Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 7 Birgitta Jónsdóttir listakona og skáld: Fyrsta málverkasýningin í Jónshúsi Fyrsta ljóðabók- in í haust Birgitta Jónsdóttir heitir ung listakona og skáld, sem í vor hélt sína fyrstu málverka- sýningu í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn. Á sama tíma sýndi Birgitta í Osló og Lundi. Birg- itta segist hafa byrjað að fikta við liti fyrir íjórum árum og hafa fengist við að mála síðan. Það er lengra síðan hún byrj- aði að semja ljóð og í haust kemur út hennar fyrsta ljóða- bók hjá Almenna bókafélaginu. En hvað kom til að hún hélt málverkasýningu? „Það var eiginlega tilviljun að ég skyldi halda þessa sýningu," segir Birgitta þegar blaðamaður hittir hana að máli. „Ég datt inn á lausan tíma í Jónshúsi og fékk að setja myndirnar mínar þar upp. Ég gerði þetta ekki síst til að læra inn á það sem tilheyrir því að halda svona sýningu og komst að því að þetta kostar heil- mikið umstang.“ Birgitta dvaldi allan síðasta vetur í Danmörku, nánar tiltekið í Skagen, nyrst á Jótlandi. „Ég notaði tímann í Skagen til að mála og skrifa. Fór á fætur eld- snemma á morgnana og skrifaði, en málaði eftir hádegi.“ Þegar Birgitta er að vinna dregur hún sig í hlé frá skarkala heimsins. Á meðan hún dvaldi í Skagen segist hún hafa haft lítil samskipti við annað fólk, en látið nægja fréttir móður sinnar af bæjarlífinu. En hún var að vinna þar á krá. Birgitta komst þó í kynni við píanóleikarann Palle Berg, sem er frá Skagen. „Palle er konsertpíanisti _ og starfar í Kaupmannahöfn. Ég fékk hann til að leika við opnun sýningarinn- ar í Jónshúsi. Hann lék tónlist sem ég valdi og síðan kom vinur minn frá Noregi, Hjörleifur Vals- son fiðluleikari og spilaði undir á meðan ég las upp ljóð úr væntan- legri ljóðabók minni.“ Tildrög þess að verk eftir Birg- ittu voru á sama tíma sýnd í fé- lagsheimili íslendinga í Lundi voru þau að íslensk kona kom þaðan til að taka viðtal við Birg- ittu í Skagen. Hún tók með sér nokkur verk til Lundar þegar hún fór. „Ég kom ekki nálægt þeirri sýningu sjálf,“ segir Birgitta. „En ég fór til Osló með nokkrar mynd- ir fáum dögum eftir opnunina í Jónshúsi að beiðni Hjörleifs. Hann hafði nýverið tekið við rekstri íslendingahússins í Osló og hans hugmynd var að fá meiri menningarstarfsemi í húsið. Þess vegna bað hann mig að koma og setja þar upp nokkrar myndir, ef það gæti orðið til þess að fleiri myndu koma og sýna. Og nú í haust ætlar íslenskur myndlist- maður í Osló að sýna þar.“ — Þú segist aðeins hafa feng- ist við að mála í fjögur ár. Hvað kom til að þú byrjaðir? „Það var fyrir algjöra slysni. Ég hef aldrei haft neinn sér- stakan áhuga á myndmennt, en þegar ég var átján ára leigði ég -með nokkrum vinum mínum og Morgunblaðið/Einar Falur Birgitta Jónsdóttir við eitt verka sinna. einn þeirra fékk gefins þurrpa- stelliti. Hann hafði engan áhuga á að nota þá svo ég fór að fikta við þá og komst að því að það ég gat alveg farið með liti. Áhug- inn á því að mála óx og síðustu tvö ár hef ég málað daglega." Geturðu sagt hvernig myndir þú málar? „Ég mála hluti sem renna úr undirmeðvitundinni og túlka með litum. Ætli myndirnar mínar séu ekki aðallega fígúratívar. Ég mála mikið andlit og fugla. En þær eru líka dálítið ljóðrænar.“ Birgitta hefur reyndar skrifað ljóð miklu lengur en hún hefur málað. Hún hefur oft lesið ljóðin sín upp, meðal annars hjá Besta vini ljóðsins og nokkur þeirra hafa birst til að mynda í safnrit- um og Lesbók Morgunblaðsins. í haust kemur fyrsta ljóðabókin hennar út. „Handritið af bókinni var tilbúið fyrir tveimur árum, en á þeim tíma hef ég verið að láta hina og þessa lesa það yfir til að vera viss um að verða án- ægð með bókina. Ég læt aðra lesa yfir ef þeir gætu komið auga á smáorð sem mér hefur sést yfir og eiga ekki heima í ljóðinu. Svo hef ég tekið út ljóð sem mér finnast ekki hafa staðið tímans tönn.“ Myndskreytingar í ljóðabók- inni, sem hlotið hefur heitið Frost- dinglar (orðið þýðir það sama og grýlukerti), eru eftir Birgittu. Bókin kemur út í lok september, en hvað tekur svo við, Birgitta? „Framundan hjá mér er að .kynna bókina bæði í Reykjavík og úti á landi. Ég byija reyndar um verslunarmannahelgina, en þá ætla ég að lesa upp á Búðum á Snæfellsnesi ásamt Steinunni Ásmundsdóttur sem les eigin ljóð. Þegar öllum bókarkynningum er lokið er ætlunin að reyna að kom- ast til Mexíkó." Vesturland og Suðurland: Álagningin nemur rúmum þremur milljörðum króna Heildarálagning í Vesturlandsum- dæmi nemur 1.753.900.551 kr. Þar af greiða einstaklingar tæpar 1.356 milljónir, fyrirtæki greiða hátt í 396 milljónir og lagðar eru tæpar 2,7 milljónir á börn yngri en 16 ára. Á Suðurlandi nemur heildarálagningin 1.617.716.406 kr. Þar af greiða ein- staklingar tæpar 1.343 milljónir, fyr- irtæki rúmar 271 milljón og börn 3,5 milljónir. Gjaldahæstu einstaklingarnir í Vesturlandsumdæmi eru: 1. Soffanías Cecilsson, Hlíðarvegi 2 Grundarfirði, kr. 3.916.124 2. Kristján Guðmundsson, Háarifi 53 Rifi, kr. 3.079.799 3. Runólfur Hallfreðsson, Krókatúni 9 Akranesi, kr. 2.527.353 4. Þórður Þórðarson, Sóleyjargötu 18 Akranesi, kr. 2.491.734 5. Guðrún Ásmundsdóttir, Skaga- braut 9 Akranesi, kr. 2.393.663 Gjaldahæstu fyrirtækin á Vesturl- andi eru: 1. Olíustöðin í Hvalfirði, kr. 24.798.557 2. Sparisjóður Mýrarsýslu, Bprgar- nesi, kr. 24.040.373 3. Hvalur hf. Hvalfirði, kr. 22.177.499 4. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgar- nesi, kr. 19.379.681 5. Haraldur Böðvarson og Co. Akra- nesi, kr. 11.728.048 Hæstu álagningu á Suðurlandi bera: 1. Brynjar II. Guðmundsson, Þor- lákshöfn, 4,5 millj. kr. 2. Jóhann V. Sveinbjörnsson, Sel- fossi, 4,1 millj. kr. 3. Sigfús Kristinsson, Selfossi, 3,6 millj. kr. 4. Bragi Einarsson, Hveragerði, 2,8 millj. kr. 5. Gunnar B. Guðmundsson, Sel- fossi, 2,7 millj. kr. Gjaldahæstu fyrirtækin á Suður- landi eru: 1. Kaupfélag Árnesinga, Selfossi, 34,3 millj. kr. 2. Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi, 18,7 millj. kr. 3. Glettingur hf., Þorlákshöfn, 12,0 millj. kr. 4. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli, 9,0 millj. kr. 5. Meitillinn hf., Þorlákshöfn, 8,8 millj. kr. Á Vesturlandi verða greiddar tæp- ar 62 millj. kr. í formi barnabóta- auka og 37 milljónir í formi hús- næðisbóta. Á Suðurlandi nemur bamabótaaukinn 64 milljónum og húsnæðisbætur 33 milljónum króna. sirtianúrneúð 36T77 AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF Utsala Otsala SKÓ SEL Laugavegi 44, sími 21270. <#. ov •'Qr <ZF TOSHIBA örbylgjuofnarnir 10GERÐIR Verð við allra hæfí Einar Farestveit&Co.hf. •OMMMTVM M. UMM (•«) INN OO UIMO - Leið 4 stoppar við dymar OsaíSslA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.