst og fremst skemmtiferðir félaga í klúbbnum en jafnframt sýningarferðir til ánægju og fróð- leiks íbúum þeirra staða og svæða sem farið er um. Árangurinn er sá að klúbbfélagar fá að sjá gamla bfla og bílhræ sem nýta má og uppskera einnig oft ýmsa varahluti oft nýja og 'onotaða. Almenningur fær að sjá hvað gera má úr gömlum skijóðum og áhugi vaknar á verð- veislu muna og minja iðn- og tæknisögu landsins. Fornbílaklúb- burinn þkkar fyrir ánægjulegar móttökur og góða ferð. Höfundur er leigubílstjóri. A ferð o g flugi um Island Þyrluferð tveggja Þjóðverja kvikmynduð TVEIR Þjóðverjar eru um þessar mundir á ferð um ísland. Farskjóti þeirra er þyrla sem þau fljúga sjálf. Þessir ferðalangar eru Ilse Stoll og Ebenhart Herr. Hún starfar að bankamálum og býr skammt írá Frankfurt í Vestur-Þýskalandi en hann er flugkennari i Frankfiirt. Kvikmyndagerðin Þumall hefiir tekið að sér að kvikmynda för þeirra um landið. Að sögn Magnúsar Magnússonar hjá Þumli er ætlunin að úr verði stutt sjónvarpsmynd þar sem ferðasagan er sögð. í athugun er að selja myndina til sjónvarpsstöðva í Vestur-Þýskalandi. Ilse Stoll hefur nýlokið flugmanns- prófi á þyrlu en það var Ebenhart Herr sem kenndi henni að fljúga. Þyrlan sem þau fljúga er 4 manna af gerðinni Bell Jet Range. Þetta er fjórða ferð Ilse til íslands en í fyrsta skipti sem Ebenhart kemur hingað. Þau vora spurð hvernig ferðalag þeirra gengi. „Allt hefur -gengið að óskum til þessa en vindáttin hér getur verið erfið og við þurfum að fara varlega,“ sagði Ebenhart. „Verst er hve ferð okkar er stutt, aðeins 2 vikur.“ Þau kváðust þó nota tímann vel, fara víða og era í loftinu í um 8 klukkustundir daglega. Þau hafa nú þegar farið um Suðurland, að Gullfossi og Geysi og í Land- mannalaugar. Einnig voru þau við- stödd brúðkaup í Flatey á Breiðafirði og buðu brúðhjónunum í útsýnisflug. Use og Ebenhart telja það góða hugmynd að kvikmynda ísland með þeim hætti sem nú er gert. í sjón- varpsmyndinni verði landið sýnt frá nýstárlegum sjónarhóli. Kvikmyndagerðin Þumall er í eigu Sigurðar Grímssonar og Karls Sig- tryggssonar. Að sögn Magnúsar Magnússonar hafa kvikmyndatöku- mennirnir fylgt flugköppunum eftir Morgunblaðið/PPJ Ilse Stoll stígur upp í þyrluna á Reykjavíkurflugvelli. frá upphafi ferðinnar og fest þessa óvenjulegu ferðasögu á filmu. Ilse og Ebenhart munu fara frá íslandi á sama hátt og þau komu hingað og taka sér far með Norrænu frá Seyðisfirði. Þyrlan verður að sjálf- sögðu um borð. ÞSv BÓMULLARTJÖ t—195— 3ja manna, 6,6 kg. kr. 7.890,- 3ja manna, 7,2 kg. kr. 8.980,- 4ra manna, 8,9 kg. kr. 9.990,- L D STól^LO *■ S-49S,. BORGARTUNI 26, SÍMI62 2262.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.