Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 Skemmtanir Kráarstemmning hjá Ríó Kráarstemmning er alþekkt fyrirbæri í löndum þar sem bjór á sér langa hefð. Hér á íslandi hefur þetta verið óþekkt af kunnum ástæðum. Ríó- tríóið hefur að undanförnu leikið við hvurn sinn fingur á fimmtudagskvöldum á Hótel Borg. Fjölmenni hefur verið á þessum skemmtunum og gestir sungið með og því hefur náðst ágæt krárstemmning. Morgunblaðið/Einar Falur Sigursveit Hvassaleitisskóla skipuðu (firá vinstri) Hrund Þórhalls- dóttir , Anna Steinunn Þórhallsdóttir, Sjöfn Gunnarsdóttir og Vaka Rögiivaldsdóttir. Blómlegt skákstarf T.R.: Hvassaleitisskóli sigraði á grunnskólamótinu Sveit Hvassaleitisskóla bar sigur úr býtum á grunnskóla- móti stúlkna í skák sem haldið var í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur við Grensásveg sunnudaginn 21. maí síðastliðinn. Mikill uppgangur er nú í kvenna- skákinni hjá Taflfélaginu og er þetta í þriðja sinn sem slíkt grunn- skólamót er haldið og var það jafnframt hið fjölmennasta. Baráttan um sigurinn á grunn- skólamótinu var mjög hörð en 8 skólar sendu sveitir. Sveit Hvassa- leitisskóla varð efst með 20 vinn- inga, í öðru sæti Seljaskóli með 1914 vinning og Ölduselsskóli varð í þriðja sæti með 17 vinninga. Þessar sveitir fengu verðlauna- pening og efsta sveitin hlaut far- andbikar að launum. í sigursveit- inni voru á 1. borði Hrund Þór- hallsdóttir, á 2. borði Anna Stein- unn Þórhallsdóttir, á 3. borði Sjöfn Gunnarsdóttir og á 4. borði Vaka Rögnvaldsdóttir. Lárus Jóhannesson og Ólafur H. Ólafsson hafa séð um skákæf- ingar fyrir stúlkur á laugardögum og er fyrirhugað framhald á því starfi næsta vetur. HOLLENDINGURINN FLJÚGANDI A. Hjólaði kringum Island á Qórum vikum Jan van der Heijden er ungur Hol- lendingur sem finnst fátt skemmtilegra en að hjóla. í sumarfr- íinu sínu kom hann til íslands og hjólaði í kringum landið á Ijórum vikum. Sumir þeirra sem hann hitti nefndu hann Hollendinginn fljúgandi vegna þess hve hann fór ótrúlega hratt yfir. Þó gaf hann sér góðan tíma til að njóta náttúrufegurðarinn- ar og skoða fuglalífið. Á íjórum vikum ferðaðist Jan um 2.800 km. Hann hóf ferð sína í WIKA Allar stæröir og geröir SfttunrOffldDgMir dicSinissoiri) & ©9 Wf. Vesturgötu 16 - Simar 1468ÍM3280 Reykjavik og hélt auslut' á fimmtán ára gömlu feiðhjóli. Ferðin gekk vandræðalaust, t.d. þurfti hann ekki nema einu sinni að gera við sprung- ið dekk á hjólinu. Jan er alvanur hjólreiðum. Frá maí fram í nóvember vinnur hann sem leiðsögumaður fyrir bandaríska ferðamenn sem ferðast um megin- land Evrópu á reiðhjólum. Á veturna kennir hann leikfimi í afleysingum. Það er sjaldan sem hann á frí á sumr- in en hann langaði mikið til að ferð- ast um ísland og vissi að það yrði að vera um sumar. Honum fannst landið stórkostlegt og sagði að hér væri einstakt að ferðast um á fjalla- reiðhjóli. Það hyggst hann gera ein- hvern tímann síðar og sagðist þess fullviss að íslendingar sjálfir ættu eftir að nýta sér þau farartæki í miklum mæli í framtíðinni. Hér væri svo mikil víðátta og náttúran óspillt en á meginlandinu væri allt ræktað. Jan finnst best að skoða þau lönd sem hann ferðast til á hjóli því þá gefst einnig gott tækifæri til þess að kynnast landsmönnum. Hann Morjíunblaðiö/Charles Egill Hirt Hollendingnrinn Jan van der Herjden sem nýlega lauk ferð sinni um ísland. sagði þetta vera mjög sjálfstæðan ferðamáta sem væri hollur bæði fyr- ir sál og líkama enda yrðu margir hjólreiðamenn langlífir. Á ferð sinni um ísland fór Jan að Gullfossi og Geysi og í Skaftafell. Hann fylgdi þjóðvegi nr. eitt og fór svo til Égilsstaða. Á einum degi hjól- aði hann 175 km þaðan til Mývatns þar sem hann var í tvo daga m.a. við fuglaskoðun. Því næst lagði hann lykkju á leið sína til að sjá seli und- an Víkurnúp og fór svo á Vestfirðina þar sem hann fékk frekar leiðinlegt veður. Hann tók bátinn yfir til Stykk- ishólms og hjólaði um allt Snæfells- nesið og skoðaði fuglalífið þar. Næst lagði hann leið sína í Húsafell og var einkar hrifinn af að sjá skóginn þar. Ferðin hafði gengið mjög vel og nú langaði Jan að prófa erfiðari vegi, sem merktir voru með gulu á kort- inu, svo hann ákvað að fara Kaldad- al til Þingvalla. Þegar þangað var komið hafði hann enn fjóra daga til ráðstöfunar svo haiir. fór til Hvera- valla og þaðan til Blönduóss. Frá Blönduósi fór hann rakleiðis í Bor- garnes. Að meðaltali ferðaðist Hollending- urinn um 100 km á dag en það lengsta sem hann fór á einum degi var 215 km á malbikuðum vegi á Suðurlandi. LEIKLIST Rex Harrison aðlaður Bretadrottning aðlaði nýlega leikarann Rex Harrison og má hann nú kalla sig sir Rex. Harrison sem kvæntist sex sinnum hefur búið í Bandaríkjunum í 40 ár. En nú er hann orðinn 81 árs gamall og hefur snúið aftur heim til fóstuijarðarinnar. HEILSA Victoria hefur trú á leirböðum Nágrannar leikkonunnar Victoriu Principal fylgd- ust undrandi með þegar vö- rubíll kom með fullan pall af leir upp að húsinu. En þetta var engin venjuleg leðja heldur sérpantaður leir sem kostaði um hálfa milljón króna. Þessu ætlar Victoria að smyija á kroppinn og hefur hún trú á að húð sín verði enn fegurri þegar hún hefur skolað mestu drulluna af sér. Victoria Principal f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.